FME gerði athugasemdir við framkvæmd virðismats hjá Arion banka

Athugun Fjármálaeftirlitsins á Arion banka sýndi að bankinn framkvæmdi ekki virðismat útlána með fullnægjandi hætti. Meðal annars var óvissa um tryggingar vegna útláns og tryggingaskráningarkerfi endurspeglaði ekki stöðu viðskiptamanns með réttum hætti.

Arion banki
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) gerði athuga­semdir við fram­kvæmd virð­is­mats útlána hjá Arion banka sem eft­ir­litið lagði mat á í vett­vangs­at­hugun sinni í bank­ann í febr­úar og mars á þessu ári. Þetta kemur fram í gagn­sæ­istil­kynn­ingu sem eft­ir­litið hefur birt á vef sín­um, en nið­ur­staða athug­un­ar­innar lá fyrir í októ­ber 2019.

Í athug­un­inni tók FME úrtak útlána til fimm við­skipta­manna Arion banka og aðila tengdum þeim og yfir­fór nið­ur­stöður virð­is­mats bank­ans með sér­stakri áherslu á bók­fært virði skuld­bind­ing­anna miðað við 31. des­em­ber 2018. Auk þess var skoðuð fram­kvæmd virð­is­mats útlána í úrtaki sem snéri að verk­lagi og með­höndlun gagna, svo sem skrán­ingu gagna og skjala­vist­un­ar, fylgni við innri verk­lags­reglur og flokkun í lána­safns­skýrslu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Í frétt FME segir að eft­ir­litið hafi ekki gert athuga­semd við bók­fært virði útlána í úrtaki en á hinn bóg­inn geri það slíkar við fram­kvæmd virð­is­mats útlána í úrtaki og fór fram á við­eig­andi úrbæt­ur. Þær athuga­semdir sem FME gerði snúa að því að trygg­inga­skrán­ing­ar­kerfi Arion banka end­ur­spegl­aði í nokkrum til­vikum ekki stöðu við­skipta­manna með full­nægj­andi hætti, virð­is­mats­ferli bank­ans var ekki fylgt nákvæm­lega í til­viki eins við­skipta­manns og óvissa var um virði trygg­inga vegna útlána til eins við­skipta­manns og aðila honum tengdum vegna þess að bank­inn hafði ekki tekið til­lit til virð­is­hækk­ana til­tek­inna trygg­inga.  Þá var skil­yrðum fyrir lán­veit­ingum til tveggja við­skipta­manna ekki full­nægt að öllu leyti og mis­brestur var á flokkun lán­veit­inga til eins við­skipta­manns í lána­safns­skýrslu FME.

Athuga­semdir vegna pen­inga­þvætt­is­varna fyrr á þessu ári

Þetta er önnur gagn­sæ­istil­kynn­ingin vegna brotalama hjá Arion banka sem FME birtir á þessu ári. Kjarn­inn greindi frá því 31. maí síð­ast­lið­inn að FME hefði fram­kvæmt athugun á aðgerðum Arion banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Slík athugun á Arion banka hófst í októ­ber 2018 og leiddi til þess að eft­ir­litið gerði marg­hátt­aðar athuga­semdir við brotala­mir hjá bank­anum í jan­úar 2019. 

Auglýsing

Nið­ur­staða athug­unar FME á Arion banka var birt 29. maí síð­ast­lið­inn, rúmum fjórum mán­uðum eftir að nið­ur­staða athug­un­ar­innar lá fyr­ir. Það var gert að beiðni Arion banka sem vildi fá að bregð­ast við úrbóta­kröfum áður en nið­ur­staðan yrði gerð opin­ber. Bank­inn seg­ist hafa brugð­ist við öllum úrbóta­kröf­um. FME vill ekki svara því hvaða tímara­mma Arion banka var settur til að koma á úrbót­u­m. 

Í athugun FME á Arion banka kom meðal ann­ars fram að bank­inn hefði hefði ekki metið með sjálf­­stæðum hætti hvort upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur við­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi og að þær upp­­lýs­ingar hafi ekki verið upp­­­færðar með reglu­­legum hætti, líkt og lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka gerðu ráð fyr­­ir. Eft­ir­litið gerði einnig athuga­­semd um að Arion banki hefði ekki sinnt rann­­sókn­­ar­­skyldu sinni í til­­viki erlends við­­skipta­vin­­ar, það taldi að reglu­bundið eft­ir­lit bank­ans með við­­skipta­vinum hafi ekki full­nægt kröfum laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka né að verk­lag í tengslum við upp­­­færslu á upp­­lýs­ingum um við­­skipta­vini hafi ekki verið full­nægt. Þá taldi FME að skýrslur Arion banka um grun­­sam­­legar og óvenju­­legar færslur hefðu ekki verið full­nægj­andi.



Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent