Gefa sér 20 ár til að kolefnisjafna að fullu íslenska nautgriparækt

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa samþykkt stefnu þess efnis að allar afurðir frá íslenskum nautgripabændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir árið 2040.

hellisheii-og-arnessysla_14356921630_o.jpg
Auglýsing

Full­trúar Bænda­sam­taka Íslands og stjórn­valda hafa skrifað undir sam­komu­lag um að stefna að því að íslensk naut­gripa­rækt verði að fullu kolefn­is­jöfnuð árið 2040. Ráð­stafað verður nærri þriðj­ungi af því fjár­magni sem stjórn­völd veita grein­inni til fram­leiðslu­jafn­væg­is til aðgerða sem draga úr kolefn­is­fótspori naut­gripa­rækt­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins.

Los­aði 650 kílótonn af koltví­sýr­ing 

­Ræktun á naut­­gripum til kjöt- og mjólk­­ur­fram­­leiðslu á langstærstan þátt í losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt í heim­in­um ­­sam­­kvæmt skýrslu FAO, Mat­væla- og land­­bún­­að­­ar­­­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Áætluð losun naut­­gripa er ríf­­lega 5 millj­­arðar tonna í koltví­­­sýr­ingsí­­gild­um, eða rúm 65 pró­­sent af árlegri losun allra gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt í heim­in­­um. 

Í skýrsl­unni er greint frá því hvernig draga má úr losun gróð­­ur­húsa­­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt með því að draga úr fram­­leiðslu og neyslu búfjár­­af­­urða eða með því að draga úr losun við fram­­leiðsl­una. Talið er að með því að breyta fram­­leiðslu­­ferli búfjár­­­ræktar megi draga úr losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í grein­inni um allt að 30 pró­­sent eða um 1,8 millj­­arða tonna koltví­­­sýr­ingsí­­gilda.

Auglýsing

Í aðgerð­­ar­á­ætlun stjórn­­­valda í lofts­lags­málum kemur fram að 21 pró­­sent allra þeirra los­unar sem íslensk stjórn­­völd bera beina ábyrgð á, sam­­kvæmt alþjóð­­legum skuld­bind­ing­um, kemur frá land­­bún­­aði. Í tölum Hag­­stof­unnar má jafn­framt sjá að land­bún­aður og mat­væla­fram­leiðsla hér á landi los­uðu 649,6 kílótonn af koltví­­­sýr­ing út í umhverfi árið 2017. 

Allar afurðir verði vott­aðar sem kolefn­is­hlut­laus­ar 

Sam­komu­lagið sem und­ir­ritað var í síð­ustu viku, er hluti af end­ur­skoðun á samn­ingi um starfs­skil­yrði naut­gripa­rækt­ar. Í sam­komu­lag­inu kemur fram að stjórn­völd og full­trúar bænda séu sam­mála um stefna að því að naut­gripa­rækt verði að fullu kolefn­is­jöfnuð eftir 20 ár, árið 2040. 

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu verður mark­mið­inu náð með því að auka enn frekar þekk­ingu bænda á sínu landi og um leið efla getu þeirra til að auka bind­ingu kolefnis á því og draga úr los­un. Auka þurfi því rann­sókn­ir, ráð­gjöf og fræðslu fyrir bænd­ur.

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um kolefnisjöfnun nautgriparæktunar. Mynd:Stjórnarráðið.Auk þess verði unnið að því að draga úr losun og binda kolefni með bættri fóðr­un, með­höndlun og nýt­ingu búfjár­á­burð­ar, mark­vissri jarð­rækt og öðrum þeim aðgerðum er miða að því að kolefn­is­jafna búskap.

Jafn­framt kemur fram í sam­komu­lag­inu að inn­leiða þurfi fjár­hags­lega hvata fyrir bændur til að ná árangri í að auka bind­ingu. Því verður heim­ilt að nýta 30 pró­sent af því fjár­magni sem veitt er til fram­leiðslu­jafn­vægis til verk­efna að draga úr kolefn­is­fótspori naut­gripa­rækt­ar. 

Ef mark­mið­inu verður náð þá verða allar afurðir frá íslenskum naut­gripa­bændum vott­aðar sem kolefn­is­hlut­lausar fyrir árið 2040.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent