Til hvers Þjóðarsjóður?

Hagfræðingur skrifar um ýmis álitamál sem tengjast Þjóðarsjóði.

Auglýsing

Núver­andi rík­is­stjórn hefur á stefnu­skrá sinni að stofna Þjóð­ar­sjóð (sover­eign wealth fund). Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið setti á netið minn­is­blað um málið í ágúst sl. m.a. til kynn­ingar og umsagn­ar. Í Þjóð­ar­sjóð á m.a. að renna arður frá Lands­virkj­un, og hugs­an­lega fleiri orku­fyr­ir­tækj­um. Í stefnu­skrá rík­is­stjórn­ar­innar seg­ir:

Þjóð­ar­sjóður verður stofn­aður utan um arð af auð­lindum lands­ins og byrjað á orku­auð­lind­inni. Hlut­verk sjóðs­ins verður að byggja upp við­nám til að mæta fjár­hags­legum áföll­um. Afmark­aður hluti ráð­stöf­un­ar­fjár sjóðs­ins verður not­aður til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprota­fyr­ir­tækja. Með því verður fræjum sáð til efl­ingar nýrra vel laun­aðra starfa í fram­tíð­inni. Einnig verður hluti nýttur til átaks í upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma fyrir elstu kyn­slóð­ina.

Stefnt er að því að greiðslur í sjóð­inn gætu numið allt 15 millj­örðum króna á ári og sjóð­ur­inn gæti numið um 250 – 300 milj­jörðum króna eftir 15 – 20 ár. Sjóð­inn skal alfarið ávaxta erlend­is.

Auglýsing

Fjár­hags­leg áföll í þessu sam­hengi eru ekki skil­greind nánar í stefnu­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.  Óvenju­legt er að þjóð­ar­sjóðir séu mynd­aðir í þessu óljósa til­gangi. Flest iðn­ríki hafa sjóði sem mynd­aðir hafa verið til þess að mæta áföllum á sviði efna­hags­mála, auk þess sem hin almennu stjórn­tæki efna­hags­mála, vextir og jöfn­uður rík­is­fjár­mála,  eru ávallt til taks.  

Þannig er gjald­eyr­is­forða ríkja ætlað að mæta sveiflum í utan­rík­is­við­skipt­um, svo sem falli í útflutn­ings­tekjum og greiðslu­halla við útlönd vegna efna­hag­sam­drátt­ar. Gjald­eyr­is­forði Seðla­banka er nú um 700 millj­arðar króna eða um fjórð­ungur af lands­fram­leiðslu.  Hér á landi hefur verið komið á fót sér­stökum trygg­inga­sjóði til þess að mæta kostn­aði vegna nátt­úru­ham­fara, Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingum Íslands.  

Lögð eru iðgjöld á fast­eignir til að mæta áætl­uðum kostn­aði vegna nátt­úru­ham­fara. Þá er trygg­inga­sjóði inn­stæðu­eig­enda ætlað að draga úr skaða inn­stæðu­eig­enda við þrot inn­láns­stofn­ana. Stærð hans er milli 30 og 40 millj­arðar króna og er hann fjár­magn­aður með iðgjöldum á inn­láns­stofn­an­ir. Nýrri teg­und sjóða sem ætlað er að greiða fyrir skila­með­ferð fallandi fjár­mála­fyr­ir­tækja er verið að koma í fót í Evr­ópu­sam­band­inu, svoköll­uðum skila­sjóð­um. Þegar sú lög­gjöf verður inn­leidd hér á landi mun sama kvöð verða lögð á hér á landi.  Sá sjóð­ur, skila­sjóð­ur, verður fjár­magn­aður með gjöldum sem lögð verða á fjár­mála­fyr­ir­tæki. 

Með þessum við­bún­aði er gengið jafn­langt eða lengra en flestar þjóðir sem við berum okkur saman við. Margar þjóðir eru ekki með ham­fara­trygg­ingar og gjald­eyr­is­forð­inn hér er nú stærri hlut­falls­lega en margra ann­arra iðn­ríkja. 

Þjóð­ar­sjóðir í merk­ing­unni „sover­eign wealth funds“ hafa einkum verið stofn­aðir af ríkjum sem njóta góðs í efna­hags­málum af auð­lindum sem ekki eru end­ur­nýj­an­leg­ar.  Dæmi um þetta eru olíu­lindir eða námur og hafa t.d. Norð­menn og fleiri olíu­ríki stofnað slíka sjóði. Hug­myndin hér á bak við er ein­föld, að draga úr áhrifum nýt­ingar auð­lind­ar­innar meðan hennar nýtur við og fram­lengja áhrifin fram í tím­ann. Í raun er verið að treina efna­hags­á­hrif óend­ur­nýj­an­legrar auð­lind­ar.  Forða ofrisi hag­kerf­is­ins meðan auð­lind­ar­innar nýtur og skell þegar hún klár­ast.

Orku­auð­lindir íslend­inga eru að stærstu hluta end­ur­nýj­an­legar séu þær nýttar að skyn­semi. Til mjög langs tíma kólnar jarð­ar­kringlan og jarð­hiti minnk­ar. Þá kunna sveiflur í veð­ur­fari að minnka vatns­forða­búr jöklanna. Hvor­ugt stafar af nýt­ingu auð­lind­anna. Sama gildir einnig um auð­lindir sjáv­ar­ins, var­fær­inn og skyn­sam­leg nýt­ing mun ein og sér ekki ganga á auð­lind­ina. Núver­andi fisk­veiði­stefna hefur þetta að mark­miði.  Af þessu ástæðum búum við dag hér á landi ekki við neinar sér­stakar aðstæður sem markast af að við séu nýta auð­lindir sem munu ganga til þurrðar og því ekki ástæða til þess að binda arð af þessum auð­lindum í sjóð. 

Önnur ástæða þjóð­ar­sjóða er að auka stöð­ug­leika í efna­hags­lífi ríkja sem búa við ein­hæfan og sveiflu­kenndan útflutn­ing. Sveiflur geta verið bæði verð­sveiflur eða sveiflur í fram­leiðslu.  Á sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar var settur á laggir hér á landi „Verð­jöfn­un­ar­sjóður fisk­iðn­að­ar­ins“ og átti hlut­verk hans að vera að draga úr áhrifum verð­sveiflna á þjóð­ar­bú­skap­inn.  Á þeim tíma var útflutn­ingur frá land­inu mun ein­hæf­ari en seinna varð.  Erf­ið­lega gekk að ná sátt við atvinnu­grein­ina um greiðslur inn í sjóð­inn þegar vel áraði, og mik­ill þrýst­ingur var á útgreiðslur úr sjóðnum þegar sló í bak­seglin í fisk­vinnsl­unn­i.  Áform um stýr­ingu grein­ar­innar gengu því ekki eftir og sjóð­ur­inn tæmd­ist fljótt.  Verð­jöfn­un­ar­sjóður var lagður niður á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Þjóð­ar­sjóð virð­ist ekki ætlað gegna þessu hlut­verki, þ.e. sveiflu­jöfnun vegna útflutn­ings sjáv­ar­af­urða eða ann­arra vöru­flokka. Aðstæður hér á landi eru enda mjög breyttar atvinnu­líf og útflutn­ingur standa fleiri fótum en á sjö­unda ára­tugn­um. 

Á seinni árum, eftir því sem lýð­fræði­leg þróun í iðn­ríkjum á Vest­ur­löndum hefur orðið skýr­ari, hefur skap­ast umræða um að nauð­syn­legt sé að safna sjóði til mæta líf­eyr­is­byrði aldr­aðra sem fer hlut­falls­lega fjölg­andi á næstu árum og ára­tug­um. Fáar eða engar þjóðir hafa brugð­ist við þessu vanda, að öðru leyti því að Norð­menn hafa end­ur­skil­greint sinn olíu­sjóð sem nokk­urs­konar líf­eyr­is­sjóð til þess að mæta þessum vanda.  Hér á landi hagar þannig til, eins og kunn­ugt er, að líf­eyr­is­kerfi Íslend­inga byggir fyrst og fremst á sjóðs­söfn­un. Þannig hefur verið séð fyrir þeim vanda sem kann að mynd­ast vegna vax­andi líf­eyr­is­byrði eftir sem þjóðin verður hlut­falls­lega eldri.  Eini brest­ur­inn í því kerfi er að ríkið sem vinnu­veit­andi hefur ekki greitt nægj­an­lega mikið í líf­eyr­is­sjóði opin­berra starfs­manna til þess að mæta áföllnum skuld­bind­ing­um. Talið er að skuld rík­is­sjóðs við sjóði opin­berra starfs­manna nemi um rúmum 600 millj­örðum króna.  

Ljóst er að marg­vís­lega fjár­fest­ing­ar­verk­efni standa fyrir dyrum hér á landi á næstu árum og ára­tug­um. 

- Í vega­málum er talið að fjár­festa þurfi fyrir 300 – 400 millj­arða króna til útrýma ein­breiðum brúum og ljúka gerð slit­lags á hring­veg.  Þá virð­ist nauð­syn­lega að breikka vegi og tvö­falda kringum helstu þétt­býl­iskjarna á land­inu. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kann að vera þörf veru­legra fjár­muna við end­ur­bætur á þjóð­vega­hluta vega­kerf­is­ins á svæð­inu mis­læg gatna­mót, tvö­föld­un, veg­stokk­ar,  brýr og borg­ar­lína). 

- Vegna auk­innar ferða­þjón­ustu þarf að huga að upp­bygg­ingu inn­viða til að mæta fjölgun ferða­manna.  Um er að ræða upp­bygg­ingu flug­valla, vega, göngu­stíga, hesta­leiða, aðstöðu vegna þjón­ustu­kjara og sal­erna ferða­manna­stöðum og -leið­um.  Upp­bygg­ing á þjón­ustu í þjóð­görðum m.a. Vatna­jök­uls­þjóð­garði og áform­uðum nýjum þjóð­garði á mið­há­lendi Íslands­.Þörf er á veru­legu fjár­magni til þess að end­ur­bæta dreifi­kerfi raf­orku land­inu til að tryggja betri orkunna og öryggi not­enda. 

- Upp­bygg­ing í heil­brigð­is­kerfi, nýtt LSH sjúkra­hús, fjölgun hjúkr­un­ar­heim­ila og heilsu­gæslu­stöðv­a. 

- Upp­bygg­ing í mennta­mál­um, ekki síst háskóla­stig­inu.

Mót­sagna­kennt virð­ist að ætla ráð­stafa um tæpum 15 -20 millj­örðum á ári í Þjóð­ar­sjóð sem fjár­festur yrði alfarið í erlendum verð­bréfum (stefnt er að því að Þjóð­ar­sjóður nái 250 – 300 millj­arða króna stærð á 15 – 20 árum skv. minn­is­blaði Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is) á meðan ekki er til fé í rík­is­sjóði til þess að standa undir þeim útgjöldum sem nefnd hafa verið að ofan. Spurn­ing hver er til­gangur þess að safna sjóðum erlendis vegna óskil­greindrar þarfar (fjár­hags­leg áföll) á meðan ofan­greind sem öll eru til þess fallin að auka hag­sæld og vel­ferð þarf að fjár­magna með sköttum gjöldum eða lán­tök­um. 

Þá virð­ist einnig skyn­sam­legt að rík­is­sjóður greiði upp skuld sína við líf­eyr­is­sjóði opin­berra starfs­manna áður en upp­bygg­ing væri hafin á Þjóð­ar­sjóð. 

Höf­undur er hag­fræð­ingur og starfar hjá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja. Skoð­anir hans end­ur­spegla ekki endi­lega afstöðu Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar