Segjast hafa fylgt verklagi í máli barnshafandi konu

Útlendingastofnun hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna albanskrar fjölskyldu sem var vísað úr landi í nótt.

Ófrísk kona send úr landi Mynd: Réttur barna á flótta
Auglýsing

Ein­stak­lingum sem synjað hefur verið um alþjóð­lega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum sam­kvæmt ber að yfir­gefa land­ið. Þegar ákvörðun í máli er fram­kvæmd­ar­hæf sendir Útlend­inga­stofnun beiðni um lög­reglu­fylgd til stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Útlend­inga­stofn­un.

Til­efni til­kynn­ing­ar­innar er að á Face­book-­síðu Réttur barna á flótta birt­ist færsla í morgun þar sem kemur fram að í nótt hafi lít­illi albanskri fjöl­skyldu verið vísað úr landi þrátt fyrir að vera í miðju mála­ferli við Útlend­inga­stofn­un. Þrátt fyrir að móð­irin sé komin níu mán­uði á leið og þrátt fyrir að eiga tveggja ára gam­alt barn – barn sem fædd­ist á 36. viku. 

Auglýsing

„Þrátt fyrir lækn­is­vott­orð frá mæðra­vernd eftir skoðun með tveimur lækn­um, ljós­móður og hjúkr­un­ar­fræð­ingi í gær, þess efnis að móð­irin ætti ekki að fljúga. Þrátt fyrir að fjöl­skyldur með börn skuli ávallt fá tveggja vikna fyr­ir­vara eigi að vísa þeim úr landi. Þá gerði lög­reglan þetta,“ stendur í færsl­unni.

Sam­kvæmt sam­tök­unum lá konan inni á mæðra­vernd í gær­kvöldi eftir að hafa fengið miklar blæð­ingar úr nefi. Þá hefði lög­reglan verið heima hjá þeim og beitt föð­ur­inn valdi vegna þess að hann hugð­ist hringja í vin sinn vegna ástands­ins.

„Lög­reglan beið fyrir neðan glugg­ann hennar á mæðra­vernd með bíl sem lýsti inn í her­bergið svo tímunum skipti í gær, til­búin að taka fjöl­skyld­una upp á flug­völl. Bíll­inn fór ekki fyrr en 22:30.

Í skjóli nætur kom lög­reglan aftur og með­ferðis hafði hún lækn­is­vott­orð frá lækni að nafni Kai Blön­dal. Móð­irin hefur ekki fengið lækn­is­skoðun frá Kai vegna með­göng­unn­ar, en sam­kvæmt vott­orð­inu taldi hún móð­ur­ina geta flog­ið, þrátt fyrir að vera komin 35 vikur og 5 daga á leið. Lög­reglan keyrði þau upp á flug­völl til að vísa þeim úr landi. Flugið fór tím­an­lega en við höfum ekki fengið það stað­fest hvort fjöl­skyldan hafi farið um borð.

Á þessum tíma­punkti er ekk­ert vitað um líðan barn­anna eða for­eldranna,“ segir í færsl­unni.

Í nótt var lít­illi albanskri fjöl­skyldu vísað úr landi þrátt fyrir að vera í miðju mála­ferli við Útlend­inga­stofn­un....

Posted by Réttur Barna á Flótta on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Ekk­ert hafi komið fram um að flutn­ingur úr landi myndi stefna öryggi í hættu

Í til­kynn­ingu Útlend­inga­stofn­unar kemur fram að und­ir­bún­ingur stoð­deildar varð­andi til­högun á lög­reglu­fylgd snú­ist meðal ann­ars að því að meta stöðu ein­stak­lings í sam­ræmi við heil­brigð­is­að­stæð­ur. Sé það eftir atvikum gert með því að afla vott­orðs frá lækni um hvort við­kom­andi sé ferða­fær. Ef vott­orð liggi fyrir um að flutn­ingur ein­stak­lings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá sé flutn­ingi frestað þangað til ástandið breyt­ist. Fyrir því séu for­dæmi bæði í til­viki barns­haf­andi kvenna og ein­stak­linga sem glíma við veik­indi.

„Þessu verk­lagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöll­unar eins og öðrum,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Enn fremur kemur fram hjá Útlend­inga­stofnun að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra afl­aði hún vott­orðs frá lækni á heilsu­gæsl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að við­kom­andi væri ferða­fær. „Við­kom­andi leit­aði síðan sjálf til læknis á kvenna­deild Land­spít­al­ans þar sem gefið var út annað vott­orð og stoð­deild fékk afrit af. Í því vott­orði kom ekk­ert fram um að flutn­ingur við­kom­andi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu og því var fyr­ir­hug­uðum flutn­ingi ekki frestað.“

Eigi erfitt með langt flug

Í lækn­is­vott­orði sem No Borders Iceland birti á Face­book-­síðu sinni í dag kemur fram að konan sé gengin 35 vikur og 5 daga. Hún sé slæm af stoð­verkja­verkjum í baki og eigi erfitt með langt flug. 

Læknisvottorðið Mynd: No Borders Iceland

Svip­myndir af nótt­inni. Vott­orð frá mæðra­vernd. ­Reglur Icelanda­ir. 2 ára barn í bið og gangi. Lög­reglan að fram­kvæma...

Posted by No Borders Iceland on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Marshall í launalaust leyfi og ætlar í framboð
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
Kjarninn 9. mars 2021
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent