Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir

Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.

herjólfur.jpeg
Auglýsing

Á nýfram­lögðu frum­varpi til fjár­auka­laga er gert ráð fyrir 790 milljón króna fram­lagi til sam­göngu­mála „ófyr­ir­séðs við­bót­ar­kostn­aðar sem Vega­gerðin þurfti að greiða vegna nýs Herj­ólfs“. 

Þar er ann­ars vegar um að ræða greiðslur til Crist skipa­smíða­stöðvar í kjöl­far loka­upp­gjörs við afhend­ingu skips­ins um mitt ár og hins vegar kostn­að­ar­auka vegna seink­unar á afhend­ingu skips­ins til Vest­manna­eyja­bæj­ar. “

Nýr Herj­ólfur var smíð­aður hjá skipa­­smíða­­stöð­inni Crist S.A. í Gdansk í Pól­landi. Hann var afhentur fyrr á þessu ári en upp­haf­lega neit­aði skipa­smíða­stöðin að láta ferj­una af hendi vegna þess að hún krafð­ist við­bót­ar­greiðslu. Sátt náð­ist í mál­inu í lok maí. Herj­ólfur var svo afhentur í byrjun júní 2019.

Auglýsing
Í fjár­auka­laga­frum­varp­inu kemur fram að þessi við­bót­ar­kostn­aður vegna loka­upp­gjörs muni kosta rík­is­sjóð 532 millj­ónir króna. Einnig féll til við­bót­ar­kostn­að­ur, m.a vegna eft­ir­lits, erlendrar lög­fræði­ráð­gjaf­ar, tafa á afhend­ingu skips og slipp­töku nýrrar ferju. „Við­bót­ar­kostn­að­ur­inn er ófyr­ir­séður en ekki var hægt að sjá fyrir hver loka­fjár­hæð upp­gjörs yrði vegna smíði nýrrar ferju. Þær upp­lýs­ingar lágu ekki fyrir fyrr en á þessu ári.“

Ríkið ber ábyrgð á kostn­aði rekstr­ar­fé­lags

Þá er lagt til að rík­is­sjóður greiði 258 millj­ónir króna til að „mæta ófyr­ir­séðum kostn­að­ar­auka vegna seink­unar á afhend­ingu nýja Herj­ólfs til Vest­manna­eyja­bæj­ar“. 

Í frum­varp­inu kemur fram að Herj­ólfur ohf., sem rekur nýju ferj­una, hafi sent kröfu til Vega­gerð­ar­innar vegna áfall­ins kostn­aðar á grund­velli breyttra rekstr­ar­for­sendna vegna seink­unar á afhend­ingu skips­ins, frá mars til júlí 2019. „Krafan hefur verið til skoð­unar hjá Vega­gerð­inni og hafa 258 m.kr. verið metnar sem rétt­mæt krafa að svo stöddu. Sam­kvæmt samn­ingi rík­is­ins við Vest­manna­eyjabæ átti rekstr­ar­fé­lagið (Herj­ólfur ohf.) að fá nýja ferju afhenta í byrjun árs 2019 þannig að hægt yrði að hefja sigl­ingar 30. mars þegar rekstr­ar­fé­lag bæj­ar­ins tæki yfir rekstur sigl­inga­leið­ar­inn­ar. Á þeim tíma átti að vera lokið æfingum og þjálfun skips­hafnar og öðrum und­ir­bún­ingi að því að yfir­taka rekst­ur­inn. Ekki var hægt að sjá fyrir þær tafir sem urðu á afhend­ingu ferj­unn­ar. Um er að ræða tíma­bund­inn við­bót­ar­kostnað sem féll til innan árs­ins vegna tafa og óhjá­kvæmi­lega þurfti að bregð­ast við aðstæðum til að halda sam­göngum milli lands og eyja sam­kvæmt áætl­un.“ 

Auglýsing
Í frum­varp­inu segir að sam­kvæmt við­bót­ar­samn­ingi rík­is­ins og Vest­manna­eyja­bæjar sé sann­an­legur kostn­aður sem til féll vegna tafa á afhend­ingu fyrir rekstr­ar­fé­lagið á ábyrgð rík­is­ins. „Sá kostn­aður sem hér um ræðir er einkum: a) mis­munur á rekstr­ar­kostn­aði eldri Herj­ólfs og nýja, svo sem við­bót­ar­launa­kostn­aður þar sem eldra skip þarf meiri mönn­un, olíu­kostn­aður og annar rekstr­ar­kostn­að­ur, svo sem hafn­ar­gjöld og við­halds­kostn­að­ur, b) auka­kostn­aður vegna bók­un­ar­kerfis og annar stjórn­un­ar­kostn­aður vegna óhag­ræðis af seinkun og c) seinkun leiddi til þess að sam­hliða því að reka sigl­inga­leið­ina með eldra skipi þurfti rekstr­ar­fé­lagið að taka nýtt skip í notk­un, ann­ast próf­anir og þjálfa skip­verja. Vinna við þetta var því í auknum mæli unnin í yfir­vinnu sem leiddi til auk­ins launa­kostn­að­ar. Ekki er hægt að finna svig­rúm innan mála­flokks­ins þar sem að fjár­veit­ingum hefur þegar verið ráð­stafað í ýmis lögbundin eða samn­ings­bundin verk­efni. Vara­sjóð­ur­inn hefur ekki bol­magn til að mæta frá­vikum af þess­ari stærð­argráðu og óhjá­kvæmi­legt er að bregð­ast við þeim.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent