Afkoma Icelandair batnar - 7,5 milljarða hagnaður á þriðja ársfjórðungi

Horfur í rekstri Icelandair hafa batnað. Gengið var frá öðru samkomulagi við Boeing í dag, um bætur vegna neikvæðra áhrifa á rekstur félagsins vegna kyrrsetningar 737 Max vélanna.

bogi nils bogason
Auglýsing

Icelandair hagn­að­ist um 7,5 millj­arða á þriðja árs­fjórð­ungi, sem er rekstr­ar­bati milli ára, þrátt fyrir kyrr­setn­ingu 737 Max vél­anna. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að sveigj­an­leiki í leiða­kerfi Icelandair hafi reynst félag­inu vel, þegar kemur að end­ur­skipu­lagn­ingu vegna alþjóð­legrar kyrr­setn­ingar Max vél­anna.

„Góður árangur hefur náðst í rekstri Icelandair Group, þrátt fyrir að upp­gjör fjórð­ungs­ins hafi lit­ast veru­lega af áhrifum kyrr­setn­ingar MAX vél­anna. Sveigj­an­leiki í leiða­kerf­inu hefur gert okkur kleift að færa tíðni á milli áfanga­staða og ein­beita okkur að því að nýta flug­flot­ann á arð­bærum leið­um. Við höfum lagt áherslu á ferða­manna­mark­að­inn til Íslands að und­an­förnu til að mæta mik­illi eft­ir­spurn og munum halda því áfram. Íslensk ferða­þjón­usta hefur notið góðs af þess­ari áherslu­breyt­ingu en við fluttum 30% fleiri far­þega til lands­ins yfir háanna­tím­ann í ár en í fyrra.

Vel hefur gengið að milda áhrif kyrr­setn­ingar MAX vél­anna og höfum við unnið mark­visst að því að ná niður kostn­aði og auka tekjur félags­ins. Það höfum við til dæmis gert með umbótum í leiða­kerf­inu, bættri tekju­stýr­ingu og betri nýt­ingu starfs­manna. Einnig hefur mik­ill árangur náðst við að bæta stund­vísi félags­ins á milli ára sem hefur á móti dregið veru­lega úr þeim kostn­aði sem hlýst af rösk­unum í leiða­kerf­inu, þrátt fyrir mikið álag á leiða­kerfið og starfs­fólk vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna.

Auglýsing

Horfur fyrir árið 2019 hafa batnað og gerum við ráð fyrir tals­verðum afkomu­bata á fjórða árs­fjórð­ungi. Grunn­rekstur félags­ins er að styrkjast, eig­in­fjár­staða nam rúm­lega 62 millj­örðum króna og lausa­fjár­staða tæp­lega 30 millj­örðum króna í lok fjórð­ungs­ins. Við erum því vel í stakk búin til að ná mark­miðum okkar um að bæta arð­semi félags­ins á kom­andi miss­erum,“ segir Bogi Nils í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar.

Sam­komu­lag við Boeing

EBIT hagn­aður nam um 10 millj­örðum króna (81,1 milljón dala) á þriðja árs­fjórð­ungi, sem er hækkun um 0,3 millj­arða króna (2,8 millj­ónir USD) á milli ára, þrátt fyrir kyrr­setn­ingu MAX véla.

Tekjur félags­ins námu um 65,6 millj­örðum króna (533,9 millj­ónum dala) í fjórð­ungnum og lækk­uðu um 2% á milli ára.

Sveigj­an­leiki í leiða­kerfi Icelandair gerði félag­inu kleift að auka far­þega­fjölda til Íslands um 27 pró­sent í fjórð­ungn­um.

Eigið fé félags­ins í lok sept­em­ber nam um 62,2 millj­örðum króna (500,9 millj­ónum dala).Eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins þann 30. sept­em­ber var 30% og jókst úr 28% frá byrjun árs 2019 ef sömu reikn­ings­skila­að­ferðir eru not­að­ar. Án áhrifa IFRS 16, var eig­in­fjár­hlut­fallið 37%.

Lausa­fjár­staða félags­ins nam um 29,6 millj­örðum króna í lok fjórð­ungs­ins (238,5 millj­ónum dala).

Icelandair gekk frá öðru sam­komu­lagi við Boeing í dag um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrr­setn­ingar MAX véla, til við­bótar við það sam­komu­lag sem félagið gerði við fram­leið­and­ann í þriðja árs­fjórð­ung­i. 

Við­ræður við Boeing um frek­ari bætur halda áfram eftir sem áður­.­Gert er ráð fyrir bættri afkomu á fjórða árs­fjórð­ungi á milli ára.

Þegar metin nei­kvæð áhrif vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna eru ennþá veru­leg en áætlað EBIT tap félags­ins á árinu 2019, með til­liti til áhrifa kyrr­setn­ing­ar­inn­ar, er á bil­inu 4,3-5,5 millj­arðar króna (35-45 millj­ónir dala), segir í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Mark­aðsvirði Icelandair er í tæp­lega 33 millj­arð­ar, en eigið fé 62,2 millj­arðar eins og áður seg­ir. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent