Kári Stefánsson gaf Sósíalistaflokknum 250 þúsund krónur

Sósíalistaflokkur Íslands var rekinn í hagnaði í fyrra. Útgjöld flokksins voru einungis 3,6 milljónir króna á árinu þrátt fyrir að hann hafi tekið þátt í sinni fyrstu kosningabaráttu.

Kári Stefánsson 1. maí 2019
Auglýsing

Tekjur Sós­í­alista­flokks Íslands voru 6,2 millj­ónir króna á árinu 2018, en útgjöld hans 3,6 millj­ónir króna. Því var 2,6 millj­óna króna hagn­aður á rekstri flokks­ins á síð­asta ári þrátt fyrir að hann hafi boðið fram í fyrsta sinn í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í fyrra­vor.

Þetta kemur fram í útdrætti úr árs­reikn­ingi Sós­í­alista­flokks Íslands sem birtur hefur verið á vef Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Tekjur Sós­í­alista­flokks­ins sam­an­stóð af fram­lögum frá ein­stak­lingum og lög­að­il­um. Mest mun­aði um félags­gjöld og fram­lög undir 200 þús­und krón­um, en þau námu alls um 3,1 millj­ónum króna. Tveir ein­stak­ling­ar, Kári Stef­áns­son, for­stjóri íslenskrar erfða­grein­ing­ar,  og Sig­urður Pálma­son, gáfu flokknum sitt hvorar 250 þús­und krón­urn­ar. Þá fékk hann 250 þús­und krónur í fram­lag frá félag­inu For­varnir og eft­ir­lit ehf., í eigu Ólafs Sig­urðs­son­ar, auk þess sem fram­lag Reykja­vík­ur­borg­ar, í formi styrkja vegna fram­boðs flokks­ins í fyrra, nam 901 þús­und krón­um. 

Auglýsing

Þá hafði Sós­í­alista­flokk­ur­inn tæp­lega 1,5 milljón króna í tekjur vegna við­burð­ar­halds á síð­asta ári. 

Náðu inn full­trúa með rót­tæka stefnu og lítið fé

Sós­í­alista­flokk­ur­inn náði 6,4 pró­sent atkvæða í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Reykja­vík í fyrra og Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir er í kjöl­farið í mjög sterkri stöðu í borg­ar­stjórn. Sós­í­alista­flokk­ur­inn var eini flokk­ur­inn sem náði inn kjörnum full­trúa sem er ekki með full­trúa á Alþingi í dag, og hafði því ekki aðgengi að þeim hund­ruð millj­óna sem hinir sjö flokk­arnir sem náðu inn er skammtað af fjár­lögum ár hvert.

Sós­í­alistar ráku þess í stað mjög árang­urs­ríka, ein­beitta, skýra og stíl­hreina bar­áttu í gegnum sam­fé­lags­miðla fyrir sára­lítið fé sem vakti mikla og verð­skuld­aða athygl­i. 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent