„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra segir á Face­book-­síðu sinni að und­an­farna daga hafi rignt yfir hann skeytum og sím­tölum með ábend­ingum um mynd­ina The Laun­dro­mat sem aðgengi­leg er á Net­fl­ix.

Í kvik­mynd­inni, sem sýnd er á Net­flix um þessar mund­ir, er fjallað um Panama­skjölin og lög­fræði­stof­una Mossack Fon­seca. „Svo illa vill til að í henni birt­ist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóð­ar­leið­toga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburða­rásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, í skatta­skjólum Mossack Fon­seca var hann knú­inn til að segja af sér,“ skrifar ráð­herr­ann.

Sigurður Ingi birtist á mynd í The Laundromat.

Hann tók við sem for­­sæt­is­ráð­herra í apríl árið 2016 eftir mikið umrót í stjórn­málum á Íslandi vegna umtal­aðra upp­ljóstrana í fjöl­miðl­um. Hann var vara­for­maður Fram­sóknar á þessum tíma en var síðan kjör­inn for­­maður ­flokks­ins í byrjun októ­ber sama ár. Hann tók við emb­ætt­inu af Sig­­mundi Davíð Gunn­laugs­­syni sem síðar stofn­aði Mið­flokk­inn.

Auglýsing

Sig­urður Ingi segir í stöðu­upp­færslu sinni á Face­book að þetta hafi verið erf­iðir tímar í íslenskum stjórn­málum og að Íslend­ingar hafi verið fullir af rétt­látri reiði og því mikil áskorun að setj­ast í stól for­sæt­is­ráð­herra. „Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verk­efni mitt og ann­arra stjórn­mála­manna að efla traust í íslensku sam­fé­lagi og er sú rík­is­stjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöð­ug­leika og mynda sátt í sam­fé­lag­in­u.“

Ein­hverjir kvartað til Net­flix

Í færsl­unni þakkar hann enn fremur þeim sem hafi haft sam­band við hann fyrir þann hlý­hug og traust sem hann hafi fundið en ein­hverjir hafi að eigin frum­kvæði skrifað Net­flix og kvartað yfir rangri fram­setn­ingu.

„Eins og mér þykir það sárt og óþol­andi að vera bendl­aður við þessi spill­ing­ar­mál í The Laun­dro­mat þá verður mynd­inni vart breytt úr þessu. Fals­fréttir eru og verða vanda­mál á tækni- og upp­lýs­inga­öld. Það er áskorun fyrir fjöl­miðla­heim­inn og fram­leið­endur efnis að hafa sann­leik­ann ávallt að leið­ar­ljósi,“ skrifar hann að lok­um.

Und­an­farna daga hefur rignt yfir mig skeytum og sím­tölum með ábend­ingum um mynd­ina The Laun­dro­mat sem er aðgengi­leg á...

Posted by Sig­urður Ingi Jóhanns­son on Monday, Oct­o­ber 21, 2019


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent