Katrín: Þeir sem afneita loftslagsbreytingum fá nú meira rými

Forsætisráðherra Íslands hélt ræðu við setningu Norðurlandaráðsþings sem nú stendur yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þema umræðunnar hjá norrænu ráðherrunum var: Hvernig getur norræna samfélagslíkanið þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum?

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

„Það er ekki síst vegna bar­áttu gras­rót­ar­hreyf­inga, ung­menn­anna sem hafa staðið vakt­ina í lofts­lags­verk­föll­um, umhverf­is­vernd­ar­sam­taka og vís­inda­manna, að lofts­lags­málin eru orðin hluti af meg­in­straumi stjórn­mál­anna. Sá árangur sýnir okkur að lýð­ræð­is­leg umræða skilar árangri.“ Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra við setn­ingu Norð­ur­landa­ráðs­þings í þing­húsi Sví­þjóðar í Stokk­hólmi í dag.

Á sama tíma hefðu þeir sem afneita lofts­lags­breyt­ingum líka fengið meira rými í umræð­unni. Slíkt væri eðli lýð­ræð­is­ins – and­stæð sjón­ar­mið tækjust á. Það lægi enn meiri ábyrgð á herðar þeirra stjórn­mála­manna sem vildu fylgja vís­indum og byggja ákvarð­anir á rann­sóknum og gögn­um. Þó að þar ljósti oft saman ólíkum skoð­unum þá fengjust bestu nið­ur­stöð­urnar með lýð­ræð­is­legum hætti „vegna þess að það er besta stjórn­ar­form sem við eig­um.“

Neyslu­venjur verða að breyt­ast

Norð­ur­landa­ráðs­þingið er haldið í 71. skiptið og mun standa til 31. októ­ber næst­kom­andi. Þá safn­ast stjórn­mála­fólk frá öllum Norð­ur­lönd­unum sam­an. Lofts­lags­mál, sjálf­bærni og þátt­taka ungs fólks er meðal ann­ars á dag­skrá. 87 þing­menn Norð­ur­landa­ráðs koma sam­an, sem og fjöl­margir ráð­herr­ar, þar á meðal for­sæt­is­ráð­herr­arn­ir.

Auglýsing

Nor­rænu for­sæt­is­ráð­herr­arnir lögðu allir mikla áherslu á lofts­lags­mál í máli sínu. Meðal ann­ars var bent á að mik­il­vægt væri að berj­ast fyrir hreinum sjó, að stjórn­mála­menn yrðu að taka hug­rakkar ákvarð­anir og að lofts­lags­mál væru flókið verk­efni. Neyslu­venjur yrðu að breyt­ast en það yrði þó ekki ein­falt.

„Þurfum að þora meira lýð­ræði“

Katrín byrj­aði á því að þakka þing­inu fyrir að setja á dag­skrá spurn­ing­una um hlut­verk gras­rót­ar­hreyf­inga, stjórn­mála­flokka og frjálsra félaga­sam­taka í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum – hvernig þau tækjust á við mik­il­væg­asta verk­efni sam­tím­ans, lofts­lags­vána með leik­reglum lýð­ræð­is­ins.

Hún vís­aði í orð Willy Brandt sem sagði á sínum tíma að við þyrftum að „þora meira lýð­ræð­i.“ Þar hefði hann ekki síst átt við sam­tal stjórn­valda við frjáls félaga­sam­tök og hags­muna­hópa. Lýð­ræði fælist líka í því að hlusta og setja sig inn í sjón­ar­mið þeirra sem séu manni ósam­mála.

Aðgerðir gegn lofts­lags­vánni verða að vera rétt­látar

„Vest­ræn sam­fé­lög standa frammi fyrir grund­vall­ar­um­breyt­ingu. Til að ná henni fram þarf að breyta efna­hags­legum og sam­fé­lags­legum stjórn­tækj­um. Það þarf að skapa hvata og breyta skatt­lagn­ingu þannig að hún þjóni mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Það þarf að tryggja að líf­eyr­is­sjóðir og sjóðir hins opin­bera fjár­festi í grænum skulda­bréf­um. Það þarf að vinna gegn sóun með þeim stjórn­tækjum sem við eigum og tryggja að hag­kerfið ýti undir eðli­lega hringrás.

Á sama tíma þurfa aðgerðir okkar gegn lofts­lags­vánni að vera rétt­lát­ar. Við þurfum að huga að vel­sæld fólks­ins á sama tíma og við drögum úr los­un. Góðu frétt­irnar eru að þetta tvennt fer sam­an,“ sagði Katrín.

Hún sagði enn fremur að ákvörðun íslenskra stjórn­valda um að lengja fæð­ing­ar­or­lof og auka þannig lífs­gæði barna­fólks myndi vafa­lítið draga úr skutli bæjar­enda á milli sem drægi úr losun og yki dýr­mætan sam­veru­tíma. Það sama mætti segja um ákvörðun stjórn­valda um að lækka álögur á raf­hjól. Ákvörðun sem gæti dregið úr losun og bætt loft­gæði og einnig bætt heilsu þeirra sem velja þennan ferða­máta.

Norðurlandaráðsþing 2019 í Svíþjóð Mynd: Bára Huld Beck

Þurfa að sýna þetta í verki

„Fjár­fest­ing í mennt­un, rann­sóknum og nýsköpun hjálpar okkur að finna nýjar leiðir til að takast á við lofts­lags­vá­na, draga úr losun og auka við­náms­þrótt sam­fé­lag­anna til að takast á við óum­flýj­an­legar breyt­ing­ar. Um leið eflum við sam­keppn­is­hæfni okk­ar.

Stjórn­mála­flokkar og stjórn­mála­menn þurfa að sýna í verki að við erum reiðu­búin að takast á við áskor­un­ina um sjálf­bært sam­fé­lag. Við þurfum að vera reiðu­búin að taka djarfar ákvarð­anir sem þjóna almanna­hags­munum og þjóna fram­tíð­inni. En þessar ákvarð­anir þurfa að vera teknar með lýð­ræð­is­legum hætti svo við stöndum öll saman að þess­ari umbreyt­ing­u,“ sagði ráð­herr­ann.

Um leið þyrftu stjórn­málin að vera með­vituð um að ábyrgðin á lofts­lags­að­gerðum verði ekki ein­göngu lögð á herðar ein­stak­ling­anna.

Tutt­ugu jarð­efna­elds­neyt­is­fram­leið­endur bæru sam­an­lagða ábyrgð á rúm­lega þriðj­ungi alls útblást­urs í heim­in­um. Tólf þeirra væru í rík­i­s­eigu. Stór­fyr­ir­tækin yrðu að axla ábyrgð á sínum hlut í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Hún sagði jafn­framt að stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokkar þyrftu að tryggja að stór­fyr­ir­tækin öxl­uðu þá ábyrgð sem þau bera – rétt eins og stjórn­völd þyrftu að axla sína ábyrgð. Þá væri hægt að tala um ábyrgð almenn­ings.

Fram­tíðin kallar á okkur að gera betur

„Ís­land hefur í ár gegnt for­mennsku í Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni. Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skút­unni um stund.

Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á for­mennsku­ár­inu lagt okkur fram um að efla enn frekar sam­vinn­una við Álandseyj­ar, Fær­eyjar og Græn­land, og ég held að það hafi tek­ist ágæt­lega.

Í sumar ákváðum við að setja Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni nýja fram­tíð­ar­sýn; sum Norð­ur­löndin sem sjálf­bærasta og sam­þættasta svæði í heimi árið 2030.

Norð­ur­löndin hafa sýnt að þau geta með sam­vinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla lofts­lags­málin á okk­ur. Fram­tíðin kallar á okkur að gera bet­ur. Að þora. Ég hlakka til umræð­unnar hér á eft­ir,“ sagði hún að lok­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent