Forsætisráðuneytinu hafa borist tíu umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika sem auglýst var laust til umsóknar 3. október síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 24. sama mánaðar.
Sérstök hæfnisnefnd verður skipuð til þess að fara yfir umsóknir og fjalla um hæfni umsækjenda. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins í dag.
Auglýsing
Umsækjendur um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika eru:
- Arnar Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri
- Ásdís Kristjánsdóttir, aðalhagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
- Guðrún Johnsen, hagfræðingur
- Gunnar Jakobsson, lögfræðingur
- Haukur C. Benediktsson, hagfræðingur
- Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins
- Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur
- Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga
- Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja