Allt að tólf mánaða bið eftir sálfræðiviðtali fyrir börn

Mik­ill munur er á biðtíma eftir tíma með sálfræðing eftir lands­hlut­um. Á Suðurlandi getur biðin eftir tíma verið allt að tíu mánuðir en hjá geðheilsuteymum höfuðborgarsvæðisins er ekki bið eftir sálfræðiþjónustu.

born_19154270071_o.jpg börn leiksskóli
Auglýsing
Bið­tími eftir við­tali við sál­fræð­ing fyrir börn er mjög mis­langur eftir lands­hlut­um. Hjá Heil­brigð­is­stofnun Vest­ur­lands er hann lengstur en þar þurfa börn að bíða að með­al­tali allt að 12 mán­uði eftir tíma en er mál­u­m þó raðað eftir alvar­leika. Til sam­an­burðar er bið­tími fyrir börn víð­ast hvar á Norð­ur­landi tvær til fjórar vik­ur.Þetta kemur fram í svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Önnu Kol­brúnu Árna­dótt­ur, þing­manni Mið­flokks­ins, um bið­tíma og stöðu­gildi sálfræðinga.

Auglýsing

Allt að tíu mán­aða bið fyrir full­orðna

Full­orðnir þurfa einnig að bíða l mis­lengi eftir sál­fræði­tíma eftir því hvar þeir eru búsettir á land­inu. Á Suð­ur­landi getur hann verið allt frá því að vera eng­inn og upp undir 10 mán­uð­i. Á Suð­ur­nesjum er bið­tími eftir þjón­ustu geðteymis full­orðna um fimm mán­uð­ir.

Á Vest­fjörðum er bið­tími eftir sál­fræð­ingi meðal full­orð­inna að með­al­tali tveir mán­uðir en á Vest­ur­landi um tveir til þrír mán­uð­ir. Alvar­legri mál fá þó for­gang og ekki er bið eftir nám­skeiði í hug­rænni atferl­is­með­ferð á Vest­ur­land­i. 

Á Suðurnesjum er biðtími eftir þjónustu geðteymis fullorðna um fimm mánuðir

Á Aust­ur­landi er hjá ­geð­heilsu­steymi eins til­ ­fjög­urra ­mán­aða bið­tími en um þrír til fimm mán­uðir fyrir full­orðna utan geð­heilsuteym­is­ins. 

Á Norð­ur­landi er bið­tími fyrir 18 ára og eldri mun styttri á Akur­eyri en á Hús­vík eða frá fjórum vikum á Ak­ur­eyr­i ­upp til fjóra til fimm mán­uði á Húsa­vík. 

Bið­tími á fimmtán heilsu­gæslu­stöðvum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er þó tals­vert styttri en á lands­byggð­inni. Bið­tími eftir þjón­ustu er mis­mun­andi en þóoft­ast tvær til fjórar vik­ur. Í geð­heilsuteymum Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er hins vegar engin bið eftir sál­fræði­þjón­ustu.

Með því efla geð­rækt og for­varnir má draga úr þjón­ustu­þörf

Anna Kol­brún spyr einnig um stöðu­gildi sál­fræð­inga við hverja heil­brigð­is­stofnun og hversu mörg þau þurfi að vera til að tryggja við­un­andi þjón­ustu. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra, svarar því að mik­il­vægt sé að kort­leggja reglu­lega þörf fólks fyrir geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á land­inu öllu enda geti þjón­ustu­þörf verið breyti­leg eftir lands­hlut­u­m. 

Í þessu sam­bandi nefnir hún lýð­heilsu­vísa en með því að skil­greina lýð­heilsu­vísa út frá gögnum og greina niður á sveit­ar­fé­lög eða heil­brigð­is­um­dæmi sé unnt að bregð­ast við ef fram kemur breyt­ing á líðan þeirra sem búa á til­teknu svæði. Hún segir jafn­framt að með því að efla ­geð­rækt og for­varnir megi dragi úr þjón­ustu­þörf.

Svan­dís bendir jafn­framt á að hafa geð­heilsuteymi hafi ver­ið fjár­mögnuð í öllum heil­brigð­is­um­dæmum og sé verið að byggja þau upp og skipu­leggja. „Með efl­ingu geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á land­inu öllu verður hægt að fylgj­ast með og mæta þjón­ustu­þörfum fólks betur eftir því sem við á á hverjum tíma og miðað við mat á þörf á hverju svæð­i,“ segir í svar­in­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent