Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins, um biðtíma og stöðugildi sálfræðinga.
Allt að tíu mánaða bið fyrir fullorðna
Fullorðnir þurfa einnig að bíða l mislengi eftir sálfræðitíma eftir því hvar þeir eru búsettir á landinu. Á Suðurlandi getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuði. Á Suðurnesjum er biðtími eftir þjónustu geðteymis fullorðna um fimm mánuðir.
Á Vestfjörðum er biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna að meðaltali tveir mánuðir en á Vesturlandi um tveir til þrír mánuðir. Alvarlegri mál fá þó forgang og ekki er bið eftir námskeiði í hugrænni atferlismeðferð á Vesturlandi.
Á Austurlandi er hjá geðheilsusteymi eins til fjögurra mánaða biðtími en um þrír til fimm mánuðir fyrir fullorðna utan geðheilsuteymisins.
Á Norðurlandi er biðtími fyrir 18 ára og eldri mun styttri á Akureyri en á Húsvík eða frá fjórum vikum á Akureyri upp til fjóra til fimm mánuði á Húsavík.
Biðtími á fimmtán heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins er þó talsvert styttri en á landsbyggðinni. Biðtími eftir þjónustu er mismunandi en þóoftast tvær til fjórar vikur. Í geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er hins vegar engin bið eftir sálfræðiþjónustu.
Með því efla geðrækt og forvarnir má draga úr þjónustuþörf
Anna Kolbrún spyr einnig um stöðugildi sálfræðinga við hverja heilbrigðisstofnun og hversu mörg þau þurfi að vera til að tryggja viðunandi þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svarar því að mikilvægt sé að kortleggja reglulega þörf fólks fyrir geðheilbrigðisþjónustu á landinu öllu enda geti þjónustuþörf verið breytileg eftir landshlutum.
Í þessu sambandi nefnir hún lýðheilsuvísa en með því að skilgreina lýðheilsuvísa út frá gögnum og greina niður á sveitarfélög eða heilbrigðisumdæmi sé unnt að bregðast við ef fram kemur breyting á líðan þeirra sem búa á tilteknu svæði. Hún segir jafnframt að með því að efla geðrækt og forvarnir megi dragi úr þjónustuþörf.
Svandís bendir jafnframt á að hafa geðheilsuteymi hafi verið fjármögnuð í öllum heilbrigðisumdæmum og sé verið að byggja þau upp og skipuleggja. „Með eflingu geðheilbrigðisþjónustu á landinu öllu verður hægt að fylgjast með og mæta þjónustuþörfum fólks betur eftir því sem við á á hverjum tíma og miðað við mat á þörf á hverju svæði,“ segir í svarinu.