Bjarni segir að bankaskatturinn þurfi að fara

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að bankaskatturinn þurfi að fara til að skapa eðlileg og samkeppnishæf skilyrði fyrir íslenska banka. Frumvarp hans gerir ráð fyrir að skatturinn lækki á næstu árum, en hverfi ekki.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að banka­skatt­ur­inn svo­kall­aði þurfi að fara. Það sé grund­vall­ar­at­riði að íslenskir bankar búi við eðli­leg og sam­keppn­is­hæf skil­yrði til að sinna við­skipta­vinum sín­um. 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Twitter þar sem hann hlekkjar í frétt Frétta­­blaðs­ins­ frá því í morgun þar sem kom fram að ef ­sér­­stakur banka­skattur yrði afnumin með öllu myndi sölu­and­virðið sem rík­­is­­sjóður getur vænst að fá fyrir hlutafé í Íslands­­­banka og Lands­­banka, yrðu þeir seldir að fullu, hækka um 70 millj­­arða króna. 

Þetta er mat Banka­­sýslu rík­­is­ins sem kynnti þá grein­ingu fyrir efna­hags- og við­­skipta­­nefnd í síð­­­ustu viku. Ef skatt­­ur­inn verður lækk­­aður niður í 0,145 pró­­sent, líkt og stendur til að gera í nokkrum skrefum á næstu árum, mun sölu­and­virðið aukast um 44 millj­­arða króna.

Auglýsing
Yf­ir­lýst stefna sitj­andi rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem Bjarni situr í, er að selja hluta af eign rík­­is­ins í fjár­­­mála­­kerf­inu. Heim­ild er til þess í fjár­­lögum að selja allt hlutafé í Íslands­­­banka og allt að 66 pró­­sent hlut í Lands­­bank­an­­um. 

Skatt­ur­inn á að lækka í skrefum til 2024

Í byrjun sept­­em­ber síð­ast­lið­inn kynnti Bjarni nýtt frum­varp um lækkun á banka­skatti. Sam­­­kvæmt því verður hinn sér­­­staki banka­skattur lækk­­­aður úr 0,376 pró­­­sent af heild­­­ar­skuldum þeirra fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja sem greiða hann í 0,145 pró­­­sent. 

Frum­varpið hafði áður verið lagt fram í apríl síð­­­ast­liðnum og þegar gengið til efna­hags- og við­­­skipta­­­nefnd­­­ar. Þá átti fyrsta skref lækk­­­un­­­ar­innar að taka gildi á næsta ári, 2020. 

Þegar fjár­­­­­mála­á­ætlun var breytt í júní var hins vegar ákveðið að fresta lækkun banka­skatts­ins um eitt ár. Hann mun því ekki byrja að lækka á næsta ári, heldur árið 2021, og vera komin til fram­­­kvæmda að öllu leyti árið 2024. Þær breyt­ingar voru gerðar vegna breyttra aðstæðna í íslensku efna­hags­lífi, aðal­­­­­lega vegna gjald­­­þrots WOW air og loðn­­u­brests. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent