Segjast hafa fylgt verklagi í máli barnshafandi konu

Útlendingastofnun hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna albanskrar fjölskyldu sem var vísað úr landi í nótt.

Ófrísk kona send úr landi Mynd: Réttur barna á flótta
Auglýsing

Ein­stak­lingum sem synjað hefur verið um alþjóð­lega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum sam­kvæmt ber að yfir­gefa land­ið. Þegar ákvörðun í máli er fram­kvæmd­ar­hæf sendir Útlend­inga­stofnun beiðni um lög­reglu­fylgd til stoð­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Útlend­inga­stofn­un.

Til­efni til­kynn­ing­ar­innar er að á Face­book-­síðu Réttur barna á flótta birt­ist færsla í morgun þar sem kemur fram að í nótt hafi lít­illi albanskri fjöl­skyldu verið vísað úr landi þrátt fyrir að vera í miðju mála­ferli við Útlend­inga­stofn­un. Þrátt fyrir að móð­irin sé komin níu mán­uði á leið og þrátt fyrir að eiga tveggja ára gam­alt barn – barn sem fædd­ist á 36. viku. 

Auglýsing

„Þrátt fyrir lækn­is­vott­orð frá mæðra­vernd eftir skoðun með tveimur lækn­um, ljós­móður og hjúkr­un­ar­fræð­ingi í gær, þess efnis að móð­irin ætti ekki að fljúga. Þrátt fyrir að fjöl­skyldur með börn skuli ávallt fá tveggja vikna fyr­ir­vara eigi að vísa þeim úr landi. Þá gerði lög­reglan þetta,“ stendur í færsl­unni.

Sam­kvæmt sam­tök­unum lá konan inni á mæðra­vernd í gær­kvöldi eftir að hafa fengið miklar blæð­ingar úr nefi. Þá hefði lög­reglan verið heima hjá þeim og beitt föð­ur­inn valdi vegna þess að hann hugð­ist hringja í vin sinn vegna ástands­ins.

„Lög­reglan beið fyrir neðan glugg­ann hennar á mæðra­vernd með bíl sem lýsti inn í her­bergið svo tímunum skipti í gær, til­búin að taka fjöl­skyld­una upp á flug­völl. Bíll­inn fór ekki fyrr en 22:30.

Í skjóli nætur kom lög­reglan aftur og með­ferðis hafði hún lækn­is­vott­orð frá lækni að nafni Kai Blön­dal. Móð­irin hefur ekki fengið lækn­is­skoðun frá Kai vegna með­göng­unn­ar, en sam­kvæmt vott­orð­inu taldi hún móð­ur­ina geta flog­ið, þrátt fyrir að vera komin 35 vikur og 5 daga á leið. Lög­reglan keyrði þau upp á flug­völl til að vísa þeim úr landi. Flugið fór tím­an­lega en við höfum ekki fengið það stað­fest hvort fjöl­skyldan hafi farið um borð.

Á þessum tíma­punkti er ekk­ert vitað um líðan barn­anna eða for­eldranna,“ segir í færsl­unni.

Í nótt var lít­illi albanskri fjöl­skyldu vísað úr landi þrátt fyrir að vera í miðju mála­ferli við Útlend­inga­stofn­un....

Posted by Réttur Barna á Flótta on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Ekk­ert hafi komið fram um að flutn­ingur úr landi myndi stefna öryggi í hættu

Í til­kynn­ingu Útlend­inga­stofn­unar kemur fram að und­ir­bún­ingur stoð­deildar varð­andi til­högun á lög­reglu­fylgd snú­ist meðal ann­ars að því að meta stöðu ein­stak­lings í sam­ræmi við heil­brigð­is­að­stæð­ur. Sé það eftir atvikum gert með því að afla vott­orðs frá lækni um hvort við­kom­andi sé ferða­fær. Ef vott­orð liggi fyrir um að flutn­ingur ein­stak­lings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá sé flutn­ingi frestað þangað til ástandið breyt­ist. Fyrir því séu for­dæmi bæði í til­viki barns­haf­andi kvenna og ein­stak­linga sem glíma við veik­indi.

„Þessu verk­lagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöll­unar eins og öðrum,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Enn fremur kemur fram hjá Útlend­inga­stofnun að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra afl­aði hún vott­orðs frá lækni á heilsu­gæsl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að við­kom­andi væri ferða­fær. „Við­kom­andi leit­aði síðan sjálf til læknis á kvenna­deild Land­spít­al­ans þar sem gefið var út annað vott­orð og stoð­deild fékk afrit af. Í því vott­orði kom ekk­ert fram um að flutn­ingur við­kom­andi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu og því var fyr­ir­hug­uðum flutn­ingi ekki frestað.“

Eigi erfitt með langt flug

Í lækn­is­vott­orði sem No Borders Iceland birti á Face­book-­síðu sinni í dag kemur fram að konan sé gengin 35 vikur og 5 daga. Hún sé slæm af stoð­verkja­verkjum í baki og eigi erfitt með langt flug. 

Læknisvottorðið Mynd: No Borders Iceland

Svip­myndir af nótt­inni. Vott­orð frá mæðra­vernd. ­Reglur Icelanda­ir. 2 ára barn í bið og gangi. Lög­reglan að fram­kvæma...

Posted by No Borders Iceland on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent