Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra

Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Rík­is­fram­lög til Sam­fylk­ing­ar­innar nær fjór­föld­uð­ust á milli ára. Fram­lögin hækk­uðu úr um 23 millj­ónum króna árið 2017 í 88,8 millj­ónir árið 2018. Í heild­ina voru tekjur Sam­fylk­ing­ar­innar 148,7 millj­ónir í fyrra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í útdrætti úr árs­­­reikn­ingi Sam­fylk­ing­ar­innar sem Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun birti í dag. 

Sam­fylk­ingin fékk 12,1 ­pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í októ­ber 2017 og sjö þing­menn kjörna. Flokk­ur­inn hafði fengið 5,7 pró­sent atkvæða og þrjá þing­menn í kosn­ing­unum sem haldnar voru árið áður. 

Þessa miklu aukn­ingu í rík­is­fram­lögum má því ann­ars vegar rekja til auk­ins fylgi flokks­ins í kosn­ing­unum 2017 og hins vegar til þess að árið 2018 var fyrsta árið í rekstri þeirra stjórn­­­­­mála­­­flokk­a sem eiga full­­­trúa á þingi frá því að fram­lög til þeirra úr rík­­­­is­­­­sjóði voru hækkuð um 127 pró­­­­sent, að til­­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i. 

Auglýsing

Fram­lög úr rík­­­­is­­­­sjóði til flokk­anna átta á þingi áttu að vera 286 millj­­­­­­­ónir króna í fyrra en urðu 648 millj­­­­­­­ónir króna eftir að sú ákvörðun var tek­in. Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­­­­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­­­­kosn­­­­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­­­­lega 2,8 millj­­­­örðum króna úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­­­­semi sinn­i. 

Níu ein­stak­lingar gáfu Sam­fylk­ing­unni hámarks­fjár­hæð 

Í árs­reikn­ing­unum má jafn­framt sjá að rekstur Sam­fylk­ing­ar­innar kost­aði 126,4 millj­ónir í fyrra og skil­aði rekst­­ur­inn því 17 millj­óna króna hagn­aði. Flokk­ur­inn skuld­aði alls 101,4 millj­ónir í fyrra og ­lækk­­uðu skuldir hans milli ára úr 114,4 millj­­ónum króna. 

Alls fékk Sam­fylk­ingin 3,5 millj­ónir frá lög­að­il­um, þar af gáfu þrír lög­að­ilar flokknum hámarks­fjár­hæð í fram­lag sem lög heim­ili á síð­asta ári, eða 400 þús­und krón­ur. Það voru Sím­inn hf., Sig­fús­ar­sjóð­ur, og Alþýðu­hús Reykja­víkur ehf.

Þá voru níu ein­stak­lingar sem gáfu flokknum 400 þús­und krón­ur. Alls fékk flokk­ur­inn 23,6 millj­ónir í fram­lög frá ein­stak­lingum þar með talið eru fram­lög sem inn­heimt­ust með sér­stöku sóknar­átaki sem eru talin með fram­lögum ein­stak­lingum í stað þess að telja þau með öðrum rekstr­ar­tekj­um.

Ný lög sam­­­­­þykkt í fyrra

Ný lög um fjár­­­­­­­­­mál stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka voru sam­­­­­þykkt á Alþingi í des­em­ber í fyrra. Á meðal breyt­inga sem þau lög fela í sér eru að stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokkar mega nú taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­­­­um. Hámarks­­­­­fram­lagið var 400 þús­und krónur en var hækkað í 550 þús­und krón­­­­­ur. 

Auk þess var sú fjár­­­­­hæð sem ein­stak­l­ingur þarf að gefa til að vera nafn­­­­­greindur í árs­­­­­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­­­­­bjóð­enda hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­­­­­ur.

Hug­takið „tengdir aðil­­­­­ar“ var líka sam­ræmt, en Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoðun gerði í fyrra athuga­­­­­semdir við umfram­fram­lög aðila sem voru gefin í gegnum nokkur mis­­­­­mun­andi félög í eigu sömu aðila. 

Þá var ákveðið að láta stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokk­anna skila árs­­­­­reikn­ingum sínum til rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoð­anda fyrir 1. nóv­­­­­em­ber ár hvert í stað 1. októ­ber líkt og nú er. Sú grund­vall­­­­­ar­breyt­ing fylgdi með að Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoðun mun hætta að birta tak­­­­­mark­aðar upp­­­­­lýs­ingar úr reikn­ingum flokk­anna, svo­­­­­kall­aðan útdrátt, og birtir þess í stað árs­­­­­reikn­ing­anna í heild sinni árit­aða af end­­­­­ur­­­­­skoð­end­­­­­um.

Þessi breyt­ing á hins vegar ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári, þrátt fyrir að nýju lögin séu þegar komin í gagn­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent