Gefa sér 20 ár til að kolefnisjafna að fullu íslenska nautgriparækt

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa samþykkt stefnu þess efnis að allar afurðir frá íslenskum nautgripabændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir árið 2040.

hellisheii-og-arnessysla_14356921630_o.jpg
Auglýsing

Full­trúar Bænda­sam­taka Íslands og stjórn­valda hafa skrifað undir sam­komu­lag um að stefna að því að íslensk naut­gripa­rækt verði að fullu kolefn­is­jöfnuð árið 2040. Ráð­stafað verður nærri þriðj­ungi af því fjár­magni sem stjórn­völd veita grein­inni til fram­leiðslu­jafn­væg­is til aðgerða sem draga úr kolefn­is­fótspori naut­gripa­rækt­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins.

Los­aði 650 kílótonn af koltví­sýr­ing 

­Ræktun á naut­­gripum til kjöt- og mjólk­­ur­fram­­leiðslu á langstærstan þátt í losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt í heim­in­um ­­sam­­kvæmt skýrslu FAO, Mat­væla- og land­­bún­­að­­ar­­­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Áætluð losun naut­­gripa er ríf­­lega 5 millj­­arðar tonna í koltví­­­sýr­ingsí­­gild­um, eða rúm 65 pró­­sent af árlegri losun allra gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt í heim­in­­um. 

Í skýrsl­unni er greint frá því hvernig draga má úr losun gróð­­ur­húsa­­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt með því að draga úr fram­­leiðslu og neyslu búfjár­­af­­urða eða með því að draga úr losun við fram­­leiðsl­una. Talið er að með því að breyta fram­­leiðslu­­ferli búfjár­­­ræktar megi draga úr losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í grein­inni um allt að 30 pró­­sent eða um 1,8 millj­­arða tonna koltví­­­sýr­ingsí­­gilda.

Auglýsing

Í aðgerð­­ar­á­ætlun stjórn­­­valda í lofts­lags­málum kemur fram að 21 pró­­sent allra þeirra los­unar sem íslensk stjórn­­völd bera beina ábyrgð á, sam­­kvæmt alþjóð­­legum skuld­bind­ing­um, kemur frá land­­bún­­aði. Í tölum Hag­­stof­unnar má jafn­framt sjá að land­bún­aður og mat­væla­fram­leiðsla hér á landi los­uðu 649,6 kílótonn af koltví­­­sýr­ing út í umhverfi árið 2017. 

Allar afurðir verði vott­aðar sem kolefn­is­hlut­laus­ar 

Sam­komu­lagið sem und­ir­ritað var í síð­ustu viku, er hluti af end­ur­skoðun á samn­ingi um starfs­skil­yrði naut­gripa­rækt­ar. Í sam­komu­lag­inu kemur fram að stjórn­völd og full­trúar bænda séu sam­mála um stefna að því að naut­gripa­rækt verði að fullu kolefn­is­jöfnuð eftir 20 ár, árið 2040. 

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu verður mark­mið­inu náð með því að auka enn frekar þekk­ingu bænda á sínu landi og um leið efla getu þeirra til að auka bind­ingu kolefnis á því og draga úr los­un. Auka þurfi því rann­sókn­ir, ráð­gjöf og fræðslu fyrir bænd­ur.

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um kolefnisjöfnun nautgriparæktunar. Mynd:Stjórnarráðið.Auk þess verði unnið að því að draga úr losun og binda kolefni með bættri fóðr­un, með­höndlun og nýt­ingu búfjár­á­burð­ar, mark­vissri jarð­rækt og öðrum þeim aðgerðum er miða að því að kolefn­is­jafna búskap.

Jafn­framt kemur fram í sam­komu­lag­inu að inn­leiða þurfi fjár­hags­lega hvata fyrir bændur til að ná árangri í að auka bind­ingu. Því verður heim­ilt að nýta 30 pró­sent af því fjár­magni sem veitt er til fram­leiðslu­jafn­vægis til verk­efna að draga úr kolefn­is­fótspori naut­gripa­rækt­ar. 

Ef mark­mið­inu verður náð þá verða allar afurðir frá íslenskum naut­gripa­bændum vott­aðar sem kolefn­is­hlut­lausar fyrir árið 2040.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent