Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir væntan samdrátt

Erlendir ríkisborgarar á Íslandi nálgast það að verða 50 þúsund. Þrátt fyrir efnahagsáföll þá hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað á fyrstu níu mánuðum ársins. Í ljósi þess að hagvöxtur er framundan er ólíklegt að þeim fækki í bráð.

Mikið uppgrip í byggingaiðnaði hefur dregið fjölmarga erlenda ríkisborgara hingað til lands í vinnu.
Mikið uppgrip í byggingaiðnaði hefur dregið fjölmarga erlenda ríkisborgara hingað til lands í vinnu.
Auglýsing

Erlendum rík­is­borg­urum sem eru búsettir á Íslandi fjölg­aði um 1.920 á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Þeir voru alls 48.640 í lok sept­em­ber og hafa aldrei verið fleiri. Íbúum lands­ins fjölg­aði um 2.470 á árs­fjórð­ungnum og því var 78 pró­sent fjölg­unar á Íslandi frá júlí­byrjun og út sept­em­ber vegna komu erlendra rík­is­borg­ara hingað til lands. 

Þetta kemur fram í nýjum mann­fjölda­tölum Hag­stofu Íslands.

Því virð­ist ekk­ert lát ætla að verða á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara, en þeir eru nú 13,4 pró­sent íbúa lands­ins, þrátt fyrir áföll í efna­hags­líf­inu tengd gjald­þroti WOW air og væntan 0,2 pró­sent sam­drátt í þjóð­ar­fram­leiðslu á árinu. Í ljósi þess að ný þjóð­hags­spá Hag­stof­unnar gerir ráð fyrir hag­vexti strax á næsta ári, og að hann hald­ist árlega út árið 2025 hið minnsta. 

Hægt á fjölgun en samt fjölgar

Það hefur hins vegar hægt á fjölgun erlendra rík­is­borg­ara hér­lendis á þessu ári. Alls hefur þeim fjölgað um 2.970 á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019. 

Á árunum 2017 og 2018 átti sér stað met­­fjölgun erlendra rík­­is­­borg­­ara sem koma hingað til lands til að búa hér. Á því tíma­bili fjölg­aði þeim um alls 13.930, eða um tæp 46 pró­­sent.

Auglýsing
Ástæðan er sú að á Íslandi var mik­ill efna­hags­­upp­­­gangur og mik­ill fjöldi starfa var að fá sam­hliða þeim upp­­­gangi, sér­­stak­­lega í þjón­ust­u­­störfum tengdum ferða­­þjón­­ustu og í bygg­inga­iðn­­aði. Nú þegar hag­­kerfið er farið að kólna og spenna að losna þá hægist á fjölgun erlendra útlend­inga. En þeim heldur samt sem áður áfram að fjölga. 

Rúm­lega fjórði hver í Reykja­nesbæ útlend­ingur

Flestir erlendu rík­is­borgar­anna búa í höf­uð­borg­inni Reykja­vík, eða 20. 570. Það þýðir að 15,7 pró­sent íbúa hennar eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. Til sam­an­burðar búa 800 erlendir rík­is­borg­arar í Garða­bæ, sem þýðir að 4,7 pró­sent íbúa þess sveit­ar­fé­lags til­heyra þeim hópi. 

Á meðal stærri sveit­ar­fé­laga er hlut­fall erlendra íbúa hæst í Reykja­nes­bæ, vegna nábýl­is­ins við Kefla­vík­ur­flug­völl og alla þá ferða­þjón­ustu­tengdu starf­semi sem honum teng­ist. Þar búa nú 4.960 erlendir rík­is­borg­arar sem þýðir að 25,6 pró­sent þeirra 19.380 manns sem búa í Reykja­nesbæ eru erlendir rík­is­borg­ar­ar. 

Flestir erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi eru frá Pól­landi eða 20.370 og 4.542 ein­stak­lingar eru með lit­háískt rík­is­fang.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent