WAB air boðar til blaðamannafundar á morgun

Nýtt íslenskt flugfélag mun kynna áform sín, að minnsta kosti að hluta, á blaðamannafundi í Perlunni á morgun. Samkeppni er mögulega á sjóndeildarhringnum í íslenskum flugheimi.

Er valkostum Íslendinga í millilandaflugi að fara að fjölga?
Er valkostum Íslendinga í millilandaflugi að fara að fjölga?
Auglýsing

Nýtt íslenskt flug­fé­lag mun kynna áform sín, að minnsta kosti að hluta, á blaða­manna­fundi í Perlunni á morg­un. Sam­keppni er mögu­lega á sjón­deild­ar­hringnum í íslenskum flug­heimi.

WAB air, flug­fé­lag sem tveir fyrr­ver­andi stjórn­endur hjá WOW air ásamt hópi fjár­festa hefur unnið að því að koma í loftið frá því síðla í vor, hefur boðað til blaða­manna­fundar í Norð­ur­ljósa­sal Hörpu á morg­un. Þeir sem staðið hafa að stofnun flug­fé­lags­ins hafa ekk­ert tjáð sig um stöðu mála né fjár­mögnun frá því að ferlið hófst og því við­búið að morgun verði sýnt í fyrsta sinn á spil­in. 

Í júní var greint frá því í Frétta­blað­inu að WAB air, sem stendur fyrir „We Are Back“, væri meðal ann­ars að und­ir­lagi Avi­anta Capital, írsks fjár­fest­ing­ar­sjóð­ar, sem hefði skuld­bundið sig til að leggja félag­inu til 40 millj­­ónir dala, jafn­­virði rúmra fimm millj­­arða króna í nýtt hluta­­fé. 

Auglýsing

Ferða­þjón­ustu­frétta­vef­ur­inn Túristi sagð­ist í dag hins vegar hafa heim­ildir fyrir því að einnig hafi verið leitað til íslenska fjár­festa að und­an­förnu í von um safna hátt í tveimur millj­örðum króna í hluta­fé. „Þau áform sem fjár­fest­unum hafa verið kynnt ganga meðal ann­ars út á að flug­fé­lagið flytji um hálf milljón ferða­manna til Íslands á næsta ári. Sú tala er vís­bend­ing um að flug­fé­lagið þurfi að lág­marki 5 til 6 flug­vélar af því gefnu að hlut­fall erlendra ferða­manna í vél­unum verði nokkuð hátt á kostnað tengifar­þega til að byrja með.“

Í minn­is­blaði sem Frétta­blaðið fjall­aði  um í júní kom fram að til stæði að WAB air myndi hefja rekstur haustið 2019 og yrði með sex vélar í rekstri fyrsta árið. Gert var ráð fyrir að flug­­­fé­lagið muni fljúga til fjórtán áfanga­­staða í Evr­­ópu og Banda­­ríkj­unum og að ein milljón far­þega ferð­ist með flug­­­fé­lag­inu. Þá var stefnt að því að fimm hund­ruð starfs­­menn yrðu ráðnir til flug­­­fé­lags­ins á tólf mán­uð­um. Jafn­­framt er gert ráð fyrir að velta félags­­ins myndi nema tutt­ugu millj­­örðum króna á næsta ári.

Avi­anta Capital, sem sagt var vera með í áformunum sam­kvæmt minn­is­blað­inu, er í eig­u Aisil­inn Whitt­ley-Ryan, dóttur eins af stofn­enda Ryan air. Sem end­­ur­­gjald fyrir fram­lag sitt til verk­efn­is­ins átti Avi­anta Capi­tal ­að eign­­ast 75 pró­­senta hlut í félag­in­u. 

Þá átti 25 pró­­sent flug­­­fé­lags­ins að vera í eigu félags­­ins ­Neo. Það félag er í eigu Arn­­ars Más Magn­ús­­son­­ar, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóra flug­­­rekstr­­ar­sviðs WOW, Sveins Inga Stein­þór­s­­son­­ar, úr hag­­deild WOW, sem sat í fram­­kvæmda­­stjórn flug­­­fé­lags­ins, Boga Guð­­munds­­son­­ar, lög­­­manns hjá Atl­antik ­Legal Services og stjórn­­­ar­­for­­manns BusTra­vel, og Þór­odds Ara Þór­odds­­son­­ar, ráð­gjafa í flug­­­véla­við­­skipt­­um.

Sam­kvæmt umfjöllun Frétta­blaðs­ins í júní átti Sveinn Ingi for­­stjóri flug­­­fé­lags­ins ef áformin myndu ganga eftir og ­Arnar Már að gegna starfi aðstoð­­ar­­for­­stjóra og fram­­kvæmda­­stjóra flug­­­rekstr­­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ
Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.
Kjarninn 1. apríl 2020
Vilhjálmur segir Drífu hafa lagt fram tillögu um að fresta öllum launahækkunum
Fráfarandi varaforseti ASÍ segir að forseti sambandsins hafi lagt fram tillögu á föstudag um að taka tímabundnar launahækkanir af fólki en hafi hafnað því að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð í sex mánuði hið minnsta.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent