Guðmundur Ingi gagnrýndi Perry fyrir að vilja banna hjónaband samkynhneigðra

Umhverfis- og auðlindaráðherra lét í ljós „algjöra andstöðu“ sína við lagasetningu í Texas sem Rick Perry, nú orkumálaráðherra Bandaríkjanna, stóð fyrir og bannaði hjónaband samkynhneigðra. Samskiptin áttu sér stað á fundi með forsætisráðherra.

Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra,, gagn­rýndi Rick Perry, orku­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, fyrir laga­setn­ingu um bann við hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra sem hann stóð fyrir á meðan að Perry var rík­is­stjóri í Texa­s-­ríki, á fundi þeirra og Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra á fimmtu­dag. 

Guð­mundur Ingi greinir frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book og sagði við Perry að hann væri sjálfur sam­kyn­hneigður og stjórn­völd bæru ríka ábyrgð á laga­setn­ingu sem þess­ari. „Þau gætu ekki ein­fald­lega skýlt sér á bak við atkvæða­greiðslur almenn­ings um þær. Perry hefur meðal ann­ars líkt sam­kyn­hneigð við alkó­hól­isma og er mót­fall­inn því að sam­kyn­hneigðir geti ætt­leitt börn.“

Perry var staddur hér á landi til að taka þátt í Arctic Circle-ráð­stefn­unni sem fram fór í Hörpu síð­ustu daga. Lítið hefur verið gefið upp um inni­hald fund­ar­ins en Guð­mundur Ingi segir í stöðu­upp­færsl­unni sem birt­ist í gær­kvöldi að skila­boðin varð­andi loft­lags­málin hafi verið skýr „og við lögðum t.a.m. á mik­il­vægi alþjóð­legrar sam­vinnu og það að Banda­ríkin verði aftur með í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Auglýsing
Rick Perry sótt­ist eftir því að vera for­seta­efni Repúblikana­flokks­ins í for­seta­kosn­ing­unum 2012 og 2016, en án árang­urs. Don­ald Trump gerði hann að orku­mála­ráð­herra eftir að hann tók við emb­ætt­inu. Perry var áður rík­is­stjóri í Texas í fimmtán ár og var þekktur fyrir afar íhalds­sama stefnu þegar kom að ýmsum mann­rétt­inda­mál­um. Hann er yfir­lýstur and­stæð­ingur fóst­ur­eyð­inga og hjóna­banda sam­kyn­hneigðra auk þess sem hann er ötull tals­maður dauða­refs­inga, en umfang þeirra jókst mikið í Texas á meðan að hann var þar rík­is­stjóri.

Bauð sig nýverið fram til vara­for­manns

Guð­­mundur Ingi er fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Land­verndar og var beð­inn um að koma inn í rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur eftir að náðst hafði saman um myndun hennar síðla árs 2017. Hann hefur gegnt emb­ætti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra utan þings frá þeim tíma. Hann hefur aldrei verið í fram­­boði til Alþingis eða beinn þátt­tak­andi í flokkapóli­­tík til þessa. Þess vegna hefur farið lítið fyrir afstöðu hans í málum sem snúa ekki beint að þeim mála­flokki sem hann stýrir í opin­berri umræð­u. 

Guð­­mundur Ingi til­kynnti fyrir um viku að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til vara­­for­­manns Vinstri grænna, og þar með hefja hefð­bundna stjórn­mála­þátt­töku. Það gerði hann einnig í gegnum stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem sagði m.a.: „Ég vil sjá enn fleira umhverf­is­vernd­­ar­­fólk í brúnni í íslenskum stjórn­­­málum og hef því ákveðið að bjóða mig fram til vara­­for­­manns Vinstri grænna á lands­fundi flokks­ins nú í októ­ber. Ég hlakka til að hlusta og heyra, móta og taka þátt í að skapa betri og líf­væn­­legri heim fyrir okkur öll, afkom­endur okkar og aðrar líf­verur á Jörð­inn­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent