Víkka skattaívilnanir vegna rafmagnsbíla og -hjóla

Í nýju frumvarpi er lagt til að fella niður virðisaukaskatt vegna innflutnings rafmagnshjóla og vistvænna rúta. Auk þess er lagt til að endurgreiða íbúðareigendum virðisaukaskatt vegna kaupa á hleðslustöðvum.

rafmagnsbíll EPA
Auglýsing

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt til breytingar á skattalögum vegna vistvænna ökutækja. Ráðherra leggur meðal annars til að byggjendur og eigendur íbúðarhúsnæðis fái endurgreiddan virðisaukaskatt vegna kaupa á hleðslustöðvum í eða við íbúðarhúsnæði. Auk þess er lagt til að fella niður virðisaukaskatt vegna innflutnings á bifhjólum og reiðhjólum sem knúin eru af rafmagni.  

Á að greiða hraðar fyrir orkuskiptum

Drög að frumvarpinu hafa nú verið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Samkvæmt drögunum er markmið frumvarpsins að greiða fyrir orkuskiptum í samgöngum í samræmi við stefnu stjórnvalda í þeim efnum.

Helstu breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru meðal annars að lagt er til að heimild til virðisaukaskattsívilnana fyrir rafmagns- og vetnisbifreiðar verði framlengd til og með 31. desember 2023. Auk þess verði fjárhæðarmörk heimildar til niðurfellingar virðisaukaskatts hækkuð.
Hins vegar er lagt til að virðisaukaskattsívilnun fyrir tengiltvinnbifreiðar falli niður í lok næsta árs.

Auglýsing

Innflutningur á rafmagnsrútum og -hjólum verði undanþeginn virðisaukaskatti

Ef frumvarpið nær fram að ganga verður jafnframt heimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki vegna innflutnings bifhjóls sem knúið er rafmagni eða gengur fyrir vetni, létt bifhjóls sem knúið er rafmagni eða reiðhjóls.

Auk þess verði heimilt að fella niður virðisaukaskatt af innflutning eða sölu á hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa.

Virðisaukaskattur endurgreiddur vegna kaupa á hleðslustöðvum

Íbúðareigendur fá nú endurgreiddan virðisaukaskatt viegna hleðslustöðva. Mynd: Pexels.Enn fremur er lagt til í drögunum að byggjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis verði veitt heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á hleðslustöðvum í eða við íbúðarhúsnæði. 

Auk þess verði núverandi heimild til að endurgreiða byggjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis 60 prósent þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna við uppsetningu hleðslustöðva í eða við íbúðarhúsnæði aukin upp í 100 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent