Misbrestur í skattaskilum kvikmyndafyrirtækja

Ríkisendurskoðun segir að misbrestur hafi verið á skattskilum erlendra aðila vegna framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi og brýnir það fyrir stjórnvöldum að hafa öflugt eftirlit með lögmæti kostnaðaruppgjöra.

Kvikmyndir
Auglýsing

Auka þarf eft­ir­lit og end­ur­skoðun kostn­að­ar­upp­gjöra kvik­mynda­fyr­ir­tækja að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar og þá sér­stak­lega kostn­að­ar­minni verk­efna. ­Ís­lenskir og erlendir kvik­mynda­fram­leið­endur fengu end­ur­greidda rúma 9 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á síð­ustu 18 árum. Rík­is­end­ur­skoðun telur að aðkoma skatta­yf­ir­valda að end­ur­greiðslum vegna kvik­mynda­fram­leiðslu hér á landi hafi hins­vegar ekki verið virk né kerf­is­bund­in. 

Meiri en helm­ingur verk­efna þurfa ekki að skila end­ur­skoð­uðu kostn­að­ar­upp­gjöri

Þetta kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda en í des­em­ber 2018 ákvað rík­is­end­ur­skoð­andi að hefja stjórn­sýslu­út­tekt á end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda eftir að ábend­ing barst um að hugs­an­lega væri verið að mis­nota kerf­ið.

Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar kemur fram að úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á tíu fram­leiðslu­verk­efna leiddi ekk­ert í ljós sem bendir til mis­notk­unar á end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda. Rík­is­end­ur­skoðun telur þó að ýmissa breyt­inga sé þörf og auka þurf­i ­eft­ir­lit með lög­mæti kostn­að­ar­upp­gjöra kvik­mynda­verk­efna og þá ekki síst kostn­að­ar­minni verk­efna. 

Auglýsing

Verk­efni sem hljóta minna en 20 millj­óna króna end­ur­greiðslu þurfa sam­kvæmt núgild­andi lögum ekki að skila end­ur­skoð­uðu kostn­að­ar­upp­gjöra. Þau verk­efni þurfa ein­göngu áritun stjórn­enda á árs­reikn­ingi eða kostn­að­ar­upp­gjöri.

Á tíma­bil­inu 2012 til 2018 hlutu alls 159 verk­efni af 257 minna en 20 millj­óna end­ur­greiðslur eða alls 62 pró­sent þeirra verk­efna sem hlutu end­ur­greiðsl­ur. End­ur­greiðslur vegna þeirra verk­efna námu alls 1,2 millj­örð­um. Í skýrsl­unni segir því að ljós sé að um tölu­verðar fjár­hæðir sé að ræða og því mik­il­vægt að efla eft­ir­lit með slíkum verk­efn­um.

Skatta­yf­ir­völd ekki verið virk

Enn fremur kemur fram í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar að mis­brestur hafi verið á skatt­skilum af verk­taka­greiðslum erlendra aðila sem komið hafa að fram­leiðslu kvik­mynda eða sjón­varps­efnis hér á landi. Á árunum 2001 til 2018 voru 9,1 millj­arðar greiddur úr rík­is­sjóði til fram­leið­enda á grund­velli end­ur­greiðslu­kerf­is­ins. Þar af 4,7 millj­arðar til inn­lendra fram­leiðslu­verk­efna og um 4,5 millj­arð­ar. til erlendra fram­leiðslu­verk­efna. 

Mynd:Ríkisendurskoðun

Rík­is­end­ur­skoðun telur að til þess að tryggja hag­kvæma nýt­ingu þess fjár sem veitt er til end­ur­greiðslu­kerf­is­ins þurfi stjórn­völd að hafa öfl­ugt eft­ir­lit með lög­mæt­i ­kostn­að­ar­upp­gjöra þeirra verk­efna sem sótt er um end­ur­greiðslu vegna. Í því sam­bandi sé brýnt að ganga úr skugga um að ein­ungis sá kostn­aður sem staðið hefur verið skil á stað­greiðslu op­in­berra gjalda vegna telj­ist til end­ur­greiðslu­stofns

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að það veki ­at­hygli að aðkoma skatta­yf­ir­valda í þessum mála­flokki hafi til þessa ekki verið virk og kerf­is­bund­in.

Efla þarf sam­starf við rík­is­skatt­stjóra 

Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar er sú að end­ur­skoða þurfi lög og reglu­gerðir um end­ur­greiðsl­ur ­vegna ­kvik­mynda­gerð­ar. Skil­greina þurfi betur hvers kyns ­kvik­mynda- og ­sjón­varps­verk­efni falla undir end­ur­greiðslu­kerfið en á und­an­förnum árum hafi vægi sjón­varps­efnis auk­ist innan end­ur­greiðslu­kerf­is­ins og til­vikum fjölgað þar sem álita­mál er hvort efnið falli að mark­miðum lag­anna. 

Jafn­framt þurfi skýra betur hvaða kostn­að­ar­liðir falla undir end­ur­greiðslu­stofn fram­leiðslu­verk­efna en til að mynda hefur tíðkast að end­ur­greiða hlut­fall mat­ar- og flutn­ings­kostn­aðar starfs­manna sem er í and­stöðu við rekstr­ar­kostn­að­ar­hug­tak tekju­skatts­laga.

Auk þess tel­ur ­Rík­is­end­ur­skoð­un­ríka ástæðu til þess að að skil­yrða end­ur­greiðslur við rétt skatt­skil og efla sam­starf við emb­ætt­i ­rík­is­skatt­stjóra um end­ur­skoðun kostn­að­ar­upp­gjörs þeirra verk­efna sem falla undir end­ur­greiðslu­kerf­ið, ­meðal ann­ars til að sann­reyna að greiðsla skatta af ýmsum útgjalda­liðum upp­gjöra hafi átt sér stað. 

End­ur­skoðun á lög­unum stendur nú yfir

Jafn­framt telur Rík­is­end­ur­skoðun að kanna mætti kanna hvort umsýsla og þjón­usta við nefnd um tíma­bundnar end­ur­greiðslur sé betur komið fyrir hjá annarri opin­berri stofnun en Kvik­mynda­mið­stöð Íslands, með Kvik­mynda­mið­stöð­ina sem fag­legan umsagn­ar­að­ila.

End­ur­skoðun á end­ur­greiðslu­kerf­inu stendur nú yfir hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og at­vinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti en mark­miðið er meðal ann­ars að meta hvort kerfið starfi í sam­ræmi við mark­mið laga nr. 43/1999. Þá er mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti að hefja vinnu við mótun heild­ar­stefnu um kvik­mynda­gerð sem á að gilda fyrir tíma­bilið 2020 til 2030.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent