Guðmundur Ingi gagnrýndi Perry fyrir að vilja banna hjónaband samkynhneigðra

Umhverfis- og auðlindaráðherra lét í ljós „algjöra andstöðu“ sína við lagasetningu í Texas sem Rick Perry, nú orkumálaráðherra Bandaríkjanna, stóð fyrir og bannaði hjónaband samkynhneigðra. Samskiptin áttu sér stað á fundi með forsætisráðherra.

Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á fundi sínum á fimmtudag.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra,, gagn­rýndi Rick Perry, orku­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, fyrir laga­setn­ingu um bann við hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra sem hann stóð fyrir á meðan að Perry var rík­is­stjóri í Texa­s-­ríki, á fundi þeirra og Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra á fimmtu­dag. 

Guð­mundur Ingi greinir frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book og sagði við Perry að hann væri sjálfur sam­kyn­hneigður og stjórn­völd bæru ríka ábyrgð á laga­setn­ingu sem þess­ari. „Þau gætu ekki ein­fald­lega skýlt sér á bak við atkvæða­greiðslur almenn­ings um þær. Perry hefur meðal ann­ars líkt sam­kyn­hneigð við alkó­hól­isma og er mót­fall­inn því að sam­kyn­hneigðir geti ætt­leitt börn.“

Perry var staddur hér á landi til að taka þátt í Arctic Circle-ráð­stefn­unni sem fram fór í Hörpu síð­ustu daga. Lítið hefur verið gefið upp um inni­hald fund­ar­ins en Guð­mundur Ingi segir í stöðu­upp­færsl­unni sem birt­ist í gær­kvöldi að skila­boðin varð­andi loft­lags­málin hafi verið skýr „og við lögðum t.a.m. á mik­il­vægi alþjóð­legrar sam­vinnu og það að Banda­ríkin verði aftur með í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu.

Auglýsing
Rick Perry sótt­ist eftir því að vera for­seta­efni Repúblikana­flokks­ins í for­seta­kosn­ing­unum 2012 og 2016, en án árang­urs. Don­ald Trump gerði hann að orku­mála­ráð­herra eftir að hann tók við emb­ætt­inu. Perry var áður rík­is­stjóri í Texas í fimmtán ár og var þekktur fyrir afar íhalds­sama stefnu þegar kom að ýmsum mann­rétt­inda­mál­um. Hann er yfir­lýstur and­stæð­ingur fóst­ur­eyð­inga og hjóna­banda sam­kyn­hneigðra auk þess sem hann er ötull tals­maður dauða­refs­inga, en umfang þeirra jókst mikið í Texas á meðan að hann var þar rík­is­stjóri.

Bauð sig nýverið fram til vara­for­manns

Guð­­mundur Ingi er fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Land­verndar og var beð­inn um að koma inn í rík­­is­­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur eftir að náðst hafði saman um myndun hennar síðla árs 2017. Hann hefur gegnt emb­ætti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra utan þings frá þeim tíma. Hann hefur aldrei verið í fram­­boði til Alþingis eða beinn þátt­tak­andi í flokkapóli­­tík til þessa. Þess vegna hefur farið lítið fyrir afstöðu hans í málum sem snúa ekki beint að þeim mála­flokki sem hann stýrir í opin­berri umræð­u. 

Guð­­mundur Ingi til­kynnti fyrir um viku að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til vara­­for­­manns Vinstri grænna, og þar með hefja hefð­bundna stjórn­mála­þátt­töku. Það gerði hann einnig í gegnum stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem sagði m.a.: „Ég vil sjá enn fleira umhverf­is­vernd­­ar­­fólk í brúnni í íslenskum stjórn­­­málum og hef því ákveðið að bjóða mig fram til vara­­for­­manns Vinstri grænna á lands­fundi flokks­ins nú í októ­ber. Ég hlakka til að hlusta og heyra, móta og taka þátt í að skapa betri og líf­væn­­legri heim fyrir okkur öll, afkom­endur okkar og aðrar líf­verur á Jörð­inn­i.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent