Vextir halda áfram að lækka – Eru nú þrjú prósent

Seðlabankinn hefur enn og aftur lækkað stýrivexti sína. Þeir hafa nú lækkað um 1,5 prósentustig frá því í maí.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að lækka meg­in­vexti sína, oft nefndir stýri­vext­ir, óbreyttum í þrjú pró­sent. Sú ákvörðun úr takti við vænt­ingar margra grein­ing­ar­að­ila, sem bjugg­ust við óbreyttum vöxt­u­m.  

Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar segir að sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá sem birt er í nóv­em­ber­hefti Pen­inga­mála hafi horfur um hag­vöxt á seinni árs­ins 2019 versnað frá því að síð­asta spá var birt í ágúst. „Hag­vöxtur á fyrri hluta árs­ins var hins vegar meiri en spáð var og er því gert ráð fyrir 0,2 pró­sent sam­drætti á árinu öllu eins og í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa einnig versnað og er nú spáð 1,6 pró­sent hag­vext­i.“

Alls hafa stýri­vextir því  lækkað um 1,5 pró­sentu­stig frá því í maí síð­ast­liðnum þegar yfir­stand­andi vaxta­lækk­un­ar­ferli hófst. ­Skömmu áður, í apr­íl, höfðu hinir svoköll­uðu lífs­kjara­samn­ingar verið und­ir­rit­að­ir. Hluti af því sam­komu­lagi var að skipa sér­staka for­sendu­nefnd, sem í sitja þrír full­trúar atvinnu­rek­enda og þrír full­trúar verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, til að fylgj­ast með hvort að for­sendur samn­ing­anna væru að halda. Ein slík for­senda var lækkun stýri­vaxta, sem þá voru 4,5 pró­sent. 

Auglýsing

Ekki var til­greint sér­stak­lega um það opin­ber­lega hversu mikið vext­irnir þyrftu að lækka til að for­sendur héldu en Kjarn­inn greindi frá því 4. apríl síð­ast­lið­inn að gert hafi verið hlið­­ar­­sam­komu­lag, svo­­kallað „skúffu­­sam­komu­lag“ sem er ekki hluti af opin­berum kjara­­samn­ingi, sem fól í sér að vextir yrðu að lækka um 0,75 pró­­sent­u­­stig fyrir sept­­em­ber 2020, þegar fyrsta end­­ur­­skoðun sér­­stakrar for­­send­u­­nefndar mun eiga sér stað, til að kjara­­samn­ingar hald­i. 

Vext­irnir voru búnir að lækka niður um það í júní 2019, 15 mán­uðum áður en fyrsta end­ur­skoð­unin mun eiga sér stað, og hafa haldið áfram að lækka síð­an. 

Pen­inga­stefnu­nefndin segir að áhrif af þess­ari hröðu vaxta­lækkun eigi enn eftir að koma fram að fullu. „­Lækkun vaxta hefur stutt við eft­ir­spurn og miðað við spá bank­ans ætti núver­andi vaxta­stig að duga til að tryggja verð­stöð­ug­leika til með­al­langs tíma og fulla nýt­ingu fram­leiðslu­þátta. Þá mun boðuð slökun í aðhaldi rík­is­fjár­mála leggj­ast á sömu sveif. Efna­hags­horfur gætu hins vegar verið of bjart­sýn­ar, einkum vegna óvissu í alþjóð­legum efna­hags­mál­u­m.“

Sam­hliða því að vextir hafa lækkað hefur verð­bólga einnig verið að lækka, eftir að hafa tekið kipp upp á við í lok síð­asta árs og byrjun árs 2019. Hún er nú 2,8 pró­sent. Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nef­dnar segir að und­ir­liggj­andi verð­bólga hafi verið þrá­lát­ari og að horfur séu á að verð­bólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í mark­mið undir lok þessa árs. „Verð­bólgu­vænt­ingar hafa haldið áfram að lækka og eru við mark­mið miðað við flesta mæli­kvarða. Taum­hald pen­inga­stefn­unnar hefur því auk­ist lít­il­lega milli funda.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent