Bjarni segir að bankaskatturinn þurfi að fara

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að bankaskatturinn þurfi að fara til að skapa eðlileg og samkeppnishæf skilyrði fyrir íslenska banka. Frumvarp hans gerir ráð fyrir að skatturinn lækki á næstu árum, en hverfi ekki.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að banka­skatt­ur­inn svo­kall­aði þurfi að fara. Það sé grund­vall­ar­at­riði að íslenskir bankar búi við eðli­leg og sam­keppn­is­hæf skil­yrði til að sinna við­skipta­vinum sín­um. 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Twitter þar sem hann hlekkjar í frétt Frétta­­blaðs­ins­ frá því í morgun þar sem kom fram að ef ­sér­­stakur banka­skattur yrði afnumin með öllu myndi sölu­and­virðið sem rík­­is­­sjóður getur vænst að fá fyrir hlutafé í Íslands­­­banka og Lands­­banka, yrðu þeir seldir að fullu, hækka um 70 millj­­arða króna. 

Þetta er mat Banka­­sýslu rík­­is­ins sem kynnti þá grein­ingu fyrir efna­hags- og við­­skipta­­nefnd í síð­­­ustu viku. Ef skatt­­ur­inn verður lækk­­aður niður í 0,145 pró­­sent, líkt og stendur til að gera í nokkrum skrefum á næstu árum, mun sölu­and­virðið aukast um 44 millj­­arða króna.

Auglýsing
Yf­ir­lýst stefna sitj­andi rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem Bjarni situr í, er að selja hluta af eign rík­­is­ins í fjár­­­mála­­kerf­inu. Heim­ild er til þess í fjár­­lögum að selja allt hlutafé í Íslands­­­banka og allt að 66 pró­­sent hlut í Lands­­bank­an­­um. 

Skatt­ur­inn á að lækka í skrefum til 2024

Í byrjun sept­­em­ber síð­ast­lið­inn kynnti Bjarni nýtt frum­varp um lækkun á banka­skatti. Sam­­­kvæmt því verður hinn sér­­­staki banka­skattur lækk­­­aður úr 0,376 pró­­­sent af heild­­­ar­skuldum þeirra fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja sem greiða hann í 0,145 pró­­­sent. 

Frum­varpið hafði áður verið lagt fram í apríl síð­­­ast­liðnum og þegar gengið til efna­hags- og við­­­skipta­­­nefnd­­­ar. Þá átti fyrsta skref lækk­­­un­­­ar­innar að taka gildi á næsta ári, 2020. 

Þegar fjár­­­­­mála­á­ætlun var breytt í júní var hins vegar ákveðið að fresta lækkun banka­skatts­ins um eitt ár. Hann mun því ekki byrja að lækka á næsta ári, heldur árið 2021, og vera komin til fram­­­kvæmda að öllu leyti árið 2024. Þær breyt­ingar voru gerðar vegna breyttra aðstæðna í íslensku efna­hags­lífi, aðal­­­­­lega vegna gjald­­­þrots WOW air og loðn­­u­brests. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling ásakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent