Viðskipti með bréf Iceland Seafood hefjast á aðalmarkaði

Félögin sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallar Íslands eru orðin 20 talsins eftir að Iceland Seafood flutti sig í dag yfir af First North. Kynjahlutfall forstjóra á markaðnum helst óbreytt, karlarnir eru 20 en konurnar engar.

20191018-IcelandSeafoodIntl.jpg
Auglýsing

Hluta­bréf í Iceland Seafood International voru tekin til við­­skipta á aðal­­­mark­aði Kaup­hallar Íslands í morg­un. Áður var Iceland Seafood skráð á First North mark­að­inn.  Bjarni Ármanns­son, for­stjóri og einn aðal­eig­enda Iceland Seafood, hringdi inn við­skipt­in. 

Stjórn Iceland Seafood International hf. óskaði eftir því að öll hluta­bréf í félag­inu verði tekin til við­­­skipta á Aðal­­­­­mark­að­inum í byrjun októ­ber­mán­að­­ar.

Í til­kynn­ingu frá Kaup­höll vegna þessa segir að starf­semi Iceland Seafood megi rekja alveg til árs­ins 1932. „Fé­lagið er í dag leið­andi þjón­ustu­að­ili og sölu­að­ili sjáv­ar­fangs úr norð­ur­-Atl­ants­haf­inu til mark­aða um allan heim. Félagið vinnur hágæða sjáv­ar­fang á Spáni, Bret­landi og Írlandi og er einn stærsti útflutn­ings­að­ili fiskaf­urða frá Íslandi. Helsta sölu­vara Iceland Seafood eru ýmis­konar fiskaf­urð­ir; ferskt sjáv­ar­fang og fryst á landi og sjó; salt­að, létt­saltað og þurrk­að. Auk þess þjón­ustar félagið við­skipta­vini sína með tækni­lausnum og birgða­stjórn­un, sem og tryggir gæði þjón­ustu og vöru. Höf­uð­stöðvar Iceland Seafood eru á Íslandi, en félagið hefur 12 skrif­stofur í 8 löndum í bæði Evr­ópu og Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku. Starfs­menn eru 620 tals­ins.“

Auglýsing
Bjarni Ármanns­son segir að það sé ánægju­legt að hafa náð þessum áfanga í veg­ferð Iceland Seafood. „Við sjáum fram á mikla vaxt­ar­mögu­leika og erum þakk­lát fyrir þau góðu við­brögð sem hluta­fjár­út­boðið okkar fékk frá fjár­fest­um, en það mun skjóta styrk­ari stoðum undir áætl­anir okk­ar. Við bjóðum nýja fjár­festa vel­komna og hlökkum til að vinna með þeim í fram­tíð­inn­i.“

Magnús Harð­ar­son, nýr for­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar, segir að Iceland Seafood hafi sýnt svo ekki verði um villst hvernig hægt sé að nýta hluta­bréfa­mark­að­inn til að hrinda í fram­kvæmd  áætl­unum sín­um. „Fé­lagið hefur verið skráð á First North síðan árið 2016 og frá þeim tíma til dags­ins í dag hefur mark­aðsvirði þess hækkað um 250 pró­sent. Við óskum Iceland Seafood inni­lega til ham­ingju með frá­bæran árang­ur, flutn­ing félags­ins á Aðal­mark­að­inn og hlökkum til að styðja við félagið í veg­ferð þess til vaxtar og auk­ins sýni­leika.”

Kynja­hlut­föll for­stjóra óbreytt

Bjarni Ármanns­­­son, sem eitt sinn var for­­stjóri Glitn­is, er líkt og áður sagði for­­­stjóri Iceland Seafood. Kynja­hlut­föll for­stjóra skráðra félaga í Kaup­höll Íslands, sem hafa verið umtals­vert til umfjöll­unar á und­an­förnum árum, verða því áfram óbreytt. Alls stýra 20 karlar félög­unum 20 sem þar eru skráð. Kjarn­inn greindi frá því í sumar að á lista Frjálsrar versl­unar yfir 100 launa­hæstu for­stjóra lands­ins hafi verið átta kon­ur. 

Félag í eigu Bjarna, Sjá­v­­­ar­­sýn ehf., er líka stærsti eig­andi Iceland Seafood eftir nýlegt hluta­fjár­­út­­­boð, með 11,05 pró­­sent eign­­ar­hlut. Félagið Nes­­fiskur ehf. á 10,7 pró­­sent hlut, FISK Seafood, sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­armur Kaup­­fé­lags Skag­­firð­inga á söm­u­­leiðis 10,7 pró­­sent hlut og Jakob Val­­geir ehf., í eigu útgerð­­ar­­manns­ins Jak­obs Val­­geirs Flosa­­son­­ar, er fjórði stærsti eig­and­inn með 10,24 pró­­sent hlut. 

Félagið Solo Hold­ing ehf. sem var með 8,9 pró­­sent hlut fyrir útboð­ið, er hins vegar ekki á meðal eig­enda leng­ur. Það félag er í eigu Sjá­v­­­ar­­sýn­­ar, FISK Seafood, Jak­obs Val­­geirs, Nes­­fisks og Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur ehf., sem keypti þriðj­ung í því í nóv­­em­ber í fyrra. Helsti eig­andi Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur er Guð­­mundur Krist­jáns­­son, for­­stjóri Brims, en félagið er langstærsti eig­andi Brims með yfir helm­ings­­eign­­ar­hlut. Nú á Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur 1,96 pró­sent hlut í Iceland Seafood. 

Stærstu eig­endur Iceland Seafood:

Sjáv­ar­sýn ehf  

11,05%

Nes­fiskur ehf.10,70%

FISK-­Seafood ehf10,70%

Jakob Val­geir ehf

10,24%

Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn 4,85%

Lífs­verk líf­eyr­is­sjóð­ur 4,00%

Arion banki hf. 3,70%

Birta líf­eyr­is­sjóð­ur 

3,58%

Kvika banki hf. 

3,07%

Vátrygg­inga­fé­lag Íslands hf. 

2,76%

Sjó­vá­-Al­mennar trygg­ingar hf. 2,57%

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hf. 

1,96%

Líf­eyr­is­sj.­starfsm.­rík. A-deild1,59%

Stefnir -  ÍS 15 1,55%

9. S ehf. 

1,28%

Hof­garðar ehf. 

1,17%

Íshóll ehf. 

1,17%

Akta HL1 

1,07%

Akta HS1 

1,05%

Akta Stokk­ur 

0,99%Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent