WAB air boðar til blaðamannafundar á morgun

Nýtt íslenskt flugfélag mun kynna áform sín, að minnsta kosti að hluta, á blaðamannafundi í Perlunni á morgun. Samkeppni er mögulega á sjóndeildarhringnum í íslenskum flugheimi.

Er valkostum Íslendinga í millilandaflugi að fara að fjölga?
Er valkostum Íslendinga í millilandaflugi að fara að fjölga?
Auglýsing

Nýtt íslenskt flug­fé­lag mun kynna áform sín, að minnsta kosti að hluta, á blaða­manna­fundi í Perlunni á morg­un. Sam­keppni er mögu­lega á sjón­deild­ar­hringnum í íslenskum flug­heimi.

WAB air, flug­fé­lag sem tveir fyrr­ver­andi stjórn­endur hjá WOW air ásamt hópi fjár­festa hefur unnið að því að koma í loftið frá því síðla í vor, hefur boðað til blaða­manna­fundar í Norð­ur­ljósa­sal Hörpu á morg­un. Þeir sem staðið hafa að stofnun flug­fé­lags­ins hafa ekk­ert tjáð sig um stöðu mála né fjár­mögnun frá því að ferlið hófst og því við­búið að morgun verði sýnt í fyrsta sinn á spil­in. 

Í júní var greint frá því í Frétta­blað­inu að WAB air, sem stendur fyrir „We Are Back“, væri meðal ann­ars að und­ir­lagi Avi­anta Capital, írsks fjár­fest­ing­ar­sjóð­ar, sem hefði skuld­bundið sig til að leggja félag­inu til 40 millj­­ónir dala, jafn­­virði rúmra fimm millj­­arða króna í nýtt hluta­­fé. 

Auglýsing

Ferða­þjón­ustu­frétta­vef­ur­inn Túristi sagð­ist í dag hins vegar hafa heim­ildir fyrir því að einnig hafi verið leitað til íslenska fjár­festa að und­an­förnu í von um safna hátt í tveimur millj­örðum króna í hluta­fé. „Þau áform sem fjár­fest­unum hafa verið kynnt ganga meðal ann­ars út á að flug­fé­lagið flytji um hálf milljón ferða­manna til Íslands á næsta ári. Sú tala er vís­bend­ing um að flug­fé­lagið þurfi að lág­marki 5 til 6 flug­vélar af því gefnu að hlut­fall erlendra ferða­manna í vél­unum verði nokkuð hátt á kostnað tengifar­þega til að byrja með.“

Í minn­is­blaði sem Frétta­blaðið fjall­aði  um í júní kom fram að til stæði að WAB air myndi hefja rekstur haustið 2019 og yrði með sex vélar í rekstri fyrsta árið. Gert var ráð fyrir að flug­­­fé­lagið muni fljúga til fjórtán áfanga­­staða í Evr­­ópu og Banda­­ríkj­unum og að ein milljón far­þega ferð­ist með flug­­­fé­lag­inu. Þá var stefnt að því að fimm hund­ruð starfs­­menn yrðu ráðnir til flug­­­fé­lags­ins á tólf mán­uð­um. Jafn­­framt er gert ráð fyrir að velta félags­­ins myndi nema tutt­ugu millj­­örðum króna á næsta ári.

Avi­anta Capital, sem sagt var vera með í áformunum sam­kvæmt minn­is­blað­inu, er í eig­u Aisil­inn Whitt­ley-Ryan, dóttur eins af stofn­enda Ryan air. Sem end­­ur­­gjald fyrir fram­lag sitt til verk­efn­is­ins átti Avi­anta Capi­tal ­að eign­­ast 75 pró­­senta hlut í félag­in­u. 

Þá átti 25 pró­­sent flug­­­fé­lags­ins að vera í eigu félags­­ins ­Neo. Það félag er í eigu Arn­­ars Más Magn­ús­­son­­ar, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóra flug­­­rekstr­­ar­sviðs WOW, Sveins Inga Stein­þór­s­­son­­ar, úr hag­­deild WOW, sem sat í fram­­kvæmda­­stjórn flug­­­fé­lags­ins, Boga Guð­­munds­­son­­ar, lög­­­manns hjá Atl­antik ­Legal Services og stjórn­­­ar­­for­­manns BusTra­vel, og Þór­odds Ara Þór­odds­­son­­ar, ráð­gjafa í flug­­­véla­við­­skipt­­um.

Sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins í júní átti Sveinn Ingi for­­stjóri flug­­­fé­lags­ins ef áformin myndu ganga eftir og ­Arnar Már að gegna starfi aðstoð­­ar­­for­­stjóra og fram­­kvæmda­­stjóra flug­­­rekstr­­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent