Barnshafandi konan lent í Albaníu eftir 19 tíma ferðalag

26 ára kona sem er gengin 36 vikur á leið var vísað frá Íslandi í gær ásamt eiginmanni og tveggja ára syni, þrátt fyrir að fyrir lægi læknisvottorð um að hún ætti ekki að fljúga. Eftir 19 tíma ferðalag lentu þau í Albaníu.

Tveggja ára sonur albönsku barnshafandi konunnar og eiginmanns hennar á meðan að þau voru í haldi albönsku lögreglunnar í nótt.
Tveggja ára sonur albönsku barnshafandi konunnar og eiginmanns hennar á meðan að þau voru í haldi albönsku lögreglunnar í nótt.
Auglýsing

Barns­haf­andi 26 ára albanska kon­an, eig­in­maður hennar og tveggja ára sonur lentu í nótt í Albaníu eftir 19 tíma ferða­lag. Þeim var vísað frá Íslandi með lög­reglu­valdi í gærnótt þrátt fyrir að konan sé gengin 36 vikur á leið með annað barn þeirra. Fjöl­skyldan var enn í haldi lög­reglu í Albaníu í nótt þegar myndin sem fylgir með þess­ari frétt var tekin af syni þeirra.

Flogið var með fjöl­skyld­una til Berlín og þaðan áfram til Alban­íu.

Mál fjöl­skyld­unnar komst í hámæli í gær­morgun þegar það birt­ist færsla á Face­book-­­síðu Réttur barna á flótta þar sem kom fram að henni hefði verið vísað úr landi um klukkan 18 í gær þrátt fyrir að vera í miðju mála­­ferli við Útlend­inga­­stofn­un. Það væri gert þrátt fyrir að móð­irin sé komin níu mán­uði á leið og þrátt fyrir að eiga tveggja ára gam­alt barn – barn sem fædd­ist á 36. viku. 

Auglýsing
„Þrátt fyrir lækn­is­vott­orð frá mæðra­vernd eftir skoðun með tveimur lækn­um, ljós­­móður og hjúkr­un­­ar­fræð­ingi í gær, þess efnis að móð­irin ætti ekki að fljúga. Þrátt fyrir að fjöl­­skyldur með börn skuli ávallt fá tveggja vikna fyr­ir­vara eigi að vísa þeim úr landi. Þá gerði lög­­reglan þetta[...]Lög­reglan beið fyrir neðan glugg­ann hennar á mæðra­vernd með bíl sem lýsti inn í her­bergið svo tímunum skipti í gær, til­­­búin að taka fjöl­­skyld­una upp á flug­­­völl. Bíll­inn fór ekki fyrr en 22:30.“

Lög­reglan hafi síðar komið með lækn­is­vott­orð frá lækni sem hafði aldrei skoðað kon­una vegna með­göng­unn­ar, en sam­kvæmt vott­orð­inu mátti hún fljúga þrátt fyrir að vera gengin svona langt á leið með barn. Lög­­reglan keyrði fjöl­skyld­una í kjöl­farið upp á flug­­­völl til að vísa þeim úr land­i.“

Hörð við­brögð

Útlend­inga­stofnun sendi frá sér til­kynn­ingu síðar í gær þar sem sagði að hún hefði­fylgt verk­lagi. Ein­stak­l­ingum sem synjað hafi verið um alþjóð­­lega vernd og eigi ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum sam­­kvæmt beri að yfir­­­gefa land­ið. Þegar ákvörðun í máli er fram­­kvæmd­­ar­hæf sendir Útlend­inga­­stofnun beiðni um lög­­­reglu­­fylgd til stoð­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra.

Stjórn Sol­aris – hjálp­­­ar­­sam­tök fyrir hæl­­is­­leit­endur og flótta­­fólk á Íslandi for­­dæmdi hins vegar for­kast­an­­lega með­­­ferð íslenskra yfir­­­valda kon­unni og fjöl­skyldu henn­ar.

Í Stund­inni var greint frá því að Land­lækn­is­emb­ættið segð­ist meta kon­una „í áhættu­hópi og mjög við­kvæmri stöðu“ og að það væri litið „al­var­legum aug­um“ að ráð­legg­ingum sér­fræð­inga Land­spít­al­ans hafi ekki verið hlýtt.Konan er gengin 36 vikur á leið. Mynd: Solaris

Biskup Íslands, Agnes M. Sig­­urð­­ar­dótt­ir, óskaði eftir fundi með Áslaugu Örnu Sig­­ur­­björns­dóttur dóms­­mála­ráð­herra til að ræða stöðu hæl­­is­­leit­enda í ljósi þess að kon­unni barns­haf­andi var vísað úr landi í nótt með tveggja ára barni sínu.

Í yfir­­lýs­ingu frá bisk­­upi Íslands sagði að það væri „ólíð­andi verkn­aður að senda barns­haf­andi konu burt í óvissu og örbirgð.“ 

Ráð­herra var brugðið

„Ég fékk fregnir af þessu máli í fjöl­miðlum í morgun líkt og aðr­­ir. Þó ég geti ekki tjáð mig um ein­­stök mál get ég þó sagt að mér var brugðið líkt og öðrum,“ sagði Áslaug Arna um málið á Face­book síðu sinni í gær­kvöldi. „Við viljum öll að farið sé var­­lega þegar um er að ræða þung­aðar mæð­­ur, börn þeirra, fædd og ófædd. Almennt er verk­lagið á þann veg í dag að fengin eru til­­­mæli frá heil­brigð­is­yf­­ir­völdum um hvort ein­hver hætta sé vegna brott­farar þeirra sem um ræðir úr landi. Ef svo er er brott­vísun frestað. Það hefur oft orðið raun­in, til að mynda vegna þung­unar kvenna í þess­­ari erf­iðu stöð­u“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent