Icelandair reiknar ekki með 737 Max vélunum fyrr en í mars á næsta ári

Fyrri tilkynningar höfðu gert ráð fyrir að hinar kyrrsettu vélar frá Boeing gætu komist í loftið í janúar á næsta ári.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Icelandair hefur upp­fært áætlun sína um hvenær 737 Max vél­arnar frá Boeing gætu farið í loft­ið, og gerir áætlun félags­ins nú ekki ráð fyrir að þær kom­ist í loftið fyrr en eftir febr­úar mánuð á næsta ári. 

Fyrri áætl­un, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá félag­inu til kaup­hall­ar, hafði gert ráð fyrir að kyrr­setn­ingu yrði aflétt í jan­ú­ar. 

Við­ræður milli Icelandair og Boeing, um bóta­greiðslur vegna þess fjár­tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrr­setn­ing­ar, eru í gangi, að því er segir í til­kynn­ingu Icelandair.

Auglýsing

Frá því í mars á þessu ári hafa 737 Max vél­arnar frá Boeing verið kyrr­sett­ar, eftir að tvær vélar af þeirri gerð höfðu tog­ast niður til jarðar með þeim afleið­ingum að 346 létu­st, allir um borð í báðum vél­un­um. Slysin urðu í Indónesíu 29. októ­ber í fyrra og síðan 13. mars í Eþíóp­íu. 

Fyrstu nið­ur­stöður rann­sóknar slyss­ins í Indónesíu voru kynntar í vik­unni, og eru þær á þá leið að galli í MCAS kerfi í vél­un­um, sem á að sporna gegn ofrisi, hafi verið helsta orsök slyss­ins. 

Kyrr­setn­ing á vél­unum kemur harka­lega niður á rekstri Icelanda­ir, en félagið hefur tapað 11 millj­örðum á síð­ustu tveimur árs­fjórð­ung­um, og má rekja tapið að miklu leyti til kyrr­setn­ing­ar­inn­ar. 

Icelandair hafði upp­haf­lega gert ráð fyrir 9 vélum af Max gerð í flota sinn í vet­ur, en vegna kyrr­setn­ing­ar­innar hafa þær áætl­anir verið í upp­námi alveg frá því í mars og félagið þurft að leita leiða til að halda uppi þjón­ustu sinni með öðrum hætti og not­ast við aðrar vél­ar. 

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri, hefur sagt að það hafi gengið vel hjá félag­inu að glíma við for­dæma­lausar aðstæð­ur, en að þær séu krefj­and­i. „Eins og við höfum áður sagt, teljum við ólík­legt að MAX vél­arnar verði komnar aftur í rekstur fyrir lok þessa árs. Við viljum hins vegar lág­marka áhrif á far­þega okkar og fram­lengja þetta tíma­bil með góðum fyr­ir­vara, enda gott svig­rúm hjá okkur á þessum árs­tíma að nýta aðrar vélar í flot­anum hjá okk­ur,“ segir Bogi Nils í til­kynn­ingu.

Mark­aðsvirði Icelandair hefur sveifl­ast mik­ið, en það hefur lækkað um tæp­lega 40 pró­sent á þessu ári, og er nú um 33 millj­arð­ar. Eigið fé félags­ins var um mitt þetta ár um 55 millj­arð­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö prósent tekjuvöxtur hjá Marel í fyrra
Framlegð af rekstri Marels á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra, var lægri en vonir stóðu til. Bjartir tímar eru þó framundan, segir forstjórinn. Markaðsvirði félagsins fór yfir 500 milljarða í dag.
Kjarninn 17. janúar 2020
Mannréttindadómstóllinn hafnaði Sigríði Andersen
Fyrrverandi dómsmálaráðherra fær ekki að koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent