Mýta að rafmagnsbílar séu óumhverfisvænni

Rafbílavæðing er mikilvæg til að standast skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu, segir for­maður starfs­hóps­ um orkuskipti í samgöngum.

Sigurður Ingi Friðleifsson
Sigurður Ingi Friðleifsson
Auglýsing

Íslendingar spara hlutfallslega meira en aðrar þjóðir á því að skipta yfir í rafbíla. Ávinningur á hverjum bíl er meiri en til dæmis í ríkjum Evrópusambandsins. Það væri enn fremur mýta að rafmagnsbílar séu óumhverfisvænni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Friðleifssonar á blaðamannafundi þann 4. júní siðastliðinn.

Sigurður kynnti meginefni skýrslu starfshóps á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, ásamt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu á blaðamannafundi þann 4. júní.

Hann sagði stærsta hluta beinna skuldbindinga stjórnvalda þegar kemur að loftslagsmálum vera olíunotkun, þar af væri stærsti hluti olíunotkunar bifreiðar. Olíunotkun á Íslandi hefði minnkað alls staðar nema í vegasamgöngum, þar væri hún í vexti.

Sigurður sagði lausnir við því vandamáli vera skýrar, þ.e. minni notkun fólksbíla og svo orkuskipti. Hann sagði enn fremur að Íslendingar spöruðu hlutfallslega meira en aðrar þjóðir af því að skipta yfir í rafbíla. 

Auglýsing
Sigurður sagði að kaup og rekstur nýorkubíla verði að vera samkeppnishæfur gagnvart neytendum, innviðir þurfa að vera til staðar, auk þess sem neytendur þurfa einnig sjálfir að velja hreinorkubíla.

Rafmagnsbílar alltaf með minna kolefnisspor

Í samtali við Kjarnann segir Sigurður telja að ýmsir fjölmiðlar nýti sér þær stöku rannsóknir sem sýni fram á að rafbílar séu óumhverfisvænni til þess að grípa athygli fólks. Hins vegar sýni meginhluti rannsókna fram á hið andstæða.

„Enginn hefur áhuga á því að lesa eitthvað sem fer með meginstraumnum. Fólk þráir eitthvað öðruvísi. Alvöru rannsóknir sýna að þegar allt er tekið í myndina eru kolefnisspor rafbíla miklu minna. Mismunandi miklu minna eftir kerfum, orkan er t.d. einna hreinust á Íslandi, þá er það afgerandi og munurinn mikill.”

„Í hraða heiminum sem við búum við þá er litli sannleikurinn vissulega réttur þá getur rafmagnsbíll verið með örlítið stærra kolefnisspor. Það eru rosalega fáir bílar sem eru framleiddir og ekki keyrðir. Þegar bíllinn fer af stað þá breytist myndin hratt. Það er mismunandi eftir kerfum en staðan er alls staðar betri. Það tekur mismunandi tíma, en á endanum er hann alltaf með minna kolefnisspor.”

Fullkomin lausn að benda á aðra verri

Sigurður segir sögusagnir um rafhlöður í rafbílum valdi áhyggjum og að slíkar sögusagnir séu lífsseigar.

„Gott að menn séu að pæla í framleiðslu þessara málma sem fara í rafhlöðurnar. Til eru námur sem eru ekki nógu góðar, t.d. í Kongó fyrir kóbalt. Þá er verið að kenna rafbílnum um það. Olían hefur aldrei þurft að þola þetta sem hefur valdið styrjöldum, deilum, sýkt vatnsból og óþarfa íkveikjuslysum í þróunarlöndum því ekki er farið nógu vel með þetta. Maður vill ekki fara þar, við í umhverfisbransanum viljum ekki gera það og vera að benda á aðra. Það er þessi flótti frá því að gera eitthvað því aðrir eru verri. Bílstjóri bendir á skemmtiferðaskip sem bendir svo á bílaflota heimsins. Þetta er hin fullkomna lausn ef þú þráir að gera ekki neitt.”

Svarið sé ekki að kaupa ekki rafbíl

Sigurður segir mikilvægt að velja rafbíl í bílakaupum.

„Fólk hefur áhyggjur af barnaþrælkun í Kongó sem er með 30 prósent af kóbalti sem fer í rafhlöðurnar. Svo eru ekki nema 20 prósent sem hafa verið skilgreindar sem barnaþrælkunarnámur. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á að svarið sé ekki að stoppa kaup á kóbalti því það gerir aðstæðurnar verri heldur að greina og finna þessar námur til að tryggja að þetta gerist ekki. Áhersla ætti að vera að breyta námunni frekar en að klippa á eftirspurnina.“

„Ef alþjóðasamfélagið ætlar að taka á misnotkun ákveðinna aðila á hákarli við fiskveiðar á Íslandi væru harkalegar aðgerðir að kaupa ekki fisk frá Íslandi í staðinn fyrir að finna dýraníðsmenn og koma í veg fyrir að það komi aftur.”

Skorar á gagnrýnendur að koma með betri lausnir

„Það truflar mig ekki rosalega að menn séu persónulega á móti rafbílum en það truflar mig hversu margir láta ekki þar við sitja heldur reyna að sannfæra fólk um að breyta ekki.

Ég hef fengið það hlutverk að vinna að aðgerðaráætlun þessarar og fyrri ríkisstjórnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Þegar kemur að beinum skuldbindingum Íslands, sem er aðalverkefnið, þá eru vegasamgöngur stærsti einstaki bitinn. Þegar maður er með tölurnar fyrir framan sig gengur dæmið ekki upp nema með stórtækri rafbílavæðingu. Þá meina ég það plús breyttar ferðavenjur. Maður er einangraður þegar það hrúgast gagnrýni á rafbíla, hún kemur víða og er fjölbreytt. Enginn hefur þó komið með aðra hugmynd um hvernig tölfræðilega er hægt að ná því án þess,“ segir hann. 

Auglýsing
Sigurður skorar á menn að koma fram með aðrar tölur sem sýni fram á að hægt sé að ná settum markmiðum án rafbílavæðingar. Enn sem komið er hafi enginn komið fram með aðrar lausnir sem gangi tölfræðilega upp.

„Við þurfum að styðja þetta tölfræðilega en gagnrýnendur ekki. Ef einhver lausn er þarna úti að við náum Parísarsamkomulaginu tölfræðilega er ég galopinn fyrir slíku.“

Ef ekki við, hver þá?

Sigurður segir að tæknilega hafi Ísland alla burði til þess að ná settum árangri Parísarsamkomulagsins árið 2030.

„Spurning ef forrík, vel menntuð tæknivædd þjóð á ekki að taka á sig stórar skuldbindingar, er þá betra að einhverjar fátækari og vanþróaðri ríki geri það í staðinn?“ spyr hann.

„Við erum með markaðslausnir fyrir samgöngur sem geta gert okkur kleift að ná þessu. Hvort pólitískur vilji mun duga er svo eitthvað sem þarf að vona. Það hjálpar alls ekki þessi gagnrýni á þessar tæknilausnir. Ég hef verið lengi í þessum bransa og var í þessum pælingum áður en tæknilausnirnar, sem voru ekki til eða voru hrikalega dýrar, voru markaðslausnir. Þá var ég bjartsýnn þegar ég sá rafbíla og rafmagnsstrætóa og allar þessar umhverfislausnir. Þær hrynja í verði og þá fyllist maður bjartsýni á meðan eru aðrir ennþá stífir er pínu merkilegt,“ sagði Sigurður.

„Eftir því sem úrvalið verður meira á bílum á hagstæðu verði verður auðveldara fyrir pólitíkusa að hækka álögur á bensín og díselbíla því þá er það ekki svo harkaleg aðgerð.“

Rafbílar nú þegar hagstæðari

Sigurður segir stærsta hlut landsmanna vera móttækilegan fyrir upptöku annarra orkugjafa í samgöngum.

„Úrvalið er mikilvægt núna því maður vonar að rafbíllinn lækki. Hann er þegar hagstæðari miðað við kaup og rekstur. Fólk er ennþá að horfa á upphafskostnaðinn og reiknar ekki dæmið til enda. Það mun batna með lækkandi kostnaði og úrvali.“

Auglýsing
Sigurður segir erfitt að skipta yfir í eitthvað sem hafi meiri takmarkanir en hluturinn sem fólk á fyrir. Það eigi t.d. við umhverfisvæna snjallsíma sem fólk væri hikandi að kaupa ef hann gæti ekki tekið myndir, jafnvel þó hann sé umhverfisvænni kostur.

Stærsta einstaka umhverfisákvörðunin

Sigurður segir markmiðið vera að þjónusta á landinu öllu verði á pari við það sem fyrir er og innviðauppbygging sé hluti af því. Hraðhleðslustöðvar úti á landi muni hafa áhrif á val bílakaupenda.

Hann segir bílakaup vera stærstu einstöku einstaka umhverfisákvörðun sem við tökum. Nú þegar séu rafbílar með 400 km drægni. Allir rafbílar eru háðir því að geta stoppað á leiðinni og því þurfi að fjölga stöðvum og stækka þær. Á Íslandi séu 50 kw stöðvar en á markaði séu þær komnar upp í 150 til 350 kw stöðvar.

Verst ef menn gera ekkert

Sigurður segir sumar bílaleigur sýna rafbílavæðingu áhuga en það geti verið erfitt fyrir þær að skipta yfir í rafbíla. Þrep verði tekin til þess að rafbílavæðing bílaleiga verði raunhæf. Vinna sé nú hafin að koma upp hleðslustöðvum á gististöðum um allt land.

Hann segir fullan skilning vera á því að annað sé fyrir íbúa að hlaða bíla heima hjá sér eða að þjónusta þúsundir ferðamanna.

„Stóru bílaleigurnar munu ekki skipta út sínum þúsund bílum á einu bretti. Mikilvægt er að þeir taki 5-10-20-30-100 bíla í þrepum og búi til þessa vöru sem er rafbílaleiga sem er geggjuð vara. Vonandi nær hún svo flugi en það verður einhvern tímann að byrja. Verst er ef menn gera ekki neitt,“ sagði Sigurður Ingi að lokum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal