Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir

Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.

herjólfur.jpeg
Auglýsing

Á nýframlögðu frumvarpi til fjáraukalaga er gert ráð fyrir 790 milljón króna framlagi til samgöngumála „ófyrirséðs viðbótarkostnaðar sem Vegagerðin þurfti að greiða vegna nýs Herjólfs“. 

Þar er annars vegar um að ræða greiðslur til Crist skipasmíðastöðvar í kjölfar lokauppgjörs við afhendingu skipsins um mitt ár og hins vegar kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu skipsins til Vestmannaeyjabæjar. “

Nýr Herjólfur var smíðaður hjá skipa­smíða­stöð­inni Crist S.A. í Gdansk í Pól­landi. Hann var afhentur fyrr á þessu ári en upphaflega neitaði skipasmíðastöðin að láta ferjuna af hendi vegna þess að hún krafðist viðbótargreiðslu. Sátt náðist í málinu í lok maí. Herjólfur var svo afhentur í byrjun júní 2019.

Auglýsing
Í fjáraukalagafrumvarpinu kemur fram að þessi viðbótarkostnaður vegna lokauppgjörs muni kosta ríkissjóð 532 milljónir króna. Einnig féll til viðbótarkostnaður, m.a vegna eftirlits, erlendrar lögfræðiráðgjafar, tafa á afhendingu skips og slipptöku nýrrar ferju. „Viðbótarkostnaðurinn er ófyrirséður en ekki var hægt að sjá fyrir hver lokafjárhæð uppgjörs yrði vegna smíði nýrrar ferju. Þær upplýsingar lágu ekki fyrir fyrr en á þessu ári.“

Ríkið ber ábyrgð á kostnaði rekstrarfélags

Þá er lagt til að ríkissjóður greiði 258 milljónir króna til að „mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu nýja Herjólfs til Vestmannaeyjabæjar“. 

Í frumvarpinu kemur fram að Herjólfur ohf., sem rekur nýju ferjuna, hafi sent kröfu til Vegagerðarinnar vegna áfallins kostnaðar á grundvelli breyttra rekstrarforsendna vegna seinkunar á afhendingu skipsins, frá mars til júlí 2019. „Krafan hefur verið til skoðunar hjá Vegagerðinni og hafa 258 m.kr. verið metnar sem réttmæt krafa að svo stöddu. Samkvæmt samningi ríkisins við Vestmannaeyjabæ átti rekstrarfélagið (Herjólfur ohf.) að fá nýja ferju afhenta í byrjun árs 2019 þannig að hægt yrði að hefja siglingar 30. mars þegar rekstrarfélag bæjarins tæki yfir rekstur siglingaleiðarinnar. Á þeim tíma átti að vera lokið æfingum og þjálfun skipshafnar og öðrum undirbúningi að því að yfirtaka reksturinn. Ekki var hægt að sjá fyrir þær tafir sem urðu á afhendingu ferjunnar. Um er að ræða tímabundinn viðbótarkostnað sem féll til innan ársins vegna tafa og óhjákvæmilega þurfti að bregðast við aðstæðum til að halda samgöngum milli lands og eyja samkvæmt áætlun.“ 

Auglýsing
Í frumvarpinu segir að samkvæmt viðbótarsamningi ríkisins og Vestmannaeyjabæjar sé sannanlegur kostnaður sem til féll vegna tafa á afhendingu fyrir rekstrarfélagið á ábyrgð ríkisins. „Sá kostnaður sem hér um ræðir er einkum: a) mismunur á rekstrarkostnaði eldri Herjólfs og nýja, svo sem viðbótarlaunakostnaður þar sem eldra skip þarf meiri mönnun, olíukostnaður og annar rekstrarkostnaður, svo sem hafnargjöld og viðhaldskostnaður, b) aukakostnaður vegna bókunarkerfis og annar stjórnunarkostnaður vegna óhagræðis af seinkun og c) seinkun leiddi til þess að samhliða því að reka siglingaleiðina með eldra skipi þurfti rekstrarfélagið að taka nýtt skip í notkun, annast prófanir og þjálfa skipverja. Vinna við þetta var því í auknum mæli unnin í yfirvinnu sem leiddi til aukins launakostnaðar. Ekki er hægt að finna svigrúm innan málaflokksins þar sem að fjárveitingum hefur þegar verið ráðstafað í ýmis lögbundin eða samningsbundin verkefni. Varasjóðurinn hefur ekki bolmagn til að mæta frávikum af þessari stærðargráðu og óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent