Stjórnvöld verði að draga vagninn

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnmálamenn séu hræddir við að leiða óumflýjanlegar samfélagsbreytingar vegna hamfarahlýnunar. Hún var stödd á Norðurlandaráðsþingi þegar Kjarninn náði tali af henni en þema þingsins snerist einmitt um loftslagsmál.

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
Auglýsing

Lofts­lags­mál voru í önd­vegi á Norð­ur­landa­ráðs­þingi í Stokk­hólmi í Sví­þjóð í lok októ­ber síð­ast­lið­ins. Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ekki sé nóg að gert í lofts­lags­mál­um. „Á þing­inu var ekki talað um hald­bærar aðgerð­ir. Það sem ég skynja í umræð­unni er að stjórn­mála­menn vilja ekki stíga fram og segja: „Við þurfum að gera þetta hérna!““

Athygli vakti þegar Oddný spurði á þing­inu Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, um hug­mynd sem hún fyrst heyrði hjá Andra Snæ Magna­syni. Oddný spurði hana sem sagt hvernig henni lit­ist á að þeir sem keyra bens­ín- og dísil­bíla skildu bíl­inn eftir heima tíunda hvern dag á árinu 2020 og gerðu svo enn betur næstu ár.

Frederik­sen svar­aði um hæl og sagði að sér lit­ist mjög illa á þessa hug­mynd.

Auglýsing

Metn­að­ar­full áætlun sem þau vita ekk­ert hvernig þau ætla að útfæra

Oddný bendir á að Frederik­sen verði í for­svari fyrir Norð­ur­löndin á þessu ári en yfir­skrift for­mennsku­á­ætl­unar Dan­merk­ur, Fær­eyja og Græn­lands fyrir árið 2020 er „Sam­taka um fram­tíð­ar­lausnir“. Ætl­unin er að hin nýja fram­tíð­ar­sýn Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar fyrir 2030 verði að veru­leika – að Norð­ur­löndin verði sjálf­bærasta og best sam­þætta svæði heims.

„Þau eru með mjög metn­að­ar­fulla áætlun í lofts­lags­málum sem þau vita ekk­ert hvernig þau ætla að útfæra. Ég spyr hana þess vegna á þing­inu hvort hún vilji ekki vera í alvör­unni leið­togi Norð­ur­land­anna í þessum efnum og koma með hald­bærar aðgerð­ir, til dæmis varð­andi það að minnka akstur á árinu 2020 á bens­ín- og dísil­bílum um 10 pró­sent. Þeir sem eigi þannig bíla geymi þá heima tíunda hvern dag,“ segir hún. „Henni fannst það alveg hræði­lega vit­laus hug­mynd vegna þess að fólk þyrfti að kom­ast leiðar sinn­ar.“

Oddný segir að hún hafi auð­vitað ekki verið að tala um að fólk ætti ekki að kom­ast leiðar sinn­ar. „Rann­sóknir hafa sýnt að það sé lofts­lagskreppa, það er bara þannig. Og það getur eng­inn gert neitt nema við. Stjórn­völd verða að draga vagn­inn, þau verða að segja almenn­ingi, fyr­ir­tækjum og stofn­unum hvaða skref er best að stíga svo við náum árangri sem fyrst.“

Hún segir að stjórn­völd þori þó ekki að stíga þetta skref.

„Það er mín til­finn­ing. En auð­vitað þarf að vera sam­þykki fyrir því í sam­fé­lag­inu að við stöndum frammi fyrir þess­ari ógn og að við verðum að gera eitt­hvað. Við verðum að vera til­búin í það öll,“ segir hún.

Sam­spil almenn­ings og fyr­ir­tækja

Oddný telur mik­il­vægt að huga að sam­spili almenn­ings og fyr­ir­tækja í lofts­lags­mál­um. „Það þýðir til dæmis ekki að biðja kjöt­fram­leið­endur að minnka fram­leiðslu á meðan almenn­ingur er til­bú­inn að kaupa. Það verður að vera sam­spil þarna á milli. Við þurfum að draga úr kjöt­neyslu þannig að eft­ir­spurnin verði ekki eins mik­il,“ segir hún.

„Svo er heldur ekki nóg að segja: „Þið verðið að breyta neyslu­venjum ykk­ar. Það er vegna þess að þið eruð svo neyslu­frek að við erum í þessum vanda hér.“ Fólk verður að vita hvað sé besta leið­in. Við verðum að þora,“ segir Odd­ný.

Hægt sé að setja upp mæl­an­legt mark­mið með hjálp vís­inda­manna og síðan meta val­kost­ina sem bjóð­ast. „Sumir til að mynda geta ekki dregið úr akstri. Þá geta þeir gert eitt­hvað ann­að. Um leið og við erum komin með sam­þykki í sam­fé­lag­inu að við verðum að gera eitt­hvað þá er hægt að finna leiðir fyrir hvern og einn.“

Aðgerð­irnar mega ekki auka ójöfnuð

Oddný tekur það sér­stak­lega fram að aðgerðir í lofts­lags­málum megi ekki verða til þess að auka ójöfn­uð. Passa þurfi upp á vel­ferð­ina og jöfn­uð­inn. „Svo að þeir sem eru veikir fyrir verði ekki enn veik­ari í því breyt­inga­ferli sem framundan er.“ 

Enn fremur finnst henni mik­il­vægt að verka­lýðs­fé­lögin verði tekin með í sam­ræð­una. „Að áhrifin séu metin á kjör fólks og á vinn­andi fólk. Verka­lýðs­fé­lögin hafa náð í gegn ýmiss konar stórum málum og þau þurfa að vera með í breyt­inga­ferl­inu sem fylgir lofts­lags­mál­um. Þau passa upp á kjör fólks­ins,“ segir hún.

Verða líka að hitt­ast

Kolefn­is­spor Norð­ur­landa­ráðs­þings­ins er stórt og þegar Oddný er spurð út í það hvort það sé þess virði þá svarar hún því ját­andi. „Við þurfum reyndar að velja okkur fundi en þessi þing skipta mjög miklu máli fyrir nor­ræna sam­vinnu. 90 pró­sent Norð­ur­landa­búa vilja aukna nor­ræna sam­vinnu, hún verður ekki nema við hitt­umst. Hún mun ekki ger­ast í gegnum tölu­pósta og síma. Hún ger­ist auð­vitað einnig milli þinga en við þurfum að hitt­ast og skipt­ast á skoð­unum og fá hug­mynd­ir.“

Það besta sem kemur út úr sam­vinnu sem þess­ari fyrir ein­stak­ling­inn sé sú þekk­ing sem farið er með heim. „En svo eru nátt­úru­lega í nefnd­unum og í flokka­hóp­unum búnar til alls kyns mála­miðl­anir – vegna ýmissa mála sem eru smá og stór – sem nor­ræna ráð­herra­nefndin styrkir með fjár­munum og eitt­hvað verður úr.“ Þannig sé sam­starfið mjög verð­mætt fyrir Íslend­inga.

„Við stöndum jafn­framt saman um þessi nor­rænu gildi, þau eru ekk­ert sjálf­sögð. Það er vegna þess að sam­fé­lögin hafa passað upp á þau. Þessi frjálsu opnu sam­fé­lög. Traust á milli manna og til stofn­ana,“ segir Oddný að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent