Sjálfstæðisflokkur aftur upp fyrir 20 prósent og Samfylking bætir við sig

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, tveir stærstu flokkar landsins samkvæmt nýrri könnun, bæta við sig fylgi milli mánaða en Miðflokkurinn dalar á ný. Flokkur fólksins mælist með átta prósent fylgi.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 21,1 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun MMR og mælist í fyrsta sinn með yfir 20 pró­sent fylgi hjá fyr­ir­tæk­inu frá því um miðjan júní. Hann er áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt mæl­ingum MMR. 

Sam­fylk­ingin bætir líka við sig fylgi frá því í fyrri hluta októ­ber, þegar síð­asta könnun MMR var birt, og mælist nú með 15,3 pró­sent en hafði áður 14,1 pró­sent. En mest allra bætir við sig Flokkur fólks­ins, sem fer úr 5,6 pró­sentum í átta pró­sent slétt. Flokk­ur­inn hefur ekki mælst með meira fylgi síðan í júní 2018. 

Mið­flokk­ur­inn, sem virt­ist vera á mik­illi sigl­ingu fyrr í mán­uð­in­um, dalar hins vegar úr 14,8 pró­sentum í 13,5 pró­sent.

Auglýsing

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins hagg­ast varla á milli kann­ana og mælist tíu pró­sent. Það er nákvæm­lega sama fylgi og Við­reisn mælist með en sá flokkur tapar einu pró­sentu­stigi frá því í fyrri hluta októ­ber. Fylgi Pírata mælist sömu­leiðis nán­ast það sama og fyrr í mán­uð­in­um, eða 8,9 pró­sent. 

Vinstri græn, flokk­ur­inn sem leiðir rík­is­stjórn, mælist nú sjötti stærsti flokkur lands­ins og fylgi flokks­ins mælist undir tveggja stafa tölu, eða 9,7 pró­sent. Það dalar lít­il­lega á milli kann­ana. 

Fylgi Sós­í­alista­flokks Íslands mælist 2,6 pró­sent, sem myndi ekki duga flokknum til að ná inn manni á þing. Ef kosn­ingar myndu fara eins og nýjasta könnun MMR gefur til kynna myndu allir þeir átta flokkar sem eiga full­trúa á þingi ná aftur þangað inn­.  

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina stendur nán­ast í stað og mælist 42,2 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent