Bjarni segir að bankaskatturinn þurfi að fara

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að bankaskatturinn þurfi að fara til að skapa eðlileg og samkeppnishæf skilyrði fyrir íslenska banka. Frumvarp hans gerir ráð fyrir að skatturinn lækki á næstu árum, en hverfi ekki.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að banka­skatt­ur­inn svo­kall­aði þurfi að fara. Það sé grund­vall­ar­at­riði að íslenskir bankar búi við eðli­leg og sam­keppn­is­hæf skil­yrði til að sinna við­skipta­vinum sín­um. 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Twitter þar sem hann hlekkjar í frétt Frétta­­blaðs­ins­ frá því í morgun þar sem kom fram að ef ­sér­­stakur banka­skattur yrði afnumin með öllu myndi sölu­and­virðið sem rík­­is­­sjóður getur vænst að fá fyrir hlutafé í Íslands­­­banka og Lands­­banka, yrðu þeir seldir að fullu, hækka um 70 millj­­arða króna. 

Þetta er mat Banka­­sýslu rík­­is­ins sem kynnti þá grein­ingu fyrir efna­hags- og við­­skipta­­nefnd í síð­­­ustu viku. Ef skatt­­ur­inn verður lækk­­aður niður í 0,145 pró­­sent, líkt og stendur til að gera í nokkrum skrefum á næstu árum, mun sölu­and­virðið aukast um 44 millj­­arða króna.

Auglýsing
Yf­ir­lýst stefna sitj­andi rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem Bjarni situr í, er að selja hluta af eign rík­­is­ins í fjár­­­mála­­kerf­inu. Heim­ild er til þess í fjár­­lögum að selja allt hlutafé í Íslands­­­banka og allt að 66 pró­­sent hlut í Lands­­bank­an­­um. 

Skatt­ur­inn á að lækka í skrefum til 2024

Í byrjun sept­­em­ber síð­ast­lið­inn kynnti Bjarni nýtt frum­varp um lækkun á banka­skatti. Sam­­­kvæmt því verður hinn sér­­­staki banka­skattur lækk­­­aður úr 0,376 pró­­­sent af heild­­­ar­skuldum þeirra fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja sem greiða hann í 0,145 pró­­­sent. 

Frum­varpið hafði áður verið lagt fram í apríl síð­­­ast­liðnum og þegar gengið til efna­hags- og við­­­skipta­­­nefnd­­­ar. Þá átti fyrsta skref lækk­­­un­­­ar­innar að taka gildi á næsta ári, 2020. 

Þegar fjár­­­­­mála­á­ætlun var breytt í júní var hins vegar ákveðið að fresta lækkun banka­skatts­ins um eitt ár. Hann mun því ekki byrja að lækka á næsta ári, heldur árið 2021, og vera komin til fram­­­kvæmda að öllu leyti árið 2024. Þær breyt­ingar voru gerðar vegna breyttra aðstæðna í íslensku efna­hags­lífi, aðal­­­­­lega vegna gjald­­­þrots WOW air og loðn­­u­brests. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent