Auknar tekjur í sjónvarpsrekstri draga vagninn fyrir Símann - Hagnaður 897 milljónir

Góður tekjuvöxtur í sjónvarpsrekstri er lykilbreyta í uppgjöri Símans fyrir þriðja ársfjórðung, en áhrif af kaupum félagsins á sýningarrétti á enska boltanum eru nú að koma fram af meiri krafti.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auglýsing

Hagn­aður Sím­ans á þriðja árs­fjórð­ungi var rúm­lega 897 millj­ónir króna og dróst saman úr 978 millj­ónum króna í fyrra. Rekstr­ar­hagn­aður félags­ins var 2,8 millj­arðar króna og hækk­aði um 210 millj­ónir króna frá sama tíma­bili 2017. 

Eig­in­fjár­hlut­fall Sím­ans í lok þess árs­fjórð­ungs, sem lauk í lok sept­em­ber, var 55,4 pró­sent og eigið fé fjar­skipt­ar­is­ans var 36,3 millj­arðar króna.

Auglýsing
Þetta kemur fram í upp­gjöri Sím­ans vegna þriðja árs­fjórð­ungs árs­ins 2019 sem birt var í morg­un.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar kemur fram að með­al­verð á ein­stak­lings­mark­aði fyrir fjar­skipta­þjón­ustu hafi byrjað að þok­ast upp á síð­ari hluta þessa árs eftir að hafa lækkað skarpt mörg und­an­farin ár. Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, segir þó að enn sjái ekki fyrir endan á verð­þrýst­ingi á fyr­ir­tækja­mark­aði. Tekjur Sím­ans af far­síma- og tal­síma­þjón­ustu dróg­ust saman á þriðja árs­fjórð­ungi miðað við sama tíma­bil í fyrra. Raunar er annað hvort sam­dráttur eða stöðnun í þróun tekna á nán­ast öllum tekju­sviðum sam­stæð­unnar nema einni: í sjón­varps­rekstri.

20 pró­sent vöxtur í sjón­varps­rekstri

Það var nefni­lega góður tekju­vöxtur í sjón­varps­rekstri milli ára, eða um 20 pró­sent. Á þriðja árs­fjórð­ungi í fyrra voru tekjur Sím­ans af sjón­vars­rekstri 1.190 millj­ónir króna er voru nú 1.423 millj­ónir króna. „Sím­inn Sport hefur notið vel­gengni umfram vænt­ingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórð­ungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreif­ingu vör­unnar yfir öll fjar­skipta- og sjón­varps­dreifi­kerfi lands­ins. Nær enska úrvals­deildin til allra lands­manna og við sjáum áhug­ann fara vax­andi, með þeirri vönd­uðu og sér­lega hag­stæðu þjón­ustu sem Sím­inn Sport er. Við höfum því áfram góðar vænt­ingar til vör­unnar næstu mán­uð­i.“

Orri segir að Sím­inn hafi einnig reynt að semja um aldreif­ingu fyrir Sjón­varp Sím­ans Prem­ium en að það hafi ekki gengið sem skyldi fram að þessu. „Ástæðan er mót­staða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifi­kerfum í sinni umsjá fyrir Sjón­varp Sím­ans Prem­i­um, sem er sú íslenska efn­isveita sem lang­mest er not­uð. Sím­inn verður þannig af mögu­leikum til auk­innar tekju­sköp­unar sam­hliða því að IPTV við­skipta­vinir Sýnar hafa ekki mögu­leika á að kaupa Sjón­varp Sím­ans Prem­i­um. Þessi skekkja mun von­andi leið­rétt­ast á næsta ári.“

Fjár­fest­ingar Síma-­sam­stæð­unnar hafa verið umtals­verðar að und­an­förnu og skiptir þar mestu hröð ljós­leið­ara­væð­ing Mílu. „Fjár­fest­ingar sam­stæð­unnar í heild munu fara lækk­andi á næstu miss­erum frá því sem nú er. Stafar sú lækkun fyrst og fremst af því hve langt ljós­leið­ara­verk­efnið er kom­ið. Lækkun fjár­fest­inga nemur í heild nokkur hund­ruðum millj­ónum milli ára á næsta ári,“ segir Orri í til­kynn­ing­unni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling ásakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent