Misbrestur í skattaskilum kvikmyndafyrirtækja

Ríkisendurskoðun segir að misbrestur hafi verið á skattskilum erlendra aðila vegna framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi og brýnir það fyrir stjórnvöldum að hafa öflugt eftirlit með lögmæti kostnaðaruppgjöra.

Kvikmyndir
Auglýsing

Auka þarf eft­ir­lit og end­ur­skoðun kostn­að­ar­upp­gjöra kvik­mynda­fyr­ir­tækja að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar og þá sér­stak­lega kostn­að­ar­minni verk­efna. ­Ís­lenskir og erlendir kvik­mynda­fram­leið­endur fengu end­ur­greidda rúma 9 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á síð­ustu 18 árum. Rík­is­end­ur­skoðun telur að aðkoma skatta­yf­ir­valda að end­ur­greiðslum vegna kvik­mynda­fram­leiðslu hér á landi hafi hins­vegar ekki verið virk né kerf­is­bund­in. 

Meiri en helm­ingur verk­efna þurfa ekki að skila end­ur­skoð­uðu kostn­að­ar­upp­gjöri

Þetta kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda en í des­em­ber 2018 ákvað rík­is­end­ur­skoð­andi að hefja stjórn­sýslu­út­tekt á end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda eftir að ábend­ing barst um að hugs­an­lega væri verið að mis­nota kerf­ið.

Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar kemur fram að úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á tíu fram­leiðslu­verk­efna leiddi ekk­ert í ljós sem bendir til mis­notk­unar á end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda. Rík­is­end­ur­skoðun telur þó að ýmissa breyt­inga sé þörf og auka þurf­i ­eft­ir­lit með lög­mæti kostn­að­ar­upp­gjöra kvik­mynda­verk­efna og þá ekki síst kostn­að­ar­minni verk­efna. 

Auglýsing

Verk­efni sem hljóta minna en 20 millj­óna króna end­ur­greiðslu þurfa sam­kvæmt núgild­andi lögum ekki að skila end­ur­skoð­uðu kostn­að­ar­upp­gjöra. Þau verk­efni þurfa ein­göngu áritun stjórn­enda á árs­reikn­ingi eða kostn­að­ar­upp­gjöri.

Á tíma­bil­inu 2012 til 2018 hlutu alls 159 verk­efni af 257 minna en 20 millj­óna end­ur­greiðslur eða alls 62 pró­sent þeirra verk­efna sem hlutu end­ur­greiðsl­ur. End­ur­greiðslur vegna þeirra verk­efna námu alls 1,2 millj­örð­um. Í skýrsl­unni segir því að ljós sé að um tölu­verðar fjár­hæðir sé að ræða og því mik­il­vægt að efla eft­ir­lit með slíkum verk­efn­um.

Skatta­yf­ir­völd ekki verið virk

Enn fremur kemur fram í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar að mis­brestur hafi verið á skatt­skilum af verk­taka­greiðslum erlendra aðila sem komið hafa að fram­leiðslu kvik­mynda eða sjón­varps­efnis hér á landi. Á árunum 2001 til 2018 voru 9,1 millj­arðar greiddur úr rík­is­sjóði til fram­leið­enda á grund­velli end­ur­greiðslu­kerf­is­ins. Þar af 4,7 millj­arðar til inn­lendra fram­leiðslu­verk­efna og um 4,5 millj­arð­ar. til erlendra fram­leiðslu­verk­efna. 

Mynd:Ríkisendurskoðun

Rík­is­end­ur­skoðun telur að til þess að tryggja hag­kvæma nýt­ingu þess fjár sem veitt er til end­ur­greiðslu­kerf­is­ins þurfi stjórn­völd að hafa öfl­ugt eft­ir­lit með lög­mæt­i ­kostn­að­ar­upp­gjöra þeirra verk­efna sem sótt er um end­ur­greiðslu vegna. Í því sam­bandi sé brýnt að ganga úr skugga um að ein­ungis sá kostn­aður sem staðið hefur verið skil á stað­greiðslu op­in­berra gjalda vegna telj­ist til end­ur­greiðslu­stofns

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að það veki ­at­hygli að aðkoma skatta­yf­ir­valda í þessum mála­flokki hafi til þessa ekki verið virk og kerf­is­bund­in.

Efla þarf sam­starf við rík­is­skatt­stjóra 

Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar er sú að end­ur­skoða þurfi lög og reglu­gerðir um end­ur­greiðsl­ur ­vegna ­kvik­mynda­gerð­ar. Skil­greina þurfi betur hvers kyns ­kvik­mynda- og ­sjón­varps­verk­efni falla undir end­ur­greiðslu­kerfið en á und­an­förnum árum hafi vægi sjón­varps­efnis auk­ist innan end­ur­greiðslu­kerf­is­ins og til­vikum fjölgað þar sem álita­mál er hvort efnið falli að mark­miðum lag­anna. 

Jafn­framt þurfi skýra betur hvaða kostn­að­ar­liðir falla undir end­ur­greiðslu­stofn fram­leiðslu­verk­efna en til að mynda hefur tíðkast að end­ur­greiða hlut­fall mat­ar- og flutn­ings­kostn­aðar starfs­manna sem er í and­stöðu við rekstr­ar­kostn­að­ar­hug­tak tekju­skatts­laga.

Auk þess tel­ur ­Rík­is­end­ur­skoð­un­ríka ástæðu til þess að að skil­yrða end­ur­greiðslur við rétt skatt­skil og efla sam­starf við emb­ætt­i ­rík­is­skatt­stjóra um end­ur­skoðun kostn­að­ar­upp­gjörs þeirra verk­efna sem falla undir end­ur­greiðslu­kerf­ið, ­meðal ann­ars til að sann­reyna að greiðsla skatta af ýmsum útgjalda­liðum upp­gjöra hafi átt sér stað. 

End­ur­skoðun á lög­unum stendur nú yfir

Jafn­framt telur Rík­is­end­ur­skoðun að kanna mætti kanna hvort umsýsla og þjón­usta við nefnd um tíma­bundnar end­ur­greiðslur sé betur komið fyrir hjá annarri opin­berri stofnun en Kvik­mynda­mið­stöð Íslands, með Kvik­mynda­mið­stöð­ina sem fag­legan umsagn­ar­að­ila.

End­ur­skoðun á end­ur­greiðslu­kerf­inu stendur nú yfir hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og at­vinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti en mark­miðið er meðal ann­ars að meta hvort kerfið starfi í sam­ræmi við mark­mið laga nr. 43/1999. Þá er mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti að hefja vinnu við mótun heild­ar­stefnu um kvik­mynda­gerð sem á að gilda fyrir tíma­bilið 2020 til 2030.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent