Eigandi útgáfufélags DV skuldar 759 milljónir króna

Dalsdalur, eigandi útgáfufélags DV, skuldar einhverjum 745 milljónir króna vegna láns sem félagið fékk vaxtalaust.

7DM_0805_raw_2405.JPG
Auglýsing

Félagið Dals­dalur ehf., sem á útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla, skuldar alls tæp­lega 759 millj­ónir króna. Skráður eig­andi félags­ins, lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son, hefur ekki viljað upp­lýsa um við hvern skuldin er en uppi­staða henn­ar, alls 745 millj­ónir króna, er vaxta­laust lang­tíma­lán sem á að greið­ast síðar en árið 2022. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Dals­dals ehf. fyrir árið 2018. 

Skuldir félags­ins juk­ust um um 270 millj­ónir króna í fyrra. 

Auglýsing
Einu eignir Dals­dals voru í lok síð­asta árs ann­ars vegar allt hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun ehf., útgáfu­fé­lagi DV og tengdra miðla, og kröfur á það félag upp á 505 millj­ónir króna. Í árs­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðl­unar fyrir síð­asta ár kom fram að eng­inn sér­stakur gjald­dagi væri á skuld félags­ins við Dals­dal og að hún beri ekki vext­i. 

Hátt í 300 millj­óna tap á rúmu ári

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­semi í sept­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­sam­­­­­stæð­unn­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­ónum króna. Á síð­­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­sam­­stæðan því 283,6 millj­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­­kvæmt árs­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­stæðan 610,2 millj­­ónir króna í lok síð­­asta árs. Þar af voru lang­­tíma­skuldir 506,7 millj­­ónir króna og voru, líkt og áður sagði, að nán­­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­­dal. 

Hlutafé í Frjálsri fjöl­mið­l­un, sem gefur út DV, dv.is og tengda miðla, var aukið um 120 millj­­ónir króna á aðal­­fundi félags­­ins sem fór fram 6. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Alls hefur inn­­greitt hlutafé í félag­ið, frá því að það keypti umrædda fjöl­miðla síðla árs 2017, numið 340,5 millj­­ónum króna. 

Fram­kvæmda­stjóri Frjálsrar fjöl­miðl­unar er Karl Garð­ars­son og ábyrgð­ar­maður fjöl­miðla er Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir. Í rit­stjórn­ar­stefnu DV er m.a. til­tekið að mark­mið mið­ils­ins sé að miðla upp­lýs­ingum til almenn­ings og að æðstu gildi DV séu sann­leik­ur­inn og lýð­ræð­ið. Mið­ill­inn miði frétta­mat sitt við hags­muni og áhuga almenn­ings og að efn­isvalið lúti þeim lög­mál­um. Þá seg­ir: „Fjöl­mið­ill­inn DV og frétta­menn hans vinna ekki út frá hags­munum stjórn­mála­flokka, fyr­ir­tækja, ein­stak­linga eða sér­hags­muna­hópa. DV starfar í þágu almenn­ings og á afkomu sína undir hon­um.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent