NRS Media þarf að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. 16,7 milljónir

Þrotabú Pressunnar ehf. rekur nú riftunarmál fyrir dómstólum, í tengslum við slit bússins.

Landsréttur - Dómsalur I
Auglýsing

Fyr­ir­tækið NRS Media þarf að greiða þrota­búi Pressunnar ehf. 16,7 millj­ónir króna með vöxt­um, sam­kvæmt dómum sem féllu í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. 

End­ur­greiðsl­urnar tengj­ast upp­gjöri á skuldum Pressunnar ehf. við NRS Media, vegna aug­lýs­inga­samn­ings sem Pressan hafði gert við NRS, með það að mark­miði að afla meiri aug­lýs­inga­tekna. 

Pressan stóð ekki við sitt, og gatt ekki greitt skuldir sín­ar, og því hafði NRS Media reynt eftir fremsta megni að fá skuld­irnar greidd­ar, og hafði meðal ann­ars lagt fram þrettán sinnum gjald­þrota­beiðni, vegna þessa, að því er segir í máls­at­vika­lýs­ingu ann­ars dóms­ins

Auglýsing

Svo fór að greiðslur bár­ust til NRS Media, en þá var félagið komið í mikla skuld við mun fleiri kröfu­hafa, og var það tekið til gjald­þrota­skipta 13. des­em­ber 2017, rúm­lega mán­uði eftir að upp­gjör við NRS Media hafði farið fram. 

Í heild námu kröfur í bú Pressunnar ehf. 315 millj­ónum króna. Krist­ján Thor­lacius hrl., skipta­stjóri þrota­búss­ins, hefur höfðar rift­urn­ar­mál þar sem undir eru greiðslur upp á fjórða hund­ruð millj­óna króna. 

Skömmu fyrir gjald­þrot félags­ins, keypti félagið Frjáls fjöl­miðl­un, sem er í eigu Sig­urðar G. Guð­jóns­sonar hrl., útgáfu­rétt­indi úr þrota­búi Pressunnar fyrir 276 millj­ónir króna, þar á meðal DV og DV.is, sem Frjáls fjöl­miðlun rekur í dag.

Félagið Dals­dalur ehf., sem á Frjálsa fjöl­miðlun og tengda miðla, skuldar alls tæp­­lega 759 millj­­ónir króna. Skráður eig­andi félags­­ins, Sig­­urður G. Guð­jóns­­son, hefur ekki viljað upp­­lýsa um við hvern skuldin er en upp­i­­­staða henn­­ar, alls 745 millj­­ónir króna, er vaxta­­laust lang­­tíma­lán sem á að greið­­ast síðar en árið 2022. Þetta kemur fram í árs­­reikn­ingi Dals­dals ehf. fyrir árið 2018.

Skuldir félags­­ins juk­ust um um 270 millj­­ónir króna í fyrra. 

Einu eignir Dals­dals voru í lok síð­­asta árs ann­­ars vegar allt hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun ehf., útgáfu­­fé­lagi DV og tengdra miðla, og kröfur á það félag upp á 505 millj­­ónir króna. Í árs­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar fyrir síð­­asta ár kom fram að eng­inn sér­­stakur gjald­dagi væri á skuld félags­­ins við Dals­­dal og að hún beri ekki vext­i. 

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­­semi í sept­­­­em­ber 2017, eins og áður seg­ir, í kringum kaup félags­ins á útgáfu­rétt­indum Pressunn­ar. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­­sam­­­­­­stæð­unn­­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­­varps­­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­­ónum króna. Á síð­­­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­­sam­­­stæðan því 283,6 millj­­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­­­kvæmt árs­­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­­stæðan 610,2 millj­­­ónir króna í lok síð­­­asta árs. Þar af voru lang­­­tíma­skuldir 506,7 millj­­­ónir króna og voru, líkt og áður sagði, að nán­­­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­­­dal. 

Hlutafé í Frjálsri fjöl­mið­l­un, sem gefur út DV, dv.is og tengda miðla, var aukið um 120 millj­­­ónir króna á aðal­­­fundi félags­­­ins sem fór fram 6. sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn. Alls hefur inn­­­greitt hlutafé í félag­ið, frá því að það keypti umrædda fjöl­miðla síðla árs 2017, numið 340,5 millj­­­ónum króna. 

Skatt­greið­endur eiga hags­muna að gæta

Almennar kröfur í bú Pressunnar voru upp á 183,5 millj­­­ónir króna og var stærsta krafan frá Toll­­­stjóra vegna opin­berra gjalda.

Rík­­is­lög­­mað­­ur, fyrir hönd Toll­­stjóra, hefur fall­ist á að rifta 143 millj­­óna króna greiðslu í rík­­is­­sjóð, úr rekstri fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins Pressunnar ehf., sem nú er í slita­­með­­­ferð eftir gjald­­þrot. 

Höfðuð hafa verið fjögur rift­un­­ar­­mál upp á sam­tals 393 millj­­ónir króna. Þar af er bróð­­ur­part­­ur­inn, upp á 278 millj­­ón­ir, vegna greiðslna til rík­­is­­sjóðs, sem á því mik­illa hags­muna að gæta fyrir hönd skatt­greið­enda vegna falls fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent