Óvissa um hvaða áhrif vera Íslands á gráa listanum mun hafa

Það kann að vera að einhverjir gagnaðilar fyrirtækja á íslandi vilji framkvæma aukna áreiðanleikakönnun vegna þess að Ísland er á gráum lista FATF þó svo að samtökin kalli ekki sérstaklega eftir því.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Áslaug Jós­eps­dótt­ir, sér­fræð­ingur á skrif­stofu almanna- og réttar­ör­yggis dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, segir að það kunni að vera að ein­hverjir gagn­að­ilar fyr­ir­tækja á Íslandi muni vilja fram­kvæma auknar áreið­an­leikakann­anir á íslenskum aðilum eftir að Íslands var sett á gráan lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti. Sam­tökin hafi þó ekki kallað sér­stak­lega eftir því að slíkar áreið­an­leikakann­anir séu fram­kvæmdar á meðan að Ísland er á list­an­um.

Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi sem Sam­tök versl­unar og þjón­ustu, Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar og Sam­tök iðn­að­ar­ins stóðu fyrir í dag um pen­inga­þvætt­i. 

Áslaug, sem var einn fjög­urra sér­fræð­inga sem hélt erindi, sagði að íslensk stjórn­völd hafi verið í sam­bandi við stjórn­völd í Serbíu, sem var á list­anum í rúmt ár en losn­aði af honum í júní síð­ast­liðn­um. „Þeirra upp­lýs­ingar voru að þeir sáu lítil mæl­an­leg áhrif. Þetta er vissu­lega orð­spors­á­hætta og í ein­hverjum til­vikum þá lentu serbnesk fyr­ir­tæki í því að gagn­að­ila þeirra fram­kvæmdu aukna áreið­an­leika­könn­un. Það kann að vera að ein­hverjir gagn­að­ilar fyr­ir­tækja á íslandi vilji fram­kvæma aukna áreið­an­leika­könnun þó svo að FATF kalli ekki eftir því.“

Frek­ari upp­lýs­ingum skilað í nóv­em­ber

Ísland var sett á gráa list­ann þann 18. októ­ber síð­ast­lið­inn, eða fyrir tæpum tveimur vikum síð­an. Áslaug sagði í erindi sínu að stjórn­völd hefðu ekki orðið var við nei­kvæð áhrif enn sem komið er, en að bæði Seðla­banki Íslands og Fjár­mála­eft­ir­litið vakti þá stöðu dag­lega.

Auglýsing
Stjórnvöld séu auk þess að vinna mark­visst að því upp­fylla þau skil­yrði sem FATF taldi að væru útistand­andi þannig að pen­inga­þvætt­is­varnir okkar væru full­nægj­andi og að þeim upp­lýs­ingum yrði skilað til FATF í nóv­em­ber. 

Auk Áslaugar fluttu Eiríkur Ragn­ars­son og Birkir Guð­laugs­son, lög­fræð­ingar hjá Rík­is­skatt­stjóra, og Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­stöðu­maður á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika hjá Seðla­bank­an­um, erindi á fund­in­um.

Upp­lýs­inga­fundur um pen­inga­þvætti

Hér má sjá upp­töku af upp­lýs­inga­fundi um pen­inga­þvætti sem hald­inn var á vegum SVÞ, Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar og Sam­tök iðn­að­ar­ins þann 31. októ­ber. Á fund­inum var farið yfir skyldur til­kynn­inga­skyldra aðila innan raða sam­tak­anna vegna stöðu Íslands á gráum lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) vegna vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Eft­ir­far­andi aðilar héldu erindi og sátu fyrir svörum: Ei­ríkur Ragn­ars­son, lög­fræð­ingur hjá Rík­is­skatt­stjóra Birkir Guð­laugs­son, lög­fræð­ingur hjá Rík­is­skatt­stjóra Ás­laug Jós­eps­dótt­ir, sér­fræð­ingur á skrif­stofu almanna- og réttar­ör­yggis Dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­stöðu­maður á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika hjá Seðla­bank­anum

Posted by SVÞ - Sam­tök versl­unar og þjón­ustu on Thurs­day, Oct­o­ber 31, 2019

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að Össur hf. hafi fengið fyr­ir­­spurn um veru Íslands á gráa list­anum þegar það var í við­ræðum um fjár­­­mögnun nýver­ið. Vera Íslands á list­­anum hafi þó ekki áhrif á starf­­semi eða fjár­­­mögnun Öss­urar þar sem að hún fari fram í gegnum erlend dótt­­ur­­fé­lög. Jón Sig­urðs­son, for­stjóri Öss­urar sagði það hins vegar vera mjög alvar­­legt mál að Ísland sé á lista sem þess­­um. 

Gerð athuga­­semd við 51 atriði

Í apríl 2018 skil­aði FATF, alþjóð­­leg sam­tök sem hafa það hlut­verk að móta aðgerðir til að hindra að fjár­­­mála­­kerfið sé mis­­notað í þeim til­­­gangi að koma illa fengnu fé aftur í umferð, skýrslu um Ísland. Með því að ger­­ast aðili að sam­tök­unum þá skuld­batt Ísland sig til að und­ir­­gang­­ast og inn­­­leiða þau skil­yrði sem sam­tökin telja að þurfi að upp­­­fyll­­ast.

Í skýrslu FATF fékk pen­inga­þvætt­is­eft­ir­lit Íslend­inga fall­ein­kunn. Alls var gerð athuga­­semd við 51 atriði í laga- og reglu­­gerð­­ar­um­hverfi Íslands og því hvernig við fram­­fylgjum eft­ir­liti með pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka.

Auglýsing
Á meðal þess sem þar kom fram var að íslensk stjórn­­völd litu ekki á rann­­sóknir á pen­inga­þvætti sem for­­gangs­­mál. Þeir litlu fjár­­munir sem settir voru í að koma upp um, rann­saka og sak­­sækja pen­inga­þvætti voru þar lyk­il­at­riði. Afleið­ingin var meðal ann­­ars sú að tak­­mark­aðar skrán­ingar höfðu verið á grun­­sam­­legum til­­­færslum á fé utan þess sem stóru við­­skipta­­bank­­arnir og hand­­fylli ann­­arra fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja fram­­kvæma. Þá skorti einnig á að að upp­­lýs­ingum um hreyf­­ingar á fé og eignum væri deilt með við­eig­andi stofn­unum í öðrum lönd­­um.

Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­leg­­ar, og Ísland færi á jafn­­vel á lista FATF yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­legan hnekki.

Íslenska ríkið brást við með alls­herj­­­ar­átaki. Ný heild­­ar­lög um varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka voru sam­­þykkt og fjöldi ann­­arra laga og reglu­­gerða voru upp­­­færð. Þá voru auknir fjár­­munir settir í manna­ráðn­­ingar og kaup á kerfum til að bæta það sem FATF hafði sett út á. En það dugði ekki til og Ísland var, líkt og áður sagði, sett á gráan lista og í aukna eft­ir­fylgni, 18. októ­ber síð­ast­lið­inn. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling ásakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent