Gefa sér 20 ár til að kolefnisjafna að fullu íslenska nautgriparækt

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa samþykkt stefnu þess efnis að allar afurðir frá íslenskum nautgripabændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir árið 2040.

hellisheii-og-arnessysla_14356921630_o.jpg
Auglýsing

Full­trúar Bænda­sam­taka Íslands og stjórn­valda hafa skrifað undir sam­komu­lag um að stefna að því að íslensk naut­gripa­rækt verði að fullu kolefn­is­jöfnuð árið 2040. Ráð­stafað verður nærri þriðj­ungi af því fjár­magni sem stjórn­völd veita grein­inni til fram­leiðslu­jafn­væg­is til aðgerða sem draga úr kolefn­is­fótspori naut­gripa­rækt­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins.

Los­aði 650 kílótonn af koltví­sýr­ing 

­Ræktun á naut­­gripum til kjöt- og mjólk­­ur­fram­­leiðslu á langstærstan þátt í losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt í heim­in­um ­­sam­­kvæmt skýrslu FAO, Mat­væla- og land­­bún­­að­­ar­­­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Áætluð losun naut­­gripa er ríf­­lega 5 millj­­arðar tonna í koltví­­­sýr­ingsí­­gild­um, eða rúm 65 pró­­sent af árlegri losun allra gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt í heim­in­­um. 

Í skýrsl­unni er greint frá því hvernig draga má úr losun gróð­­ur­húsa­­­loft­teg­unda í búfjár­­­rækt með því að draga úr fram­­leiðslu og neyslu búfjár­­af­­urða eða með því að draga úr losun við fram­­leiðsl­una. Talið er að með því að breyta fram­­leiðslu­­ferli búfjár­­­ræktar megi draga úr losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í grein­inni um allt að 30 pró­­sent eða um 1,8 millj­­arða tonna koltví­­­sýr­ingsí­­gilda.

Auglýsing

Í aðgerð­­ar­á­ætlun stjórn­­­valda í lofts­lags­málum kemur fram að 21 pró­­sent allra þeirra los­unar sem íslensk stjórn­­völd bera beina ábyrgð á, sam­­kvæmt alþjóð­­legum skuld­bind­ing­um, kemur frá land­­bún­­aði. Í tölum Hag­­stof­unnar má jafn­framt sjá að land­bún­aður og mat­væla­fram­leiðsla hér á landi los­uðu 649,6 kílótonn af koltví­­­sýr­ing út í umhverfi árið 2017. 

Allar afurðir verði vott­aðar sem kolefn­is­hlut­laus­ar 

Sam­komu­lagið sem und­ir­ritað var í síð­ustu viku, er hluti af end­ur­skoðun á samn­ingi um starfs­skil­yrði naut­gripa­rækt­ar. Í sam­komu­lag­inu kemur fram að stjórn­völd og full­trúar bænda séu sam­mála um stefna að því að naut­gripa­rækt verði að fullu kolefn­is­jöfnuð eftir 20 ár, árið 2040. 

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu verður mark­mið­inu náð með því að auka enn frekar þekk­ingu bænda á sínu landi og um leið efla getu þeirra til að auka bind­ingu kolefnis á því og draga úr los­un. Auka þurfi því rann­sókn­ir, ráð­gjöf og fræðslu fyrir bænd­ur.

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um kolefnisjöfnun nautgriparæktunar. Mynd:Stjórnarráðið.Auk þess verði unnið að því að draga úr losun og binda kolefni með bættri fóðr­un, með­höndlun og nýt­ingu búfjár­á­burð­ar, mark­vissri jarð­rækt og öðrum þeim aðgerðum er miða að því að kolefn­is­jafna búskap.

Jafn­framt kemur fram í sam­komu­lag­inu að inn­leiða þurfi fjár­hags­lega hvata fyrir bændur til að ná árangri í að auka bind­ingu. Því verður heim­ilt að nýta 30 pró­sent af því fjár­magni sem veitt er til fram­leiðslu­jafn­vægis til verk­efna að draga úr kolefn­is­fótspori naut­gripa­rækt­ar. 

Ef mark­mið­inu verður náð þá verða allar afurðir frá íslenskum naut­gripa­bændum vott­aðar sem kolefn­is­hlut­lausar fyrir árið 2040.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Myndin sýnir fjölda skjálfta á síðustu klukkustundum eins og staðan var kl. 10.35 í morgun.
Staðfest: 5,7 stiga skjálfti – „Sterk jarðskjálftahrina gengur nú yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið“
Stór jarðskjálfti, 5,7 stig, fannst vel á öllu suðvesturhorni landsins laust eftir klukkan 10 í morgun. Fjölmargir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent