Segir SA hafa sannað hversu léleg laun blaðamanna séu

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að blaðamenn séu launalægsta vaktavinnustétt á Íslandi. Svo virðist sem SA átti sig ekki á því að blaðamenn sinni starfi sínu á öllum tímum sólarhrings, ekki bara á skrifstofutíma.

Hjálmar Jónsson
Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, þakkar Sam­tökum atvinnu­lífs­ins (SA) fyrir birt­ingu á launa­kjörum blaða­manna í nýjum pistli á vef félags­ins. Þar segir hann upp­lýs­ingar SA stað­festa með afger­andi hætti hversu léleg laun blaða­manna raun­veru­lega séu. 

Í frétt sem SA birti á heima­síðu sinni í gær sagði laun blaða­manna væru yfir miðju launa­dreif­ingar þegar litið væri til reglu­legra launa og rétt undir mið­gildi grunn­launa. Því væru full­yrð­ingar Hjálm­ars í fjöl­miðlum um að að blaða­­menn séu með lægstu laun háskóla­­mennt­aðra í land­inu, rang­ar.

Blaða­menn sem starfa hjá Sýn, Torgi útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, Árvak­ri og RÚV sam­þykktu afger­andi í gær að fara í verk­fall. 

Hjálmar segir í pistli sínum að upp­lýs­ing­arnar sem SA birti um reglu­leg laun sýni og sanni að blaða­menn séu lang­lægsta vakta­vinnu­stéttin sem þar er til­greind. „Það liggur einnig fyrir að laun blaða­manna ná ekki með­al­launum í land­inu, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar, svo nemur tugum þús­unda. Það væri svo sem eftir öðru í þessum samn­inga­við­ræðum að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hefðu ekki áttað sig því, þrátt fyrir sjö mán­aða samn­inga­við­ræður og fjölda bók­aðra funda hjá rík­is­sátta­semj­ara, að blaða­menn sinna starfi sínu á öllum tímum sól­ar­hrings, en ekki bara á skrif­stofu­tíma.“

Auglýsing
Hjálmar segir að til­boð SA til blaða­manna sé miklu lægra en en samið hefur verið um við alla aðra á íslenskum vinnu­mark­aði og með því sé brotið blað í sögu kjara­samn­inga hér landi. „Það er skjal­fest í til­boð­inu og helg­ast af því að lækkun deili­tölu 173,36 í mán­að­ar­laun í 160, sem er vinnu­tíma­stytt­ingin í hnot­skurn, er þegar fyrir hendi í kjara­samn­ingum blaða­manna og hefur verið í ára­tug­i.  Blaða­menn eru því ekki að fá neitt út úr því meðan þessi breyt­ing í samn­ingum iðn­að­ar­manna gerði það að verk­um, að kröfu SA, að taka þurfti upp eft­ir­vinnu á nýjan leik, eftir ára­tuga hlé. Það aftur svo nær felldi samn­ing­ana í atkvæða­greiðslum vegna hags­muna þeirra sem hafa hluta tekna sinna af yfir­vinnu. Ef samn­ingur BÍ við Birt­ing og Kjarn­ann er skoð­að­ur, sem finna má á heima­síðu BÍ, sést að þar eru engin ákvæði um vinnu­tíma­stytt­ing­u.  Kostn­að­ar­auk­inn sem óum­flýj­an­lega fylgir því að stytta vinnu­vik­una um 8,33% er settur inn í taxt­ana til þess að verja lök­ustu kjör­inn og þó ekki nema að hluta til.“

Fyrstu verk­­falls­að­­gerðir blaða­manna þeirra miðla sem eru í sam­floti innan SA verða föst­u­dag­inn 8. nóv­­em­ber, þegar vinn­u­­stöðvun verður í fjóra tíma á net­miðlum ofan­­greindra miðla. 

Viku síðar mun vinn­u­­stöðv­­unin á net­miðl­unum vara í átta klukku­­stundin og þann 22. nóv­­em­ber í tólf klukku­­stund­­ir. 

Ef ekki verður samið fyrir 28. nóv­­em­ber á vinn­u­­stöðv­­unin að taka til blaða­­manna sem sinna störfum við prentút­­­gáfu Morg­un­­blaðs­ins og Frétta­­blaðs­ins, auk ljós­­mynd­­ara og töku­­manna. Það þýðir að tvö stærstu dag­blöð lands­ins næðu ekki að koma út á svoköll­uðu „Svörtum föst­u­deg­i“, sem er einn stærsti aug­lýs­inga­­sölu­­dagur árs­ins.

Kjarn­inn og Birt­ingur hafa þegar samið við Blaða­manna­fé­lag Íslands um nýjan kjara­samn­ing vegna síns starfs­fólks. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent