Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir

Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.

herjólfur.jpeg
Auglýsing

Á nýfram­lögðu frum­varpi til fjár­auka­laga er gert ráð fyrir 790 milljón króna fram­lagi til sam­göngu­mála „ófyr­ir­séðs við­bót­ar­kostn­aðar sem Vega­gerðin þurfti að greiða vegna nýs Herj­ólfs“. 

Þar er ann­ars vegar um að ræða greiðslur til Crist skipa­smíða­stöðvar í kjöl­far loka­upp­gjörs við afhend­ingu skips­ins um mitt ár og hins vegar kostn­að­ar­auka vegna seink­unar á afhend­ingu skips­ins til Vest­manna­eyja­bæj­ar. “

Nýr Herj­ólfur var smíð­aður hjá skipa­­smíða­­stöð­inni Crist S.A. í Gdansk í Pól­landi. Hann var afhentur fyrr á þessu ári en upp­haf­lega neit­aði skipa­smíða­stöðin að láta ferj­una af hendi vegna þess að hún krafð­ist við­bót­ar­greiðslu. Sátt náð­ist í mál­inu í lok maí. Herj­ólfur var svo afhentur í byrjun júní 2019.

Auglýsing
Í fjár­auka­laga­frum­varp­inu kemur fram að þessi við­bót­ar­kostn­aður vegna loka­upp­gjörs muni kosta rík­is­sjóð 532 millj­ónir króna. Einnig féll til við­bót­ar­kostn­að­ur, m.a vegna eft­ir­lits, erlendrar lög­fræði­ráð­gjaf­ar, tafa á afhend­ingu skips og slipp­töku nýrrar ferju. „Við­bót­ar­kostn­að­ur­inn er ófyr­ir­séður en ekki var hægt að sjá fyrir hver loka­fjár­hæð upp­gjörs yrði vegna smíði nýrrar ferju. Þær upp­lýs­ingar lágu ekki fyrir fyrr en á þessu ári.“

Ríkið ber ábyrgð á kostn­aði rekstr­ar­fé­lags

Þá er lagt til að rík­is­sjóður greiði 258 millj­ónir króna til að „mæta ófyr­ir­séðum kostn­að­ar­auka vegna seink­unar á afhend­ingu nýja Herj­ólfs til Vest­manna­eyja­bæj­ar“. 

Í frum­varp­inu kemur fram að Herj­ólfur ohf., sem rekur nýju ferj­una, hafi sent kröfu til Vega­gerð­ar­innar vegna áfall­ins kostn­aðar á grund­velli breyttra rekstr­ar­for­sendna vegna seink­unar á afhend­ingu skips­ins, frá mars til júlí 2019. „Krafan hefur verið til skoð­unar hjá Vega­gerð­inni og hafa 258 m.kr. verið metnar sem rétt­mæt krafa að svo stöddu. Sam­kvæmt samn­ingi rík­is­ins við Vest­manna­eyjabæ átti rekstr­ar­fé­lagið (Herj­ólfur ohf.) að fá nýja ferju afhenta í byrjun árs 2019 þannig að hægt yrði að hefja sigl­ingar 30. mars þegar rekstr­ar­fé­lag bæj­ar­ins tæki yfir rekstur sigl­inga­leið­ar­inn­ar. Á þeim tíma átti að vera lokið æfingum og þjálfun skips­hafnar og öðrum und­ir­bún­ingi að því að yfir­taka rekst­ur­inn. Ekki var hægt að sjá fyrir þær tafir sem urðu á afhend­ingu ferj­unn­ar. Um er að ræða tíma­bund­inn við­bót­ar­kostnað sem féll til innan árs­ins vegna tafa og óhjá­kvæmi­lega þurfti að bregð­ast við aðstæðum til að halda sam­göngum milli lands og eyja sam­kvæmt áætl­un.“ 

Auglýsing
Í frum­varp­inu segir að sam­kvæmt við­bót­ar­samn­ingi rík­is­ins og Vest­manna­eyja­bæjar sé sann­an­legur kostn­aður sem til féll vegna tafa á afhend­ingu fyrir rekstr­ar­fé­lagið á ábyrgð rík­is­ins. „Sá kostn­aður sem hér um ræðir er einkum: a) mis­munur á rekstr­ar­kostn­aði eldri Herj­ólfs og nýja, svo sem við­bót­ar­launa­kostn­aður þar sem eldra skip þarf meiri mönn­un, olíu­kostn­aður og annar rekstr­ar­kostn­að­ur, svo sem hafn­ar­gjöld og við­halds­kostn­að­ur, b) auka­kostn­aður vegna bók­un­ar­kerfis og annar stjórn­un­ar­kostn­aður vegna óhag­ræðis af seinkun og c) seinkun leiddi til þess að sam­hliða því að reka sigl­inga­leið­ina með eldra skipi þurfti rekstr­ar­fé­lagið að taka nýtt skip í notk­un, ann­ast próf­anir og þjálfa skip­verja. Vinna við þetta var því í auknum mæli unnin í yfir­vinnu sem leiddi til auk­ins launa­kostn­að­ar. Ekki er hægt að finna svig­rúm innan mála­flokks­ins þar sem að fjár­veit­ingum hefur þegar verið ráð­stafað í ýmis lögbundin eða samn­ings­bundin verk­efni. Vara­sjóð­ur­inn hefur ekki bol­magn til að mæta frá­vikum af þess­ari stærð­argráðu og óhjá­kvæmi­legt er að bregð­ast við þeim.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent