Vill að Íslandsbanki setji sér gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, telur að stjórn Íslandsbanka eigi að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár.

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, telur að stjórn Íslands­banka eigi að hlut­ast til um það að bank­inn setji sér opnar og gagn­sæjar reglur um notkun aug­lýs­inga­fjár. Þannig að hafið sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlut­lægni ferð­inn­i. 

Þetta kemur fram í athuga­semd for­manns­ins vegna stefnu Íslands­banka um að aug­lýsa ekki í fjöl­miðlum með áber­andi kynja­halla. 

Hjálmar segir að ekki verði undan því vik­ist að krefj­ast þess að Íslands­banki gefi út „af­drátt­ar­lausa“ yfir­lýs­ingu um að hann muni ekki láta fjöl­miðla með afger­andi kynja­hjalla gjalda þess að þeir séu skrif­aðir fyrir til­tekna mark­hópa í „fjöl­breytta kynj­aða sam­fé­lag­i“. Hann nefnir þar dæmi um Gest­gjafann, Vik­una, fot­bolta.­net, Smartland og Fiski­frétt­ir. 

Auglýsing

„Hvernig öðru­vísi má ávinna það traust sem glat­ast hefur með þessum ótrú­lega van­hugs­uðu fyr­ir­ætl­unum þriðju stærstu fjár­mála­stofn­unar þjóð­ar­inn­ar, sem hafa ekk­ert með jafn­rétti að ger­a?“­spyr Hjálm­ar. 

Þá spyr hann jafn­framt hvort að þessi stefna hafi verið borin undir stjórn bank­ans. „Það hlýtur einnig að verða að spyrja þess hvort sú afdrifa­ríka stefna að gera til­raun til að hafa áhrif á umfjöllun fjöl­miðla með hót­unum um að aug­lýsa ekki í þeim, hvort sem það er vegna jafn­rétt­is­mála, lofts­lags­vár, heims­friðar eða ann­arra góðra mála, sem við öll viljum leggja lið, hafi verið borin undir stjórn bank­ans og sam­þykkt þar?“

Hann segir enn fremur að ekki sé hægt að finna í fljótu bragði slíka jafn­rétt­is­stefnu á heima­síðu bank­ans. „Er það ekki lág­markið að banki í almanna­eigu birti stefnu sína í þessum mál­um, svo hægt sé að rýna hana og jafn­vel gagn­rýna? Eða er það virki­lega svo að þessu sé slegið fram í amstri dag­ana að óhugs­uðu máli?“

Að lokum segir Hjálmar að stjórn Íslands­banka hljóti að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfs­mönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. „Stjórn bank­ans hlýtur einnig að hlut­ast til um það að bank­inn setji sér opnar og gagn­sæjar reglur um notkun aug­lýs­inga­fjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlut­lægni ferð­inni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa,“ segir Hjálm­ar.

Í síð­ustu viku sam­þykkti stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands ályktun vegna áforma Íslands­banka.

Ályktunin í heild sinni

Frá­leit aðför Íslands­banka að rit­stjórn­ar­legu sjálf­stæði fjöl­miðla þjónar ekki hags­munum jafn­rétt­is­bar­átt­unnar og það verður að gera þær kröfur til banka í eigu almenn­ings og þá sem stýra þar málum í umboði hans að þeir vandi betur til verka.  Mun bank­inn ekki aug­lýsa í Vik­unni vegna við­var­andi  kynja­halla á rit­stjórn og í hópi við­mæl­enda?  Mun bank­inn ekki aug­lýsa í Fiski­fréttum vegna við­var­andi kynja­halla á rit­stjórn og í hópi við­mæl­enda?  Það var raunar Vikan sem setti á dag­skrá mögu­legt man­sal í íslensku sam­fé­lagi og við­kom­andi blaða­maður mátti skjóta máli sínu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins til að fá rétt­ingu mála sinna og tíma­ritið Ísa­fold mátti þola það að önnur af tveimur stærstu smá­sölu­keðjum lands­ins neitað að dreifa blað­inu vegna umfjöll­unar um nekt­ar­dans­staði og þá starf­semi sem þar færi fram!

Það er því ekki nýtt að fjár­sterkir og valda­miklir aðilar í land­inu reyni að hlut­ast til um umfjöll­un­ar­efni fjöl­miðla og hafa áhrif á þau, en ömur­legt að upp­lifa það að fyr­ir­tæki í eigu almenn­ings hagi sér með þessum hætt­i.  Allar slíkar til­raunir eru í and­stöðu við alþjóð­legar skuld­bind­ingar um frelsi fjöl­miðla.

Rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði fjöl­miðla og fjöl­miðla­manna er algjört grund­vall­ar­at­riði í lýð­ræð­is­legri umræðu nútím­ans.  Ann­ars er hættan sú að sam­fé­lagið sé ekki end­ur­speglað með hlut­lægum hætti og þar með bíður traustið hnekki sem er grund­völlur lýð­ræð­islns. Þessa vegna mun Blaða­manna­fé­lag Íslands ávallt berj­ast gegn hvers kyns til­raunum til að hafa áhrif á rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði fjöl­miðla, hvort sem þar á í hlut Fjöl­miðla­nefnd, eig­endur eða aug­lýsend­ur.  Fjöl­miðlar og fjöl­miðla­menn hafa verið afl­vaki breyt­inga í íslensku sam­fé­lagi og átt stóran þátt í þeim fram­förum sem íslenskt sam­fé­lag hefur sann­ar­lega tekið á und­an­förnum ára­tug­um.  Það voru íslenskir blaða­menn og fjöl­miðlar þeirra sem settu sam­kyn­hneigð á dag­skrá í íslensku sam­fé­lagi, mis­notkun barna, heim­il­is­of­beldi og ástandið á upp­eld­is­heim­ilum á árum áður, svo fáein dæmi séu tek­in.  Og það má halda því fram með rökum að frekar halli á aldur og stétt í umfjöllun íslenskra fjöl­miðla en kyn.

Nú verður því ekki trúað að umfjöllun fjöl­miðla í gegnum tíð­ina um launa­kjör og sjálftöku for­svars­manna banka­kerf­is­ins, sem hagar sér eins og ríki í rík­inu, nýjasta dæmið ver­andi ríf­legur end­ur­mennt­un­ar­styrkur í Seðla­bank­an­um, sem bank­inn móað­ist við í tæpt ár að veita upp­lýs­ingar um, valdi þess­ari ein­kenni­legu ákvarð­ana­töku, en sporin hræða.  Hug­myndir Íslands­banka í þessum efnum eru greini­lega illa ígrund­aðar og hljóta að verða lagðar til hlið­ar.  Bank­inn getur lagt jafn­rétti lið með mörgum öðrum hætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent