Barnshafandi konan lent í Albaníu eftir 19 tíma ferðalag

26 ára kona sem er gengin 36 vikur á leið var vísað frá Íslandi í gær ásamt eiginmanni og tveggja ára syni, þrátt fyrir að fyrir lægi læknisvottorð um að hún ætti ekki að fljúga. Eftir 19 tíma ferðalag lentu þau í Albaníu.

Tveggja ára sonur albönsku barnshafandi konunnar og eiginmanns hennar á meðan að þau voru í haldi albönsku lögreglunnar í nótt.
Tveggja ára sonur albönsku barnshafandi konunnar og eiginmanns hennar á meðan að þau voru í haldi albönsku lögreglunnar í nótt.
Auglýsing

Barns­haf­andi 26 ára albanska kon­an, eig­in­maður hennar og tveggja ára sonur lentu í nótt í Albaníu eftir 19 tíma ferða­lag. Þeim var vísað frá Íslandi með lög­reglu­valdi í gærnótt þrátt fyrir að konan sé gengin 36 vikur á leið með annað barn þeirra. Fjöl­skyldan var enn í haldi lög­reglu í Albaníu í nótt þegar myndin sem fylgir með þess­ari frétt var tekin af syni þeirra.

Flogið var með fjöl­skyld­una til Berlín og þaðan áfram til Alban­íu.

Mál fjöl­skyld­unnar komst í hámæli í gær­morgun þegar það birt­ist færsla á Face­book-­­síðu Réttur barna á flótta þar sem kom fram að henni hefði verið vísað úr landi um klukkan 18 í gær þrátt fyrir að vera í miðju mála­­ferli við Útlend­inga­­stofn­un. Það væri gert þrátt fyrir að móð­irin sé komin níu mán­uði á leið og þrátt fyrir að eiga tveggja ára gam­alt barn – barn sem fædd­ist á 36. viku. 

Auglýsing
„Þrátt fyrir lækn­is­vott­orð frá mæðra­vernd eftir skoðun með tveimur lækn­um, ljós­­móður og hjúkr­un­­ar­fræð­ingi í gær, þess efnis að móð­irin ætti ekki að fljúga. Þrátt fyrir að fjöl­­skyldur með börn skuli ávallt fá tveggja vikna fyr­ir­vara eigi að vísa þeim úr landi. Þá gerði lög­­reglan þetta[...]Lög­reglan beið fyrir neðan glugg­ann hennar á mæðra­vernd með bíl sem lýsti inn í her­bergið svo tímunum skipti í gær, til­­­búin að taka fjöl­­skyld­una upp á flug­­­völl. Bíll­inn fór ekki fyrr en 22:30.“

Lög­reglan hafi síðar komið með lækn­is­vott­orð frá lækni sem hafði aldrei skoðað kon­una vegna með­göng­unn­ar, en sam­kvæmt vott­orð­inu mátti hún fljúga þrátt fyrir að vera gengin svona langt á leið með barn. Lög­­reglan keyrði fjöl­skyld­una í kjöl­farið upp á flug­­­völl til að vísa þeim úr land­i.“

Hörð við­brögð

Útlend­inga­stofnun sendi frá sér til­kynn­ingu síðar í gær þar sem sagði að hún hefði­fylgt verk­lagi. Ein­stak­l­ingum sem synjað hafi verið um alþjóð­­lega vernd og eigi ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum sam­­kvæmt beri að yfir­­­gefa land­ið. Þegar ákvörðun í máli er fram­­kvæmd­­ar­hæf sendir Útlend­inga­­stofnun beiðni um lög­­­reglu­­fylgd til stoð­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra.

Stjórn Sol­aris – hjálp­­­ar­­sam­tök fyrir hæl­­is­­leit­endur og flótta­­fólk á Íslandi for­­dæmdi hins vegar for­kast­an­­lega með­­­ferð íslenskra yfir­­­valda kon­unni og fjöl­skyldu henn­ar.

Í Stund­inni var greint frá því að Land­lækn­is­emb­ættið segð­ist meta kon­una „í áhættu­hópi og mjög við­kvæmri stöðu“ og að það væri litið „al­var­legum aug­um“ að ráð­legg­ingum sér­fræð­inga Land­spít­al­ans hafi ekki verið hlýtt.Konan er gengin 36 vikur á leið. Mynd: Solaris

Biskup Íslands, Agnes M. Sig­­urð­­ar­dótt­ir, óskaði eftir fundi með Áslaugu Örnu Sig­­ur­­björns­dóttur dóms­­mála­ráð­herra til að ræða stöðu hæl­­is­­leit­enda í ljósi þess að kon­unni barns­haf­andi var vísað úr landi í nótt með tveggja ára barni sínu.

Í yfir­­lýs­ingu frá bisk­­upi Íslands sagði að það væri „ólíð­andi verkn­aður að senda barns­haf­andi konu burt í óvissu og örbirgð.“ 

Ráð­herra var brugðið

„Ég fékk fregnir af þessu máli í fjöl­miðlum í morgun líkt og aðr­­ir. Þó ég geti ekki tjáð mig um ein­­stök mál get ég þó sagt að mér var brugðið líkt og öðrum,“ sagði Áslaug Arna um málið á Face­book síðu sinni í gær­kvöldi. „Við viljum öll að farið sé var­­lega þegar um er að ræða þung­aðar mæð­­ur, börn þeirra, fædd og ófædd. Almennt er verk­lagið á þann veg í dag að fengin eru til­­­mæli frá heil­brigð­is­yf­­ir­völdum um hvort ein­hver hætta sé vegna brott­farar þeirra sem um ræðir úr landi. Ef svo er er brott­vísun frestað. Það hefur oft orðið raun­in, til að mynda vegna þung­unar kvenna í þess­­ari erf­iðu stöð­u“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent