Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir

Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.

herjólfur.jpeg
Auglýsing

Á nýfram­lögðu frum­varpi til fjár­auka­laga er gert ráð fyrir 790 milljón króna fram­lagi til sam­göngu­mála „ófyr­ir­séðs við­bót­ar­kostn­aðar sem Vega­gerðin þurfti að greiða vegna nýs Herj­ólfs“. 

Þar er ann­ars vegar um að ræða greiðslur til Crist skipa­smíða­stöðvar í kjöl­far loka­upp­gjörs við afhend­ingu skips­ins um mitt ár og hins vegar kostn­að­ar­auka vegna seink­unar á afhend­ingu skips­ins til Vest­manna­eyja­bæj­ar. “

Nýr Herj­ólfur var smíð­aður hjá skipa­­smíða­­stöð­inni Crist S.A. í Gdansk í Pól­landi. Hann var afhentur fyrr á þessu ári en upp­haf­lega neit­aði skipa­smíða­stöðin að láta ferj­una af hendi vegna þess að hún krafð­ist við­bót­ar­greiðslu. Sátt náð­ist í mál­inu í lok maí. Herj­ólfur var svo afhentur í byrjun júní 2019.

Auglýsing
Í fjár­auka­laga­frum­varp­inu kemur fram að þessi við­bót­ar­kostn­aður vegna loka­upp­gjörs muni kosta rík­is­sjóð 532 millj­ónir króna. Einnig féll til við­bót­ar­kostn­að­ur, m.a vegna eft­ir­lits, erlendrar lög­fræði­ráð­gjaf­ar, tafa á afhend­ingu skips og slipp­töku nýrrar ferju. „Við­bót­ar­kostn­að­ur­inn er ófyr­ir­séður en ekki var hægt að sjá fyrir hver loka­fjár­hæð upp­gjörs yrði vegna smíði nýrrar ferju. Þær upp­lýs­ingar lágu ekki fyrir fyrr en á þessu ári.“

Ríkið ber ábyrgð á kostn­aði rekstr­ar­fé­lags

Þá er lagt til að rík­is­sjóður greiði 258 millj­ónir króna til að „mæta ófyr­ir­séðum kostn­að­ar­auka vegna seink­unar á afhend­ingu nýja Herj­ólfs til Vest­manna­eyja­bæj­ar“. 

Í frum­varp­inu kemur fram að Herj­ólfur ohf., sem rekur nýju ferj­una, hafi sent kröfu til Vega­gerð­ar­innar vegna áfall­ins kostn­aðar á grund­velli breyttra rekstr­ar­for­sendna vegna seink­unar á afhend­ingu skips­ins, frá mars til júlí 2019. „Krafan hefur verið til skoð­unar hjá Vega­gerð­inni og hafa 258 m.kr. verið metnar sem rétt­mæt krafa að svo stöddu. Sam­kvæmt samn­ingi rík­is­ins við Vest­manna­eyjabæ átti rekstr­ar­fé­lagið (Herj­ólfur ohf.) að fá nýja ferju afhenta í byrjun árs 2019 þannig að hægt yrði að hefja sigl­ingar 30. mars þegar rekstr­ar­fé­lag bæj­ar­ins tæki yfir rekstur sigl­inga­leið­ar­inn­ar. Á þeim tíma átti að vera lokið æfingum og þjálfun skips­hafnar og öðrum und­ir­bún­ingi að því að yfir­taka rekst­ur­inn. Ekki var hægt að sjá fyrir þær tafir sem urðu á afhend­ingu ferj­unn­ar. Um er að ræða tíma­bund­inn við­bót­ar­kostnað sem féll til innan árs­ins vegna tafa og óhjá­kvæmi­lega þurfti að bregð­ast við aðstæðum til að halda sam­göngum milli lands og eyja sam­kvæmt áætl­un.“ 

Auglýsing
Í frum­varp­inu segir að sam­kvæmt við­bót­ar­samn­ingi rík­is­ins og Vest­manna­eyja­bæjar sé sann­an­legur kostn­aður sem til féll vegna tafa á afhend­ingu fyrir rekstr­ar­fé­lagið á ábyrgð rík­is­ins. „Sá kostn­aður sem hér um ræðir er einkum: a) mis­munur á rekstr­ar­kostn­aði eldri Herj­ólfs og nýja, svo sem við­bót­ar­launa­kostn­aður þar sem eldra skip þarf meiri mönn­un, olíu­kostn­aður og annar rekstr­ar­kostn­að­ur, svo sem hafn­ar­gjöld og við­halds­kostn­að­ur, b) auka­kostn­aður vegna bók­un­ar­kerfis og annar stjórn­un­ar­kostn­aður vegna óhag­ræðis af seinkun og c) seinkun leiddi til þess að sam­hliða því að reka sigl­inga­leið­ina með eldra skipi þurfti rekstr­ar­fé­lagið að taka nýtt skip í notk­un, ann­ast próf­anir og þjálfa skip­verja. Vinna við þetta var því í auknum mæli unnin í yfir­vinnu sem leiddi til auk­ins launa­kostn­að­ar. Ekki er hægt að finna svig­rúm innan mála­flokks­ins þar sem að fjár­veit­ingum hefur þegar verið ráð­stafað í ýmis lögbundin eða samn­ings­bundin verk­efni. Vara­sjóð­ur­inn hefur ekki bol­magn til að mæta frá­vikum af þess­ari stærð­argráðu og óhjá­kvæmi­legt er að bregð­ast við þeim.“Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Forstjóri Samherja vill aftur í stjórn Sjóvá
Tímabundinn forstjóri Samherja steig úr stól stjórnarformanns Sjóvá í nóvember í fyrra vegna anna. Hann sækist nú eftir því að setjast aftur í stjórnina á komandi aðalfundi. Samherji á tæpan helming í stærsta eiganda Sjóvá.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Kristín Þorsteinsdóttir.
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins vill í stjórn Sýnar
Á meðal þeirra sem vilja taka sæti í stjórn eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis Íslands er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent