Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir væntan samdrátt

Erlendir ríkisborgarar á Íslandi nálgast það að verða 50 þúsund. Þrátt fyrir efnahagsáföll þá hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað á fyrstu níu mánuðum ársins. Í ljósi þess að hagvöxtur er framundan er ólíklegt að þeim fækki í bráð.

Mikið uppgrip í byggingaiðnaði hefur dregið fjölmarga erlenda ríkisborgara hingað til lands í vinnu.
Mikið uppgrip í byggingaiðnaði hefur dregið fjölmarga erlenda ríkisborgara hingað til lands í vinnu.
Auglýsing

Erlendum rík­is­borg­urum sem eru búsettir á Íslandi fjölg­aði um 1.920 á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Þeir voru alls 48.640 í lok sept­em­ber og hafa aldrei verið fleiri. Íbúum lands­ins fjölg­aði um 2.470 á árs­fjórð­ungnum og því var 78 pró­sent fjölg­unar á Íslandi frá júlí­byrjun og út sept­em­ber vegna komu erlendra rík­is­borg­ara hingað til lands. 

Þetta kemur fram í nýjum mann­fjölda­tölum Hag­stofu Íslands.

Því virð­ist ekk­ert lát ætla að verða á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara, en þeir eru nú 13,4 pró­sent íbúa lands­ins, þrátt fyrir áföll í efna­hags­líf­inu tengd gjald­þroti WOW air og væntan 0,2 pró­sent sam­drátt í þjóð­ar­fram­leiðslu á árinu. Í ljósi þess að ný þjóð­hags­spá Hag­stof­unnar gerir ráð fyrir hag­vexti strax á næsta ári, og að hann hald­ist árlega út árið 2025 hið minnsta. 

Hægt á fjölgun en samt fjölgar

Það hefur hins vegar hægt á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara hér­lendis á þessu ári. Alls hefur þeim fjölgað um 2.970 á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019. 

Á árunum 2017 og 2018 átti sér stað met­­fjölgun erlendra rík­­is­­borg­­ara sem koma hingað til lands til að búa hér. Á því tíma­bili fjölg­aði þeim um alls 13.930, eða um tæp 46 pró­­sent.

Auglýsing
Ástæðan er sú að á Íslandi var mik­ill efna­hags­­upp­­­gangur og mik­ill fjöldi starfa var að fá sam­hliða þeim upp­­­gangi, sér­­stak­­lega í þjón­ust­u­­störfum tengdum ferða­­þjón­­ustu og í bygg­inga­iðn­­aði. Nú þegar hag­­kerfið er farið að kólna og spenna að losna þá hægist á fjölgun erlendra útlend­inga. En þeim heldur samt sem áður áfram að fjölga. 

Rúm­lega fjórði hver í Reykja­nesbæ útlend­ingur

Flestir erlendu rík­is­borgar­anna búa í höf­uð­borg­inni Reykja­vík, eða 20. 570. Það þýðir að 15,7 pró­sent íbúa hennar eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Til sam­an­burðar búa 800 erlendir rík­is­borg­arar í Garða­bæ, sem þýðir að 4,7 pró­sent íbúa þess sveit­ar­fé­lags til­heyra þeim hópi. 

Á meðal stærri sveit­ar­fé­laga er hlut­fall erlendra íbúa hæst í Reykja­nes­bæ, vegna nábýl­is­ins við Kefla­vík­ur­flug­völl og alla þá ferða­þjón­ustu­tengdu starf­semi sem honum teng­ist. Þar búa nú 4.960 erlendir rík­is­borg­arar sem þýðir að 25,6 pró­sent þeirra 19.380 manns sem búa í Reykja­nesbæ eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. 

Flestir erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi eru frá Pól­landi eða 20.370 og 4.542 ein­stak­lingar eru með lit­háískt rík­is­fang.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent