Allt að tólf mánaða bið eftir sálfræðiviðtali fyrir börn

Mik­ill munur er á biðtíma eftir tíma með sálfræðing eftir lands­hlut­um. Á Suðurlandi getur biðin eftir tíma verið allt að tíu mánuðir en hjá geðheilsuteymum höfuðborgarsvæðisins er ekki bið eftir sálfræðiþjónustu.

born_19154270071_o.jpg börn leiksskóli
Auglýsing
Bið­tími eftir við­tali við sál­fræð­ing fyrir börn er mjög mis­langur eftir lands­hlut­um. Hjá Heil­brigð­is­stofnun Vest­ur­lands er hann lengstur en þar þurfa börn að bíða að með­al­tali allt að 12 mán­uði eftir tíma en er mál­u­m þó raðað eftir alvar­leika. Til sam­an­burðar er bið­tími fyrir börn víð­ast hvar á Norð­ur­landi tvær til fjórar vik­ur.Þetta kemur fram í svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Önnu Kol­brúnu Árna­dótt­ur, þing­manni Mið­flokks­ins, um bið­tíma og stöðu­gildi sálfræðinga.

Auglýsing

Allt að tíu mán­aða bið fyrir full­orðna

Full­orðnir þurfa einnig að bíða l mis­lengi eftir sál­fræði­tíma eftir því hvar þeir eru búsettir á land­inu. Á Suð­ur­landi getur hann verið allt frá því að vera eng­inn og upp undir 10 mán­uð­i. Á Suð­ur­nesjum er bið­tími eftir þjón­ustu geðteymis full­orðna um fimm mán­uð­ir.

Á Vest­fjörðum er bið­tími eftir sál­fræð­ingi meðal full­orð­inna að með­al­tali tveir mán­uðir en á Vest­ur­landi um tveir til þrír mán­uð­ir. Alvar­legri mál fá þó for­gang og ekki er bið eftir nám­skeiði í hug­rænni atferl­is­með­ferð á Vest­ur­land­i. 

Á Suðurnesjum er biðtími eftir þjónustu geðteymis fullorðna um fimm mánuðir

Á Aust­ur­landi er hjá ­geð­heilsu­steymi eins til­ ­fjög­urra ­mán­aða bið­tími en um þrír til fimm mán­uðir fyrir full­orðna utan geð­heilsuteym­is­ins. 

Á Norð­ur­landi er bið­tími fyrir 18 ára og eldri mun styttri á Akur­eyri en á Hús­vík eða frá fjórum vikum á Ak­ur­eyr­i ­upp til fjóra til fimm mán­uði á Húsa­vík. 

Bið­tími á fimmtán heilsu­gæslu­stöðvum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er þó tals­vert styttri en á lands­byggð­inni. Bið­tími eftir þjón­ustu er mis­mun­andi en þóoft­ast tvær til fjórar vik­ur. Í geð­heilsuteymum Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er hins vegar engin bið eftir sál­fræði­þjón­ustu.

Með því efla geð­rækt og for­varnir má draga úr þjón­ustu­þörf

Anna Kol­brún spyr einnig um stöðu­gildi sál­fræð­inga við hverja heil­brigð­is­stofnun og hversu mörg þau þurfi að vera til að tryggja við­un­andi þjón­ustu. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra, svarar því að mik­il­vægt sé að kort­leggja reglu­lega þörf fólks fyrir geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á land­inu öllu enda geti þjón­ustu­þörf verið breyti­leg eftir lands­hlut­u­m. 

Í þessu sam­bandi nefnir hún lýð­heilsu­vísa en með því að skil­greina lýð­heilsu­vísa út frá gögnum og greina niður á sveit­ar­fé­lög eða heil­brigð­is­um­dæmi sé unnt að bregð­ast við ef fram kemur breyt­ing á líðan þeirra sem búa á til­teknu svæði. Hún segir jafn­framt að með því að efla ­geð­rækt og for­varnir megi dragi úr þjón­ustu­þörf.

Svan­dís bendir jafn­framt á að hafa geð­heilsuteymi hafi ver­ið fjár­mögnuð í öllum heil­brigð­is­um­dæmum og sé verið að byggja þau upp og skipu­leggja. „Með efl­ingu geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á land­inu öllu verður hægt að fylgj­ast með og mæta þjón­ustu­þörfum fólks betur eftir því sem við á á hverjum tíma og miðað við mat á þörf á hverju svæð­i,“ segir í svar­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent