Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra

Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Rík­is­fram­lög til Sam­fylk­ing­ar­innar nær fjór­föld­uð­ust á milli ára. Fram­lögin hækk­uðu úr um 23 millj­ónum króna árið 2017 í 88,8 millj­ónir árið 2018. Í heild­ina voru tekjur Sam­fylk­ing­ar­innar 148,7 millj­ónir í fyrra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í útdrætti úr árs­­­reikn­ingi Sam­fylk­ing­ar­innar sem Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun birti í dag. 

Sam­fylk­ingin fékk 12,1 ­pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í októ­ber 2017 og sjö þing­menn kjörna. Flokk­ur­inn hafði fengið 5,7 pró­sent atkvæða og þrjá þing­menn í kosn­ing­unum sem haldnar voru árið áður. 

Þessa miklu aukn­ingu í rík­is­fram­lögum má því ann­ars vegar rekja til auk­ins fylgi flokks­ins í kosn­ing­unum 2017 og hins vegar til þess að árið 2018 var fyrsta árið í rekstri þeirra stjórn­­­­­mála­­­flokk­a sem eiga full­­­trúa á þingi frá því að fram­lög til þeirra úr rík­­­­is­­­­sjóði voru hækkuð um 127 pró­­­­sent, að til­­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i. 

Auglýsing

Fram­lög úr rík­­­­is­­­­sjóði til flokk­anna átta á þingi áttu að vera 286 millj­­­­­­­ónir króna í fyrra en urðu 648 millj­­­­­­­ónir króna eftir að sú ákvörðun var tek­in. Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­­­­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­­­­kosn­­­­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­­­­lega 2,8 millj­­­­örðum króna úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­­­­semi sinn­i. 

Níu ein­stak­lingar gáfu Sam­fylk­ing­unni hámarks­fjár­hæð 

Í árs­reikn­ing­unum má jafn­framt sjá að rekstur Sam­fylk­ing­ar­innar kost­aði 126,4 millj­ónir í fyrra og skil­aði rekst­­ur­inn því 17 millj­óna króna hagn­aði. Flokk­ur­inn skuld­aði alls 101,4 millj­ónir í fyrra og ­lækk­­uðu skuldir hans milli ára úr 114,4 millj­­ónum króna. 

Alls fékk Sam­fylk­ingin 3,5 millj­ónir frá lög­að­il­um, þar af gáfu þrír lög­að­ilar flokknum hámarks­fjár­hæð í fram­lag sem lög heim­ili á síð­asta ári, eða 400 þús­und krón­ur. Það voru Sím­inn hf., Sig­fús­ar­sjóð­ur, og Alþýðu­hús Reykja­víkur ehf.

Þá voru níu ein­stak­lingar sem gáfu flokknum 400 þús­und krón­ur. Alls fékk flokk­ur­inn 23,6 millj­ónir í fram­lög frá ein­stak­lingum þar með talið eru fram­lög sem inn­heimt­ust með sér­stöku sóknar­átaki sem eru talin með fram­lögum ein­stak­lingum í stað þess að telja þau með öðrum rekstr­ar­tekj­um.

Ný lög sam­­­­­þykkt í fyrra

Ný lög um fjár­­­­­­­­­mál stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka voru sam­­­­­þykkt á Alþingi í des­em­ber í fyrra. Á meðal breyt­inga sem þau lög fela í sér eru að stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokkar mega nú taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­­­­um. Hámarks­­­­­fram­lagið var 400 þús­und krónur en var hækkað í 550 þús­und krón­­­­­ur. 

Auk þess var sú fjár­­­­­hæð sem ein­stak­l­ingur þarf að gefa til að vera nafn­­­­­greindur í árs­­­­­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­­­­­bjóð­enda hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­­­­­ur.

Hug­takið „tengdir aðil­­­­­ar“ var líka sam­ræmt, en Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoðun gerði í fyrra athuga­­­­­semdir við umfram­fram­lög aðila sem voru gefin í gegnum nokkur mis­­­­­mun­andi félög í eigu sömu aðila. 

Þá var ákveðið að láta stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokk­anna skila árs­­­­­reikn­ingum sínum til rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoð­anda fyrir 1. nóv­­­­­em­ber ár hvert í stað 1. októ­ber líkt og nú er. Sú grund­vall­­­­­ar­breyt­ing fylgdi með að Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoðun mun hætta að birta tak­­­­­mark­aðar upp­­­­­lýs­ingar úr reikn­ingum flokk­anna, svo­­­­­kall­aðan útdrátt, og birtir þess í stað árs­­­­­reikn­ing­anna í heild sinni árit­aða af end­­­­­ur­­­­­skoð­end­­­­­um.

Þessi breyt­ing á hins vegar ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári, þrátt fyrir að nýju lögin séu þegar komin í gagn­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent