SA segja blaðamenn vera með meðallaun

Samtök atvinnulífsins segja formann Blaðamannafélagsins fara með rangt mál þegar hann segir stéttina vera þá lægst launuðustu á meðal háskólamenntaðra í landinu. Þvert á móti séu þeir með meðallaun.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) segja að full­yrð­ingar Hjálm­ars Jóns­son­ar, for­manns Blaða­manna­fé­lags Íslands, um að blaða­menn séu með lægstu laun háskóla­mennt­aðra í land­inu, stand­ist ekki. Ummælin lét Hjálmar falla í sam­tali við Frétta­blaðið í gær þar sem hann sagði einnig að hann: „full­yrði það að það sé engin háskóla­stétt í land­inu jafn illa laun­uð“.

Í frétt sem SA birti á heima­síðu sinni í dag er sagt að full­yrð­ingar Hjálm­ars stand­ist ekki. „Sam­kvæmt launa­upp­lýs­ingum Hag­stofu Íslands var mið­gildi reglu­legra launa blaða­manna 603 þús. kr. á mán­uði árið 2018, eins og sést á með­fylgj­andi súlu­riti. Mið­gildi reglu­legra launa þeirra 29 starfs­greina þar sem háskóla­mennt­unar er kraf­ist var 599 þús. kr. þannig að blaða­menn voru í miðju launa­dreif­ing­ar­inn­ar.

Sama gildir sé litið til grunn­launa, sem er þrengra launa­hug­tak en reglu­leg laun. Mið­gildi grunn­launa blaða­manna var 580 þús. kr. en mið­gildi grunn­launa allra sér­fræð­inga var 588 þús. kr., þannig að mið­gildi grunn­launa blaða­manna var einnig í miðju dreif­ing­ar­inn­ar. Loks þegar litið er til heild­ar­launa, þ.e. þegar yfir­vinnu­greiðslum er bætt við reglu­leg laun, kemur fram að 10 starfs­greinar voru með lægri heild­ar­laun og 18 með hærri.“

Auglýsing
Blaðamenn í Blaða­manna­fé­lagi Íslands greiða atkvæði í dag um hvort grípa eigi til verk­falls­að­gerða. Samn­ings­um­leit­anir milli félags­ins og SA hafa staðið yfir í tíu mán­uði án árang­urs. Ef verk­fall verður sam­þykkt mun það ná til  fjög­urra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem eru innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins - Árvak­urs, Torgs, Sýnar og RÚV.

Verði verk­fall sam­þykkt munu fyrstu verk­falls­að­gerðir verða föstu­dag­inn 8. nóv­em­ber, þegar vinnu­stöðvun verður í fjóra tíma á net­miðlum ofan­greindra miðla. 

Viku síðar mun vinnu­stöðv­unin á net­miðl­unum vara í átta klukku­stundin og þann 22. nóv­em­ber í tólf klukku­stund­ir. 

Ef ekki verður samið fyrir 28. nóv­em­ber á vinnu­stöðv­unin að taka til blaða­manna sem sinna störfum við prentút­gáfu Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins, auk ljós­mynd­ara og töku­manna. Það þýðir að tvö stærstu dag­blöð lands­ins næðu ekki að koma út á svoköll­uðu „Svörtum föstu­deg­i“, sem er einn stærsti aug­lýs­inga­sölu­dagur árs­ins.

Kjarn­inn og Birt­ingur hafa þegar und­ir­ritað nýja kjara­samn­inga við Blaða­manna­fé­lag Íslands.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent