Landsbankinn hagnaðist um 14,4 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins

Kostnaðarhlutfall, það er rekstrarkostnaður sem hlutfall af tekjum, hefur farið lækkandi og er lægst hjá Landsbankanum meðal stærstu bankanna. Bankinn hefur einnig skilað mestri arðsemi af eigin fé.

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans
Auglýsing

Lands­bank­inn hagn­að­ist um 14,4 millj­arða króna eftir skatta á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 sam­an­borið við 15,4 millj­arða króna hagnað á sama tíma­bili árið 2018. 

Arð­semi eigin fjár á tíma­bil­inu var 7,9 pró­sent á árs­grund­velli sam­an­borið við 8,8 pró­sent á sama tíma­bili 2018, að því er segir í til­kynn­ingu frá bank­anum

Frá árinu 2013 hefur bank­inn greitt 142 millj­arða í arð til eig­enda, en íslenska ríkið á bank­inn að nær öllu leyti, eða 99 pró­sent.

Auglýsing

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans, sem er stærstur banka á Íslandi, er nú rúm­lega 23 pró­sent og eigið féð 243,9 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar var eigið fé Arion banka 195 millj­arðar um mitt þetta ár og eigið fé Íslands­banka 175 millj­arð­ar.

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, segir í til­kynn­ingu að það sé farið að hægj­ast á hag­kerf­inu og það komi fram í virð­is­rýrnun útlána. „Upp­gjörið ber þess einnig merki að umsvif í hag­kerf­inu hafa dreg­ist sam­an. Rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja er erf­ið­ara og sú staða veldur nokk­urri virð­is­rýrnun útlána,“ segir Lilja Björk.

Hreinar vaxta­tekjur voru 30,1 millj­arður króna sam­an­borið við 29,8 millj­arða króna á sama tíma­bili árið áður. 

Hreinar þjón­ustu­tekjur námu 6,1 millj­arði króna og hækk­uðu um 5 pró­sent frá sama tíma­bili árið áður. Nei­kvæðar virð­is­breyt­ingar námu 3,4 millj­örðum króna á tíma­bil­inu sam­an­borið við jákvæðar virð­is­breyt­ingar upp á 1,6 millj­arð króna á sama tíma­bili í fyrra. 

Í lok sept­em­ber 2019 var van­skila­hlut­fallið 0,8 pró­sent, sam­an­borið við 0,5 pró­sent á sama tíma árið 2018. Rekstr­ar­tekjur bank­ans á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 námu 39,3 millj­örðum króna sam­an­borið við 41,1 millj­arð króna á sama tíma­bili árið áður. Aðrar rekstr­ar­tekjur námu 6,5 millj­örðum króna sam­an­borið við 3,8 millj­arða króna á sama tíma­bili árið áður, sem er 72 pró­sent hækk­un.

Vaxta­munur eigna og skulda nam 2,4 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 en var 2,7 pró­sent á sama tíma­bili árið áður.

Rekstr­ar­kostn­aður bank­ans á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 nam 17,7 millj­örðum króna og stóð nán­ast í stað á milli tíma­bila. Þar af var launa­kostn­aður 10,7 millj­arðar króna sam­an­borið við 10,8 millj­arða króna á sama tíma­bili árið 2018, sem er lækkun um 0,9 pró­sent. Annar rekstr­ar­kostn­aður var 7 millj­arðar króna og stendur í stað á milli tíma­bila.

Kostn­að­ar­hlut­fall fyrstu níu mán­aða árs­ins var 41,4% sam­an­borið við 45,0 pró­sent á sama tíma­bili árið 2018. Útlán til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja juk­ust um 6,8 pró­sent frá ára­mót­um, eða um rúma 72,3 millj­arða króna. Inn­lán hjá Lands­bank­anum juk­ust um 1,5 pró­sent frá ára­mót­um, eða um 10,7 millj­arða króna.

Eigið fé Lands­bank­ans var 243,9 millj­arðar króna 30. sept­em­ber sl. og eig­in­fjár­hlut­fallið var 23,6 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent