Auknar tekjur í sjónvarpsrekstri draga vagninn fyrir Símann - Hagnaður 897 milljónir

Góður tekjuvöxtur í sjónvarpsrekstri er lykilbreyta í uppgjöri Símans fyrir þriðja ársfjórðung, en áhrif af kaupum félagsins á sýningarrétti á enska boltanum eru nú að koma fram af meiri krafti.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auglýsing

Hagn­aður Sím­ans á þriðja árs­fjórð­ungi var rúm­lega 897 millj­ónir króna og dróst saman úr 978 millj­ónum króna í fyrra. Rekstr­ar­hagn­aður félags­ins var 2,8 millj­arðar króna og hækk­aði um 210 millj­ónir króna frá sama tíma­bili 2017. 

Eig­in­fjár­hlut­fall Sím­ans í lok þess árs­fjórð­ungs, sem lauk í lok sept­em­ber, var 55,4 pró­sent og eigið fé fjar­skipt­ar­is­ans var 36,3 millj­arðar króna.

Auglýsing
Þetta kemur fram í upp­gjöri Sím­ans vegna þriðja árs­fjórð­ungs árs­ins 2019 sem birt var í morg­un.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar kemur fram að með­al­verð á ein­stak­lings­mark­aði fyrir fjar­skipta­þjón­ustu hafi byrjað að þok­ast upp á síð­ari hluta þessa árs eftir að hafa lækkað skarpt mörg und­an­farin ár. Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, segir þó að enn sjái ekki fyrir endan á verð­þrýst­ingi á fyr­ir­tækja­mark­aði. Tekjur Sím­ans af far­síma- og tal­síma­þjón­ustu dróg­ust saman á þriðja árs­fjórð­ungi miðað við sama tíma­bil í fyrra. Raunar er annað hvort sam­dráttur eða stöðnun í þróun tekna á nán­ast öllum tekju­sviðum sam­stæð­unnar nema einni: í sjón­varps­rekstri.

20 pró­sent vöxtur í sjón­varps­rekstri

Það var nefni­lega góður tekju­vöxtur í sjón­varps­rekstri milli ára, eða um 20 pró­sent. Á þriðja árs­fjórð­ungi í fyrra voru tekjur Sím­ans af sjón­vars­rekstri 1.190 millj­ónir króna er voru nú 1.423 millj­ónir króna. „Sím­inn Sport hefur notið vel­gengni umfram vænt­ingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórð­ungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreif­ingu vör­unnar yfir öll fjar­skipta- og sjón­varps­dreifi­kerfi lands­ins. Nær enska úrvals­deildin til allra lands­manna og við sjáum áhug­ann fara vax­andi, með þeirri vönd­uðu og sér­lega hag­stæðu þjón­ustu sem Sím­inn Sport er. Við höfum því áfram góðar vænt­ingar til vör­unnar næstu mán­uð­i.“

Orri segir að Sím­inn hafi einnig reynt að semja um aldreif­ingu fyrir Sjón­varp Sím­ans Prem­ium en að það hafi ekki gengið sem skyldi fram að þessu. „Ástæðan er mót­staða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifi­kerfum í sinni umsjá fyrir Sjón­varp Sím­ans Prem­i­um, sem er sú íslenska efn­isveita sem lang­mest er not­uð. Sím­inn verður þannig af mögu­leikum til auk­innar tekju­sköp­unar sam­hliða því að IPTV við­skipta­vinir Sýnar hafa ekki mögu­leika á að kaupa Sjón­varp Sím­ans Prem­i­um. Þessi skekkja mun von­andi leið­rétt­ast á næsta ári.“

Fjár­fest­ingar Síma-­sam­stæð­unnar hafa verið umtals­verðar að und­an­förnu og skiptir þar mestu hröð ljós­leið­ara­væð­ing Mílu. „Fjár­fest­ingar sam­stæð­unnar í heild munu fara lækk­andi á næstu miss­erum frá því sem nú er. Stafar sú lækkun fyrst og fremst af því hve langt ljós­leið­ara­verk­efnið er kom­ið. Lækkun fjár­fest­inga nemur í heild nokkur hund­ruðum millj­ónum milli ára á næsta ári,“ segir Orri í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent