Stjórnvöld verði að draga vagninn

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnmálamenn séu hræddir við að leiða óumflýjanlegar samfélagsbreytingar vegna hamfarahlýnunar. Hún var stödd á Norðurlandaráðsþingi þegar Kjarninn náði tali af henni en þema þingsins snerist einmitt um loftslagsmál.

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
Auglýsing

Lofts­lags­mál voru í önd­vegi á Norð­ur­landa­ráðs­þingi í Stokk­hólmi í Sví­þjóð í lok októ­ber síð­ast­lið­ins. Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ekki sé nóg að gert í lofts­lags­mál­um. „Á þing­inu var ekki talað um hald­bærar aðgerð­ir. Það sem ég skynja í umræð­unni er að stjórn­mála­menn vilja ekki stíga fram og segja: „Við þurfum að gera þetta hérna!““

Athygli vakti þegar Oddný spurði á þing­inu Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, um hug­mynd sem hún fyrst heyrði hjá Andra Snæ Magna­syni. Oddný spurði hana sem sagt hvernig henni lit­ist á að þeir sem keyra bens­ín- og dísil­bíla skildu bíl­inn eftir heima tíunda hvern dag á árinu 2020 og gerðu svo enn betur næstu ár.

Frederik­sen svar­aði um hæl og sagði að sér lit­ist mjög illa á þessa hug­mynd.

Auglýsing

Metn­að­ar­full áætlun sem þau vita ekk­ert hvernig þau ætla að útfæra

Oddný bendir á að Frederik­sen verði í for­svari fyrir Norð­ur­löndin á þessu ári en yfir­skrift for­mennsku­á­ætl­unar Dan­merk­ur, Fær­eyja og Græn­lands fyrir árið 2020 er „Sam­taka um fram­tíð­ar­lausnir“. Ætl­unin er að hin nýja fram­tíð­ar­sýn Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar fyrir 2030 verði að veru­leika – að Norð­ur­löndin verði sjálf­bærasta og best sam­þætta svæði heims.

„Þau eru með mjög metn­að­ar­fulla áætlun í lofts­lags­málum sem þau vita ekk­ert hvernig þau ætla að útfæra. Ég spyr hana þess vegna á þing­inu hvort hún vilji ekki vera í alvör­unni leið­togi Norð­ur­land­anna í þessum efnum og koma með hald­bærar aðgerð­ir, til dæmis varð­andi það að minnka akstur á árinu 2020 á bens­ín- og dísil­bílum um 10 pró­sent. Þeir sem eigi þannig bíla geymi þá heima tíunda hvern dag,“ segir hún. „Henni fannst það alveg hræði­lega vit­laus hug­mynd vegna þess að fólk þyrfti að kom­ast leiðar sinn­ar.“

Oddný segir að hún hafi auð­vitað ekki verið að tala um að fólk ætti ekki að kom­ast leiðar sinn­ar. „Rann­sóknir hafa sýnt að það sé lofts­lagskreppa, það er bara þannig. Og það getur eng­inn gert neitt nema við. Stjórn­völd verða að draga vagn­inn, þau verða að segja almenn­ingi, fyr­ir­tækjum og stofn­unum hvaða skref er best að stíga svo við náum árangri sem fyrst.“

Hún segir að stjórn­völd þori þó ekki að stíga þetta skref.

„Það er mín til­finn­ing. En auð­vitað þarf að vera sam­þykki fyrir því í sam­fé­lag­inu að við stöndum frammi fyrir þess­ari ógn og að við verðum að gera eitt­hvað. Við verðum að vera til­búin í það öll,“ segir hún.

Sam­spil almenn­ings og fyr­ir­tækja

Oddný telur mik­il­vægt að huga að sam­spili almenn­ings og fyr­ir­tækja í lofts­lags­mál­um. „Það þýðir til dæmis ekki að biðja kjöt­fram­leið­endur að minnka fram­leiðslu á meðan almenn­ingur er til­bú­inn að kaupa. Það verður að vera sam­spil þarna á milli. Við þurfum að draga úr kjöt­neyslu þannig að eft­ir­spurnin verði ekki eins mik­il,“ segir hún.

„Svo er heldur ekki nóg að segja: „Þið verðið að breyta neyslu­venjum ykk­ar. Það er vegna þess að þið eruð svo neyslu­frek að við erum í þessum vanda hér.“ Fólk verður að vita hvað sé besta leið­in. Við verðum að þora,“ segir Odd­ný.

Hægt sé að setja upp mæl­an­legt mark­mið með hjálp vís­inda­manna og síðan meta val­kost­ina sem bjóð­ast. „Sumir til að mynda geta ekki dregið úr akstri. Þá geta þeir gert eitt­hvað ann­að. Um leið og við erum komin með sam­þykki í sam­fé­lag­inu að við verðum að gera eitt­hvað þá er hægt að finna leiðir fyrir hvern og einn.“

Aðgerð­irnar mega ekki auka ójöfnuð

Oddný tekur það sér­stak­lega fram að aðgerðir í lofts­lags­málum megi ekki verða til þess að auka ójöfn­uð. Passa þurfi upp á vel­ferð­ina og jöfn­uð­inn. „Svo að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki enn veik­ari í því breyt­inga­ferli sem framundan er.“ 

Enn fremur finnst henni mik­il­vægt að verka­lýðs­fé­lögin verði tekin með í sam­ræð­una. „Að áhrifin séu metin á kjör fólks og á vinn­andi fólk. Verka­lýðs­fé­lögin hafa náð í gegn ýmiss konar stórum málum og þau þurfa að vera með í breyt­inga­ferl­inu sem fylgir lofts­lags­mál­um. Þau passa upp á kjör fólks­ins,“ segir hún.

Verða líka að hitt­ast

Kolefn­is­spor Norð­ur­landa­ráðs­þings­ins er stórt og þegar Oddný er spurð út í það hvort það sé þess virði þá svarar hún því ját­andi. „Við þurfum reyndar að velja okkur fundi en þessi þing skipta mjög miklu máli fyrir nor­ræna sam­vinnu. 90 pró­sent Norð­ur­landa­búa vilja aukna nor­ræna sam­vinnu, hún verður ekki nema við hitt­umst. Hún mun ekki ger­ast í gegnum tölu­pósta og síma. Hún ger­ist auð­vitað einnig milli þinga en við þurfum að hitt­ast og skipt­ast á skoð­unum og fá hug­mynd­ir.“

Það besta sem kemur út úr sam­vinnu sem þess­ari fyrir ein­stak­ling­inn sé sú þekk­ing sem farið er með heim. „En svo eru nátt­úru­lega í nefnd­unum og í flokka­hóp­unum búnar til alls kyns mála­miðl­anir – vegna ýmissa mála sem eru smá og stór – sem nor­ræna ráð­herra­nefndin styrkir með fjár­munum og eitt­hvað verður úr.“ Þannig sé sam­starfið mjög verð­mætt fyrir Íslend­inga.

„Við stöndum jafn­framt saman um þessi nor­rænu gildi, þau eru ekk­ert sjálf­sögð. Það er vegna þess að sam­fé­lögin hafa passað upp á þau. Þessi frjálsu opnu sam­fé­lög. Traust á milli manna og til stofn­ana,“ segir Oddný að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent