Misbrestur í skattaskilum kvikmyndafyrirtækja

Ríkisendurskoðun segir að misbrestur hafi verið á skattskilum erlendra aðila vegna framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi og brýnir það fyrir stjórnvöldum að hafa öflugt eftirlit með lögmæti kostnaðaruppgjöra.

Kvikmyndir
Auglýsing

Auka þarf eft­ir­lit og end­ur­skoðun kostn­að­ar­upp­gjöra kvik­mynda­fyr­ir­tækja að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar og þá sér­stak­lega kostn­að­ar­minni verk­efna. ­Ís­lenskir og erlendir kvik­mynda­fram­leið­endur fengu end­ur­greidda rúma 9 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á síð­ustu 18 árum. Rík­is­end­ur­skoðun telur að aðkoma skatta­yf­ir­valda að end­ur­greiðslum vegna kvik­mynda­fram­leiðslu hér á landi hafi hins­vegar ekki verið virk né kerf­is­bund­in. 

Meiri en helm­ingur verk­efna þurfa ekki að skila end­ur­skoð­uðu kostn­að­ar­upp­gjöri

Þetta kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda en í des­em­ber 2018 ákvað rík­is­end­ur­skoð­andi að hefja stjórn­sýslu­út­tekt á end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda eftir að ábend­ing barst um að hugs­an­lega væri verið að mis­nota kerf­ið.

Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar kemur fram að úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á tíu fram­leiðslu­verk­efna leiddi ekk­ert í ljós sem bendir til mis­notk­unar á end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda. Rík­is­end­ur­skoðun telur þó að ýmissa breyt­inga sé þörf og auka þurf­i ­eft­ir­lit með lög­mæti kostn­að­ar­upp­gjöra kvik­mynda­verk­efna og þá ekki síst kostn­að­ar­minni verk­efna. 

Auglýsing

Verk­efni sem hljóta minna en 20 millj­óna króna end­ur­greiðslu þurfa sam­kvæmt núgild­andi lögum ekki að skila end­ur­skoð­uðu kostn­að­ar­upp­gjöra. Þau verk­efni þurfa ein­göngu áritun stjórn­enda á árs­reikn­ingi eða kostn­að­ar­upp­gjöri.

Á tíma­bil­inu 2012 til 2018 hlutu alls 159 verk­efni af 257 minna en 20 millj­óna end­ur­greiðslur eða alls 62 pró­sent þeirra verk­efna sem hlutu end­ur­greiðsl­ur. End­ur­greiðslur vegna þeirra verk­efna námu alls 1,2 millj­örð­um. Í skýrsl­unni segir því að ljós sé að um tölu­verðar fjár­hæðir sé að ræða og því mik­il­vægt að efla eft­ir­lit með slíkum verk­efn­um.

Skatta­yf­ir­völd ekki verið virk

Enn fremur kemur fram í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar að mis­brestur hafi verið á skatt­skilum af verk­taka­greiðslum erlendra aðila sem komið hafa að fram­leiðslu kvik­mynda eða sjón­varps­efnis hér á landi. Á árunum 2001 til 2018 voru 9,1 millj­arðar greiddur úr rík­is­sjóði til fram­leið­enda á grund­velli end­ur­greiðslu­kerf­is­ins. Þar af 4,7 millj­arðar til inn­lendra fram­leiðslu­verk­efna og um 4,5 millj­arð­ar. til erlendra fram­leiðslu­verk­efna. 

Mynd:Ríkisendurskoðun

Rík­is­end­ur­skoðun telur að til þess að tryggja hag­kvæma nýt­ingu þess fjár sem veitt er til end­ur­greiðslu­kerf­is­ins þurfi stjórn­völd að hafa öfl­ugt eft­ir­lit með lög­mæt­i ­kostn­að­ar­upp­gjöra þeirra verk­efna sem sótt er um end­ur­greiðslu vegna. Í því sam­bandi sé brýnt að ganga úr skugga um að ein­ungis sá kostn­aður sem staðið hefur verið skil á stað­greiðslu op­in­berra gjalda vegna telj­ist til end­ur­greiðslu­stofns

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að það veki ­at­hygli að aðkoma skatta­yf­ir­valda í þessum mála­flokki hafi til þessa ekki verið virk og kerf­is­bund­in.

Efla þarf sam­starf við rík­is­skatt­stjóra 

Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar er sú að end­ur­skoða þurfi lög og reglu­gerðir um end­ur­greiðsl­ur ­vegna ­kvik­mynda­gerð­ar. Skil­greina þurfi betur hvers kyns ­kvik­mynda- og ­sjón­varps­verk­efni falla undir end­ur­greiðslu­kerfið en á und­an­förnum árum hafi vægi sjón­varps­efnis auk­ist innan end­ur­greiðslu­kerf­is­ins og til­vikum fjölgað þar sem álita­mál er hvort efnið falli að mark­miðum lag­anna. 

Jafn­framt þurfi skýra betur hvaða kostn­að­ar­liðir falla undir end­ur­greiðslu­stofn fram­leiðslu­verk­efna en til að mynda hefur tíðkast að end­ur­greiða hlut­fall mat­ar- og flutn­ings­kostn­aðar starfs­manna sem er í and­stöðu við rekstr­ar­kostn­að­ar­hug­tak tekju­skatts­laga.

Auk þess tel­ur ­Rík­is­end­ur­skoð­un­ríka ástæðu til þess að að skil­yrða end­ur­greiðslur við rétt skatt­skil og efla sam­starf við emb­ætt­i ­rík­is­skatt­stjóra um end­ur­skoðun kostn­að­ar­upp­gjörs þeirra verk­efna sem falla undir end­ur­greiðslu­kerf­ið, ­meðal ann­ars til að sann­reyna að greiðsla skatta af ýmsum útgjalda­liðum upp­gjöra hafi átt sér stað. 

End­ur­skoðun á lög­unum stendur nú yfir

Jafn­framt telur Rík­is­end­ur­skoðun að kanna mætti kanna hvort umsýsla og þjón­usta við nefnd um tíma­bundnar end­ur­greiðslur sé betur komið fyrir hjá annarri opin­berri stofnun en Kvik­mynda­mið­stöð Íslands, með Kvik­mynda­mið­stöð­ina sem fag­legan umsagn­ar­að­ila.

End­ur­skoðun á end­ur­greiðslu­kerf­inu stendur nú yfir hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og at­vinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti en mark­miðið er meðal ann­ars að meta hvort kerfið starfi í sam­ræmi við mark­mið laga nr. 43/1999. Þá er mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti að hefja vinnu við mótun heild­ar­stefnu um kvik­mynda­gerð sem á að gilda fyrir tíma­bilið 2020 til 2030.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent