Gefa sér 20 ár til að kolefnisjafna að fullu íslenska nautgriparækt

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa samþykkt stefnu þess efnis að allar afurðir frá íslenskum nautgripabændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir árið 2040.

hellisheii-og-arnessysla_14356921630_o.jpg
Auglýsing

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um að stefna að því að íslensk nautgriparækt verði að fullu kolefnisjöfnuð árið 2040. Ráðstafað verður nærri þriðjungi af því fjármagni sem stjórnvöld veita greininni til framleiðslujafnvægis til aðgerða sem draga úr kolefnisfótspori nautgriparæktar. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Losaði 650 kílótonn af koltvísýring 

Ræktun á naut­gripum til kjöt- og mjólk­ur­fram­leiðslu á langstærstan þátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í búfjár­rækt í heim­in­um ­sam­kvæmt skýrslu FAO, Mat­væla- og land­bún­að­ar­­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Áætluð losun naut­gripa er ríf­lega 5 millj­arðar tonna í koltví­sýr­ingsí­gild­um, eða rúm 65 pró­sent af árlegri losun allra gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í búfjár­rækt í heim­in­um. 

Í skýrsl­unni er greint frá því hvernig draga má úr losun gróð­ur­húsa­­loft­teg­unda í búfjár­rækt með því að draga úr fram­leiðslu og neyslu búfjár­af­urða eða með því að draga úr losun við fram­leiðsl­una. Talið er að með því að breyta fram­leiðslu­ferli búfjár­ræktar megi draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í grein­inni um allt að 30 pró­sent eða um 1,8 millj­arða tonna koltví­sýr­ingsí­gilda.

Auglýsing

Í aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda í loftslagsmálum kemur fram að 21 pró­sent allra þeirra los­unar sem íslensk stjórn­völd bera beina ábyrgð á, sam­kvæmt alþjóð­legum skuld­bind­ing­um, kemur frá land­bún­aði. Í tölum Hag­stof­unnar má jafnframt sjá að landbúnaður og matvælaframleiðsla hér á landi losuðu 649,6 kílótonn af koltví­sýr­ing út í umhverfi árið 2017. 

Allar afurðir verði vottaðar sem kolefnishlutlausar 

Samkomulagið sem undirritað var í síðustu viku, er hluti af endurskoðun á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar. Í samkomulaginu kemur fram að stjórnvöld og fulltrúar bænda séu sammála um stefna að því að nautgriparækt verði að fullu kolefnisjöfnuð eftir 20 ár, árið 2040. 

Samkvæmt samkomulaginu verður markmiðinu náð með því að auka enn frekar þekkingu bænda á sínu landi og um leið efla getu þeirra til að auka bindingu kolefnis á því og draga úr losun. Auka þurfi því rannsóknir, ráðgjöf og fræðslu fyrir bændur.

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um kolefnisjöfnun nautgriparæktunar. Mynd:Stjórnarráðið.Auk þess verði unnið að því að draga úr losun og binda kolefni með bættri fóðrun, meðhöndlun og nýtingu búfjáráburðar, markvissri jarðrækt og öðrum þeim aðgerðum er miða að því að kolefnisjafna búskap.

Jafnframt kemur fram í samkomulaginu að innleiða þurfi fjárhagslega hvata fyrir bændur til að ná árangri í að auka bindingu. Því verður heimilt að nýta 30 prósent af því fjármagni sem veitt er til framleiðslujafnvægis til verkefna að draga úr kolefnisfótspori nautgriparæktar. 

Ef markmiðinu verður náð þá verða allar afurðir frá íslenskum nautgripabændum vottaðar sem kolefnishlutlausar fyrir árið 2040.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent