Guðmundur Ingi gagnrýndi Perry fyrir að vilja banna hjónaband samkynhneigðra

Umhverfis- og auðlindaráðherra lét í ljós „algjöra andstöðu“ sína við lagasetningu í Texas sem Rick Perry, nú orkumálaráðherra Bandaríkjanna, stóð fyrir og bannaði hjónaband samkynhneigðra. Samskiptin áttu sér stað á fundi með forsætisráðherra.

Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Auglýsing

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra,, gagnrýndi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir lagasetningu um bann við hjónabandi samkynhneigðra sem hann stóð fyrir á meðan að Perry var ríkisstjóri í Texas-ríki, á fundi þeirra og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fimmtudag. 

Guðmundur Ingi greinir frá þessu í stöðuuppfærslu á Facebook og sagði við Perry að hann væri sjálfur samkynhneigður og stjórnvöld bæru ríka ábyrgð á lagasetningu sem þessari. „Þau gætu ekki einfaldlega skýlt sér á bak við atkvæðagreiðslur almennings um þær. Perry hefur meðal annars líkt samkynhneigð við alkóhólisma og er mótfallinn því að samkynhneigðir geti ættleitt börn.“

Perry var staddur hér á landi til að taka þátt í Arctic Circle-ráðstefnunni sem fram fór í Hörpu síðustu daga. Lítið hefur verið gefið upp um innihald fundarins en Guðmundur Ingi segir í stöðuuppfærslunni sem birtist í gærkvöldi að skilaboðin varðandi loftlagsmálin hafi verið skýr „og við lögðum t.a.m. á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu og það að Bandaríkin verði aftur með í Parísarsamkomulaginu.

Auglýsing
Rick Perry sóttist eftir því að vera forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum 2012 og 2016, en án árangurs. Donald Trump gerði hann að orkumálaráðherra eftir að hann tók við embættinu. Perry var áður ríkisstjóri í Texas í fimmtán ár og var þekktur fyrir afar íhaldssama stefnu þegar kom að ýmsum mannréttindamálum. Hann er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra auk þess sem hann er ötull talsmaður dauðarefsinga, en umfang þeirra jókst mikið í Texas á meðan að hann var þar ríkisstjóri.

Bauð sig nýverið fram til varaformanns

Guð­mundur Ingi er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Land­verndar og var beð­inn um að koma inn í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur eftir að náðst hafði saman um myndun hennar síðla árs 2017. Hann hefur gegnt emb­ætti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra utan þings frá þeim tíma. Hann hefur aldrei verið í fram­boði til Alþingis eða beinn þátt­tak­andi í flokkapóli­tík til þessa. Þess vegna hefur farið lítið fyrir afstöðu hans í málum sem snúa ekki beint að þeim málaflokki sem hann stýrir í opinberri umræðu. 

Guð­mundur Ingi tilkynnti fyrir um viku að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til vara­for­manns Vinstri grænna, og þar með hefja hefðbundna stjórnmálaþátttöku. Það gerði hann einnig í gegnum stöðuuppfærslu á Facebook þar sem sagði m.a.: „Ég vil sjá enn fleira umhverf­is­vernd­ar­fólk í brúnni í íslenskum stjórn­málum og hef því ákveðið að bjóða mig fram til vara­for­manns Vinstri grænna á lands­fundi flokks­ins nú í októ­ber. Ég hlakka til að hlusta og heyra, móta og taka þátt í að skapa betri og líf­væn­legri heim fyrir okkur öll, afkom­endur okkar og aðrar líf­verur á Jörð­inn­i.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent