Lilja skipar nýja fjölmiðlanefnd

Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður verður formaður nýrrar fjölmiðlanefndar en hann er skipaður af ráðherra án tilnefningar. Nefndin er skipuð til næstu fjögurra ára.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur skipað nýja fjöl­miðla­nefnd til næstu fjög­urra ára. Skip­un­ar­tíma­bil nefnd­ar­innar er frá 1. sept­em­ber á þessu ári til 31. ágúst 2023. Þetta kemur fram á vef­síðu nefnd­ar­inn­ar.

Einar Hugi Bjarna­son hæsta­rétt­ar­lög­maður er for­maður nýrrar fjöl­miðla­nefndar en hann er skip­aður af ráð­herra án til­nefn­ing­ar. María Rún Bjarna­dóttir lög­fræð­ingur er vara­for­maður og er hún til­nefnd af Hæsta­rétti. Finnur Beck hér­aðs­dóms­lög­maður og for­stjóri HS orku er nýr nefnd­ar­maður en hann er til­nefndur af Hæsta­rétti og Róbert H. Har­alds­son, pró­fessor í heim­speki og sviðs­stjóri kennslu­sviðs Háskóla Íslands, er til­nefndur af sam­starfs­nefnd háskóla­stigs­ins.

Vara­menn eru Hulda Árna­dóttir hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, Mart­einn Más­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, Erla Skúla­dóttir hér­aðs­dóms­lög­maður og Birgir Guð­munds­son, dós­ent í fjöl­miðla­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri.

Auglýsing

Á vef fjöl­miðla­nefndar kemur fram að Einar Hugi Bjarna­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar, hafi lokið emb­ætt­is­prófi í lög­fræði Háskóla Íslands árið 2005, öðl­að­ist rétt­indi sem hér­aðs­dóms­lög­maður ári seinns og rétt­indi til mál­flutn­ings fyrir Hæsta­rétti Íslands árið 2012. 

Einar Hugi sé einn af eig­endum Lög­fræði­stofu Reykja­víkur ehf. Hann hafi setið í stjórnum fjöl­margra félaga um lengri og skemmri tíma oft­ast tengt lög­manns­störf­um. 

Frá árinu 2013 hafi Einar Hugi sinnt stunda­kennslu við laga­deild Háskóla Íslands. Hann hafi einnig setið í ýmsum nefndum á vegum hins opin­bera. Hann hafi enn fremur komið að gerð frum­varps til laga um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla sem lagt verður fyrir á 150. lög­gjaf­ar­þingi Alþingis 2019 til 2020.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent