Vill að Íslandsbanki setji sér gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, telur að stjórn Íslandsbanka eigi að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár.

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, telur að stjórn Íslands­banka eigi að hlut­ast til um það að bank­inn setji sér opnar og gagn­sæjar reglur um notkun aug­lýs­inga­fjár. Þannig að hafið sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlut­lægni ferð­inn­i. 

Þetta kemur fram í athuga­semd for­manns­ins vegna stefnu Íslands­banka um að aug­lýsa ekki í fjöl­miðlum með áber­andi kynja­halla. 

Hjálmar segir að ekki verði undan því vik­ist að krefj­ast þess að Íslands­banki gefi út „af­drátt­ar­lausa“ yfir­lýs­ingu um að hann muni ekki láta fjöl­miðla með afger­andi kynja­hjalla gjalda þess að þeir séu skrif­aðir fyrir til­tekna mark­hópa í „fjöl­breytta kynj­aða sam­fé­lag­i“. Hann nefnir þar dæmi um Gest­gjafann, Vik­una, fot­bolta.­net, Smartland og Fiski­frétt­ir. 

Auglýsing

„Hvernig öðru­vísi má ávinna það traust sem glat­ast hefur með þessum ótrú­lega van­hugs­uðu fyr­ir­ætl­unum þriðju stærstu fjár­mála­stofn­unar þjóð­ar­inn­ar, sem hafa ekk­ert með jafn­rétti að ger­a?“­spyr Hjálm­ar. 

Þá spyr hann jafn­framt hvort að þessi stefna hafi verið borin undir stjórn bank­ans. „Það hlýtur einnig að verða að spyrja þess hvort sú afdrifa­ríka stefna að gera til­raun til að hafa áhrif á umfjöllun fjöl­miðla með hót­unum um að aug­lýsa ekki í þeim, hvort sem það er vegna jafn­rétt­is­mála, lofts­lags­vár, heims­friðar eða ann­arra góðra mála, sem við öll viljum leggja lið, hafi verið borin undir stjórn bank­ans og sam­þykkt þar?“

Hann segir enn fremur að ekki sé hægt að finna í fljótu bragði slíka jafn­rétt­is­stefnu á heima­síðu bank­ans. „Er það ekki lág­markið að banki í almanna­eigu birti stefnu sína í þessum mál­um, svo hægt sé að rýna hana og jafn­vel gagn­rýna? Eða er það virki­lega svo að þessu sé slegið fram í amstri dag­ana að óhugs­uðu máli?“

Að lokum segir Hjálmar að stjórn Íslands­banka hljóti að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfs­mönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. „Stjórn bank­ans hlýtur einnig að hlut­ast til um það að bank­inn setji sér opnar og gagn­sæjar reglur um notkun aug­lýs­inga­fjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlut­lægni ferð­inni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa,“ segir Hjálm­ar.

Í síð­ustu viku sam­þykkti stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands ályktun vegna áforma Íslands­banka.

Ályktunin í heild sinni

Frá­leit aðför Íslands­banka að rit­stjórn­ar­legu sjálf­stæði fjöl­miðla þjónar ekki hags­munum jafn­rétt­is­bar­átt­unnar og það verður að gera þær kröfur til banka í eigu almenn­ings og þá sem stýra þar málum í umboði hans að þeir vandi betur til verka.  Mun bank­inn ekki aug­lýsa í Vik­unni vegna við­var­andi  kynja­halla á rit­stjórn og í hópi við­mæl­enda?  Mun bank­inn ekki aug­lýsa í Fiski­fréttum vegna við­var­andi kynja­halla á rit­stjórn og í hópi við­mæl­enda?  Það var raunar Vikan sem setti á dag­skrá mögu­legt man­sal í íslensku sam­fé­lagi og við­kom­andi blaða­maður mátti skjóta máli sínu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins til að fá rétt­ingu mála sinna og tíma­ritið Ísa­fold mátti þola það að önnur af tveimur stærstu smá­sölu­keðjum lands­ins neitað að dreifa blað­inu vegna umfjöll­unar um nekt­ar­dans­staði og þá starf­semi sem þar færi fram!

Það er því ekki nýtt að fjár­sterkir og valda­miklir aðilar í land­inu reyni að hlut­ast til um umfjöll­un­ar­efni fjöl­miðla og hafa áhrif á þau, en ömur­legt að upp­lifa það að fyr­ir­tæki í eigu almenn­ings hagi sér með þessum hætt­i.  Allar slíkar til­raunir eru í and­stöðu við alþjóð­legar skuld­bind­ingar um frelsi fjöl­miðla.

Rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði fjöl­miðla og fjöl­miðla­manna er algjört grund­vall­ar­at­riði í lýð­ræð­is­legri umræðu nútím­ans.  Ann­ars er hættan sú að sam­fé­lagið sé ekki end­ur­speglað með hlut­lægum hætti og þar með bíður traustið hnekki sem er grund­völlur lýð­ræð­islns. Þessa vegna mun Blaða­manna­fé­lag Íslands ávallt berj­ast gegn hvers kyns til­raunum til að hafa áhrif á rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði fjöl­miðla, hvort sem þar á í hlut Fjöl­miðla­nefnd, eig­endur eða aug­lýsend­ur.  Fjöl­miðlar og fjöl­miðla­menn hafa verið afl­vaki breyt­inga í íslensku sam­fé­lagi og átt stóran þátt í þeim fram­förum sem íslenskt sam­fé­lag hefur sann­ar­lega tekið á und­an­förnum ára­tug­um.  Það voru íslenskir blaða­menn og fjöl­miðlar þeirra sem settu sam­kyn­hneigð á dag­skrá í íslensku sam­fé­lagi, mis­notkun barna, heim­il­is­of­beldi og ástandið á upp­eld­is­heim­ilum á árum áður, svo fáein dæmi séu tek­in.  Og það má halda því fram með rökum að frekar halli á aldur og stétt í umfjöllun íslenskra fjöl­miðla en kyn.

Nú verður því ekki trúað að umfjöllun fjöl­miðla í gegnum tíð­ina um launa­kjör og sjálftöku for­svars­manna banka­kerf­is­ins, sem hagar sér eins og ríki í rík­inu, nýjasta dæmið ver­andi ríf­legur end­ur­mennt­un­ar­styrkur í Seðla­bank­an­um, sem bank­inn móað­ist við í tæpt ár að veita upp­lýs­ingar um, valdi þess­ari ein­kenni­legu ákvarð­ana­töku, en sporin hræða.  Hug­myndir Íslands­banka í þessum efnum eru greini­lega illa ígrund­aðar og hljóta að verða lagðar til hlið­ar.  Bank­inn getur lagt jafn­rétti lið með mörgum öðrum hætti.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent