Barnshafandi konan lent í Albaníu eftir 19 tíma ferðalag

26 ára kona sem er gengin 36 vikur á leið var vísað frá Íslandi í gær ásamt eiginmanni og tveggja ára syni, þrátt fyrir að fyrir lægi læknisvottorð um að hún ætti ekki að fljúga. Eftir 19 tíma ferðalag lentu þau í Albaníu.

Tveggja ára sonur albönsku barnshafandi konunnar og eiginmanns hennar á meðan að þau voru í haldi albönsku lögreglunnar í nótt.
Tveggja ára sonur albönsku barnshafandi konunnar og eiginmanns hennar á meðan að þau voru í haldi albönsku lögreglunnar í nótt.
Auglýsing

Barns­haf­andi 26 ára albanska kon­an, eig­in­maður hennar og tveggja ára sonur lentu í nótt í Albaníu eftir 19 tíma ferða­lag. Þeim var vísað frá Íslandi með lög­reglu­valdi í gærnótt þrátt fyrir að konan sé gengin 36 vikur á leið með annað barn þeirra. Fjöl­skyldan var enn í haldi lög­reglu í Albaníu í nótt þegar myndin sem fylgir með þess­ari frétt var tekin af syni þeirra.

Flogið var með fjöl­skyld­una til Berlín og þaðan áfram til Alban­íu.

Mál fjöl­skyld­unnar komst í hámæli í gær­morgun þegar það birt­ist færsla á Face­book-­­síðu Réttur barna á flótta þar sem kom fram að henni hefði verið vísað úr landi um klukkan 18 í gær þrátt fyrir að vera í miðju mála­­ferli við Útlend­inga­­stofn­un. Það væri gert þrátt fyrir að móð­irin sé komin níu mán­uði á leið og þrátt fyrir að eiga tveggja ára gam­alt barn – barn sem fædd­ist á 36. viku. 

Auglýsing
„Þrátt fyrir lækn­is­vott­orð frá mæðra­vernd eftir skoðun með tveimur lækn­um, ljós­­móður og hjúkr­un­­ar­fræð­ingi í gær, þess efnis að móð­irin ætti ekki að fljúga. Þrátt fyrir að fjöl­­skyldur með börn skuli ávallt fá tveggja vikna fyr­ir­vara eigi að vísa þeim úr landi. Þá gerði lög­­reglan þetta[...]Lög­reglan beið fyrir neðan glugg­ann hennar á mæðra­vernd með bíl sem lýsti inn í her­bergið svo tímunum skipti í gær, til­­­búin að taka fjöl­­skyld­una upp á flug­­­völl. Bíll­inn fór ekki fyrr en 22:30.“

Lög­reglan hafi síðar komið með lækn­is­vott­orð frá lækni sem hafði aldrei skoðað kon­una vegna með­göng­unn­ar, en sam­kvæmt vott­orð­inu mátti hún fljúga þrátt fyrir að vera gengin svona langt á leið með barn. Lög­­reglan keyrði fjöl­skyld­una í kjöl­farið upp á flug­­­völl til að vísa þeim úr land­i.“

Hörð við­brögð

Útlend­inga­stofnun sendi frá sér til­kynn­ingu síðar í gær þar sem sagði að hún hefði­fylgt verk­lagi. Ein­stak­l­ingum sem synjað hafi verið um alþjóð­­lega vernd og eigi ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum sam­­kvæmt beri að yfir­­­gefa land­ið. Þegar ákvörðun í máli er fram­­kvæmd­­ar­hæf sendir Útlend­inga­­stofnun beiðni um lög­­­reglu­­fylgd til stoð­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra.

Stjórn Sol­aris – hjálp­­­ar­­sam­tök fyrir hæl­­is­­leit­endur og flótta­­fólk á Íslandi for­­dæmdi hins vegar for­kast­an­­lega með­­­ferð íslenskra yfir­­­valda kon­unni og fjöl­skyldu henn­ar.

Í Stund­inni var greint frá því að Land­lækn­is­emb­ættið segð­ist meta kon­una „í áhættu­hópi og mjög við­kvæmri stöðu“ og að það væri litið „al­var­legum aug­um“ að ráð­legg­ingum sér­fræð­inga Land­spít­al­ans hafi ekki verið hlýtt.Konan er gengin 36 vikur á leið. Mynd: Solaris

Biskup Íslands, Agnes M. Sig­­urð­­ar­dótt­ir, óskaði eftir fundi með Áslaugu Örnu Sig­­ur­­björns­dóttur dóms­­mála­ráð­herra til að ræða stöðu hæl­­is­­leit­enda í ljósi þess að kon­unni barns­haf­andi var vísað úr landi í nótt með tveggja ára barni sínu.

Í yfir­­lýs­ingu frá bisk­­upi Íslands sagði að það væri „ólíð­andi verkn­aður að senda barns­haf­andi konu burt í óvissu og örbirgð.“ 

Ráð­herra var brugðið

„Ég fékk fregnir af þessu máli í fjöl­miðlum í morgun líkt og aðr­­ir. Þó ég geti ekki tjáð mig um ein­­stök mál get ég þó sagt að mér var brugðið líkt og öðrum,“ sagði Áslaug Arna um málið á Face­book síðu sinni í gær­kvöldi. „Við viljum öll að farið sé var­­lega þegar um er að ræða þung­aðar mæð­­ur, börn þeirra, fædd og ófædd. Almennt er verk­lagið á þann veg í dag að fengin eru til­­­mæli frá heil­brigð­is­yf­­ir­völdum um hvort ein­hver hætta sé vegna brott­farar þeirra sem um ræðir úr landi. Ef svo er er brott­vísun frestað. Það hefur oft orðið raun­in, til að mynda vegna þung­unar kvenna í þess­­ari erf­iðu stöð­u“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent