BÍ og Birtingur undirrita nýjan kjarasamning

Nýr kjarasamningur milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ í Birtingi og stjórnar Birtings.

mannlíf 11.10.2017
Auglýsing

Nýr kjara­samn­ingur milli Blaða­manna­fé­lags Íslands og útgáfu­fé­lags­ins Birt­ings var und­ir­rit­aður nú í hádeg­inu með fyr­ir­vara um sam­þykki samn­inga­nefndar BÍ og félags­manna BÍ í Birt­ingi og stjórnar Birt­ings. Þetta kemur fram í frétt BÍ.

Útgáfu­fé­lagið Birt­ingur gefur út tíma­ritin Gest­gjafann, Vik­una, Hús og Hýbýli og dag­blaðið Mann­líf og er stór vinnu­staður blaða­manna en samn­inag­við­ræður félags­ins og Blaða­manna­fé­lags­ins tóku viku, sam­kvæmt BÍ.

Kynn­ing og atkvæða­greiðsla um samn­ing­inn fer fram í hádeg­inu á morg­un, en frestur til að til­kynna um afgreiðslu kjara­samn­ings­ins er til klukkan 17:00 á morg­un, þriðju­dag­inn 29. októ­ber. Nýi kjara­samn­ing­ur­inn verður birtur þegar hann hefur verið kynntur og afgreiddur af þeim blaða­mönnum sem hann tekur til.

Auglýsing

Í frétt BÍ kemur enn fremur fram að samn­ing­ur­inn gildi í þrjú ár til 1. nóv­em­ber 2022 og feli meðal ann­ars í sér gild­is­töku nýrrar launa­töflu, grunn­kaups­hækk­an­ir, hækkun á end­ur­greiddum kostn­aði, end­ur­skoðun á vakta­á­lagi og gild­is­töku á samn­ingi um fram­sal á höf­und­ar­rétti, auk fleiri smærri atriða. Samn­ing­ur­inn sé vel innan þeirrar launa­stefnu sem mótuð hefur verið á árinu á almennum vinnu­mark­aði.

Við­ræður standa yfir við aðra smærri miðla

Þá segir að við­ræður standi yfir við aðra smærri miðla og standa vonir til að þær skili nið­ur­stöðu fljót­lega.

„Samn­inga­fundur hefur verið boð­aður hjá rík­is­sátta­semj­ara á morgun klukkan 10:30 með Blaða­manna­fé­lag­inu og þeim miðlum sem kosið hafa að standa innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins og hafa afhent þeim samn­ings­um­boð. Ekk­ert hefur hreyfst í samn­inga­málum þess­ara aðila þrátt fyrir sjö mán­aða samn­inga­við­ræður og skjal­fest er hjá rík­is­sátta­semj­ara með til­boði SA fyrir hönd Morg­un­blaðs­ins, Frétta­blaðs­ins, RÚV og Sýnar að blaða­mönnum eru boðnar minni kjara­bætur en samist hefur um við aðra á árinu. Atkvæða­greiðsla um vinnu­stöðv­anir blaða­manna á þessum miðlum fer fram á mið­viku­dag­inn kem­ur, 30. októ­ber,“ segir í frétt­inni.

Hjálmar Jóns­son, for­maður BÍ, seg­ist vera gríð­ar­lega ánægður með að nást hafi samn­ingar við Birt­ing og bindur hann vonir við að samn­ingar náist á næstu dögum við aðra smærri miðla. „Það skiptir höf­uð­máli í þeirri erf­iðu stöðu sem fjöl­miðlar eru í, að taka höndum sam­an, sækja fram, og nýta þau tæki­færi sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að sýna frum­kvæði og hug­rekki og verja lág­marks­kjör. Það hefur tek­ist með þessum samn­ingi að mínu mati og á Birt­ingur heiður skil­inn að eiga þar hlut að máli.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent