Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál

Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.

Hús í miðbæ Reykjavíkur
Auglýsing

Leka- og raka­vanda­mál eru mun algeng­ari hér á landi en í öðrum löndum innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Hlut­fall þeirra sem telja sig búa við slíkan vanda hér á landi er 19 pró­sent sem er þrefalt hærra hlut­fall en í Nor­egi. Þetta kemur fram í skýrslu Ís­lands­banka um íbúða­mark­að­inn. 

Pláss­leysi ekki mikið vanda­mál

Mikil umræða hefur verið um heilsu­spill­andi áhrif raka­skemmda hér á landi á síð­ustu árum. Í nýrri skýrslu Íslands­banka kemur fram að hlut­fall þeirra sem búa við leka- og/eða raka­vanda­mál hér á landi er ansi hátt eða alls um fimmt­ungur lands­manna. Það er rúm­lega þrisvar sinnum fleiri en í Nor­egi en að með­al­tali telja 13 pró­sent íbúa sig búa við þennan vanda innan Evrópusambandsins.

Auglýsing

Erfitt er að segja til um orsakir þessa en sam­kvæmt Íslands­banka hlýtur athyglin að bein­ast meðal ann­ar­s að veðr­áttu, við­haldi og gæðum hús­bygg­inga hér á landi almennt.

Mynd: Íslandsbanki

Aftur á móti virð­ist pláss­leysi ekki vera umfangs­mikið vanda­mál hér­lendis í alþjóð­legu sam­hengi, sam­kvæmt skýrslu Íslands­banka. Alls telja um 7 pró­sent Íslend­inga sig búa við pláss­leysi. 

Það er svipað hlut­fall og í Nor­egi og Finn­landi en nokkuð lægra en í Dan­mörku þar sem 9 pró­sent telja sig búa við pláss­leysi og um helm­ingi lægra en í Sví­þjóð. Þá nemur hlut­fallið að með­al­tali 15 pró­sentum hjá aðild­ar­ríkjum ESB .

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent