Gefa sér 20 ár til að kolefnisjafna að fullu íslenska nautgriparækt

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa samþykkt stefnu þess efnis að allar afurðir frá íslenskum nautgripabændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir árið 2040.

hellisheii-og-arnessysla_14356921630_o.jpg
Auglýsing

Full­trúar Bænda­sam­taka Íslands og stjórn­valda hafa skrifað undir sam­komu­lag um að stefna að því að íslensk naut­gripa­rækt verði að fullu kolefn­is­jöfnuð árið 2040. Ráð­stafað verður nærri þriðj­ungi af því fjár­magni sem stjórn­völd veita grein­inni til fram­leiðslu­jafn­væg­is til aðgerða sem draga úr kolefn­is­fótspori naut­gripa­rækt­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins.

Los­aði 650 kílótonn af koltví­sýr­ing 

­Ræktun á naut­­gripum til kjöt- og mjólk­­ur­fram­­leiðslu á langstærstan þátt í losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt í heim­in­um ­­sam­­kvæmt skýrslu FAO, Mat­væla- og land­­bún­­að­­ar­­­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Áætluð losun naut­­gripa er ríf­­lega 5 millj­­arðar tonna í koltví­­­sýr­ingsí­­gild­um, eða rúm 65 pró­­sent af árlegri losun allra gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt í heim­in­­um. 

Í skýrsl­unni er greint frá því hvernig draga má úr losun gróð­­ur­húsa­­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt með því að draga úr fram­­leiðslu og neyslu búfjár­­af­­urða eða með því að draga úr losun við fram­­leiðsl­una. Talið er að með því að breyta fram­­leiðslu­­ferli búfjár­­­ræktar megi draga úr losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í grein­inni um allt að 30 pró­­sent eða um 1,8 millj­­arða tonna koltví­­­sýr­ingsí­­gilda.

Auglýsing

Í aðgerð­­ar­á­ætlun stjórn­­­valda í lofts­lags­málum kemur fram að 21 pró­­sent allra þeirra los­unar sem íslensk stjórn­­völd bera beina ábyrgð á, sam­­kvæmt alþjóð­­legum skuld­bind­ing­um, kemur frá land­­bún­­aði. Í tölum Hag­­stof­unnar má jafn­framt sjá að land­bún­aður og mat­væla­fram­leiðsla hér á landi los­uðu 649,6 kílótonn af koltví­­­sýr­ing út í umhverfi árið 2017. 

Allar afurðir verði vott­aðar sem kolefn­is­hlut­laus­ar 

Sam­komu­lagið sem und­ir­ritað var í síð­ustu viku, er hluti af end­ur­skoðun á samn­ingi um starfs­skil­yrði naut­gripa­rækt­ar. Í sam­komu­lag­inu kemur fram að stjórn­völd og full­trúar bænda séu sam­mála um stefna að því að naut­gripa­rækt verði að fullu kolefn­is­jöfnuð eftir 20 ár, árið 2040. 

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu verður mark­mið­inu náð með því að auka enn frekar þekk­ingu bænda á sínu landi og um leið efla getu þeirra til að auka bind­ingu kolefnis á því og draga úr los­un. Auka þurfi því rann­sókn­ir, ráð­gjöf og fræðslu fyrir bænd­ur.

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um kolefnisjöfnun nautgriparæktunar. Mynd:Stjórnarráðið.Auk þess verði unnið að því að draga úr losun og binda kolefni með bættri fóðr­un, með­höndlun og nýt­ingu búfjár­á­burð­ar, mark­vissri jarð­rækt og öðrum þeim aðgerðum er miða að því að kolefn­is­jafna búskap.

Jafn­framt kemur fram í sam­komu­lag­inu að inn­leiða þurfi fjár­hags­lega hvata fyrir bændur til að ná árangri í að auka bind­ingu. Því verður heim­ilt að nýta 30 pró­sent af því fjár­magni sem veitt er til fram­leiðslu­jafn­vægis til verk­efna að draga úr kolefn­is­fótspori naut­gripa­rækt­ar. 

Ef mark­mið­inu verður náð þá verða allar afurðir frá íslenskum naut­gripa­bændum vott­aðar sem kolefn­is­hlut­lausar fyrir árið 2040.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent