Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót

Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur á ný lagt fram frum­varp um stofnun Þjóð­ar­sjóðs fyrir Alþingi. Verði frum­varpið að lögum mun sjóð­ur­inn taka til starfa í upp­hafi næsta árs, en inn í hann eiga að renna allar arð­greiðslur orku­fyr­ir­tækja í eigu hins opin­bera. Þjóð­ar­sjóð­ur­inn á svo að fjár­festa fyrir það fé erlend­is. Um er að ræða, að minnsta kosti að uppi­stöðu, arð­greiðslur úr Lands­virkjun en for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins hefur sagt að það ætti að geta greitt um 110 millj­arða króna til rík­is­ins á árunum 2020 til 2026. 

Í frétta­skýr­ingu sem Kjarn­inn birti um Þjóð­ar­sjóð­ar­hug­mynd­ina í febr­úar síð­ast­liðnum kom fram að á 10 til 20 árum ættu heild­ar­eignir Þjóð­ar­sjóðs­ins að geta farið upp í allt að tæp­lega 400 millj­arða króna, miðað við 3,5 pró­sent ávöxtun á ári. 

Sjóðnum er ætlað að gegna því meg­in­hlut­verki að verða eins konar áfalla­vörn fyrir þjóð­ina þegar rík­is­sjóður verður fyrir fjár­hags­legri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyr­ir­séð áföll á þjóð­ar­hag, ann­að­hvort vegna afkomu­brests eða vegna kostn­aðar við við­bragðs­ráð­staf­anir sem stjórn­völd hafa talið óhjá­kvæmi­legt að grípa til í kjöl­far áfalls eða til að varna því. „Hér er átt við skakka­föll sem eru fátíð en sagan sýnir að geta riðið yfir á nokk­urra ára­tuga fresti, m.a. stór­felldar nátt­úru­ham­farir sem gætu stórlaskað byggð, sam­göngu­inn­viði, vatns­afls- og jarð­hita­virkj­anir og stór­iðju­ver, alvar­leg meng­un­ar- eða umhverf­isslys, vist­kerf­is­breyt­ing­ar, sjúk­dóms­far­aldra eða önnur áföll, og valdið þung­bæru efna­hags­legu tjóni umfram þann skaða sem tryggður er með öðrum hætti, svo sem með Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands.“

Fimm manna stjórn skipuð

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður fimm manna yfir­stjórn skipuð af fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra yfir sjóðn­um. Þar stendur að stjórn­ar­menn skuli „búa yfir mennt­un, sér­fræði­þekk­ingu og starfs­reynslu til að geta gegnt stjórn­ar­setu til­hlýði­lega og skal þar einkum horft til reynslu og þekk­ingar á fjár­mála­mark­aði og hag­fræði.

Auglýsing
Stjórnarmenn skulu vera lög­ráða og hafa gott orð­spor og mega aldrei hafa verið sviptir for­ræði á búi sínu eða, í tengslum við atvinnu­rekst­ur, hlotið dóm fyrir fjár­muna­brot sam­kvæmt almennum hegn­ing­ar­lög­um, lögum á sviði fjár­mála­mark­aðar eða öðrum lögum sem varða starf­semi félaga, eða sætt íþyngj­andi stjórn­valds­við­ur­lögum sem ein­stak­lingar eða fyr­ir­svars­menn lög­að­ila á fram­an­greindum svið­um. Stjórn­ar­menn mega ekki taka að sér eða hafa með höndum nein störf sem geta verið til þess fallin að draga óhlut­drægni þeirra í efa.“

Þrír stjórn­ar­mann­anna yrðu til­nefndir af Alþingi, einn af for­sæt­is­ráð­herra en fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, nú Bjarni Bene­dikts­son, myndi skipa for­mann stjórn­ar­innar án til­nefn­ing­ar. Sá yrði skip­aður til fimm ára en aðrir stjórn­ar­menn til þriggja ára í senn. Hver stjórn­ar­maður mætti ein­ungis vera skip­aður tví­vegis í röð. 

Alþingi þarf að sam­þykkja

Stjórn Þjóð­ar­sjóðs­ins á síðan að fram­fylgja og útfæra nánar fjár­fest­ing­ar­stefnu sjóðs­ins sem ráð­herra setur í reglu­gerð að feng­inni til­lögu stjórn­ar. Sér­stak­lega er til­greint í frum­varp­inu að ekki megi fjár­festa í fjár­mála­gern­ingum sem „gefnir eru út af fyr­ir­tækjum eða stofn­unum sem stunda eða eru við­riðin starf­semi sem stang­ast á við góða siði eins og nánar skal til­greint í fjár­fest­ing­ar­stefn­unn­i.“ 

Óheim­ilt verður að fjár­festa í verð­bréfum eða öðrum fjár­mála­gern­ingum útgefnum í íslenskum krónum eða útgefnum af aðilum með lög­heim­ili á Íslandi eða í eigu erlends aðila sem íslenskir aðilar eiga meira en tvo hund­raðs­hluta í. Þá má ekki stofna til inn­lána hjá íslenskum bönkum og bannað verður að veð­setja eigur sjóðs­ins, að frá­töldum veð­trygg­ingum sem settar eru í tengslum við við­skipti í kaup­höllum eða til trygg­ingar lán­töku eða afleiðu­samn­ing­um.

Auglýsing
Tilgangur sjóðs­ins er, líkt og áður sagði, að vera örygg­is­vent­ill ef rík­is­sjóður verður fyrir veru­legum fjár­hags­legum skakka­föllum af völdum „ófyr­ir­séðs áfalls sem þjóð­ar­búið hefur orðið fyrir eða sem stafa af því að stjórn­völd hafa óhjá­kvæmi­lega þurft að gera ráð­staf­anir til að bregð­ast við slíku áfall­i.“

Við slíkar aðstæður má taka allt að helm­ing eigna sjóðs­ins og nýta til að takast á við það áfall, að því skil­yrði upp­fylltu að áfallið svari til að minnsta kosti fimm pró­sent af með­al­tekjum und­an­far­innar þriggja rekstr­ar­ára. Sér­stök mats­nefnd á að fara yfir hvort að það skil­yrði sé upp­fyllt og ef svo er þá leggur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fyrir Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um úthlutun úr Þjóð­ar­sjóði, sem þarf að sam­þykkja hana. 

Ekki allir sam­mála hug­mynd­inni

Hug­myndir um upp­setn­ingu Þjóð­ar­sjóðs hafa verið umdeild­ar, meira að segja innan rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem nú leggur frum­varpið fram sem stjórn­ar­frum­varp. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lýsti því til að mynda yfir snemma á þessu ári að hægt væri að nýta arð­greiðslur frá Lands­virkjun til að fjár­magna tug millj­arða vega­fram­kvæmd­ir, fremur að horfa til veggjalda. Í útvarps­við­tali á Bylgj­unni í febr­úar sagði hann: „Við vitum að arð­greiðslur eru að koma frá­ Lands­­virkj­un, ekki síst á næstu árum. Við höfum verið að ræða það að setja það í Þjóð­­ar­­sjóð. Er kannski skyn­­sam­­legra að nota það í ein­hver ár við upp­­­bygg­ingu vega­­kerf­is­ins? Er það meiri ávinn­ingur fólg­inn í því og gera svo eitt­hvað í þess­­ari gjald­­töku í 4-5 ár?“

Yngvi Örn Krist­ins­son, hag­fræð­ingur hjá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja, skrif­aði grein sem birt­ist í Kjarn­anum í maí síð­ast­liðnum þar sem hann gagn­rýndi stofnun Þjóð­ar­sjóðs. Þar stóð meðal ann­ars: „Mót­­sagna­­kennt virð­ist að ætla ráð­stafa um tæpum 15 -20 millj­­örðum á ári í Þjóð­­ar­­sjóð sem fjár­festur yrði alfarið í erlendum verð­bréfum (stefnt er að því að Þjóð­­ar­­sjóður nái 250 – 300 millj­­arða króna stærð á 15 – 20 árum skv. minn­is­­blaði Fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is) á meðan ekki er til fé í rík­­is­­sjóði til þess að standa undir þeim útgjöldum sem nefnd hafa verið að ofan. Spurn­ing hver er til­­­gangur þess að safna sjóðum erlendis vegna óskil­­greindrar þarfar (fjár­­hags­­leg áföll) á meðan ofan­­greind sem öll eru til þess fallin að auka hag­­sæld og vel­­ferð þarf að fjár­­­magna með sköttum gjöldum eða lán­tök­­um. Þá virð­ist einnig skyn­­sam­­legt að rík­­is­­sjóður greiði upp skuld sína við líf­eyr­is­­sjóði opin­berra starfs­­manna áður en upp­­­bygg­ing væri hafin á Þjóð­­ar­­sjóð.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent