SA segja blaðamenn vera með meðallaun

Samtök atvinnulífsins segja formann Blaðamannafélagsins fara með rangt mál þegar hann segir stéttina vera þá lægst launuðustu á meðal háskólamenntaðra í landinu. Þvert á móti séu þeir með meðallaun.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) segja að full­yrð­ingar Hjálm­ars Jóns­son­ar, for­manns Blaða­manna­fé­lags Íslands, um að blaða­menn séu með lægstu laun háskóla­mennt­aðra í land­inu, stand­ist ekki. Ummælin lét Hjálmar falla í sam­tali við Frétta­blaðið í gær þar sem hann sagði einnig að hann: „full­yrði það að það sé engin háskóla­stétt í land­inu jafn illa laun­uð“.

Í frétt sem SA birti á heima­síðu sinni í dag er sagt að full­yrð­ingar Hjálm­ars stand­ist ekki. „Sam­kvæmt launa­upp­lýs­ingum Hag­stofu Íslands var mið­gildi reglu­legra launa blaða­manna 603 þús. kr. á mán­uði árið 2018, eins og sést á með­fylgj­andi súlu­riti. Mið­gildi reglu­legra launa þeirra 29 starfs­greina þar sem háskóla­mennt­unar er kraf­ist var 599 þús. kr. þannig að blaða­menn voru í miðju launa­dreif­ing­ar­inn­ar.

Sama gildir sé litið til grunn­launa, sem er þrengra launa­hug­tak en reglu­leg laun. Mið­gildi grunn­launa blaða­manna var 580 þús. kr. en mið­gildi grunn­launa allra sér­fræð­inga var 588 þús. kr., þannig að mið­gildi grunn­launa blaða­manna var einnig í miðju dreif­ing­ar­inn­ar. Loks þegar litið er til heild­ar­launa, þ.e. þegar yfir­vinnu­greiðslum er bætt við reglu­leg laun, kemur fram að 10 starfs­greinar voru með lægri heild­ar­laun og 18 með hærri.“

Auglýsing
Blaðamenn í Blaða­manna­fé­lagi Íslands greiða atkvæði í dag um hvort grípa eigi til verk­falls­að­gerða. Samn­ings­um­leit­anir milli félags­ins og SA hafa staðið yfir í tíu mán­uði án árang­urs. Ef verk­fall verður sam­þykkt mun það ná til  fjög­urra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem eru innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins - Árvak­urs, Torgs, Sýnar og RÚV.

Verði verk­fall sam­þykkt munu fyrstu verk­falls­að­gerðir verða föstu­dag­inn 8. nóv­em­ber, þegar vinnu­stöðvun verður í fjóra tíma á net­miðlum ofan­greindra miðla. 

Viku síðar mun vinnu­stöðv­unin á net­miðl­unum vara í átta klukku­stundin og þann 22. nóv­em­ber í tólf klukku­stund­ir. 

Ef ekki verður samið fyrir 28. nóv­em­ber á vinnu­stöðv­unin að taka til blaða­manna sem sinna störfum við prentút­gáfu Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins, auk ljós­mynd­ara og töku­manna. Það þýðir að tvö stærstu dag­blöð lands­ins næðu ekki að koma út á svoköll­uðu „Svörtum föstu­deg­i“, sem er einn stærsti aug­lýs­inga­sölu­dagur árs­ins.

Kjarn­inn og Birt­ingur hafa þegar und­ir­ritað nýja kjara­samn­inga við Blaða­manna­fé­lag Íslands.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling ásakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent