BÍ og Birtingur undirrita nýjan kjarasamning

Nýr kjarasamningur milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ í Birtingi og stjórnar Birtings.

mannlíf 11.10.2017
Auglýsing

Nýr kjara­samn­ingur milli Blaða­manna­fé­lags Íslands og útgáfu­fé­lags­ins Birt­ings var und­ir­rit­aður nú í hádeg­inu með fyr­ir­vara um sam­þykki samn­inga­nefndar BÍ og félags­manna BÍ í Birt­ingi og stjórnar Birt­ings. Þetta kemur fram í frétt BÍ.

Útgáfu­fé­lagið Birt­ingur gefur út tíma­ritin Gest­gjafann, Vik­una, Hús og Hýbýli og dag­blaðið Mann­líf og er stór vinnu­staður blaða­manna en samn­inag­við­ræður félags­ins og Blaða­manna­fé­lags­ins tóku viku, sam­kvæmt BÍ.

Kynn­ing og atkvæða­greiðsla um samn­ing­inn fer fram í hádeg­inu á morg­un, en frestur til að til­kynna um afgreiðslu kjara­samn­ings­ins er til klukkan 17:00 á morg­un, þriðju­dag­inn 29. októ­ber. Nýi kjara­samn­ing­ur­inn verður birtur þegar hann hefur verið kynntur og afgreiddur af þeim blaða­mönnum sem hann tekur til.

Auglýsing

Í frétt BÍ kemur enn fremur fram að samn­ing­ur­inn gildi í þrjú ár til 1. nóv­em­ber 2022 og feli meðal ann­ars í sér gild­is­töku nýrrar launa­töflu, grunn­kaups­hækk­an­ir, hækkun á end­ur­greiddum kostn­aði, end­ur­skoðun á vakta­á­lagi og gild­is­töku á samn­ingi um fram­sal á höf­und­ar­rétti, auk fleiri smærri atriða. Samn­ing­ur­inn sé vel innan þeirrar launa­stefnu sem mótuð hefur verið á árinu á almennum vinnu­mark­aði.

Við­ræður standa yfir við aðra smærri miðla

Þá segir að við­ræður standi yfir við aðra smærri miðla og standa vonir til að þær skili nið­ur­stöðu fljót­lega.

„Samn­inga­fundur hefur verið boð­aður hjá rík­is­sátta­semj­ara á morgun klukkan 10:30 með Blaða­manna­fé­lag­inu og þeim miðlum sem kosið hafa að standa innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins og hafa afhent þeim samn­ings­um­boð. Ekk­ert hefur hreyfst í samn­inga­málum þess­ara aðila þrátt fyrir sjö mán­aða samn­inga­við­ræður og skjal­fest er hjá rík­is­sátta­semj­ara með til­boði SA fyrir hönd Morg­un­blaðs­ins, Frétta­blaðs­ins, RÚV og Sýnar að blaða­mönnum eru boðnar minni kjara­bætur en samist hefur um við aðra á árinu. Atkvæða­greiðsla um vinnu­stöðv­anir blaða­manna á þessum miðlum fer fram á mið­viku­dag­inn kem­ur, 30. októ­ber,“ segir í frétt­inni.

Hjálmar Jóns­son, for­maður BÍ, seg­ist vera gríð­ar­lega ánægður með að nást hafi samn­ingar við Birt­ing og bindur hann vonir við að samn­ingar náist á næstu dögum við aðra smærri miðla. „Það skiptir höf­uð­máli í þeirri erf­iðu stöðu sem fjöl­miðlar eru í, að taka höndum sam­an, sækja fram, og nýta þau tæki­færi sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að sýna frum­kvæði og hug­rekki og verja lág­marks­kjör. Það hefur tek­ist með þessum samn­ingi að mínu mati og á Birt­ingur heiður skil­inn að eiga þar hlut að máli.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent