Bjarni segir að bankaskatturinn þurfi að fara

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að bankaskatturinn þurfi að fara til að skapa eðlileg og samkeppnishæf skilyrði fyrir íslenska banka. Frumvarp hans gerir ráð fyrir að skatturinn lækki á næstu árum, en hverfi ekki.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að banka­skatt­ur­inn svo­kall­aði þurfi að fara. Það sé grund­vall­ar­at­riði að íslenskir bankar búi við eðli­leg og sam­keppn­is­hæf skil­yrði til að sinna við­skipta­vinum sín­um. 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Twitter þar sem hann hlekkjar í frétt Frétta­­blaðs­ins­ frá því í morgun þar sem kom fram að ef ­sér­­stakur banka­skattur yrði afnumin með öllu myndi sölu­and­virðið sem rík­­is­­sjóður getur vænst að fá fyrir hlutafé í Íslands­­­banka og Lands­­banka, yrðu þeir seldir að fullu, hækka um 70 millj­­arða króna. 

Þetta er mat Banka­­sýslu rík­­is­ins sem kynnti þá grein­ingu fyrir efna­hags- og við­­skipta­­nefnd í síð­­­ustu viku. Ef skatt­­ur­inn verður lækk­­aður niður í 0,145 pró­­sent, líkt og stendur til að gera í nokkrum skrefum á næstu árum, mun sölu­and­virðið aukast um 44 millj­­arða króna.

Auglýsing
Yf­ir­lýst stefna sitj­andi rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem Bjarni situr í, er að selja hluta af eign rík­­is­ins í fjár­­­mála­­kerf­inu. Heim­ild er til þess í fjár­­lögum að selja allt hlutafé í Íslands­­­banka og allt að 66 pró­­sent hlut í Lands­­bank­an­­um. 

Skatt­ur­inn á að lækka í skrefum til 2024

Í byrjun sept­­em­ber síð­ast­lið­inn kynnti Bjarni nýtt frum­varp um lækkun á banka­skatti. Sam­­­kvæmt því verður hinn sér­­­staki banka­skattur lækk­­­aður úr 0,376 pró­­­sent af heild­­­ar­skuldum þeirra fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja sem greiða hann í 0,145 pró­­­sent. 

Frum­varpið hafði áður verið lagt fram í apríl síð­­­ast­liðnum og þegar gengið til efna­hags- og við­­­skipta­­­nefnd­­­ar. Þá átti fyrsta skref lækk­­­un­­­ar­innar að taka gildi á næsta ári, 2020. 

Þegar fjár­­­­­mála­á­ætlun var breytt í júní var hins vegar ákveðið að fresta lækkun banka­skatts­ins um eitt ár. Hann mun því ekki byrja að lækka á næsta ári, heldur árið 2021, og vera komin til fram­­­kvæmda að öllu leyti árið 2024. Þær breyt­ingar voru gerðar vegna breyttra aðstæðna í íslensku efna­hags­lífi, aðal­­­­­lega vegna gjald­­­þrots WOW air og loðn­­u­brests. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent