Barnshafandi konan lent í Albaníu eftir 19 tíma ferðalag

26 ára kona sem er gengin 36 vikur á leið var vísað frá Íslandi í gær ásamt eiginmanni og tveggja ára syni, þrátt fyrir að fyrir lægi læknisvottorð um að hún ætti ekki að fljúga. Eftir 19 tíma ferðalag lentu þau í Albaníu.

Tveggja ára sonur albönsku barnshafandi konunnar og eiginmanns hennar á meðan að þau voru í haldi albönsku lögreglunnar í nótt.
Tveggja ára sonur albönsku barnshafandi konunnar og eiginmanns hennar á meðan að þau voru í haldi albönsku lögreglunnar í nótt.
Auglýsing

Barns­haf­andi 26 ára albanska kon­an, eig­in­maður hennar og tveggja ára sonur lentu í nótt í Albaníu eftir 19 tíma ferða­lag. Þeim var vísað frá Íslandi með lög­reglu­valdi í gærnótt þrátt fyrir að konan sé gengin 36 vikur á leið með annað barn þeirra. Fjöl­skyldan var enn í haldi lög­reglu í Albaníu í nótt þegar myndin sem fylgir með þess­ari frétt var tekin af syni þeirra.

Flogið var með fjöl­skyld­una til Berlín og þaðan áfram til Alban­íu.

Mál fjöl­skyld­unnar komst í hámæli í gær­morgun þegar það birt­ist færsla á Face­book-­­síðu Réttur barna á flótta þar sem kom fram að henni hefði verið vísað úr landi um klukkan 18 í gær þrátt fyrir að vera í miðju mála­­ferli við Útlend­inga­­stofn­un. Það væri gert þrátt fyrir að móð­irin sé komin níu mán­uði á leið og þrátt fyrir að eiga tveggja ára gam­alt barn – barn sem fædd­ist á 36. viku. 

Auglýsing
„Þrátt fyrir lækn­is­vott­orð frá mæðra­vernd eftir skoðun með tveimur lækn­um, ljós­­móður og hjúkr­un­­ar­fræð­ingi í gær, þess efnis að móð­irin ætti ekki að fljúga. Þrátt fyrir að fjöl­­skyldur með börn skuli ávallt fá tveggja vikna fyr­ir­vara eigi að vísa þeim úr landi. Þá gerði lög­­reglan þetta[...]Lög­reglan beið fyrir neðan glugg­ann hennar á mæðra­vernd með bíl sem lýsti inn í her­bergið svo tímunum skipti í gær, til­­­búin að taka fjöl­­skyld­una upp á flug­­­völl. Bíll­inn fór ekki fyrr en 22:30.“

Lög­reglan hafi síðar komið með lækn­is­vott­orð frá lækni sem hafði aldrei skoðað kon­una vegna með­göng­unn­ar, en sam­kvæmt vott­orð­inu mátti hún fljúga þrátt fyrir að vera gengin svona langt á leið með barn. Lög­­reglan keyrði fjöl­skyld­una í kjöl­farið upp á flug­­­völl til að vísa þeim úr land­i.“

Hörð við­brögð

Útlend­inga­stofnun sendi frá sér til­kynn­ingu síðar í gær þar sem sagði að hún hefði­fylgt verk­lagi. Ein­stak­l­ingum sem synjað hafi verið um alþjóð­­lega vernd og eigi ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum sam­­kvæmt beri að yfir­­­gefa land­ið. Þegar ákvörðun í máli er fram­­kvæmd­­ar­hæf sendir Útlend­inga­­stofnun beiðni um lög­­­reglu­­fylgd til stoð­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra.

Stjórn Sol­aris – hjálp­­­ar­­sam­tök fyrir hæl­­is­­leit­endur og flótta­­fólk á Íslandi for­­dæmdi hins vegar for­kast­an­­lega með­­­ferð íslenskra yfir­­­valda kon­unni og fjöl­skyldu henn­ar.

Í Stund­inni var greint frá því að Land­lækn­is­emb­ættið segð­ist meta kon­una „í áhættu­hópi og mjög við­kvæmri stöðu“ og að það væri litið „al­var­legum aug­um“ að ráð­legg­ingum sér­fræð­inga Land­spít­al­ans hafi ekki verið hlýtt.Konan er gengin 36 vikur á leið. Mynd: Solaris

Biskup Íslands, Agnes M. Sig­­urð­­ar­dótt­ir, óskaði eftir fundi með Áslaugu Örnu Sig­­ur­­björns­dóttur dóms­­mála­ráð­herra til að ræða stöðu hæl­­is­­leit­enda í ljósi þess að kon­unni barns­haf­andi var vísað úr landi í nótt með tveggja ára barni sínu.

Í yfir­­lýs­ingu frá bisk­­upi Íslands sagði að það væri „ólíð­andi verkn­aður að senda barns­haf­andi konu burt í óvissu og örbirgð.“ 

Ráð­herra var brugðið

„Ég fékk fregnir af þessu máli í fjöl­miðlum í morgun líkt og aðr­­ir. Þó ég geti ekki tjáð mig um ein­­stök mál get ég þó sagt að mér var brugðið líkt og öðrum,“ sagði Áslaug Arna um málið á Face­book síðu sinni í gær­kvöldi. „Við viljum öll að farið sé var­­lega þegar um er að ræða þung­aðar mæð­­ur, börn þeirra, fædd og ófædd. Almennt er verk­lagið á þann veg í dag að fengin eru til­­­mæli frá heil­brigð­is­yf­­ir­völdum um hvort ein­hver hætta sé vegna brott­farar þeirra sem um ræðir úr landi. Ef svo er er brott­vísun frestað. Það hefur oft orðið raun­in, til að mynda vegna þung­unar kvenna í þess­­ari erf­iðu stöð­u“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent