Norrænu knattspyrnusamböndin sækja um að halda HM kvenna 2027

Norrænu knattspyrnusamböndin, þar með talið KSÍ, hafa ákveðið að sækja sameiginlega um að halda heimsmeistaramót kvenna árið 2027. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að sambandið sé fullt tilhlökkunar og að þau ætli sér að taka fullan þátt í ferlinu.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta.
Auglýsing

Nor­rænu knatt­spyrnu­sam­böndin hafa ákveðið að sækja sam­eig­in­lega um að halda heims­meist­ara­mót kvenna árið 2027. Til­kynnt var um þetta á Norð­ur­landa­ráðs­þingi í gær og stað­fest­ir Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ), þessa ákvörðun í sam­tali við Kjarn­ann. Hún segir að KSÍ sé mjög stolt af því að taka þátt í þessu verk­efni með hinum fimm sam­bönd­un­um. 

Und­ir­bún­ing­ur­inn staðið yfir í þrjú ár 

Klara segir að að nor­rænu knatt­spyrnu­sam­böndin sex, að KSÍ með­töldu, hafi verið að vinna að þessu verk­efni í að verða ­þrjú ár nún­a. ­Sam­bönd­in hafa staðið að nákvæmri grein­ing­ar­vinnu á mögu­legum móta­höldum og að nið­ur­staða sam­band­anna hafi verið að sækja um að halda heims­meist­ara­mót­ið í knatt­spyrnu kvenna árið 2027

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Mynd:Skjáskot/RÚVAð mati sam­band­anna er það mót sem þau telja sig ráða hvað best við þegar litið er til stærðar móts og leik­valla.

Klara segir að öll sex knatt­spyrnu­sam­böndin séu að baki umsókn­ar­fer­ils­ins þó að stóru þjóð­irnar dragi vissu­lega vagn­inn. Hún segir það jafn­framt ánægju­legt hve ein­huga sam­böndin séu um þessa umsókn og að nú fundi sam­tökin um hvaða vellir það eru sem löndin geta lagt til. 

Hún segir að það sé hins veg­ar ekki komið í ljós hvaða kröf­ur FIFA ­gerir til að mynda til fjölda og stærðar leik­valla fyrir heims­meist­ara­mótið 2027.

Auglýsing

Ísland ætlar sér að taka fullan þátt 

Klara segir enn fremur að umsókn nor­rænu sam­tak­anna muni byggja á nor­rænum gildum um jafn­rétt­is­mál og umhverf­is­mál og sýna skýrt hvað Norð­ur­löndin standa fyr­ir­. Hún bendir þó á að um erf­iða sam­keppni sé að ræða en alls sóttu sóttu sjö þjóðir um að halda mótið árið 2024. 

Hún segir það aftur á móti ljóst að eins og staðan er núna þá séu engir leik­vellir hér á landi sem gætu komið til­ ­greina sem keppn­is­vellir á heims­meist­ara­mót­inu. Hún segir að Ísland og Fær­eyjar ætli sér þó að taka fullan þátt í und­ir­bún­ings­ferl­in­u og fram­kvæmd móts­ins ef komi til þess.

Að lokum segir hún að KSÍ sé mjög stolt af því að taka þátt í þessu verk­efni með hinum sam­bönd­un­um. „Við erum full til­hlökk­unar og vonum að þetta gangi allt saman upp,“ segir Klara. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent