Afkoma Icelandair batnar - 7,5 milljarða hagnaður á þriðja ársfjórðungi

Horfur í rekstri Icelandair hafa batnað. Gengið var frá öðru samkomulagi við Boeing í dag, um bætur vegna neikvæðra áhrifa á rekstur félagsins vegna kyrrsetningar 737 Max vélanna.

bogi nils bogason
Auglýsing

Icelandair hagn­að­ist um 7,5 millj­arða á þriðja árs­fjórð­ungi, sem er rekstr­ar­bati milli ára, þrátt fyrir kyrr­setn­ingu 737 Max vél­anna. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að sveigj­an­leiki í leiða­kerfi Icelandair hafi reynst félag­inu vel, þegar kemur að end­ur­skipu­lagn­ingu vegna alþjóð­legrar kyrr­setn­ingar Max vél­anna.

„Góður árangur hefur náðst í rekstri Icelandair Group, þrátt fyrir að upp­gjör fjórð­ungs­ins hafi lit­ast veru­lega af áhrifum kyrr­setn­ingar MAX vél­anna. Sveigj­an­leiki í leiða­kerf­inu hefur gert okkur kleift að færa tíðni á milli áfanga­staða og ein­beita okkur að því að nýta flug­flot­ann á arð­bærum leið­um. Við höfum lagt áherslu á ferða­manna­mark­að­inn til Íslands að und­an­förnu til að mæta mik­illi eft­ir­spurn og munum halda því áfram. Íslensk ferða­þjón­usta hefur notið góðs af þess­ari áherslu­breyt­ingu en við fluttum 30% fleiri far­þega til lands­ins yfir háanna­tím­ann í ár en í fyrra.

Vel hefur gengið að milda áhrif kyrr­setn­ingar MAX vél­anna og höfum við unnið mark­visst að því að ná niður kostn­aði og auka tekjur félags­ins. Það höfum við til dæmis gert með umbótum í leiða­kerf­inu, bættri tekju­stýr­ingu og betri nýt­ingu starfs­manna. Einnig hefur mik­ill árangur náðst við að bæta stund­vísi félags­ins á milli ára sem hefur á móti dregið veru­lega úr þeim kostn­aði sem hlýst af rösk­unum í leiða­kerf­inu, þrátt fyrir mikið álag á leiða­kerfið og starfs­fólk vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna.

Auglýsing

Horfur fyrir árið 2019 hafa batnað og gerum við ráð fyrir tals­verðum afkomu­bata á fjórða árs­fjórð­ungi. Grunn­rekstur félags­ins er að styrkjast, eig­in­fjár­staða nam rúm­lega 62 millj­örðum króna og lausa­fjár­staða tæp­lega 30 millj­örðum króna í lok fjórð­ungs­ins. Við erum því vel í stakk búin til að ná mark­miðum okkar um að bæta arð­semi félags­ins á kom­andi miss­erum,“ segir Bogi Nils í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar.

Sam­komu­lag við Boeing

EBIT hagn­aður nam um 10 millj­örðum króna (81,1 milljón dala) á þriðja árs­fjórð­ungi, sem er hækkun um 0,3 millj­arða króna (2,8 millj­ónir USD) á milli ára, þrátt fyrir kyrr­setn­ingu MAX véla.

Tekjur félags­ins námu um 65,6 millj­örðum króna (533,9 millj­ónum dala) í fjórð­ungnum og lækk­uðu um 2% á milli ára.

Sveigj­an­leiki í leiða­kerfi Icelandair gerði félag­inu kleift að auka far­þega­fjölda til Íslands um 27 pró­sent í fjórð­ungn­um.

Eigið fé félags­ins í lok sept­em­ber nam um 62,2 millj­örðum króna (500,9 millj­ónum dala).Eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins þann 30. sept­em­ber var 30% og jókst úr 28% frá byrjun árs 2019 ef sömu reikn­ings­skila­að­ferðir eru not­að­ar. Án áhrifa IFRS 16, var eig­in­fjár­hlut­fallið 37%.

Lausa­fjár­staða félags­ins nam um 29,6 millj­örðum króna í lok fjórð­ungs­ins (238,5 millj­ónum dala).

Icelandair gekk frá öðru sam­komu­lagi við Boeing í dag um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrr­setn­ingar MAX véla, til við­bótar við það sam­komu­lag sem félagið gerði við fram­leið­and­ann í þriðja árs­fjórð­ung­i. 

Við­ræður við Boeing um frek­ari bætur halda áfram eftir sem áður­.­Gert er ráð fyrir bættri afkomu á fjórða árs­fjórð­ungi á milli ára.

Þegar metin nei­kvæð áhrif vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna eru ennþá veru­leg en áætlað EBIT tap félags­ins á árinu 2019, með til­liti til áhrifa kyrr­setn­ing­ar­inn­ar, er á bil­inu 4,3-5,5 millj­arðar króna (35-45 millj­ónir dala), segir í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Mark­aðsvirði Icelandair er í tæp­lega 33 millj­arð­ar, en eigið fé 62,2 millj­arðar eins og áður seg­ir. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent