Málþóf Miðflokksins og annað annríki kostaði 40 milljónir

Málþóf í vor gerði það að verkum að yfirvinna starfsmanna Alþingis í tengslum við þingsalinn var tvöfalt meiri en vanalega. Álagið var álíka mikið hjá þeim sem starfa á nefndarsviði. Afleiðingin var óvæntur kostnaður upp á tugi milljóna.

Miðflokkurinn birti þessa mynd á meðan að málþófið stóð yfir.
Miðflokkurinn birti þessa mynd á meðan að málþófið stóð yfir.
Auglýsing

Á fjár­auka­lögum 2019 er lagt til að 40 millj­ónir króna verði veittar til Alþingis vegna „mik­illar við­veru starfs­manna Alþingis umfram almenna starfs­skyld­u.“ Ástæðan er sú að á vor­dögum hafi verið óvenju mikið ann­ríki á Alþingi sem kall­aði á mjög mikla við­veru starfs­manna skrif­stof­unnar umfram almenna vinnu­skyldu. „Alla jafna er mikið álag á vor­dögum þings­ins og gert ráð fyrir því í áætl­unum skrif­stof­unnar en á yfir­stand­andi ári var það óvenju mikið og varði vikum sam­an. Ástæð­urnar voru mál­þóf í þingsalnum og mörg, umfangs­mikil og þung mál sem sinna þurfti á nefnda­svið­i.“

Þetta kemur fram í frum­varpi til fjár­auka­laga sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, dreifði á Alþingi um helg­ina.

Auglýsing
Þar segir að yfir­vinna starfs­manna Alþingis sem vinna í tengslum við þingsal­inn hafi verið tvö­falt meiri en vana­legt er og álíka mikið hjá nefnda­sviði. „Þá var ekki nægur fjöldi starfs­manna til að sinna allri þess­ari vinnu án þess að kæmi til hvíld­ar­tíma­brota sem einnig skap­aði auk­inn kostn­að. Þessar aðstæður voru ófyr­ir­sjá­an­legar og Alþingi á engan vara­sjóð til að bregð­ast við óvæntum kostn­aði upp á tugi millj­óna.“

Það mál­þóf sem vísað er í var stundað af þing­mönnum Mið­flokks­ins vegna inn­leið­ingu þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins. Set var nýtt umræðu­met á Alþingi í umræðum um hann en þorri þeirra fór þannig fram að ein­ungis þing­menn Mið­flokks­ins fluttu ræð­ur, oft um miðjar næt­ur. 

Þegar málið var loks afgreitt, á sér­stökum þing­stubbi í sept­em­ber, höfðu umræður um þriðja orku­­pakk­ann staðið yfir í um 150 klukku­­stund­ir.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent