Viðskipti með bréf Iceland Seafood hefjast á aðalmarkaði

Félögin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallar Íslands eru orðin 20 talsins eftir að Iceland Seafood flutti sig í dag yfir af First North. Kynjahlutfall forstjóra á markaðnum helst óbreytt, karlarnir eru 20 en konurnar engar.

20191018-IcelandSeafoodIntl.jpg
Auglýsing

Hluta­bréf í Iceland Seafood International voru tekin til við­­skipta á aðal­­­mark­aði Kaup­hallar Íslands í morg­un. Áður var Iceland Seafood skráð á First North mark­að­inn.  Bjarni Ármanns­son, for­stjóri og einn aðal­eig­enda Iceland Seafood, hringdi inn við­skipt­in. 

Stjórn Iceland Seafood International hf. óskaði eftir því að öll hluta­bréf í félag­inu verði tekin til við­­­skipta á Aðal­­­­­mark­að­inum í byrjun októ­ber­mán­að­­ar.

Í til­kynn­ingu frá Kaup­höll vegna þessa segir að starf­semi Iceland Seafood megi rekja alveg til árs­ins 1932. „Fé­lagið er í dag leið­andi þjón­ustu­að­ili og sölu­að­ili sjáv­ar­fangs úr norð­ur­-Atl­ants­haf­inu til mark­aða um allan heim. Félagið vinnur hágæða sjáv­ar­fang á Spáni, Bret­landi og Írlandi og er einn stærsti útflutn­ings­að­ili fiskaf­urða frá Íslandi. Helsta sölu­vara Iceland Seafood eru ýmis­konar fiskaf­urð­ir; ferskt sjáv­ar­fang og fryst á landi og sjó; salt­að, létt­saltað og þurrk­að. Auk þess þjón­ustar félagið við­skipta­vini sína með tækni­lausnum og birgða­stjórn­un, sem og tryggir gæði þjón­ustu og vöru. Höf­uð­stöðvar Iceland Seafood eru á Íslandi, en félagið hefur 12 skrif­stofur í 8 löndum í bæði Evr­ópu og Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku. Starfs­menn eru 620 tals­ins.“

Auglýsing
Bjarni Ármanns­son segir að það sé ánægju­legt að hafa náð þessum áfanga í veg­ferð Iceland Seafood. „Við sjáum fram á mikla vaxt­ar­mögu­leika og erum þakk­lát fyrir þau góðu við­brögð sem hluta­fjár­út­boðið okkar fékk frá fjár­fest­um, en það mun skjóta styrk­ari stoðum undir áætl­anir okk­ar. Við bjóðum nýja fjár­festa vel­komna og hlökkum til að vinna með þeim í fram­tíð­inn­i.“

Magnús Harð­ar­son, nýr for­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar, segir að Iceland Seafood hafi sýnt svo ekki verði um villst hvernig hægt sé að nýta hluta­bréfa­mark­að­inn til að hrinda í fram­kvæmd  áætl­unum sín­um. „Fé­lagið hefur verið skráð á First North síðan árið 2016 og frá þeim tíma til dags­ins í dag hefur mark­aðsvirði þess hækkað um 250 pró­sent. Við óskum Iceland Seafood inni­lega til ham­ingju með frá­bæran árang­ur, flutn­ing félags­ins á Aðal­mark­að­inn og hlökkum til að styðja við félagið í veg­ferð þess til vaxtar og auk­ins sýni­leika.”

Kynja­hlut­föll for­stjóra óbreytt

Bjarni Ármanns­­­son, sem eitt sinn var for­­stjóri Glitn­is, er líkt og áður sagði for­­­stjóri Iceland Seafood. Kynja­hlut­föll for­stjóra skráðra félaga í Kaup­höll Íslands, sem hafa verið umtals­vert til umfjöll­unar á und­an­förnum árum, verða því áfram óbreytt. Alls stýra 20 karlar félög­unum 20 sem þar eru skráð. Kjarn­inn greindi frá því í sumar að á lista Frjálsrar versl­unar yfir 100 launa­hæstu for­stjóra lands­ins hafi verið átta kon­ur. 

Félag í eigu Bjarna, Sjá­v­­­ar­­sýn ehf., er líka stærsti eig­andi Iceland Seafood eftir nýlegt hluta­fjár­­út­­­boð, með 11,05 pró­­sent eign­­ar­hlut. Félagið Nes­­fiskur ehf. á 10,7 pró­­sent hlut, FISK Seafood, sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­armur Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga á söm­u­­leiðis 10,7 pró­­sent hlut og Jakob Val­­geir ehf., í eigu útgerð­­ar­­manns­ins Jak­obs Val­­geirs Flosa­­son­­ar, er fjórði stærsti eig­and­inn með 10,24 pró­­sent hlut. 

Félagið Solo Hold­ing ehf. sem var með 8,9 pró­­sent hlut fyrir útboð­ið, er hins vegar ekki á meðal eig­enda leng­ur. Það félag er í eigu Sjá­v­­­ar­­sýn­­ar, FISK Seafood, Jak­obs Val­­geirs, Nes­­fisks og Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur ehf., sem keypti þriðj­ung í því í nóv­­em­ber í fyrra. Helsti eig­andi Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur er Guð­­mundur Krist­jáns­­son, for­­stjóri Brims, en félagið er langstærsti eig­andi Brims með yfir helm­ings­­eign­­ar­hlut. Nú á Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur 1,96 pró­sent hlut í Iceland Seafood. 

Stærstu eig­endur Iceland Seafood:

Sjáv­ar­sýn ehf  

11,05%

Nes­fiskur ehf.10,70%

FISK-­Seafood ehf10,70%

Jakob Val­geir ehf

10,24%

Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn 4,85%

Lífs­verk líf­eyr­is­sjóð­ur 4,00%

Arion banki hf. 3,70%

Birta líf­eyr­is­sjóð­ur 

3,58%

Kvika banki hf. 

3,07%

Vátrygg­inga­fé­lag Íslands hf. 

2,76%

Sjó­vá­-Al­mennar trygg­ingar hf. 2,57%

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hf. 

1,96%

Líf­eyr­is­sj.­starfsm.­rík. A-deild1,59%

Stefnir -  ÍS 15 1,55%

9. S ehf. 

1,28%

Hof­garðar ehf. 

1,17%

Íshóll ehf. 

1,17%

Akta HL1 

1,07%

Akta HS1 

1,05%

Akta Stokk­ur 

0,99%Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent