„Téð húsleit var á vitorði margra“

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að það sé ekkert sem liggi fyrir um að upplýsingum hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit hafi verið á vitorði margra.

img_2895_raw_1807130243_10016410216_o.jpg
Auglýsing

Seðla­bank­inn hefur sent frá sér til­kynn­ingu vegna umfjöll­unar frétta­miðla um mein­tan gagna­leka frá starfs­manni bank­ans. „Eins og komið hefur fram í fjöl­miðlum hefur rann­sókn innri end­ur­skoð­anda Seðla­bank­ans leitt í ljós að starfs­maður Seðla­bank­ans og frétta­maður Rík­is­út­varps­ins áttu í sam­skiptum áður en hús­leit fór fram hjá Sam­herja hf. og tengdum aðil­um.

Nánar til­tekið fólust sam­skiptin í því að frétta­mað­ur­inn sendi upp­kast að frétt með tölvu­pósti þar sem hús­leit­ar­innar var getið – dag­inn áður en hún fór fram. Rann­sókn bank­ans sýndi hins vegar að þessum pósti var ekki svar­að. Það er því ekk­ert sem liggur fyrir um að upp­lýs­ingum hafi verið lekið frá Seðla­bank­anum enda ljóst að téð hús­leit var á vit­orði margra,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá segir að for­sæt­is­ráðu­neytið hafi upp­lýst lög­reglu um nið­ur­stöður rann­sóknar Seðla­bank­ans hvað þetta varðar án þess þó að í því hafi falist nokkur efn­is­leg afstaða eins og fram hafi komið í bréfi ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

„­Málið er litið mjög alvar­legum augum af hálfu Seðla­banka Íslands. Innan bank­ans hefur allt verið gert til þess að upp­lýsa það. For­sæt­is­ráð­herra og banka­ráði Seðla­bank­ans var greint frá nið­ur­stöðum rann­sóknar innri end­ur­skoð­un­ar. Seðla­bank­inn telur jafn­framt eðli­legt að for­sæt­is­ráðu­neytið hafi upp­lýst lög­reglu um þessa sömu nið­ur­stöðu.

Jafn­framt hefur for­svars­mönnum Sam­herja verið greint frá nið­ur­stöðum rann­sóknar innri end­ur­skoð­un­ar. Þau bréf sem vitnað hefur verið til í fjöl­miðla­um­ræðu eru mál­skjöl sem Seðla­bank­inn hefur að eigin frum­kvæði lagt fram í því skaða­bóta­máli sem höfðað hefur verið vegna mála­rekst­urs bank­ans á hendur Sam­herja hf,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni.

Að öðru leyti telur Seðla­bank­inn rétt að frek­ari umfjöllun um málið eigi sér stað undir rekstri máls­ins hjá dóm­stól­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent