„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra segir á Face­book-­síðu sinni að und­an­farna daga hafi rignt yfir hann skeytum og sím­tölum með ábend­ingum um mynd­ina The Laun­dro­mat sem aðgengi­leg er á Net­fl­ix.

Í kvik­mynd­inni, sem sýnd er á Net­flix um þessar mund­ir, er fjallað um Panama­skjölin og lög­fræði­stof­una Mossack Fon­seca. „Svo illa vill til að í henni birt­ist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóð­ar­leið­toga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburða­rásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, í skatta­skjólum Mossack Fon­seca var hann knú­inn til að segja af sér,“ skrifar ráð­herr­ann.

Sigurður Ingi birtist á mynd í The Laundromat.

Hann tók við sem for­­sæt­is­ráð­herra í apríl árið 2016 eftir mikið umrót í stjórn­málum á Íslandi vegna umtal­aðra upp­ljóstrana í fjöl­miðl­um. Hann var vara­for­maður Fram­sóknar á þessum tíma en var síðan kjör­inn for­­maður ­flokks­ins í byrjun októ­ber sama ár. Hann tók við emb­ætt­inu af Sig­­mundi Davíð Gunn­laugs­­syni sem síðar stofn­aði Mið­flokk­inn.

Auglýsing

Sig­urður Ingi segir í stöðu­upp­færslu sinni á Face­book að þetta hafi verið erf­iðir tímar í íslenskum stjórn­málum og að Íslend­ingar hafi verið fullir af rétt­látri reiði og því mikil áskorun að setj­ast í stól for­sæt­is­ráð­herra. „Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verk­efni mitt og ann­arra stjórn­mála­manna að efla traust í íslensku sam­fé­lagi og er sú rík­is­stjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöð­ug­leika og mynda sátt í sam­fé­lag­in­u.“

Ein­hverjir kvartað til Net­flix

Í færsl­unni þakkar hann enn fremur þeim sem hafi haft sam­band við hann fyrir þann hlý­hug og traust sem hann hafi fundið en ein­hverjir hafi að eigin frum­kvæði skrifað Net­flix og kvartað yfir rangri fram­setn­ingu.

„Eins og mér þykir það sárt og óþol­andi að vera bendl­aður við þessi spill­ing­ar­mál í The Laun­dro­mat þá verður mynd­inni vart breytt úr þessu. Fals­fréttir eru og verða vanda­mál á tækni- og upp­lýs­inga­öld. Það er áskorun fyrir fjöl­miðla­heim­inn og fram­leið­endur efnis að hafa sann­leik­ann ávallt að leið­ar­ljósi,“ skrifar hann að lok­um.

Und­an­farna daga hefur rignt yfir mig skeytum og sím­tölum með ábend­ingum um mynd­ina The Laun­dro­mat sem er aðgengi­leg á...

Posted by Sig­urður Ingi Jóhanns­son on Monday, Oct­o­ber 21, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent