Auknar tekjur í sjónvarpsrekstri draga vagninn fyrir Símann - Hagnaður 897 milljónir

Góður tekjuvöxtur í sjónvarpsrekstri er lykilbreyta í uppgjöri Símans fyrir þriðja ársfjórðung, en áhrif af kaupum félagsins á sýningarrétti á enska boltanum eru nú að koma fram af meiri krafti.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Auglýsing

Hagn­aður Sím­ans á þriðja árs­fjórð­ungi var rúm­lega 897 millj­ónir króna og dróst saman úr 978 millj­ónum króna í fyrra. Rekstr­ar­hagn­aður félags­ins var 2,8 millj­arðar króna og hækk­aði um 210 millj­ónir króna frá sama tíma­bili 2017. 

Eig­in­fjár­hlut­fall Sím­ans í lok þess árs­fjórð­ungs, sem lauk í lok sept­em­ber, var 55,4 pró­sent og eigið fé fjar­skipt­ar­is­ans var 36,3 millj­arðar króna.

Auglýsing
Þetta kemur fram í upp­gjöri Sím­ans vegna þriðja árs­fjórð­ungs árs­ins 2019 sem birt var í morg­un.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar kemur fram að með­al­verð á ein­stak­lings­mark­aði fyrir fjar­skipta­þjón­ustu hafi byrjað að þok­ast upp á síð­ari hluta þessa árs eftir að hafa lækkað skarpt mörg und­an­farin ár. Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, segir þó að enn sjái ekki fyrir endan á verð­þrýst­ingi á fyr­ir­tækja­mark­aði. Tekjur Sím­ans af far­síma- og tal­síma­þjón­ustu dróg­ust saman á þriðja árs­fjórð­ungi miðað við sama tíma­bil í fyrra. Raunar er annað hvort sam­dráttur eða stöðnun í þróun tekna á nán­ast öllum tekju­sviðum sam­stæð­unnar nema einni: í sjón­varps­rekstri.

20 pró­sent vöxtur í sjón­varps­rekstri

Það var nefni­lega góður tekju­vöxtur í sjón­varps­rekstri milli ára, eða um 20 pró­sent. Á þriðja árs­fjórð­ungi í fyrra voru tekjur Sím­ans af sjón­vars­rekstri 1.190 millj­ónir króna er voru nú 1.423 millj­ónir króna. „Sím­inn Sport hefur notið vel­gengni umfram vænt­ingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórð­ungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreif­ingu vör­unnar yfir öll fjar­skipta- og sjón­varps­dreifi­kerfi lands­ins. Nær enska úrvals­deildin til allra lands­manna og við sjáum áhug­ann fara vax­andi, með þeirri vönd­uðu og sér­lega hag­stæðu þjón­ustu sem Sím­inn Sport er. Við höfum því áfram góðar vænt­ingar til vör­unnar næstu mán­uð­i.“

Orri segir að Sím­inn hafi einnig reynt að semja um aldreif­ingu fyrir Sjón­varp Sím­ans Prem­ium en að það hafi ekki gengið sem skyldi fram að þessu. „Ástæðan er mót­staða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifi­kerfum í sinni umsjá fyrir Sjón­varp Sím­ans Prem­i­um, sem er sú íslenska efn­isveita sem lang­mest er not­uð. Sím­inn verður þannig af mögu­leikum til auk­innar tekju­sköp­unar sam­hliða því að IPTV við­skipta­vinir Sýnar hafa ekki mögu­leika á að kaupa Sjón­varp Sím­ans Prem­i­um. Þessi skekkja mun von­andi leið­rétt­ast á næsta ári.“

Fjár­fest­ingar Síma-­sam­stæð­unnar hafa verið umtals­verðar að und­an­förnu og skiptir þar mestu hröð ljós­leið­ara­væð­ing Mílu. „Fjár­fest­ingar sam­stæð­unnar í heild munu fara lækk­andi á næstu miss­erum frá því sem nú er. Stafar sú lækkun fyrst og fremst af því hve langt ljós­leið­ara­verk­efnið er kom­ið. Lækkun fjár­fest­inga nemur í heild nokkur hund­ruðum millj­ónum milli ára á næsta ári,“ segir Orri í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent