Guðmundur Ingi gagnrýndi Perry fyrir að vilja banna hjónaband samkynhneigðra

Umhverfis- og auðlindaráðherra lét í ljós „algjöra andstöðu“ sína við lagasetningu í Texas sem Rick Perry, nú orkumálaráðherra Bandaríkjanna, stóð fyrir og bannaði hjónaband samkynhneigðra. Samskiptin áttu sér stað á fundi með forsætisráðherra.

Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra,, gagn­rýndi Rick Perry, orku­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, fyrir laga­setn­ingu um bann við hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra sem hann stóð fyrir á meðan að Perry var rík­is­stjóri í Texa­s-­ríki, á fundi þeirra og Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra á fimmtu­dag. 

Guð­mundur Ingi greinir frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book og sagði við Perry að hann væri sjálfur sam­kyn­hneigður og stjórn­völd bæru ríka ábyrgð á laga­setn­ingu sem þess­ari. „Þau gætu ekki ein­fald­lega skýlt sér á bak við atkvæða­greiðslur almenn­ings um þær. Perry hefur meðal ann­ars líkt sam­kyn­hneigð við alkó­hól­isma og er mót­fall­inn því að sam­kyn­hneigðir geti ætt­leitt börn.“

Perry var staddur hér á landi til að taka þátt í Arctic Circle-ráð­stefn­unni sem fram fór í Hörpu síð­ustu daga. Lítið hefur verið gefið upp um inni­hald fund­ar­ins en Guð­mundur Ingi segir í stöðu­upp­færsl­unni sem birt­ist í gær­kvöldi að skila­boðin varð­andi loft­lags­málin hafi verið skýr „og við lögðum t.a.m. á mik­il­vægi alþjóð­legrar sam­vinnu og það að Banda­ríkin verði aftur með í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Auglýsing
Rick Perry sótt­ist eftir því að vera for­seta­efni Repúblikana­flokks­ins í for­seta­kosn­ing­unum 2012 og 2016, en án árang­urs. Don­ald Trump gerði hann að orku­mála­ráð­herra eftir að hann tók við emb­ætt­inu. Perry var áður rík­is­stjóri í Texas í fimmtán ár og var þekktur fyrir afar íhalds­sama stefnu þegar kom að ýmsum mann­rétt­inda­mál­um. Hann er yfir­lýstur and­stæð­ingur fóst­ur­eyð­inga og hjóna­banda sam­kyn­hneigðra auk þess sem hann er ötull tals­maður dauða­refs­inga, en umfang þeirra jókst mikið í Texas á meðan að hann var þar rík­is­stjóri.

Bauð sig nýverið fram til vara­for­manns

Guð­­mundur Ingi er fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Land­verndar og var beð­inn um að koma inn í rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur eftir að náðst hafði saman um myndun hennar síðla árs 2017. Hann hefur gegnt emb­ætti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra utan þings frá þeim tíma. Hann hefur aldrei verið í fram­­boði til Alþingis eða beinn þátt­tak­andi í flokkapóli­­tík til þessa. Þess vegna hefur farið lítið fyrir afstöðu hans í málum sem snúa ekki beint að þeim mála­flokki sem hann stýrir í opin­berri umræð­u. 

Guð­­mundur Ingi til­kynnti fyrir um viku að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til vara­­for­­manns Vinstri grænna, og þar með hefja hefð­bundna stjórn­mála­þátt­töku. Það gerði hann einnig í gegnum stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem sagði m.a.: „Ég vil sjá enn fleira umhverf­is­vernd­­ar­­fólk í brúnni í íslenskum stjórn­­­málum og hef því ákveðið að bjóða mig fram til vara­­for­­manns Vinstri grænna á lands­fundi flokks­ins nú í októ­ber. Ég hlakka til að hlusta og heyra, móta og taka þátt í að skapa betri og líf­væn­­legri heim fyrir okkur öll, afkom­endur okkar og aðrar líf­verur á Jörð­inn­i.“Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent