Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir væntan samdrátt

Erlendir ríkisborgarar á Íslandi nálgast það að verða 50 þúsund. Þrátt fyrir efnahagsáföll þá hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað á fyrstu níu mánuðum ársins. Í ljósi þess að hagvöxtur er framundan er ólíklegt að þeim fækki í bráð.

Mikið uppgrip í byggingaiðnaði hefur dregið fjölmarga erlenda ríkisborgara hingað til lands í vinnu.
Mikið uppgrip í byggingaiðnaði hefur dregið fjölmarga erlenda ríkisborgara hingað til lands í vinnu.
Auglýsing

Erlendum rík­is­borg­urum sem eru búsettir á Íslandi fjölg­aði um 1.920 á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Þeir voru alls 48.640 í lok sept­em­ber og hafa aldrei verið fleiri. Íbúum lands­ins fjölg­aði um 2.470 á árs­fjórð­ungnum og því var 78 pró­sent fjölg­unar á Íslandi frá júlí­byrjun og út sept­em­ber vegna komu erlendra rík­is­borg­ara hingað til lands. 

Þetta kemur fram í nýjum mann­fjölda­tölum Hag­stofu Íslands.

Því virð­ist ekk­ert lát ætla að verða á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara, en þeir eru nú 13,4 pró­sent íbúa lands­ins, þrátt fyrir áföll í efna­hags­líf­inu tengd gjald­þroti WOW air og væntan 0,2 pró­sent sam­drátt í þjóð­ar­fram­leiðslu á árinu. Í ljósi þess að ný þjóð­hags­spá Hag­stof­unnar gerir ráð fyrir hag­vexti strax á næsta ári, og að hann hald­ist árlega út árið 2025 hið minnsta. 

Hægt á fjölgun en samt fjölgar

Það hefur hins vegar hægt á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara hér­lendis á þessu ári. Alls hefur þeim fjölgað um 2.970 á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019. 

Á árunum 2017 og 2018 átti sér stað met­­fjölgun erlendra rík­­is­­borg­­ara sem koma hingað til lands til að búa hér. Á því tíma­bili fjölg­aði þeim um alls 13.930, eða um tæp 46 pró­­sent.

Auglýsing
Ástæðan er sú að á Íslandi var mik­ill efna­hags­­upp­­­gangur og mik­ill fjöldi starfa var að fá sam­hliða þeim upp­­­gangi, sér­­stak­­lega í þjón­ust­u­­störfum tengdum ferða­­þjón­­ustu og í bygg­inga­iðn­­aði. Nú þegar hag­­kerfið er farið að kólna og spenna að losna þá hægist á fjölgun erlendra útlend­inga. En þeim heldur samt sem áður áfram að fjölga. 

Rúm­lega fjórði hver í Reykja­nesbæ útlend­ingur

Flestir erlendu rík­is­borgar­anna búa í höf­uð­borg­inni Reykja­vík, eða 20. 570. Það þýðir að 15,7 pró­sent íbúa hennar eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Til sam­an­burðar búa 800 erlendir rík­is­borg­arar í Garða­bæ, sem þýðir að 4,7 pró­sent íbúa þess sveit­ar­fé­lags til­heyra þeim hópi. 

Á meðal stærri sveit­ar­fé­laga er hlut­fall erlendra íbúa hæst í Reykja­nes­bæ, vegna nábýl­is­ins við Kefla­vík­ur­flug­völl og alla þá ferða­þjón­ustu­tengdu starf­semi sem honum teng­ist. Þar búa nú 4.960 erlendir rík­is­borg­arar sem þýðir að 25,6 pró­sent þeirra 19.380 manns sem búa í Reykja­nesbæ eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. 

Flestir erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi eru frá Pól­landi eða 20.370 og 4.542 ein­stak­lingar eru með lit­háískt rík­is­fang.



Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent