Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir væntan samdrátt

Erlendir ríkisborgarar á Íslandi nálgast það að verða 50 þúsund. Þrátt fyrir efnahagsáföll þá hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað á fyrstu níu mánuðum ársins. Í ljósi þess að hagvöxtur er framundan er ólíklegt að þeim fækki í bráð.

Mikið uppgrip í byggingaiðnaði hefur dregið fjölmarga erlenda ríkisborgara hingað til lands í vinnu.
Mikið uppgrip í byggingaiðnaði hefur dregið fjölmarga erlenda ríkisborgara hingað til lands í vinnu.
Auglýsing

Erlendum rík­is­borg­urum sem eru búsettir á Íslandi fjölg­aði um 1.920 á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Þeir voru alls 48.640 í lok sept­em­ber og hafa aldrei verið fleiri. Íbúum lands­ins fjölg­aði um 2.470 á árs­fjórð­ungnum og því var 78 pró­sent fjölg­unar á Íslandi frá júlí­byrjun og út sept­em­ber vegna komu erlendra rík­is­borg­ara hingað til lands. 

Þetta kemur fram í nýjum mann­fjölda­tölum Hag­stofu Íslands.

Því virð­ist ekk­ert lát ætla að verða á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara, en þeir eru nú 13,4 pró­sent íbúa lands­ins, þrátt fyrir áföll í efna­hags­líf­inu tengd gjald­þroti WOW air og væntan 0,2 pró­sent sam­drátt í þjóð­ar­fram­leiðslu á árinu. Í ljósi þess að ný þjóð­hags­spá Hag­stof­unnar gerir ráð fyrir hag­vexti strax á næsta ári, og að hann hald­ist árlega út árið 2025 hið minnsta. 

Hægt á fjölgun en samt fjölgar

Það hefur hins vegar hægt á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara hér­lendis á þessu ári. Alls hefur þeim fjölgað um 2.970 á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019. 

Á árunum 2017 og 2018 átti sér stað met­­fjölgun erlendra rík­­is­­borg­­ara sem koma hingað til lands til að búa hér. Á því tíma­bili fjölg­aði þeim um alls 13.930, eða um tæp 46 pró­­sent.

Auglýsing
Ástæðan er sú að á Íslandi var mik­ill efna­hags­­upp­­­gangur og mik­ill fjöldi starfa var að fá sam­hliða þeim upp­­­gangi, sér­­stak­­lega í þjón­ust­u­­störfum tengdum ferða­­þjón­­ustu og í bygg­inga­iðn­­aði. Nú þegar hag­­kerfið er farið að kólna og spenna að losna þá hægist á fjölgun erlendra útlend­inga. En þeim heldur samt sem áður áfram að fjölga. 

Rúm­lega fjórði hver í Reykja­nesbæ útlend­ingur

Flestir erlendu rík­is­borgar­anna búa í höf­uð­borg­inni Reykja­vík, eða 20. 570. Það þýðir að 15,7 pró­sent íbúa hennar eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Til sam­an­burðar búa 800 erlendir rík­is­borg­arar í Garða­bæ, sem þýðir að 4,7 pró­sent íbúa þess sveit­ar­fé­lags til­heyra þeim hópi. 

Á meðal stærri sveit­ar­fé­laga er hlut­fall erlendra íbúa hæst í Reykja­nes­bæ, vegna nábýl­is­ins við Kefla­vík­ur­flug­völl og alla þá ferða­þjón­ustu­tengdu starf­semi sem honum teng­ist. Þar búa nú 4.960 erlendir rík­is­borg­arar sem þýðir að 25,6 pró­sent þeirra 19.380 manns sem búa í Reykja­nesbæ eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. 

Flestir erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi eru frá Pól­landi eða 20.370 og 4.542 ein­stak­lingar eru með lit­háískt rík­is­fang.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent