Afkoma Icelandair batnar - 7,5 milljarða hagnaður á þriðja ársfjórðungi

Horfur í rekstri Icelandair hafa batnað. Gengið var frá öðru samkomulagi við Boeing í dag, um bætur vegna neikvæðra áhrifa á rekstur félagsins vegna kyrrsetningar 737 Max vélanna.

bogi nils bogason
Auglýsing

Icelandair hagn­að­ist um 7,5 millj­arða á þriðja árs­fjórð­ungi, sem er rekstr­ar­bati milli ára, þrátt fyrir kyrr­setn­ingu 737 Max vél­anna. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að sveigj­an­leiki í leiða­kerfi Icelandair hafi reynst félag­inu vel, þegar kemur að end­ur­skipu­lagn­ingu vegna alþjóð­legrar kyrr­setn­ingar Max vél­anna.

„Góður árangur hefur náðst í rekstri Icelandair Group, þrátt fyrir að upp­gjör fjórð­ungs­ins hafi lit­ast veru­lega af áhrifum kyrr­setn­ingar MAX vél­anna. Sveigj­an­leiki í leiða­kerf­inu hefur gert okkur kleift að færa tíðni á milli áfanga­staða og ein­beita okkur að því að nýta flug­flot­ann á arð­bærum leið­um. Við höfum lagt áherslu á ferða­manna­mark­að­inn til Íslands að und­an­förnu til að mæta mik­illi eft­ir­spurn og munum halda því áfram. Íslensk ferða­þjón­usta hefur notið góðs af þess­ari áherslu­breyt­ingu en við fluttum 30% fleiri far­þega til lands­ins yfir háanna­tím­ann í ár en í fyrra.

Vel hefur gengið að milda áhrif kyrr­setn­ingar MAX vél­anna og höfum við unnið mark­visst að því að ná niður kostn­aði og auka tekjur félags­ins. Það höfum við til dæmis gert með umbótum í leiða­kerf­inu, bættri tekju­stýr­ingu og betri nýt­ingu starfs­manna. Einnig hefur mik­ill árangur náðst við að bæta stund­vísi félags­ins á milli ára sem hefur á móti dregið veru­lega úr þeim kostn­aði sem hlýst af rösk­unum í leiða­kerf­inu, þrátt fyrir mikið álag á leiða­kerfið og starfs­fólk vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna.

Auglýsing

Horfur fyrir árið 2019 hafa batnað og gerum við ráð fyrir tals­verðum afkomu­bata á fjórða árs­fjórð­ungi. Grunn­rekstur félags­ins er að styrkjast, eig­in­fjár­staða nam rúm­lega 62 millj­örðum króna og lausa­fjár­staða tæp­lega 30 millj­örðum króna í lok fjórð­ungs­ins. Við erum því vel í stakk búin til að ná mark­miðum okkar um að bæta arð­semi félags­ins á kom­andi miss­erum,“ segir Bogi Nils í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar.

Sam­komu­lag við Boeing

EBIT hagn­aður nam um 10 millj­örðum króna (81,1 milljón dala) á þriðja árs­fjórð­ungi, sem er hækkun um 0,3 millj­arða króna (2,8 millj­ónir USD) á milli ára, þrátt fyrir kyrr­setn­ingu MAX véla.

Tekjur félags­ins námu um 65,6 millj­örðum króna (533,9 millj­ónum dala) í fjórð­ungnum og lækk­uðu um 2% á milli ára.

Sveigj­an­leiki í leiða­kerfi Icelandair gerði félag­inu kleift að auka far­þega­fjölda til Íslands um 27 pró­sent í fjórð­ungn­um.

Eigið fé félags­ins í lok sept­em­ber nam um 62,2 millj­örðum króna (500,9 millj­ónum dala).Eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins þann 30. sept­em­ber var 30% og jókst úr 28% frá byrjun árs 2019 ef sömu reikn­ings­skila­að­ferðir eru not­að­ar. Án áhrifa IFRS 16, var eig­in­fjár­hlut­fallið 37%.

Lausa­fjár­staða félags­ins nam um 29,6 millj­örðum króna í lok fjórð­ungs­ins (238,5 millj­ónum dala).

Icelandair gekk frá öðru sam­komu­lagi við Boeing í dag um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrr­setn­ingar MAX véla, til við­bótar við það sam­komu­lag sem félagið gerði við fram­leið­and­ann í þriðja árs­fjórð­ung­i. 

Við­ræður við Boeing um frek­ari bætur halda áfram eftir sem áður­.­Gert er ráð fyrir bættri afkomu á fjórða árs­fjórð­ungi á milli ára.

Þegar metin nei­kvæð áhrif vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna eru ennþá veru­leg en áætlað EBIT tap félags­ins á árinu 2019, með til­liti til áhrifa kyrr­setn­ing­ar­inn­ar, er á bil­inu 4,3-5,5 millj­arðar króna (35-45 millj­ónir dala), segir í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Mark­aðsvirði Icelandair er í tæp­lega 33 millj­arð­ar, en eigið fé 62,2 millj­arðar eins og áður seg­ir. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent