Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins

Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Boris Johnson 24. júlí
Auglýsing

Samn­ingar eru sagð­ir, í breskum fjöl­miðl­um, vera að nást á milli stjórn­valda í Bret­landi og for­ystu Evr­ópu­sam­bands­ins, um for­sendur útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu, sem dag­sett er 31. októ­ber næst­kom­and­i. 

Sam­kvæmt skrifum The Tel­egraph er Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Breta, sagður hafa kynnt helstu atriði, sem náðst hefur saman um, fyrir helstu and­stæð­ingum fyrri samn­inga innan Íhalds­flokks­ins sem breska þingið hefur hafn­að. 

Afar erf­ið­lega hefur gengið að ná saman um samn­ing fyrir útgöngu Breta, og þurfti Ther­esa May að lokum að hætta sem for­sæt­is­ráð­herra, eftir að breska þingið hafn­aði ítrekað þeim samn­ingi sem lagður var í atkvæði þings­ins. 

Auglýsing

John­son hefur sagt að það komi ekki til greina að bíða lengur með útöngu en til 31. októ­ber. Aðal­samn­inga­maður Evr­ópu­sam­bands­ins, Michel Barni­er, lét hafa eftir sér í gær, að nú þyrfti að ná góðum mál­um, sem sam­komu­lag hefði náðst um, niður í laga­texta sem allir gætu sætt sig við. 

Þá sýndu fjár­mála­mark­aðir merki þess, að von væri um samn­ing, og styrkt­ist gengi punds­ins gagn­vart bæði Banda­ríkja­dal og evru, um 1,5 pró­sent, sem þykir mikið innan dags. 

Sam­kvæmt skrifum breska rík­is­út­varps­ins BBC hefur mikið verið lagt upp úr því að halda helstu efn­is­at­riðum þétt að þeim sem eru að sinnan samn­inga­við­ræð­un­um, en helstu nið­ur­stöður verða kynntar fyrir for­ystu Evr­ópu­sam­bands­ins í dag, mið­viku­dag. Málið kemur síðan til kasta breska þings­ins á næst­unni, ef sam­komu­lag næst. 

Bretland er stærsta viðskiptalandið þegar kemur að sjávarafurðum. Mynd: SFS.

Umtals­verðir hags­munir eru í húfi fyrir Ísland, en Bret­land er með stærstu við­skipta­þjóðum Íslands, þegar kemur að vörum og þjón­ustu. Bret­land er stærsta við­skipta­landið þegar kemur að sjáv­ar­af­urðum og meðal stærstu við­skipta­þjóða þegar kemur að ferða­þjón­ustu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent