Segjast hafa fylgt verklagi í máli barnshafandi konu

Útlendingastofnun hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna albanskrar fjölskyldu sem var vísað úr landi í nótt.

Ófrísk kona send úr landi Mynd: Réttur barna á flótta
Auglýsing

Ein­stak­lingum sem synjað hefur verið um alþjóð­lega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum sam­kvæmt ber að yfir­gefa land­ið. Þegar ákvörðun í máli er fram­kvæmd­ar­hæf sendir Útlend­inga­stofnun beiðni um lög­reglu­fylgd til stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Útlend­inga­stofn­un.

Til­efni til­kynn­ing­ar­innar er að á Face­book-­síðu Réttur barna á flótta birt­ist færsla í morgun þar sem kemur fram að í nótt hafi lít­illi albanskri fjöl­skyldu verið vísað úr landi þrátt fyrir að vera í miðju mála­ferli við Útlend­inga­stofn­un. Þrátt fyrir að móð­irin sé komin níu mán­uði á leið og þrátt fyrir að eiga tveggja ára gam­alt barn – barn sem fædd­ist á 36. viku. 

Auglýsing

„Þrátt fyrir lækn­is­vott­orð frá mæðra­vernd eftir skoðun með tveimur lækn­um, ljós­móður og hjúkr­un­ar­fræð­ingi í gær, þess efnis að móð­irin ætti ekki að fljúga. Þrátt fyrir að fjöl­skyldur með börn skuli ávallt fá tveggja vikna fyr­ir­vara eigi að vísa þeim úr landi. Þá gerði lög­reglan þetta,“ stendur í færsl­unni.

Sam­kvæmt sam­tök­unum lá konan inni á mæðra­vernd í gær­kvöldi eftir að hafa fengið miklar blæð­ingar úr nefi. Þá hefði lög­reglan verið heima hjá þeim og beitt föð­ur­inn valdi vegna þess að hann hugð­ist hringja í vin sinn vegna ástands­ins.

„Lög­reglan beið fyrir neðan glugg­ann hennar á mæðra­vernd með bíl sem lýsti inn í her­bergið svo tímunum skipti í gær, til­búin að taka fjöl­skyld­una upp á flug­völl. Bíll­inn fór ekki fyrr en 22:30.

Í skjóli nætur kom lög­reglan aftur og með­ferðis hafði hún lækn­is­vott­orð frá lækni að nafni Kai Blön­dal. Móð­irin hefur ekki fengið lækn­is­skoðun frá Kai vegna með­göng­unn­ar, en sam­kvæmt vott­orð­inu taldi hún móð­ur­ina geta flog­ið, þrátt fyrir að vera komin 35 vikur og 5 daga á leið. Lög­reglan keyrði þau upp á flug­völl til að vísa þeim úr landi. Flugið fór tím­an­lega en við höfum ekki fengið það stað­fest hvort fjöl­skyldan hafi farið um borð.

Á þessum tíma­punkti er ekk­ert vitað um líðan barn­anna eða for­eldranna,“ segir í færsl­unni.

Í nótt var lít­illi albanskri fjöl­skyldu vísað úr landi þrátt fyrir að vera í miðju mála­ferli við Útlend­inga­stofn­un....

Posted by Réttur Barna á Flótta on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Ekk­ert hafi komið fram um að flutn­ingur úr landi myndi stefna öryggi í hættu

Í til­kynn­ingu Útlend­inga­stofn­unar kemur fram að und­ir­bún­ingur stoð­deildar varð­andi til­högun á lög­reglu­fylgd snú­ist meðal ann­ars að því að meta stöðu ein­stak­lings í sam­ræmi við heil­brigð­is­að­stæð­ur. Sé það eftir atvikum gert með því að afla vott­orðs frá lækni um hvort við­kom­andi sé ferða­fær. Ef vott­orð liggi fyrir um að flutn­ingur ein­stak­lings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá sé flutn­ingi frestað þangað til ástandið breyt­ist. Fyrir því séu for­dæmi bæði í til­viki barns­haf­andi kvenna og ein­stak­linga sem glíma við veik­indi.

„Þessu verk­lagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöll­unar eins og öðrum,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Enn fremur kemur fram hjá Útlend­inga­stofnun að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra afl­aði hún vott­orðs frá lækni á heilsu­gæsl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að við­kom­andi væri ferða­fær. „Við­kom­andi leit­aði síðan sjálf til læknis á kvenna­deild Land­spít­al­ans þar sem gefið var út annað vott­orð og stoð­deild fékk afrit af. Í því vott­orði kom ekk­ert fram um að flutn­ingur við­kom­andi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu og því var fyr­ir­hug­uðum flutn­ingi ekki frestað.“

Eigi erfitt með langt flug

Í lækn­is­vott­orði sem No Borders Iceland birti á Face­book-­síðu sinni í dag kemur fram að konan sé gengin 35 vikur og 5 daga. Hún sé slæm af stoð­verkja­verkjum í baki og eigi erfitt með langt flug. 

Læknisvottorðið Mynd: No Borders Iceland

Svip­myndir af nótt­inni. Vott­orð frá mæðra­vernd. ­Reglur Icelanda­ir. 2 ára barn í bið og gangi. Lög­reglan að fram­kvæma...

Posted by No Borders Iceland on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent