Leiðtogar Evrópusambandsríkja (ESB) samþykktu í gær að veita Bretum lengri frest til að ganga úr ESB.
Áður hafði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Breta stefnt að útgöngu eigi síðar en 31. október, en vegna þess að breska þingið samþykkti ekki tímaáætlun sem hann hafði lagt fram, fyrir umræður um samning um útgöngu, þá varð ljóst að frekari frest þyrfti.
Johnson hefur látið hafa eftir sér að ef það dragist fram yfir áramót, að ljúka viðræðum um Brexit, þá vilji hann að það fari fram kosningar í Bretlandi 12. desember næstkomandi.
Óhætt er að segja að erfiðlega hafi gengið að ljúka viðræðum um samning við ESB um Brexit, og þurfti Theresa May að lokum að segja af sér, eftir að samningur sem hún hafði borið undir þingið, var felldur í þrígang, og viðræðurnar settar á byrjunarreit í öll skiptin.
Johnson hefur sagt að það sem mestu máli skipti, sé að hafa skýra sýn um það að útganga Breta úr ESB megi ekki bíða, þar sem þjóðaratkvæðagreiðslan sumarið 2016 hafi verið gef skýr fyrirmæli um útgöngu. Nú sé komið að skuldadögum, og ríkisstjórn hans muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að flýta útgöngu.