Eigandi útgáfufélags DV skuldar 759 milljónir króna

Dalsdalur, eigandi útgáfufélags DV, skuldar einhverjum 745 milljónir króna vegna láns sem félagið fékk vaxtalaust.

7DM_0805_raw_2405.JPG
Auglýsing

Félagið Dals­dalur ehf., sem á útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla, skuldar alls tæp­lega 759 millj­ónir króna. Skráður eig­andi félags­ins, lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son, hefur ekki viljað upp­lýsa um við hvern skuldin er en uppi­staða henn­ar, alls 745 millj­ónir króna, er vaxta­laust lang­tíma­lán sem á að greið­ast síðar en árið 2022. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Dals­dals ehf. fyrir árið 2018. 

Skuldir félags­ins juk­ust um um 270 millj­ónir króna í fyrra. 

Auglýsing
Einu eignir Dals­dals voru í lok síð­asta árs ann­ars vegar allt hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun ehf., útgáfu­fé­lagi DV og tengdra miðla, og kröfur á það félag upp á 505 millj­ónir króna. Í árs­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðl­unar fyrir síð­asta ár kom fram að eng­inn sér­stakur gjald­dagi væri á skuld félags­ins við Dals­dal og að hún beri ekki vext­i. 

Hátt í 300 millj­óna tap á rúmu ári

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­semi í sept­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­sam­­­­­stæð­unn­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­ónum króna. Á síð­­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­sam­­stæðan því 283,6 millj­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­stæðan 610,2 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs. Þar af voru lang­­tíma­skuldir 506,7 millj­­ónir króna og voru, líkt og áður sagði, að nán­­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­­dal. 

Hlutafé í Frjálsri fjöl­mið­l­un, sem gefur út DV, dv.is og tengda miðla, var aukið um 120 millj­­ónir króna á aðal­­fundi félags­­ins sem fór fram 6. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Alls hefur inn­­greitt hlutafé í félag­ið, frá því að það keypti umrædda fjöl­miðla síðla árs 2017, numið 340,5 millj­­ónum króna. 

Fram­kvæmda­stjóri Frjálsrar fjöl­miðl­unar er Karl Garð­ars­son og ábyrgð­ar­maður fjöl­miðla er Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir. Í rit­stjórn­ar­stefnu DV er m.a. til­tekið að mark­mið mið­ils­ins sé að miðla upp­lýs­ingum til almenn­ings og að æðstu gildi DV séu sann­leik­ur­inn og lýð­ræð­ið. Mið­ill­inn miði frétta­mat sitt við hags­muni og áhuga almenn­ings og að efn­isvalið lúti þeim lög­mál­um. Þá seg­ir: „Fjöl­mið­ill­inn DV og frétta­menn hans vinna ekki út frá hags­munum stjórn­mála­flokka, fyr­ir­tækja, ein­stak­linga eða sér­hags­muna­hópa. DV starfar í þágu almenn­ings og á afkomu sína undir hon­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent