FME gerði athugasemdir við framkvæmd virðismats hjá Arion banka

Athugun Fjármálaeftirlitsins á Arion banka sýndi að bankinn framkvæmdi ekki virðismat útlána með fullnægjandi hætti. Meðal annars var óvissa um tryggingar vegna útláns og tryggingaskráningarkerfi endurspeglaði ekki stöðu viðskiptamanns með réttum hætti.

Arion banki
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) gerði athuga­semdir við fram­kvæmd virð­is­mats útlána hjá Arion banka sem eft­ir­litið lagði mat á í vett­vangs­at­hugun sinni í bank­ann í febr­úar og mars á þessu ári. Þetta kemur fram í gagn­sæ­istil­kynn­ingu sem eft­ir­litið hefur birt á vef sín­um, en nið­ur­staða athug­un­ar­innar lá fyrir í októ­ber 2019.

Í athug­un­inni tók FME úrtak útlána til fimm við­skipta­manna Arion banka og aðila tengdum þeim og yfir­fór nið­ur­stöður virð­is­mats bank­ans með sér­stakri áherslu á bók­fært virði skuld­bind­ing­anna miðað við 31. des­em­ber 2018. Auk þess var skoðuð fram­kvæmd virð­is­mats útlána í úrtaki sem snéri að verk­lagi og með­höndlun gagna, svo sem skrán­ingu gagna og skjala­vist­un­ar, fylgni við innri verk­lags­reglur og flokkun í lána­safns­skýrslu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Í frétt FME segir að eft­ir­litið hafi ekki gert athuga­semd við bók­fært virði útlána í úrtaki en á hinn bóg­inn geri það slíkar við fram­kvæmd virð­is­mats útlána í úrtaki og fór fram á við­eig­andi úrbæt­ur. Þær athuga­semdir sem FME gerði snúa að því að trygg­inga­skrán­ing­ar­kerfi Arion banka end­ur­spegl­aði í nokkrum til­vikum ekki stöðu við­skipta­manna með full­nægj­andi hætti, virð­is­mats­ferli bank­ans var ekki fylgt nákvæm­lega í til­viki eins við­skipta­manns og óvissa var um virði trygg­inga vegna útlána til eins við­skipta­manns og aðila honum tengdum vegna þess að bank­inn hafði ekki tekið til­lit til virð­is­hækk­ana til­tek­inna trygg­inga.  Þá var skil­yrðum fyrir lán­veit­ingum til tveggja við­skipta­manna ekki full­nægt að öllu leyti og mis­brestur var á flokkun lán­veit­inga til eins við­skipta­manns í lána­safns­skýrslu FME.

Athuga­semdir vegna pen­inga­þvætt­is­varna fyrr á þessu ári

Þetta er önnur gagn­sæ­istil­kynn­ingin vegna brotalama hjá Arion banka sem FME birtir á þessu ári. Kjarn­inn greindi frá því 31. maí síð­ast­lið­inn að FME hefði fram­kvæmt athugun á aðgerðum Arion banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Slík athugun á Arion banka hófst í októ­ber 2018 og leiddi til þess að eft­ir­litið gerði marg­hátt­aðar athuga­semdir við brotala­mir hjá bank­anum í jan­úar 2019. 

Auglýsing

Nið­ur­staða athug­unar FME á Arion banka var birt 29. maí síð­ast­lið­inn, rúmum fjórum mán­uðum eftir að nið­ur­staða athug­un­ar­innar lá fyr­ir. Það var gert að beiðni Arion banka sem vildi fá að bregð­ast við úrbóta­kröfum áður en nið­ur­staðan yrði gerð opin­ber. Bank­inn seg­ist hafa brugð­ist við öllum úrbóta­kröf­um. FME vill ekki svara því hvaða tímara­mma Arion banka var settur til að koma á úrbót­u­m. 

Í athugun FME á Arion banka kom meðal ann­ars fram að bank­inn hefði hefði ekki metið með sjálf­­stæðum hætti hvort upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur við­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi og að þær upp­­lýs­ingar hafi ekki verið upp­­­færðar með reglu­­legum hætti, líkt og lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka gerðu ráð fyr­­ir. Eft­ir­litið gerði einnig athuga­­semd um að Arion banki hefði ekki sinnt rann­­sókn­­ar­­skyldu sinni í til­­viki erlends við­­skipta­vin­­ar, það taldi að reglu­bundið eft­ir­lit bank­ans með við­­skipta­vinum hafi ekki full­nægt kröfum laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka né að verk­lag í tengslum við upp­­­færslu á upp­­lýs­ingum um við­­skipta­vini hafi ekki verið full­nægt. Þá taldi FME að skýrslur Arion banka um grun­­sam­­legar og óvenju­­legar færslur hefðu ekki verið full­nægj­andi.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent