Lilja skipar nýja fjölmiðlanefnd

Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður verður formaður nýrrar fjölmiðlanefndar en hann er skipaður af ráðherra án tilnefningar. Nefndin er skipuð til næstu fjögurra ára.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur skipað nýja fjöl­miðla­nefnd til næstu fjög­urra ára. Skip­un­ar­tíma­bil nefnd­ar­innar er frá 1. sept­em­ber á þessu ári til 31. ágúst 2023. Þetta kemur fram á vef­síðu nefnd­ar­inn­ar.

Einar Hugi Bjarna­son hæsta­rétt­ar­lög­maður er for­maður nýrrar fjöl­miðla­nefndar en hann er skip­aður af ráð­herra án til­nefn­ing­ar. María Rún Bjarna­dóttir lög­fræð­ingur er vara­for­maður og er hún til­nefnd af Hæsta­rétti. Finnur Beck hér­aðs­dóms­lög­maður og for­stjóri HS orku er nýr nefnd­ar­maður en hann er til­nefndur af Hæsta­rétti og Róbert H. Har­alds­son, pró­fessor í heim­speki og sviðs­stjóri kennslu­sviðs Háskóla Íslands, er til­nefndur af sam­starfs­nefnd háskóla­stigs­ins.

Vara­menn eru Hulda Árna­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, Mart­einn Más­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, Erla Skúla­dóttir hér­aðs­dóms­lög­maður og Birgir Guð­munds­son, dós­ent í fjöl­miðla­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri.

Auglýsing

Á vef fjöl­miðla­nefndar kemur fram að Einar Hugi Bjarna­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar, hafi lokið emb­ætt­is­prófi í lög­fræði Háskóla Íslands árið 2005, öðl­að­ist rétt­indi sem hér­aðs­dóms­lög­maður ári seinns og rétt­indi til mál­flutn­ings fyrir Hæsta­rétti Íslands árið 2012. 

Einar Hugi sé einn af eig­endum Lög­fræði­stofu Reykja­víkur ehf. Hann hafi setið í stjórnum fjöl­margra félaga um lengri og skemmri tíma oft­ast tengt lög­manns­störf­um. 

Frá árinu 2013 hafi Einar Hugi sinnt stunda­kennslu við laga­deild Háskóla Íslands. Hann hafi einnig setið í ýmsum nefndum á vegum hins opin­bera. Hann hafi enn fremur komið að gerð frum­varps til laga um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla sem lagt verður fyrir á 150. lög­gjaf­ar­þingi Alþingis 2019 til 2020.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent