Kári Stefánsson gaf Sósíalistaflokknum 250 þúsund krónur

Sósíalistaflokkur Íslands var rekinn í hagnaði í fyrra. Útgjöld flokksins voru einungis 3,6 milljónir króna á árinu þrátt fyrir að hann hafi tekið þátt í sinni fyrstu kosningabaráttu.

Kári Stefánsson 1. maí 2019
Auglýsing

Tekjur Sós­í­alista­flokks Íslands voru 6,2 millj­ónir króna á árinu 2018, en útgjöld hans 3,6 millj­ónir króna. Því var 2,6 millj­óna króna hagn­aður á rekstri flokks­ins á síð­asta ári þrátt fyrir að hann hafi boðið fram í fyrsta sinn í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í fyrra­vor.

Þetta kemur fram í útdrætti úr árs­reikn­ingi Sós­í­alista­flokks Íslands sem birtur hefur verið á vef Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Tekjur Sós­í­alista­flokks­ins sam­an­stóð af fram­lögum frá ein­stak­lingum og lög­að­il­um. Mest mun­aði um félags­gjöld og fram­lög undir 200 þús­und krón­um, en þau námu alls um 3,1 millj­ónum króna. Tveir ein­stak­ling­ar, Kári Stef­áns­son, for­stjóri íslenskrar erfða­grein­ing­ar,  og Sig­urður Pálma­son, gáfu flokknum sitt hvorar 250 þús­und krón­urn­ar. Þá fékk hann 250 þús­und krónur í fram­lag frá félag­inu For­varnir og eft­ir­lit ehf., í eigu Ólafs Sig­urðs­son­ar, auk þess sem fram­lag Reykja­vík­ur­borg­ar, í formi styrkja vegna fram­boðs flokks­ins í fyrra, nam 901 þús­und krón­um. 

Auglýsing

Þá hafði Sós­í­alista­flokk­ur­inn tæp­lega 1,5 milljón króna í tekjur vegna við­burð­ar­halds á síð­asta ári. 

Náðu inn full­trúa með rót­tæka stefnu og lítið fé

Sós­í­alista­flokk­ur­inn náði 6,4 pró­sent atkvæða í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Reykja­vík í fyrra og Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir er í kjöl­farið í mjög sterkri stöðu í borg­ar­stjórn. Sós­í­alista­flokk­ur­inn var eini flokk­ur­inn sem náði inn kjörnum full­trúa sem er ekki með full­trúa á Alþingi í dag, og hafði því ekki aðgengi að þeim hund­ruð millj­óna sem hinir sjö flokk­arnir sem náðu inn er skammtað af fjár­lögum ár hvert.

Sós­í­alistar ráku þess í stað mjög árang­urs­ríka, ein­beitta, skýra og stíl­hreina bar­áttu í gegnum sam­fé­lags­miðla fyrir sára­lítið fé sem vakti mikla og verð­skuld­aða athygl­i. 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent