Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra

Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Rík­is­fram­lög til Sam­fylk­ing­ar­innar nær fjór­föld­uð­ust á milli ára. Fram­lögin hækk­uðu úr um 23 millj­ónum króna árið 2017 í 88,8 millj­ónir árið 2018. Í heild­ina voru tekjur Sam­fylk­ing­ar­innar 148,7 millj­ónir í fyrra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í útdrætti úr árs­­­reikn­ingi Sam­fylk­ing­ar­innar sem Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun birti í dag. 

Sam­fylk­ingin fékk 12,1 ­pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í októ­ber 2017 og sjö þing­menn kjörna. Flokk­ur­inn hafði fengið 5,7 pró­sent atkvæða og þrjá þing­menn í kosn­ing­unum sem haldnar voru árið áður. 

Þessa miklu aukn­ingu í rík­is­fram­lögum má því ann­ars vegar rekja til auk­ins fylgi flokks­ins í kosn­ing­unum 2017 og hins vegar til þess að árið 2018 var fyrsta árið í rekstri þeirra stjórn­­­­­mála­­­flokk­a sem eiga full­­­trúa á þingi frá því að fram­lög til þeirra úr rík­­­­is­­­­sjóði voru hækkuð um 127 pró­­­­sent, að til­­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i. 

Auglýsing

Fram­lög úr rík­­­­is­­­­sjóði til flokk­anna átta á þingi áttu að vera 286 millj­­­­­­­ónir króna í fyrra en urðu 648 millj­­­­­­­ónir króna eftir að sú ákvörðun var tek­in. Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­­­­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­­­­kosn­­­­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­­­­lega 2,8 millj­­­­örðum króna úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­­­­semi sinn­i. 

Níu ein­stak­lingar gáfu Sam­fylk­ing­unni hámarks­fjár­hæð 

Í árs­reikn­ing­unum má jafn­framt sjá að rekstur Sam­fylk­ing­ar­innar kost­aði 126,4 millj­ónir í fyrra og skil­aði rekst­­ur­inn því 17 millj­óna króna hagn­aði. Flokk­ur­inn skuld­aði alls 101,4 millj­ónir í fyrra og ­lækk­­uðu skuldir hans milli ára úr 114,4 millj­­ónum króna. 

Alls fékk Sam­fylk­ingin 3,5 millj­ónir frá lög­að­il­um, þar af gáfu þrír lög­að­ilar flokknum hámarks­fjár­hæð í fram­lag sem lög heim­ili á síð­asta ári, eða 400 þús­und krón­ur. Það voru Sím­inn hf., Sig­fús­ar­sjóð­ur, og Alþýðu­hús Reykja­víkur ehf.

Þá voru níu ein­stak­lingar sem gáfu flokknum 400 þús­und krón­ur. Alls fékk flokk­ur­inn 23,6 millj­ónir í fram­lög frá ein­stak­lingum þar með talið eru fram­lög sem inn­heimt­ust með sér­stöku sóknar­átaki sem eru talin með fram­lögum ein­stak­lingum í stað þess að telja þau með öðrum rekstr­ar­tekj­um.

Ný lög sam­­­­­þykkt í fyrra

Ný lög um fjár­­­­­­­­­mál stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka voru sam­­­­­þykkt á Alþingi í des­em­ber í fyrra. Á meðal breyt­inga sem þau lög fela í sér eru að stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokkar mega nú taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­­­­um. Hámarks­­­­­fram­lagið var 400 þús­und krónur en var hækkað í 550 þús­und krón­­­­­ur. 

Auk þess var sú fjár­­­­­hæð sem ein­stak­l­ingur þarf að gefa til að vera nafn­­­­­greindur í árs­­­­­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­­­­­bjóð­enda hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­­­­­ur.

Hug­takið „tengdir aðil­­­­­ar“ var líka sam­ræmt, en Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoðun gerði í fyrra athuga­­­­­semdir við umfram­fram­lög aðila sem voru gefin í gegnum nokkur mis­­­­­mun­andi félög í eigu sömu aðila. 

Þá var ákveðið að láta stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokk­anna skila árs­­­­­reikn­ingum sínum til rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoð­anda fyrir 1. nóv­­­­­em­ber ár hvert í stað 1. októ­ber líkt og nú er. Sú grund­vall­­­­­ar­breyt­ing fylgdi með að Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoðun mun hætta að birta tak­­­­­mark­aðar upp­­­­­lýs­ingar úr reikn­ingum flokk­anna, svo­­­­­kall­aðan útdrátt, og birtir þess í stað árs­­­­­reikn­ing­anna í heild sinni árit­aða af end­­­­­ur­­­­­skoð­end­­­­­um.

Þessi breyt­ing á hins vegar ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári, þrátt fyrir að nýju lögin séu þegar komin í gagn­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent