Arna minnkar plastnotkun um 85 prósent

Arna, laktósafría mjólkurvinnslan í Bolungarvík, hefur tekið í notkun umhverfisvænni umbúðir. Með breytingunni minnkar Arna plastnotkun um 85 prósent miðað við hefðbundnar jógúrt eða skyrdósir.

Hálfdán Óskarsson, framkvæmdarstjóri Örnu.
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdarstjóri Örnu.
Auglýsing

Arna, laktósa­frí­a ­mjólk­ur­vinnslan í Bol­ung­ar­vík, hefur tekið í notkun umhverf­is­vænni umbúðir fyrir þykku a­b-­mjólk­ina sína. ­Pappi er aðal hrá­efnið í dósinni sjálfri og lokið verður úr áli, auk þess sem að plast­skeið og auka plast­lok eru kvödd. Þannig minnkar Arna plast­notk­un um 85 pró­sent miðað við hefð­bundnar jógúrt eða skyr­dós­ir.

Á næstu mán­uðum hyggst fyr­ir­tækið færa alla jógúrt og skyr fram­leiðsl­una sína í slík­ar ­pappa­um­búðir auk þess sem fyr­ir­tækið ætlar að skipta öllum plast­bökkum út fyrir pappa­bakka.

„Okkar stefna er að starfa í eins mik­illi sátt við umhverfið og okkur er ­kost­ur. Nýju um­búð­irnar okkar eru að fullu end­ur­vinn­an­leg­ar, þær fara með öðrum pappa í end­ur­vinnslu þótt að í þeim sé nettur plast kross til styrk­ing­ar,“ segir Hálf­dán Ósk­ars­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Örn­u. 

Auglýsing

Hrist upp í mjólk­ur­vöru­mark­að­inum

­Arna hóf fram­leiðslu á laktósa­fr­íum ­mjólk­ur­vörum í Bol­ung­ar­vík fyrir sex árum og hefur vöxt­ur ­fyr­ir­tæk­is­ins verið mik­ill frá þeim tíma. 

Alls sögð­ust 40 pró­sent nota vörur frá Örnu að stað­aldri í nýlegri könn­un MMR. Jafn­framt skaust fyr­ir­tæk­ið beint í fimmta sæti yfir þau fyr­ir­tæki sem Íslend­ingar mæla helst með í könn­un MM­R en fyr­ir­tækið var í fyrsta skipti mælt í ár. 

Í grein­ing­u MM­R ­segir að það veki athygli að hærra hlut­fall við­skipta­vina ­seg­ist versla reglu­lega hjá Örn­u en hjá nokkru öðru fyr­ir­tæki á lista þeirra fimm efstu. „Það er því nokkuð ljóst að lands­­menn hafa heldur betur tekið vel við til­­raunum þess­­arar ungu og efn­i­­legu mjólk­­ur­vinnslu til að hrista upp í mjólk­­ur­vöru­­mark­aðn­­um,“ segir í grein­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent