FME gerði athugasemdir við framkvæmd virðismats hjá Arion banka

Athugun Fjármálaeftirlitsins á Arion banka sýndi að bankinn framkvæmdi ekki virðismat útlána með fullnægjandi hætti. Meðal annars var óvissa um tryggingar vegna útláns og tryggingaskráningarkerfi endurspeglaði ekki stöðu viðskiptamanns með réttum hætti.

Arion banki
Auglýsing

Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við framkvæmd virðismats útlána hjá Arion banka sem eftirlitið lagði mat á í vettvangsathugun sinni í bankann í febrúar og mars á þessu ári. Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu sem eftirlitið hefur birt á vef sínum, en niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í október 2019.

Í athuguninni tók FME úrtak útlána til fimm viðskiptamanna Arion banka og aðila tengdum þeim og yfirfór niðurstöður virðismats bankans með sérstakri áherslu á bókfært virði skuldbindinganna miðað við 31. desember 2018. Auk þess var skoðuð framkvæmd virðismats útlána í úrtaki sem snéri að verklagi og meðhöndlun gagna, svo sem skráningu gagna og skjalavistunar, fylgni við innri verklagsreglur og flokkun í lánasafnsskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Í frétt FME segir að eftirlitið hafi ekki gert athugasemd við bókfært virði útlána í úrtaki en á hinn bóginn geri það slíkar við framkvæmd virðismats útlána í úrtaki og fór fram á viðeigandi úrbætur. Þær athugasemdir sem FME gerði snúa að því að tryggingaskráningarkerfi Arion banka endurspeglaði í nokkrum tilvikum ekki stöðu viðskiptamanna með fullnægjandi hætti, virðismatsferli bankans var ekki fylgt nákvæmlega í tilviki eins viðskiptamanns og óvissa var um virði trygginga vegna útlána til eins viðskiptamanns og aðila honum tengdum vegna þess að bankinn hafði ekki tekið tillit til virðishækkana tiltekinna trygginga.  Þá var skilyrðum fyrir lánveitingum til tveggja viðskiptamanna ekki fullnægt að öllu leyti og misbrestur var á flokkun lánveitinga til eins viðskiptamanns í lánasafnsskýrslu FME.

Athugasemdir vegna peningaþvættisvarna fyrr á þessu ári

Þetta er önnur gagnsæistilkynningin vegna brotalama hjá Arion banka sem FME birtir á þessu ári. Kjarninn greindi frá því 31. maí síðastliðinn að FME hefði framkvæmt athugun á aðgerðum Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Slík athugun á Arion banka hófst í október 2018 og leiddi til þess að eftirlitið gerði margháttaðar athugasemdir við brotalamir hjá bankanum í janúar 2019. 

Auglýsing

Niðurstaða athugunar FME á Arion banka var birt 29. maí síðastliðinn, rúmum fjórum mánuðum eftir að niðurstaða athugunarinnar lá fyrir. Það var gert að beiðni Arion banka sem vildi fá að bregðast við úrbótakröfum áður en niðurstaðan yrði gerð opinber. Bankinn segist hafa brugðist við öllum úrbótakröfum. FME vill ekki svara því hvaða tímaramma Arion banka var settur til að koma á úrbótum. 

Í athugun FME á Arion banka kom meðal annars fram að bankinn hefði hefði ekki metið með sjálf­stæðum hætti hvort upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur við­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi og að þær upp­lýs­ingar hafi ekki verið upp­færðar með reglu­legum hætti, líkt og lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka gerðu ráð fyr­ir. Eft­ir­litið gerði einnig athuga­semd um að Arion banki hefði ekki sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni í til­viki erlends við­skipta­vin­ar, það taldi að reglu­bundið eft­ir­lit bank­ans með við­skipta­vinum hafi ekki full­nægt kröfum laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka né að verk­lag í tengslum við upp­færslu á upp­lýs­ingum um við­skipta­vini hafi ekki verið full­nægt. Þá taldi FME að skýrslur Arion banka um grun­sam­legar og óvenju­legar færslur hefðu ekki verið full­nægj­andi.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent