Segir SA hafa sannað hversu léleg laun blaðamanna séu

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að blaðamenn séu launalægsta vaktavinnustétt á Íslandi. Svo virðist sem SA átti sig ekki á því að blaðamenn sinni starfi sínu á öllum tímum sólarhrings, ekki bara á skrifstofutíma.

Hjálmar Jónsson
Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, þakkar Sam­tökum atvinnu­lífs­ins (SA) fyrir birt­ingu á launa­kjörum blaða­manna í nýjum pistli á vef félags­ins. Þar segir hann upp­lýs­ingar SA stað­festa með afger­andi hætti hversu léleg laun blaða­manna raun­veru­lega séu. 

Í frétt sem SA birti á heima­síðu sinni í gær sagði laun blaða­manna væru yfir miðju launa­dreif­ingar þegar litið væri til reglu­legra launa og rétt undir mið­gildi grunn­launa. Því væru full­yrð­ingar Hjálm­ars í fjöl­miðlum um að að blaða­­menn séu með lægstu laun háskóla­­mennt­aðra í land­inu, rang­ar.

Blaða­menn sem starfa hjá Sýn, Torgi útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, Árvak­ri og RÚV sam­þykktu afger­andi í gær að fara í verk­fall. 

Hjálmar segir í pistli sínum að upp­lýs­ing­arnar sem SA birti um reglu­leg laun sýni og sanni að blaða­menn séu lang­lægsta vakta­vinnu­stéttin sem þar er til­greind. „Það liggur einnig fyrir að laun blaða­manna ná ekki með­al­launum í land­inu, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar, svo nemur tugum þús­unda. Það væri svo sem eftir öðru í þessum samn­inga­við­ræðum að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hefðu ekki áttað sig því, þrátt fyrir sjö mán­aða samn­inga­við­ræður og fjölda bók­aðra funda hjá rík­is­sátta­semj­ara, að blaða­menn sinna starfi sínu á öllum tímum sól­ar­hrings, en ekki bara á skrif­stofu­tíma.“

Auglýsing
Hjálmar segir að til­boð SA til blaða­manna sé miklu lægra en en samið hefur verið um við alla aðra á íslenskum vinnu­mark­aði og með því sé brotið blað í sögu kjara­samn­inga hér landi. „Það er skjal­fest í til­boð­inu og helg­ast af því að lækkun deili­tölu 173,36 í mán­að­ar­laun í 160, sem er vinnu­tíma­stytt­ingin í hnot­skurn, er þegar fyrir hendi í kjara­samn­ingum blaða­manna og hefur verið í ára­tug­i.  Blaða­menn eru því ekki að fá neitt út úr því meðan þessi breyt­ing í samn­ingum iðn­að­ar­manna gerði það að verk­um, að kröfu SA, að taka þurfti upp eft­ir­vinnu á nýjan leik, eftir ára­tuga hlé. Það aftur svo nær felldi samn­ing­ana í atkvæða­greiðslum vegna hags­muna þeirra sem hafa hluta tekna sinna af yfir­vinnu. Ef samn­ingur BÍ við Birt­ing og Kjarn­ann er skoð­að­ur, sem finna má á heima­síðu BÍ, sést að þar eru engin ákvæði um vinnu­tíma­stytt­ing­u.  Kostn­að­ar­auk­inn sem óum­flýj­an­lega fylgir því að stytta vinnu­vik­una um 8,33% er settur inn í taxt­ana til þess að verja lök­ustu kjör­inn og þó ekki nema að hluta til.“

Fyrstu verk­­falls­að­­gerðir blaða­manna þeirra miðla sem eru í sam­floti innan SA verða föst­u­dag­inn 8. nóv­­em­ber, þegar vinn­u­­stöðvun verður í fjóra tíma á net­miðlum ofan­­greindra miðla. 

Viku síðar mun vinn­u­­stöðv­­unin á net­miðl­unum vara í átta klukku­­stundin og þann 22. nóv­­em­ber í tólf klukku­­stund­­ir. 

Ef ekki verður samið fyrir 28. nóv­­em­ber á vinn­u­­stöðv­­unin að taka til blaða­­manna sem sinna störfum við prentút­­­gáfu Morg­un­­blaðs­ins og Frétta­­blaðs­ins, auk ljós­­mynd­­ara og töku­­manna. Það þýðir að tvö stærstu dag­blöð lands­ins næðu ekki að koma út á svoköll­uðu „Svörtum föst­u­deg­i“, sem er einn stærsti aug­lýs­inga­­sölu­­dagur árs­ins.

Kjarn­inn og Birt­ingur hafa þegar samið við Blaða­manna­fé­lag Íslands um nýjan kjara­samn­ing vegna síns starfs­fólks. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent