Ragnar Þór fór fram á að launin sín yrðu lækkuð

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að honum hafi þótt laun fyrir formennsku í LÍV of há og fór hann því fram á launalækkun þegar hann tók við formennsku sambandsins. Mánaðarlaun hans eru nú 1,5 milljónir.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, fór fram að laun sín fyrir for­mennsku í Lands­sam­bandi íslenzkra verzl­un­ar­manna (LÍV) yrðu lækkuð um 25 pró­sent þar sem honum þóttu þau of há. Heild­ar­laun Ragn­ars Þórs eru nú í heild sinni 1.482.213 krónur á mán­uði. Þetta kemur fram í Face­book- færslu Ragn­ars Þórs.

Þótti launin of há 

Ragnar Þór var ­sjálf­kjör­inn ­for­maður LÍV á þingi sam­bands­ins sem haldið var á Akur­eyri þann 19. októ­ber síð­ast­lið­inn. Hann tók tíma­bundið við sem for­maður LÍV í miðjum kjara­við­ræðum síð­asta vor eftir að Guð­brandur Ein­ars­son, þáver­andi for­mað­ur, ákvað að stíga til hlið­ar. 

Auglýsing

Fyrir for­mennsku í LÍV hafa áður verið greiddar 398.136 krónur á mán­uði en í færslu sinni segir Ragnar að honum hafi fund­ist þessi laun of há. Sér­stak­lega í ljósi þess að for­menn versl­un­ar­manna­fé­laga hafa gengt stöð­unni und­an­farin ár og um ein­hverja skörun starfa er að ræða.

Hann lagði því til við stjórn LÍV að launin yrðu lækkuð og var sam­þykkt að leggja fyrir nýaf­staðið þing Lands­sam­bands­ins að lækka launin um 25 pró­sent eða í 298.602 krón­ur. 

1,5 millj­ónir á mán­uði 

Ragnar segir að hann hafi ávallt talið að upp­lýs­ingar um laun og aðrar greiðslur til for­ystu­fólks í verka­lýðs­hreyf­ing­unni þurfi að liggja fyrir opin­ber­lega til að tryggja gegn­sæi og koma í veg fyrir mögu­lega hags­muna­á­rekstra. Því ákvað hann að greina frá núver­andi heild­ar­launum sínum á Face­book.

Laun hans fyrir for­mennsku í VR­ eru 1.183.611 krónur á mán­uði og laun hans fyrir for­mennsku í LÍV eru 298.602 krónur á mán­uði. Sam­tals eru heild­ar­launin hans 1.482.213 krónur á mán­uði. Þá tók hann ­sér­stak­lega fram hann fái ekki aðrar greiðslur fyrir trún­að­ar­störf á vegum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar né ann­ars stað­ar­ frá.

Ég hef alltaf talið að upp­lýs­ingar um laun og aðrar greiðslur til for­ystu­fólks í verka­lýðs­hreyf­ing­unni þurfi að liggja...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, Oct­o­ber 30, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent