Segjast hafa fylgt verklagi í máli barnshafandi konu

Útlendingastofnun hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna albanskrar fjölskyldu sem var vísað úr landi í nótt.

Ófrísk kona send úr landi Mynd: Réttur barna á flótta
Auglýsing

Ein­stak­lingum sem synjað hefur verið um alþjóð­lega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum sam­kvæmt ber að yfir­gefa land­ið. Þegar ákvörðun í máli er fram­kvæmd­ar­hæf sendir Útlend­inga­stofnun beiðni um lög­reglu­fylgd til stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Útlend­inga­stofn­un.

Til­efni til­kynn­ing­ar­innar er að á Face­book-­síðu Réttur barna á flótta birt­ist færsla í morgun þar sem kemur fram að í nótt hafi lít­illi albanskri fjöl­skyldu verið vísað úr landi þrátt fyrir að vera í miðju mála­ferli við Útlend­inga­stofn­un. Þrátt fyrir að móð­irin sé komin níu mán­uði á leið og þrátt fyrir að eiga tveggja ára gam­alt barn – barn sem fædd­ist á 36. viku. 

Auglýsing

„Þrátt fyrir lækn­is­vott­orð frá mæðra­vernd eftir skoðun með tveimur lækn­um, ljós­móður og hjúkr­un­ar­fræð­ingi í gær, þess efnis að móð­irin ætti ekki að fljúga. Þrátt fyrir að fjöl­skyldur með börn skuli ávallt fá tveggja vikna fyr­ir­vara eigi að vísa þeim úr landi. Þá gerði lög­reglan þetta,“ stendur í færsl­unni.

Sam­kvæmt sam­tök­unum lá konan inni á mæðra­vernd í gær­kvöldi eftir að hafa fengið miklar blæð­ingar úr nefi. Þá hefði lög­reglan verið heima hjá þeim og beitt föð­ur­inn valdi vegna þess að hann hugð­ist hringja í vin sinn vegna ástands­ins.

„Lög­reglan beið fyrir neðan glugg­ann hennar á mæðra­vernd með bíl sem lýsti inn í her­bergið svo tímunum skipti í gær, til­búin að taka fjöl­skyld­una upp á flug­völl. Bíll­inn fór ekki fyrr en 22:30.

Í skjóli nætur kom lög­reglan aftur og með­ferðis hafði hún lækn­is­vott­orð frá lækni að nafni Kai Blön­dal. Móð­irin hefur ekki fengið lækn­is­skoðun frá Kai vegna með­göng­unn­ar, en sam­kvæmt vott­orð­inu taldi hún móð­ur­ina geta flog­ið, þrátt fyrir að vera komin 35 vikur og 5 daga á leið. Lög­reglan keyrði þau upp á flug­völl til að vísa þeim úr landi. Flugið fór tím­an­lega en við höfum ekki fengið það stað­fest hvort fjöl­skyldan hafi farið um borð.

Á þessum tíma­punkti er ekk­ert vitað um líðan barn­anna eða for­eldranna,“ segir í færsl­unni.

Í nótt var lít­illi albanskri fjöl­skyldu vísað úr landi þrátt fyrir að vera í miðju mála­ferli við Útlend­inga­stofn­un....

Posted by Réttur Barna á Flótta on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Ekk­ert hafi komið fram um að flutn­ingur úr landi myndi stefna öryggi í hættu

Í til­kynn­ingu Útlend­inga­stofn­unar kemur fram að und­ir­bún­ingur stoð­deildar varð­andi til­högun á lög­reglu­fylgd snú­ist meðal ann­ars að því að meta stöðu ein­stak­lings í sam­ræmi við heil­brigð­is­að­stæð­ur. Sé það eftir atvikum gert með því að afla vott­orðs frá lækni um hvort við­kom­andi sé ferða­fær. Ef vott­orð liggi fyrir um að flutn­ingur ein­stak­lings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá sé flutn­ingi frestað þangað til ástandið breyt­ist. Fyrir því séu for­dæmi bæði í til­viki barns­haf­andi kvenna og ein­stak­linga sem glíma við veik­indi.

„Þessu verk­lagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöll­unar eins og öðrum,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Enn fremur kemur fram hjá Útlend­inga­stofnun að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra afl­aði hún vott­orðs frá lækni á heilsu­gæsl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að við­kom­andi væri ferða­fær. „Við­kom­andi leit­aði síðan sjálf til læknis á kvenna­deild Land­spít­al­ans þar sem gefið var út annað vott­orð og stoð­deild fékk afrit af. Í því vott­orði kom ekk­ert fram um að flutn­ingur við­kom­andi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu og því var fyr­ir­hug­uðum flutn­ingi ekki frestað.“

Eigi erfitt með langt flug

Í lækn­is­vott­orði sem No Borders Iceland birti á Face­book-­síðu sinni í dag kemur fram að konan sé gengin 35 vikur og 5 daga. Hún sé slæm af stoð­verkja­verkjum í baki og eigi erfitt með langt flug. 

Læknisvottorðið Mynd: No Borders Iceland

Svip­myndir af nótt­inni. Vott­orð frá mæðra­vernd. ­Reglur Icelanda­ir. 2 ára barn í bið og gangi. Lög­reglan að fram­kvæma...

Posted by No Borders Iceland on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent