Guðmundur Ingi gagnrýndi Perry fyrir að vilja banna hjónaband samkynhneigðra

Umhverfis- og auðlindaráðherra lét í ljós „algjöra andstöðu“ sína við lagasetningu í Texas sem Rick Perry, nú orkumálaráðherra Bandaríkjanna, stóð fyrir og bannaði hjónaband samkynhneigðra. Samskiptin áttu sér stað á fundi með forsætisráðherra.

Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra,, gagn­rýndi Rick Perry, orku­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, fyrir laga­setn­ingu um bann við hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra sem hann stóð fyrir á meðan að Perry var rík­is­stjóri í Texa­s-­ríki, á fundi þeirra og Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra á fimmtu­dag. 

Guð­mundur Ingi greinir frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book og sagði við Perry að hann væri sjálfur sam­kyn­hneigður og stjórn­völd bæru ríka ábyrgð á laga­setn­ingu sem þess­ari. „Þau gætu ekki ein­fald­lega skýlt sér á bak við atkvæða­greiðslur almenn­ings um þær. Perry hefur meðal ann­ars líkt sam­kyn­hneigð við alkó­hól­isma og er mót­fall­inn því að sam­kyn­hneigðir geti ætt­leitt börn.“

Perry var staddur hér á landi til að taka þátt í Arctic Circle-ráð­stefn­unni sem fram fór í Hörpu síð­ustu daga. Lítið hefur verið gefið upp um inni­hald fund­ar­ins en Guð­mundur Ingi segir í stöðu­upp­færsl­unni sem birt­ist í gær­kvöldi að skila­boðin varð­andi loft­lags­málin hafi verið skýr „og við lögðum t.a.m. á mik­il­vægi alþjóð­legrar sam­vinnu og það að Banda­ríkin verði aftur með í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Auglýsing
Rick Perry sótt­ist eftir því að vera for­seta­efni Repúblikana­flokks­ins í for­seta­kosn­ing­unum 2012 og 2016, en án árang­urs. Don­ald Trump gerði hann að orku­mála­ráð­herra eftir að hann tók við emb­ætt­inu. Perry var áður rík­is­stjóri í Texas í fimmtán ár og var þekktur fyrir afar íhalds­sama stefnu þegar kom að ýmsum mann­rétt­inda­mál­um. Hann er yfir­lýstur and­stæð­ingur fóst­ur­eyð­inga og hjóna­banda sam­kyn­hneigðra auk þess sem hann er ötull tals­maður dauða­refs­inga, en umfang þeirra jókst mikið í Texas á meðan að hann var þar rík­is­stjóri.

Bauð sig nýverið fram til vara­for­manns

Guð­­mundur Ingi er fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Land­verndar og var beð­inn um að koma inn í rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur eftir að náðst hafði saman um myndun hennar síðla árs 2017. Hann hefur gegnt emb­ætti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra utan þings frá þeim tíma. Hann hefur aldrei verið í fram­­boði til Alþingis eða beinn þátt­tak­andi í flokkapóli­­tík til þessa. Þess vegna hefur farið lítið fyrir afstöðu hans í málum sem snúa ekki beint að þeim mála­flokki sem hann stýrir í opin­berri umræð­u. 

Guð­­mundur Ingi til­kynnti fyrir um viku að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til vara­­for­­manns Vinstri grænna, og þar með hefja hefð­bundna stjórn­mála­þátt­töku. Það gerði hann einnig í gegnum stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem sagði m.a.: „Ég vil sjá enn fleira umhverf­is­vernd­­ar­­fólk í brúnni í íslenskum stjórn­­­málum og hef því ákveðið að bjóða mig fram til vara­­for­­manns Vinstri grænna á lands­fundi flokks­ins nú í októ­ber. Ég hlakka til að hlusta og heyra, móta og taka þátt í að skapa betri og líf­væn­­legri heim fyrir okkur öll, afkom­endur okkar og aðrar líf­verur á Jörð­inn­i.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent