Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur

Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.

Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin mælist með 18,5 pró­sent fylgi í nýrri könnun sem Zenter rann­sóknir hafa gert fyrir Frétta­blaðið og frétta­blað­ið.­is. Flokk­ur­inn bætir umtals­vert við sig, eða 4,6 pró­sentu­stig­um, milli kann­ana fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi stjórn­mála­flokka og er með mun sterk­ari stöðu þar en í könn­unum ann­arra fyr­ir­tækja sem fram­kvæma slík­ar, eða MMR og Gallup. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins með 19,6 pró­sent, en hann hefur verið að mæl­ast undir 20 pró­sent í síð­ustu þremur könn­unum MMR líka.

Auglýsing
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur, mæl­ast nú sam­tals með 39,6 pró­senta fylgi, en fengu sam­tals 52,9 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. Frjáls­lyndu miðju­flokk­arnir þrír í stjórn­ar­and­stöðu: Sam­fylk­ing, Við­reisn og Pírat­ar, mæl­ast nú sam­an­lagt stærri en stjórn­ar­flokk­arn­ir, sam­kvæmt nið­ur­stöðu Zenter, með 40,7 pró­sent fylgi. Þeir fengu 28 pró­sent atkvæða þegar kosið var haustið 2017 og hafa sam­kvæmt þessu bætt veru­lega við sig.

Fylg­is­aukn­ing Mið­flokks ekki sýni­leg

Sú fylg­is­aukn­ing sem mæld­ist hjá Mið­flokknum í könnun MMR sem birt­ist í síð­ustu viku, og gerði hann að næst stærsta flokki lands­ins með tæp­lega 15 pró­sent fylgi, er ekki sjá­an­leg í nið­ur­stöðum Zent­er. Hann mælist þar með 11,6 pró­sent fylgi og er fjórði stærsti flokkur lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokki, Sam­fylk­ingu og Vinstri græn­um, sem mæl­ast með 12,7 pró­sent fylg­i. 

Við­reisn kemur rétt á eftir Mið­flokknum með 11,3 pró­sent fylgi og Pírat­ar, sem mæld­ust með undir níu pró­sent stuðn­ing í könnun MMR í síð­ustu viku, mæl­ast með 10,9 pró­sent fylgi hjá Zent­er.

Alls segj­ast 7,3 pró­sent lands­manna styðja Fram­sókn­ar­flokk­inn og fjögur pró­sent Flokk fólks­ins. Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist með 2,9 pró­sent fylg­i. 

Í frétt á vef Frétta­blaðs­ins um könn­un­ina segir að athygli veki að aðeins rúm 70 pró­sent aðspurðra svör­uðu spurn­ing­unni um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þing­kosn­inga í dag.

Könn­unin var gerð á tíma­bil­inu 10.-14. októ­ber síð­ast­lið­inn en hún var send á könn­un­ar­hóp Zenter rann­sókna. Í úrtaki voru 2.300 ein­stak­lingar 18 ára og eldri en svar­hlut­fall var 53 pró­sent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent