Segir SA hafa sannað hversu léleg laun blaðamanna séu

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að blaðamenn séu launalægsta vaktavinnustétt á Íslandi. Svo virðist sem SA átti sig ekki á því að blaðamenn sinni starfi sínu á öllum tímum sólarhrings, ekki bara á skrifstofutíma.

Hjálmar Jónsson
Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, þakkar Sam­tökum atvinnu­lífs­ins (SA) fyrir birt­ingu á launa­kjörum blaða­manna í nýjum pistli á vef félags­ins. Þar segir hann upp­lýs­ingar SA stað­festa með afger­andi hætti hversu léleg laun blaða­manna raun­veru­lega séu. 

Í frétt sem SA birti á heima­síðu sinni í gær sagði laun blaða­manna væru yfir miðju launa­dreif­ingar þegar litið væri til reglu­legra launa og rétt undir mið­gildi grunn­launa. Því væru full­yrð­ingar Hjálm­ars í fjöl­miðlum um að að blaða­­menn séu með lægstu laun háskóla­­mennt­aðra í land­inu, rang­ar.

Blaða­menn sem starfa hjá Sýn, Torgi útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, Árvak­ri og RÚV sam­þykktu afger­andi í gær að fara í verk­fall. 

Hjálmar segir í pistli sínum að upp­lýs­ing­arnar sem SA birti um reglu­leg laun sýni og sanni að blaða­menn séu lang­lægsta vakta­vinnu­stéttin sem þar er til­greind. „Það liggur einnig fyrir að laun blaða­manna ná ekki með­al­launum í land­inu, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar, svo nemur tugum þús­unda. Það væri svo sem eftir öðru í þessum samn­inga­við­ræðum að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hefðu ekki áttað sig því, þrátt fyrir sjö mán­aða samn­inga­við­ræður og fjölda bók­aðra funda hjá rík­is­sátta­semj­ara, að blaða­menn sinna starfi sínu á öllum tímum sól­ar­hrings, en ekki bara á skrif­stofu­tíma.“

Auglýsing
Hjálmar segir að til­boð SA til blaða­manna sé miklu lægra en en samið hefur verið um við alla aðra á íslenskum vinnu­mark­aði og með því sé brotið blað í sögu kjara­samn­inga hér landi. „Það er skjal­fest í til­boð­inu og helg­ast af því að lækkun deili­tölu 173,36 í mán­að­ar­laun í 160, sem er vinnu­tíma­stytt­ingin í hnot­skurn, er þegar fyrir hendi í kjara­samn­ingum blaða­manna og hefur verið í ára­tug­i.  Blaða­menn eru því ekki að fá neitt út úr því meðan þessi breyt­ing í samn­ingum iðn­að­ar­manna gerði það að verk­um, að kröfu SA, að taka þurfti upp eft­ir­vinnu á nýjan leik, eftir ára­tuga hlé. Það aftur svo nær felldi samn­ing­ana í atkvæða­greiðslum vegna hags­muna þeirra sem hafa hluta tekna sinna af yfir­vinnu. Ef samn­ingur BÍ við Birt­ing og Kjarn­ann er skoð­að­ur, sem finna má á heima­síðu BÍ, sést að þar eru engin ákvæði um vinnu­tíma­stytt­ing­u.  Kostn­að­ar­auk­inn sem óum­flýj­an­lega fylgir því að stytta vinnu­vik­una um 8,33% er settur inn í taxt­ana til þess að verja lök­ustu kjör­inn og þó ekki nema að hluta til.“

Fyrstu verk­­falls­að­­gerðir blaða­manna þeirra miðla sem eru í sam­floti innan SA verða föst­u­dag­inn 8. nóv­­em­ber, þegar vinn­u­­stöðvun verður í fjóra tíma á net­miðlum ofan­­greindra miðla. 

Viku síðar mun vinn­u­­stöðv­­unin á net­miðl­unum vara í átta klukku­­stundin og þann 22. nóv­­em­ber í tólf klukku­­stund­­ir. 

Ef ekki verður samið fyrir 28. nóv­­em­ber á vinn­u­­stöðv­­unin að taka til blaða­­manna sem sinna störfum við prentút­­­gáfu Morg­un­­blaðs­ins og Frétta­­blaðs­ins, auk ljós­­mynd­­ara og töku­­manna. Það þýðir að tvö stærstu dag­blöð lands­ins næðu ekki að koma út á svoköll­uðu „Svörtum föst­u­deg­i“, sem er einn stærsti aug­lýs­inga­­sölu­­dagur árs­ins.

Kjarn­inn og Birt­ingur hafa þegar samið við Blaða­manna­fé­lag Íslands um nýjan kjara­samn­ing vegna síns starfs­fólks. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent