SA segja blaðamenn vera með meðallaun

Samtök atvinnulífsins segja formann Blaðamannafélagsins fara með rangt mál þegar hann segir stéttina vera þá lægst launuðustu á meðal háskólamenntaðra í landinu. Þvert á móti séu þeir með meðallaun.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) segja að full­yrð­ingar Hjálm­ars Jóns­son­ar, for­manns Blaða­manna­fé­lags Íslands, um að blaða­menn séu með lægstu laun háskóla­mennt­aðra í land­inu, stand­ist ekki. Ummælin lét Hjálmar falla í sam­tali við Frétta­blaðið í gær þar sem hann sagði einnig að hann: „full­yrði það að það sé engin háskóla­stétt í land­inu jafn illa laun­uð“.

Í frétt sem SA birti á heima­síðu sinni í dag er sagt að full­yrð­ingar Hjálm­ars stand­ist ekki. „Sam­kvæmt launa­upp­lýs­ingum Hag­stofu Íslands var mið­gildi reglu­legra launa blaða­manna 603 þús. kr. á mán­uði árið 2018, eins og sést á með­fylgj­andi súlu­riti. Mið­gildi reglu­legra launa þeirra 29 starfs­greina þar sem háskóla­mennt­unar er kraf­ist var 599 þús. kr. þannig að blaða­menn voru í miðju launa­dreif­ing­ar­inn­ar.

Sama gildir sé litið til grunn­launa, sem er þrengra launa­hug­tak en reglu­leg laun. Mið­gildi grunn­launa blaða­manna var 580 þús. kr. en mið­gildi grunn­launa allra sér­fræð­inga var 588 þús. kr., þannig að mið­gildi grunn­launa blaða­manna var einnig í miðju dreif­ing­ar­inn­ar. Loks þegar litið er til heild­ar­launa, þ.e. þegar yfir­vinnu­greiðslum er bætt við reglu­leg laun, kemur fram að 10 starfs­greinar voru með lægri heild­ar­laun og 18 með hærri.“

Auglýsing
Blaðamenn í Blaða­manna­fé­lagi Íslands greiða atkvæði í dag um hvort grípa eigi til verk­falls­að­gerða. Samn­ings­um­leit­anir milli félags­ins og SA hafa staðið yfir í tíu mán­uði án árang­urs. Ef verk­fall verður sam­þykkt mun það ná til  fjög­urra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem eru innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins - Árvak­urs, Torgs, Sýnar og RÚV.

Verði verk­fall sam­þykkt munu fyrstu verk­falls­að­gerðir verða föstu­dag­inn 8. nóv­em­ber, þegar vinnu­stöðvun verður í fjóra tíma á net­miðlum ofan­greindra miðla. 

Viku síðar mun vinnu­stöðv­unin á net­miðl­unum vara í átta klukku­stundin og þann 22. nóv­em­ber í tólf klukku­stund­ir. 

Ef ekki verður samið fyrir 28. nóv­em­ber á vinnu­stöðv­unin að taka til blaða­manna sem sinna störfum við prentút­gáfu Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins, auk ljós­mynd­ara og töku­manna. Það þýðir að tvö stærstu dag­blöð lands­ins næðu ekki að koma út á svoköll­uðu „Svörtum föstu­deg­i“, sem er einn stærsti aug­lýs­inga­sölu­dagur árs­ins.

Kjarn­inn og Birt­ingur hafa þegar und­ir­ritað nýja kjara­samn­inga við Blaða­manna­fé­lag Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent