Katrín: Þeir sem afneita loftslagsbreytingum fá nú meira rými

Forsætisráðherra Íslands hélt ræðu við setningu Norðurlandaráðsþings sem nú stendur yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þema umræðunnar hjá norrænu ráðherrunum var: Hvernig getur norræna samfélagslíkanið þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum?

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

„Það er ekki síst vegna bar­áttu gras­rót­ar­hreyf­inga, ung­menn­anna sem hafa staðið vakt­ina í lofts­lags­verk­föll­um, umhverf­is­vernd­ar­sam­taka og vís­inda­manna, að lofts­lags­málin eru orðin hluti af meg­in­straumi stjórn­mál­anna. Sá árangur sýnir okkur að lýð­ræð­is­leg umræða skilar árangri.“ Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra við setn­ingu Norð­ur­landa­ráðs­þings í þing­húsi Sví­þjóðar í Stokk­hólmi í dag.

Á sama tíma hefðu þeir sem afneita lofts­lags­breyt­ingum líka fengið meira rými í umræð­unni. Slíkt væri eðli lýð­ræð­is­ins – and­stæð sjón­ar­mið tækjust á. Það lægi enn meiri ábyrgð á herðar þeirra stjórn­mála­manna sem vildu fylgja vís­indum og byggja ákvarð­anir á rann­sóknum og gögn­um. Þó að þar ljósti oft saman ólíkum skoð­unum þá fengjust bestu nið­ur­stöð­urnar með lýð­ræð­is­legum hætti „vegna þess að það er besta stjórn­ar­form sem við eig­um.“

Neyslu­venjur verða að breyt­ast

Norð­ur­landa­ráðs­þingið er haldið í 71. skiptið og mun standa til 31. októ­ber næst­kom­andi. Þá safn­ast stjórn­mála­fólk frá öllum Norð­ur­lönd­unum sam­an. Lofts­lags­mál, sjálf­bærni og þátt­taka ungs fólks er meðal ann­ars á dag­skrá. 87 þing­menn Norð­ur­landa­ráðs koma sam­an, sem og fjöl­margir ráð­herr­ar, þar á meðal for­sæt­is­ráð­herr­arn­ir.

Auglýsing

Nor­rænu for­sæt­is­ráð­herr­arnir lögðu allir mikla áherslu á lofts­lags­mál í máli sínu. Meðal ann­ars var bent á að mik­il­vægt væri að berj­ast fyrir hreinum sjó, að stjórn­mála­menn yrðu að taka hug­rakkar ákvarð­anir og að lofts­lags­mál væru flókið verk­efni. Neyslu­venjur yrðu að breyt­ast en það yrði þó ekki ein­falt.

„Þurfum að þora meira lýð­ræði“

Katrín byrj­aði á því að þakka þing­inu fyrir að setja á dag­skrá spurn­ing­una um hlut­verk gras­rót­ar­hreyf­inga, stjórn­mála­flokka og frjálsra félaga­sam­taka í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum – hvernig þau tækjust á við mik­il­væg­asta verk­efni sam­tím­ans, lofts­lags­vána með leik­reglum lýð­ræð­is­ins.

Hún vís­aði í orð Willy Brandt sem sagði á sínum tíma að við þyrftum að „þora meira lýð­ræð­i.“ Þar hefði hann ekki síst átt við sam­tal stjórn­valda við frjáls félaga­sam­tök og hags­muna­hópa. Lýð­ræði fælist líka í því að hlusta og setja sig inn í sjón­ar­mið þeirra sem séu manni ósam­mála.

Aðgerðir gegn lofts­lags­vánni verða að vera rétt­látar

„Vest­ræn sam­fé­lög standa frammi fyrir grund­vall­ar­um­breyt­ingu. Til að ná henni fram þarf að breyta efna­hags­legum og sam­fé­lags­legum stjórn­tækj­um. Það þarf að skapa hvata og breyta skatt­lagn­ingu þannig að hún þjóni mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Það þarf að tryggja að líf­eyr­is­sjóðir og sjóðir hins opin­bera fjár­festi í grænum skulda­bréf­um. Það þarf að vinna gegn sóun með þeim stjórn­tækjum sem við eigum og tryggja að hag­kerfið ýti undir eðli­lega hringrás.

Á sama tíma þurfa aðgerðir okkar gegn lofts­lags­vánni að vera rétt­lát­ar. Við þurfum að huga að vel­sæld fólks­ins á sama tíma og við drögum úr los­un. Góðu frétt­irnar eru að þetta tvennt fer sam­an,“ sagði Katrín.

Hún sagði enn fremur að ákvörðun íslenskra stjórn­valda um að lengja fæð­ing­ar­or­lof og auka þannig lífs­gæði barna­fólks myndi vafa­lítið draga úr skutli bæjar­enda á milli sem drægi úr losun og yki dýr­mætan sam­veru­tíma. Það sama mætti segja um ákvörðun stjórn­valda um að lækka álögur á raf­hjól. Ákvörðun sem gæti dregið úr losun og bætt loft­gæði og einnig bætt heilsu þeirra sem velja þennan ferða­máta.

Norðurlandaráðsþing 2019 í Svíþjóð Mynd: Bára Huld Beck

Þurfa að sýna þetta í verki

„Fjár­fest­ing í mennt­un, rann­sóknum og nýsköpun hjálpar okkur að finna nýjar leiðir til að takast á við lofts­lags­vá­na, draga úr losun og auka við­náms­þrótt sam­fé­lag­anna til að takast á við óum­flýj­an­legar breyt­ing­ar. Um leið eflum við sam­keppn­is­hæfni okk­ar.

Stjórn­mála­flokkar og stjórn­mála­menn þurfa að sýna í verki að við erum reiðu­búin að takast á við áskor­un­ina um sjálf­bært sam­fé­lag. Við þurfum að vera reiðu­búin að taka djarfar ákvarð­anir sem þjóna almanna­hags­munum og þjóna fram­tíð­inni. En þessar ákvarð­anir þurfa að vera teknar með lýð­ræð­is­legum hætti svo við stöndum öll saman að þess­ari umbreyt­ing­u,“ sagði ráð­herr­ann.

Um leið þyrftu stjórn­málin að vera með­vituð um að ábyrgðin á lofts­lags­að­gerðum verði ekki ein­göngu lögð á herðar ein­stak­ling­anna.

Tutt­ugu jarð­efna­elds­neyt­is­fram­leið­endur bæru sam­an­lagða ábyrgð á rúm­lega þriðj­ungi alls útblást­urs í heim­in­um. Tólf þeirra væru í rík­i­s­eigu. Stór­fyr­ir­tækin yrðu að axla ábyrgð á sínum hlut í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Hún sagði jafn­framt að stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokkar þyrftu að tryggja að stór­fyr­ir­tækin öxl­uðu þá ábyrgð sem þau bera – rétt eins og stjórn­völd þyrftu að axla sína ábyrgð. Þá væri hægt að tala um ábyrgð almenn­ings.

Fram­tíðin kallar á okkur að gera betur

„Ís­land hefur í ár gegnt for­mennsku í Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni. Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skút­unni um stund.

Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á for­mennsku­ár­inu lagt okkur fram um að efla enn frekar sam­vinn­una við Álandseyj­ar, Fær­eyjar og Græn­land, og ég held að það hafi tek­ist ágæt­lega.

Í sumar ákváðum við að setja Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni nýja fram­tíð­ar­sýn; sum Norð­ur­löndin sem sjálf­bærasta og sam­þættasta svæði í heimi árið 2030.

Norð­ur­löndin hafa sýnt að þau geta með sam­vinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla lofts­lags­málin á okk­ur. Fram­tíðin kallar á okkur að gera bet­ur. Að þora. Ég hlakka til umræð­unnar hér á eft­ir,“ sagði hún að lok­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
Kjarninn 19. janúar 2020
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Ástþór Ólafsson
Að huga að gildunum
Kjarninn 18. janúar 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í dag.
Sósíalistaflokkurinn samþykkir að undirbúa framboð til Alþingis
Baráttan um atkvæðin á vinstrivængnum verður harðari í næstu kosningum, eftir að Sósíalistaflokkur Íslands ákvað að hefja undirbúning að framboði. Flokkurinn hefur einu sinni boðið fram áður og náði þá inn fulltrúa í borgarstjórn.
Kjarninn 18. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Dreyfus-málið: 1899–2019
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent