Vill að Íslandsbanki setji sér gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, telur að stjórn Íslandsbanka eigi að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár.

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, telur að stjórn Íslands­banka eigi að hlut­ast til um það að bank­inn setji sér opnar og gagn­sæjar reglur um notkun aug­lýs­inga­fjár. Þannig að hafið sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlut­lægni ferð­inn­i. 

Þetta kemur fram í athuga­semd for­manns­ins vegna stefnu Íslands­banka um að aug­lýsa ekki í fjöl­miðlum með áber­andi kynja­halla. 

Hjálmar segir að ekki verði undan því vik­ist að krefj­ast þess að Íslands­banki gefi út „af­drátt­ar­lausa“ yfir­lýs­ingu um að hann muni ekki láta fjöl­miðla með afger­andi kynja­hjalla gjalda þess að þeir séu skrif­aðir fyrir til­tekna mark­hópa í „fjöl­breytta kynj­aða sam­fé­lag­i“. Hann nefnir þar dæmi um Gest­gjafann, Vik­una, fot­bolta.­net, Smartland og Fiski­frétt­ir. 

Auglýsing

„Hvernig öðru­vísi má ávinna það traust sem glat­ast hefur með þessum ótrú­lega van­hugs­uðu fyr­ir­ætl­unum þriðju stærstu fjár­mála­stofn­unar þjóð­ar­inn­ar, sem hafa ekk­ert með jafn­rétti að ger­a?“­spyr Hjálm­ar. 

Þá spyr hann jafn­framt hvort að þessi stefna hafi verið borin undir stjórn bank­ans. „Það hlýtur einnig að verða að spyrja þess hvort sú afdrifa­ríka stefna að gera til­raun til að hafa áhrif á umfjöllun fjöl­miðla með hót­unum um að aug­lýsa ekki í þeim, hvort sem það er vegna jafn­rétt­is­mála, lofts­lags­vár, heims­friðar eða ann­arra góðra mála, sem við öll viljum leggja lið, hafi verið borin undir stjórn bank­ans og sam­þykkt þar?“

Hann segir enn fremur að ekki sé hægt að finna í fljótu bragði slíka jafn­rétt­is­stefnu á heima­síðu bank­ans. „Er það ekki lág­markið að banki í almanna­eigu birti stefnu sína í þessum mál­um, svo hægt sé að rýna hana og jafn­vel gagn­rýna? Eða er það virki­lega svo að þessu sé slegið fram í amstri dag­ana að óhugs­uðu máli?“

Að lokum segir Hjálmar að stjórn Íslands­banka hljóti að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfs­mönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. „Stjórn bank­ans hlýtur einnig að hlut­ast til um það að bank­inn setji sér opnar og gagn­sæjar reglur um notkun aug­lýs­inga­fjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlut­lægni ferð­inni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa,“ segir Hjálm­ar.

Í síð­ustu viku sam­þykkti stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands ályktun vegna áforma Íslands­banka.

Ályktunin í heild sinni

Frá­leit aðför Íslands­banka að rit­stjórn­ar­legu sjálf­stæði fjöl­miðla þjónar ekki hags­munum jafn­rétt­is­bar­átt­unnar og það verður að gera þær kröfur til banka í eigu almenn­ings og þá sem stýra þar málum í umboði hans að þeir vandi betur til verka.  Mun bank­inn ekki aug­lýsa í Vik­unni vegna við­var­andi  kynja­halla á rit­stjórn og í hópi við­mæl­enda?  Mun bank­inn ekki aug­lýsa í Fiski­fréttum vegna við­var­andi kynja­halla á rit­stjórn og í hópi við­mæl­enda?  Það var raunar Vikan sem setti á dag­skrá mögu­legt man­sal í íslensku sam­fé­lagi og við­kom­andi blaða­maður mátti skjóta máli sínu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins til að fá rétt­ingu mála sinna og tíma­ritið Ísa­fold mátti þola það að önnur af tveimur stærstu smá­sölu­keðjum lands­ins neitað að dreifa blað­inu vegna umfjöll­unar um nekt­ar­dans­staði og þá starf­semi sem þar færi fram!

Það er því ekki nýtt að fjár­sterkir og valda­miklir aðilar í land­inu reyni að hlut­ast til um umfjöll­un­ar­efni fjöl­miðla og hafa áhrif á þau, en ömur­legt að upp­lifa það að fyr­ir­tæki í eigu almenn­ings hagi sér með þessum hætt­i.  Allar slíkar til­raunir eru í and­stöðu við alþjóð­legar skuld­bind­ingar um frelsi fjöl­miðla.

Rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði fjöl­miðla og fjöl­miðla­manna er algjört grund­vall­ar­at­riði í lýð­ræð­is­legri umræðu nútím­ans.  Ann­ars er hættan sú að sam­fé­lagið sé ekki end­ur­speglað með hlut­lægum hætti og þar með bíður traustið hnekki sem er grund­völlur lýð­ræð­islns. Þessa vegna mun Blaða­manna­fé­lag Íslands ávallt berj­ast gegn hvers kyns til­raunum til að hafa áhrif á rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði fjöl­miðla, hvort sem þar á í hlut Fjöl­miðla­nefnd, eig­endur eða aug­lýsend­ur.  Fjöl­miðlar og fjöl­miðla­menn hafa verið afl­vaki breyt­inga í íslensku sam­fé­lagi og átt stóran þátt í þeim fram­förum sem íslenskt sam­fé­lag hefur sann­ar­lega tekið á und­an­förnum ára­tug­um.  Það voru íslenskir blaða­menn og fjöl­miðlar þeirra sem settu sam­kyn­hneigð á dag­skrá í íslensku sam­fé­lagi, mis­notkun barna, heim­il­is­of­beldi og ástandið á upp­eld­is­heim­ilum á árum áður, svo fáein dæmi séu tek­in.  Og það má halda því fram með rökum að frekar halli á aldur og stétt í umfjöllun íslenskra fjöl­miðla en kyn.

Nú verður því ekki trúað að umfjöllun fjöl­miðla í gegnum tíð­ina um launa­kjör og sjálftöku for­svars­manna banka­kerf­is­ins, sem hagar sér eins og ríki í rík­inu, nýjasta dæmið ver­andi ríf­legur end­ur­mennt­un­ar­styrkur í Seðla­bank­an­um, sem bank­inn móað­ist við í tæpt ár að veita upp­lýs­ingar um, valdi þess­ari ein­kenni­legu ákvarð­ana­töku, en sporin hræða.  Hug­myndir Íslands­banka í þessum efnum eru greini­lega illa ígrund­aðar og hljóta að verða lagðar til hlið­ar.  Bank­inn getur lagt jafn­rétti lið með mörgum öðrum hætti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent