Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði

Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Tekjur Flokks fólks­ins og Pírata juk­ust til muna í fyrra sam­an­borið við árið áður­. Að upp­i­­­stöðu komu þær ­tekjur úr rík­­is­­sjóði eða alls 95 pró­­­sent af tekjum Pírata og 97,5 pró­sent af tekjum Flokks fólks­ins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í útdrætti úr árs­­reikn­ingi Flokks fólks­ins og Pírata sem Rík­­is­end­­ur­­skoðun birti í dag. 

Þessi aukn­ing í tekjum má rekja til þess að árið 2018 var fyrsta árið í rekstri þeirra stjórn­­­mála­­flokk­a sem eiga full­­trúa á þingi frá því að fram­lög til þeirra úr rík­­­is­­­sjóði voru hækkuð um 127 pró­­­sent, að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i. 

Fram­lög úr rík­­­is­­­sjóði til flokk­anna átta á þingi áttu að vera 286 millj­­­­­­ónir króna í fyrra en urðu 648 millj­­­­­­ónir króna eftir að sú ákvörðun var tek­in. Einu flokk­­­­­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­­­­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

Auglýsing

Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­­­­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­­­­kosn­­­­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­­­­lega 2,8 millj­­­­örðum króna úr rík­­­­is­­­­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­­­­semi sinn­i. 

Flokkur fólks­ins fékk 6,9 pró­­­sent atkvæða í kosn­­­ing­unum 2017 og Píratar 9,2 pró­sent atkvæða.

Flokkur fólks­ins hagn­að­ist um 27 millj­ónir

Tekjur Flokks fólks­ins voru alls 52,3 millj­­ónir króna í fyrra. Líkt og kom fram hér fyrir ofan komu þær tekjur að uppi­stöðu úr rík­­is­­sjóði eða alls rúm­lega 51 millj­ón. Rekstur flokks­ins kost­aði alls 25,7 millj­ónir og skil­aði rekstur flokks­ins því tölu­verðum hagn­aði eða alls 26,9 millj­ónum króna. 

Flokk­­ur­inn skuld­aði 920 þús­und krónur í lok síð­­asta árs og lækk­­uðu skuldir hans milli ára úr 5,8 millj­­ónum króna. 

Flokkur fólks­ins fékk ekki ein­stak­lings­fram­lög hærra en 200 þús­und krónur í fyrra.

Skuldir Pírata juk­ust til muna á milli ára 

Píratar fengu einnig engin fram­lög yfir 200 þús­und krónur frá ein­stak­lingum í fyrra. Að upp­stöðu komu tekj­ur P­írat­ar úr rík­is­sjóði eða alls 77,8 millj­ón­ir. Heild­ar­tekjur flokks­ins voru 81,8 millj­ónir í fyrra en rekstur flokks­ins ­kost­aði alls 92,4 millj­ónir og skil­aði rekst­ur­inn því smá­vægi­legu tapi. 

Flokk­ur­inn skuld­aði alls 23 milj­ónir í árs­lok en ­flokk­ur­inn skuld­að­i ­rúma eina milljón árið þar á und­an. 

Ný lög sam­­­­þykkt í fyrra

Ný lög um fjár­­­­­­­mál stjórn­­­­­­­mála­­­­flokka voru sam­­­­þykkt á Alþingi í des­em­ber í fyrra. Á meðal breyt­inga sem þau lög fela í sér eru að stjórn­­­­­­­mála­­­­flokkar mega nú taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­­­um. Hámarks­­­­fram­lagið var 400 þús­und krónur en var hækkað í 550 þús­und krón­­­­ur. 

Auk þess var sú fjár­­­­hæð sem ein­stak­l­ingur þarf að gefa til að vera nafn­­­­greindur í árs­­­­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­­­­bjóð­enda hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­­­­ur.

Hug­takið „tengdir aðil­­­­ar“ var líka sam­ræmt, en Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun gerði í fyrra athuga­­­­semdir við umfram­fram­lög aðila sem voru gefin í gegnum nokkur mis­­­­mun­andi félög í eigu sömu aðila. 

Þá var ákveðið að láta stjórn­­­­­­­mála­­­­flokk­anna skila árs­­­­reikn­ingum sínum til rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­anda fyrir 1. nóv­­­­em­ber ár hvert í stað 1. októ­ber líkt og nú er. Sú grund­vall­­­­ar­breyt­ing fylgdi með að Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun mun hætta að birta tak­­­­mark­aðar upp­­­­lýs­ingar úr reikn­ingum flokk­anna, svo­­­­kall­aðan útdrátt, og birtir þess í stað árs­­­­reikn­ing­anna í heild sinni árit­aða af end­­­­ur­­­­skoð­end­­­­um.

Þessi breyt­ing á hins vegar ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári, þrátt fyrir að nýju lögin séu þegar komin í gagn­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson.
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent