Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra

Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Rík­is­fram­lög til Sam­fylk­ing­ar­innar nær fjór­föld­uð­ust á milli ára. Fram­lögin hækk­uðu úr um 23 millj­ónum króna árið 2017 í 88,8 millj­ónir árið 2018. Í heild­ina voru tekjur Sam­fylk­ing­ar­innar 148,7 millj­ónir í fyrra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í útdrætti úr árs­­­reikn­ingi Sam­fylk­ing­ar­innar sem Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun birti í dag. 

Sam­fylk­ingin fékk 12,1 ­pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í októ­ber 2017 og sjö þing­menn kjörna. Flokk­ur­inn hafði fengið 5,7 pró­sent atkvæða og þrjá þing­menn í kosn­ing­unum sem haldnar voru árið áður. 

Þessa miklu aukn­ingu í rík­is­fram­lögum má því ann­ars vegar rekja til auk­ins fylgi flokks­ins í kosn­ing­unum 2017 og hins vegar til þess að árið 2018 var fyrsta árið í rekstri þeirra stjórn­­­­­mála­­­flokk­a sem eiga full­­­trúa á þingi frá því að fram­lög til þeirra úr rík­­­­is­­­­sjóði voru hækkuð um 127 pró­­­­sent, að til­­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i. 

Auglýsing

Fram­lög úr rík­­­­is­­­­sjóði til flokk­anna átta á þingi áttu að vera 286 millj­­­­­­­ónir króna í fyrra en urðu 648 millj­­­­­­­ónir króna eftir að sú ákvörðun var tek­in. Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­­­­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­­­­kosn­­­­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­­­­lega 2,8 millj­­­­örðum króna úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­­­­semi sinn­i. 

Níu ein­stak­lingar gáfu Sam­fylk­ing­unni hámarks­fjár­hæð 

Í árs­reikn­ing­unum má jafn­framt sjá að rekstur Sam­fylk­ing­ar­innar kost­aði 126,4 millj­ónir í fyrra og skil­aði rekst­­ur­inn því 17 millj­óna króna hagn­aði. Flokk­ur­inn skuld­aði alls 101,4 millj­ónir í fyrra og ­lækk­­uðu skuldir hans milli ára úr 114,4 millj­­ónum króna. 

Alls fékk Sam­fylk­ingin 3,5 millj­ónir frá lög­að­il­um, þar af gáfu þrír lög­að­ilar flokknum hámarks­fjár­hæð í fram­lag sem lög heim­ili á síð­asta ári, eða 400 þús­und krón­ur. Það voru Sím­inn hf., Sig­fús­ar­sjóð­ur, og Alþýðu­hús Reykja­víkur ehf.

Þá voru níu ein­stak­lingar sem gáfu flokknum 400 þús­und krón­ur. Alls fékk flokk­ur­inn 23,6 millj­ónir í fram­lög frá ein­stak­lingum þar með talið eru fram­lög sem inn­heimt­ust með sér­stöku sóknar­átaki sem eru talin með fram­lögum ein­stak­lingum í stað þess að telja þau með öðrum rekstr­ar­tekj­um.

Ný lög sam­­­­­þykkt í fyrra

Ný lög um fjár­­­­­­­­­mál stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka voru sam­­­­­þykkt á Alþingi í des­em­ber í fyrra. Á meðal breyt­inga sem þau lög fela í sér eru að stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokkar mega nú taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­­­­um. Hámarks­­­­­fram­lagið var 400 þús­und krónur en var hækkað í 550 þús­und krón­­­­­ur. 

Auk þess var sú fjár­­­­­hæð sem ein­stak­l­ingur þarf að gefa til að vera nafn­­­­­greindur í árs­­­­­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­­­­­bjóð­enda hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­­­­­ur.

Hug­takið „tengdir aðil­­­­­ar“ var líka sam­ræmt, en Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoðun gerði í fyrra athuga­­­­­semdir við umfram­fram­lög aðila sem voru gefin í gegnum nokkur mis­­­­­mun­andi félög í eigu sömu aðila. 

Þá var ákveðið að láta stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokk­anna skila árs­­­­­reikn­ingum sínum til rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoð­anda fyrir 1. nóv­­­­­em­ber ár hvert í stað 1. októ­ber líkt og nú er. Sú grund­vall­­­­­ar­breyt­ing fylgdi með að Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoðun mun hætta að birta tak­­­­­mark­aðar upp­­­­­lýs­ingar úr reikn­ingum flokk­anna, svo­­­­­kall­aðan útdrátt, og birtir þess í stað árs­­­­­reikn­ing­anna í heild sinni árit­aða af end­­­­­ur­­­­­skoð­end­­­­­um.

Þessi breyt­ing á hins vegar ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári, þrátt fyrir að nýju lögin séu þegar komin í gagn­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent