Vextir halda áfram að lækka – Eru nú þrjú prósent

Seðlabankinn hefur enn og aftur lækkað stýrivexti sína. Þeir hafa nú lækkað um 1,5 prósentustig frá því í maí.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að lækka meg­in­vexti sína, oft nefndir stýri­vext­ir, óbreyttum í þrjú pró­sent. Sú ákvörðun úr takti við vænt­ingar margra grein­ing­ar­að­ila, sem bjugg­ust við óbreyttum vöxt­u­m.  

Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar segir að sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá sem birt er í nóv­em­ber­hefti Pen­inga­mála hafi horfur um hag­vöxt á seinni árs­ins 2019 versnað frá því að síð­asta spá var birt í ágúst. „Hag­vöxtur á fyrri hluta árs­ins var hins vegar meiri en spáð var og er því gert ráð fyrir 0,2 pró­sent sam­drætti á árinu öllu eins og í ágúst. Horfur fyrir næsta ár hafa einnig versnað og er nú spáð 1,6 pró­sent hag­vext­i.“

Alls hafa stýri­vextir því  lækkað um 1,5 pró­sentu­stig frá því í maí síð­ast­liðnum þegar yfir­stand­andi vaxta­lækk­un­ar­ferli hófst. ­Skömmu áður, í apr­íl, höfðu hinir svoköll­uðu lífs­kjara­samn­ingar verið und­ir­rit­að­ir. Hluti af því sam­komu­lagi var að skipa sér­staka for­sendu­nefnd, sem í sitja þrír full­trúar atvinnu­rek­enda og þrír full­trúar verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, til að fylgj­ast með hvort að for­sendur samn­ing­anna væru að halda. Ein slík for­senda var lækkun stýri­vaxta, sem þá voru 4,5 pró­sent. 

Auglýsing

Ekki var til­greint sér­stak­lega um það opin­ber­lega hversu mikið vext­irnir þyrftu að lækka til að for­sendur héldu en Kjarn­inn greindi frá því 4. apríl síð­ast­lið­inn að gert hafi verið hlið­­ar­­sam­komu­lag, svo­­kallað „skúffu­­sam­komu­lag“ sem er ekki hluti af opin­berum kjara­­samn­ingi, sem fól í sér að vextir yrðu að lækka um 0,75 pró­­sent­u­­stig fyrir sept­­em­ber 2020, þegar fyrsta end­­ur­­skoðun sér­­stakrar for­­send­u­­nefndar mun eiga sér stað, til að kjara­­samn­ingar hald­i. 

Vext­irnir voru búnir að lækka niður um það í júní 2019, 15 mán­uðum áður en fyrsta end­ur­skoð­unin mun eiga sér stað, og hafa haldið áfram að lækka síð­an. 

Pen­inga­stefnu­nefndin segir að áhrif af þess­ari hröðu vaxta­lækkun eigi enn eftir að koma fram að fullu. „­Lækkun vaxta hefur stutt við eft­ir­spurn og miðað við spá bank­ans ætti núver­andi vaxta­stig að duga til að tryggja verð­stöð­ug­leika til með­al­langs tíma og fulla nýt­ingu fram­leiðslu­þátta. Þá mun boðuð slökun í aðhaldi rík­is­fjár­mála leggj­ast á sömu sveif. Efna­hags­horfur gætu hins vegar verið of bjart­sýn­ar, einkum vegna óvissu í alþjóð­legum efna­hags­mál­u­m.“

Sam­hliða því að vextir hafa lækkað hefur verð­bólga einnig verið að lækka, eftir að hafa tekið kipp upp á við í lok síð­asta árs og byrjun árs 2019. Hún er nú 2,8 pró­sent. Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nef­dnar segir að und­ir­liggj­andi verð­bólga hafi verið þrá­lát­ari og að horfur séu á að verð­bólga hjaðni hraðar en spáð var í ágúst og að hún verði komin í mark­mið undir lok þessa árs. „Verð­bólgu­vænt­ingar hafa haldið áfram að lækka og eru við mark­mið miðað við flesta mæli­kvarða. Taum­hald pen­inga­stefn­unnar hefur því auk­ist lít­il­lega milli funda.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent