„Afi, þykir þér ekkert vænt um mig?“

Stefán Tryggva- og Sigríðarson skrifar um loftlagsmál og þá aðsteðjandi hættu sem lifnaðarhættir jarðarbúa skapa.

Auglýsing

Við sem fædd erum eftir miðja síð­ustu öld og fram til alda­móta og búum í hinum svo­nefnda vest­ræna heimi, erum kyn­slóðin sem á að skamm­ast sín. Við erum fólkið sem ber fyrst og síð­ast ábyrgð á ástand­inu í umhverf­is­málum heims­ins í dag. Ein­hver okkar eru vissu­lega þessir vondu stjórn­mála­menn sem annað hvort taka rangar ákvarð­anir eða ekki ákvarð­an­ir, ein­hver okkar eru þessir vondu iðn­jöfrar og marg­millj­arða­mær­ingar sem eiga lung­ann af auð­æfum heims­ins, ein­hver okkar eru þessir vondu hag­fræð­ingar og fjár­mála­spek­úlantar sem gambla með líf­eyri og sparifé okk­ar, ein­hver okkar eru mis­vitrir vís­inda­menn  sem eru fyrir löngu hættir að sjá heild­ar­mynd­ina, ein­hver okkar eru sölu­menn dauð­ans og telja okkur enda­laust trú um auð­keyptar lausn­ir. En fyrst og fremst erum við auð­trúa neyt­endur sem höfum skapað eft­ir­spurn til þess að ofan­greindir aðilar hafa getað leikið sér með okkur og afvega­leitt. Við sitjum uppi með sam­fé­lag sem er að hruni komið fyrir alda­lok og það er engum um að kenna nema okkur sjálf­um.

Rík­is­sjón­varpið hefur nú lokið sýn­ingu mjög athygl­is­verðrar þáttar­aðar sem lýsti ástand­inu tæpitungu­laust. Þar var gerð mjög góð grein fyrir aðsteðj­andi hættum og ítrekað bent á að lifn­að­ar­hættir okkar jarð­ar­búa þurfi að breyt­ast og það fyrr en seinna. En það eru fá dæmi þess að svo sé. Alþjóða­samn­ingar eru gerðir og ein­stakar þjóðir setja sér mark­mið um tak­mark­anir á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Mark­mið sem eru jafn óraun­hæf og að ein­hver taki mark á ádeilu­grein eins og þess­ari. Íslensk stjórn­völd gera sínar áætl­anir sem því miður lúta frekar að úrlausn vanda­mála, heldur en að draga úr þeim eða koma í veg fyrir þau og höf­uð­borgin ákveður að fækka bens­ín­stöðv­um!!! Kannski er það eitt besta dæmið um úrræða- og kjark­leysi stjórn­valda til að taka ákvarð­anir sem skipta máli.

Við viljum auð­vitað trúa því að vís­indin finni lausnir á flestum okkar vanda­málum og að sjálf­sögðu er gaman að hlusta á fréttir um nið­ur­dæl­ingu á koltví­sýr­ingi sem svo breyt­ist í grjót og málið leyst☺  Það er líka freist­andi að trú á bakt­er­íur sem brjóta niður plast og fatnað sem unn­inn er úr trjám. En stóra vanda­málið er ekki ein­ungis hlýnun af völdum gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og súrnun haf­anna í fram­hald­inu, né heldur allt plastið og kjarn­orku­úr­gangur sem við sitjum uppi með. Megin vand­inn er að við horf­umst ekki í augu við endi­mörk vaxt­ar­ins. Við getum ekki sóað út í það óend­an­lega. Við getum ekki keypt okkur enda­laust lausnir við öllum okkar vanda­mál­um. Það er t.d. ekki stór­mann­legt að flytja úrgang okkar Vest­ur­landa­búa til ann­arra heims­álfa og rétt­læta það með því að við séum að skapa þessum þjóðum tekj­ur. Eða gefa þeim fatnað sem við höfum ekki lengur áhuga á og rústa þar með innanlands­fram­leiðslu þeirra. Það er heldur ekki lausn að kaupa okkur afláts­bréf til að kolefn­is­jafna flug­ferðir okk­ar.

Auglýsing

Fyrir 60 árum starf­aði hópur vís­inda­manna sem kall­að­ist Róm­ar­sam­tökin og gaf út bók sem nefnd­ist Endi­mörk vaxt­ar­ins. Þó að á þeim tíma hafi helsta áhyggju­efni manna beinst að fólks­fjölgun og nægj­an­legu fæðu­fram­boði, og hækkun á hita­stigi vegna gróð­ur­húsa­á­hrifa nær óþekkt,  var megin ályktun þessa hóps áhyggjur af veld­is­vexti m.a. á nýt­ingu jarð­efna og upp­söfnun úrgangs. Helstu varn­að­ar­orð hóps­ins voruað mann­kynið fær ekki ætlað sér þá dul að marg­fald­ast með sívax­andi hraða og láta efn­is­legar fram­farir sitja í fyr­ir­rúmi án þess að rata í ógöngur á þeirri veg­ferð; að við eigum um það að velja að leita nýrra mark­miða og ráða þannig sjálf örlögum okkar eða kalla yfir okkur afleið­ingar hins taum­lausa vaxt­ar, sem við fáum þá óum­flýj­an­lega að kenna harðar á.“

En við hlust­uðum ekki. Við létum okkur ekki nægja að hætta að hella uppá kaffi á gamla mát­ann heldur kaupum við nú kaffi til heim­il­is­ins í einnota plast­hylkj­um. Við kaupum skyndi­bita á öðru hverju götu­horni og drekkum að sjálf­sögðu úr einnota kaffi­máli. Þetta gerum við meira og minna á hlaupum því „það er svo brjálað að ger­a“. Við látum okkur ekki nægja að fara til útlanda að hámarki einu sinni á ári og við kaupum flíkur eins og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn. Hámark heimsku okkar krist­all­ast í ferðum okkar um heims­höfin þar sem við eyðum efri árunum við allsnægtir allt á kostnað nátt­úr­unn­ar.

Það er auð­vitað ekki í takt við boð­skap stjórn­mála­manna og hag­vaxt­ar­kenn­ingar lang­skóla­geng­inna hag­spek­inga, en mín trú er sú að eina von okkar mann­kyns­ins sé að draga úr hefð­bundnum hag­vexti og milli­ríkja­versl­un. Því meðan þessir mæli­kvarðar vaxa og aukast er okkur ekki að miða nokkurn skap­aðan hlut til raun­veru­lega bættra lífs­skil­yrða á jörð­inni. Og einu aðil­arnir sem geta breytt þessu erum við sem neyt­end­ur. Á sama hátt og við sköp­uðum eft­ir­spurn­ina getum við dregið úr henni. Stjórn­völd og iðn­rek­endur heims­ins munu aldrei koma með mark­tækar aðgerðir fyrr en eft­ir­spurnin eftir þessu þarf­lausa prjáli sem heila­þvottur mark­aðsafl­anna hefur logið inná okk­ur, minnkar veru­lega. Það er góðra gjalda vert að flokka og plokka og ágætis byrj­un, en við verðum að kom­ast fyrir rót vand­ans, ekki bara reyna að leysa afleið­ingar hans.

En til hvers er sex­tugur vel­meg­andi karl að láta sig þessi mál varða? Getur hann ekki gert eins og flestir aðrir og talið sér trú um að hans fram­lag verði alltaf svo lítið að það skipti ekki máli og bent á stjórn­völd til lausnar vand­an­um. Í raun er ástæðan ein­föld. Ég er hrædd­ur. Ég er hræddur við að barna­börnin spyrji mig á næstu árum. „Afi, þykir þér ekk­ert vænt um mig?“ Þegar þau fara að ganga á mig og spyrja hvort ég hafi virki­lega farið í tveggja til þriggja daga ferðir á fót­bolta­leiki erlendis eða í borg­ar­ferð­ir, hvort ég hafi keypt mér föt mán­að­ar­lega og a.m.k. eina yfir­höfn á hverju ári og nýjan alklæðnað í hvert skipti sem ég fór á árs­há­tíð, og hvort ég hafi átt snjó­sleða eða fjór­hjól eða stóran jeppa til að leika mér á, þá fara senni­lega að renna á mig tvær grím­ur. Og senni­lega fjölgar grímunum þegar þau fara að spyrja um dag­legar neyslu­venj­ur. Hvort ég hafi keypt tann­krem í áltúpu og kassa, hvort ég hafi keypt kex í plasti, plast­bakka og kassa að auki, hvort ég hafi keypt alls kyns vörur sem ég vissi að voru fluttar yfir hálfan hnött­inn og hvort ég hafi notað sjampó, hár­nær­ingu og gel í hárið og farið í sturtu dag­lega. Þau eiga vís­ast líka eftir að spyrja mig hvort ég hafi alltaf verslað í stór­mörk­uð­um, í IKEA og Rúm­fatala­gernum og ekki bara keypt hluti sem ent­ust stutt heldur líka alltaf keypt meira en ég ætl­aði. Og til að bíta höf­uðið af skömminni eiga þau líka eftir að spyrja mig hvort ég hafi talið mér trú um að ég væri raun­veru­lega umhverf­is­sinni af því að ég flokk­aði sorp­ið, keyrði ekki á nagla­dekkj­um, gæfi notuð föt til Rauða kross­ins, styrkti Vot­lend­is­sjóð og keypti kolefn­is­jöfnun þegar ég færi í flug!!

Ég tel lík­legt að innan ekki margar ára verði lífs­stíll minnar kyn­slóðar tal­inn ein­hver helsta aðför að lífi á jörð­inni. Sóun okkar Vest­ur­landa­búa er slík að ekk­ert getur rétt­lætt hana. En ef við aðeins sættum okkur við að með því að stíga skref til baka, segjum 20-30 ár, og leggja af þau ímynd­uðu og dýr­keyptu þæg­indi sem við höfum tamið okkur þá er von og reyndar okkar eina von. Hendum upp­þvotta­vél­inni, bönnum neyslu mat­væla og drykkja á almanna­færi, bönnum einnota bleyj­ur, fljúgum aldrei fyrir minna en viku stopp erlend­is, sam­ein­umst um að kaupa ekki buxur eitt árið og úlpur það næsta o.s.frv. Tökum ákvarð­anir sem snerta hvert og eitt okk­ar. Aðeins þannig er von til að við vöknum og getum horft fram­aní barna­börnin okk­ar.

Höf­undur er dund­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar