Vilja þjóðarátak í landgræðslu

Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.

20_07_2013_9552839673_o.jpg
Auglýsing

Sjö þing­menn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um að fela umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra að sjá til þess að komið verði á fót sam­starfs­vett­vangi sem miði að því að auka þátt­töku almenn­ings í kolefn­is­bind­ingu með land­græðslu og gera þannig þjóð­ar­á­tak í land­græðslu. ­Þing­menn­irn­ir vilja að þessum sam­starfs­vett­vangi verði komið á fyrir lok árs 2020. 

Fáir þjóðir jafn gott tæki­færi til kolefn­is­bind­ingar í gróðri

­Mark­mið ­til­lög­unnar er að auka kolefn­is­bind­ingu, koma í veg fyrir jarð­vegs­rof og græða upp örfoka land með auk­inni þátt­töku almenn­ings í land­græðslu. Í ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i ­segir að jarð­vegur sé mik­il­væg auð­lind enda sé hann und­ir­staða mest­allrar mat­væla­fram­leiðslu heims­ins. 

Jarð­vegseyð­ing sé ein mesta ógn mann­kyns og að eyð­ing gróð­urs og jarð­vegs hafo um langa hríð verið eitt helsta umhverf­is­vanda­málið á Ísland­i. 

Auglýsing

„Flutn­ings­menn leggja því til að farið verði í þjóð­ar­á­tak í land­græðslu enda hafi fáar þjóðir hafa eins góð tæki­færi og Íslend­ingar til að draga úr losun vegna land­notk­unar og efla kolefn­is­bind­ingu í gróðri og jarð­veg­i,“ segir í til­lög­unn­i.   

Þing­menn­irn­ir ­leggja því til að settur verði á fót ­sam­starfs­vett­vang­ur ­stjórn­valda, Land­græðsl­unn­ar, bænda, atvinnu­lífs og almenn­ings til að auka þát­töku almenn­ings í kolefn­is­jöfn­un. Lagt er til að haft verði til fyr­ir­myndar átakið Bændur græða landið en það er sam­starfs­verk­efni bænda og Land­græðsl­unnar sem ­starf­rækt­ hef­ur ver­ið frá árinu 1990 um upp­græðslu heima­landa

Mörg hund­ruð ein­stak­lingar kolefn­is­jafnað sig í ár

Æ fleiri ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki hafa kolefn­is­jafnað við­skipti sín á und­an­förnum miss­er­um. Kolefn­is­jöfn­un ­fellst í því að reikna út hversu mikið ein­stak­l­ing­­ur, fyr­ir­tæki eða stofnun menga mik­ið, til dæmis hversu mikil losun koltví­­­sýr­ings á sér stað við flug eða akst­­ur. Ein­stak­l­ing­­ur­inn, fyr­ir­tækið eða stofn­unin greiðir fyr­ir­tæki eða sjóði fyrir að planta trjám eða end­­ur­heimta vot­­lendi sem í stað­inn bindur sama magn af kolefn­i. 

Tvö fyr­ir­tæki og sjóðir bjóða upp á kolefn­is­jöfn­un á Íslandi, það eru Vot­­lend­is­­sjóður og Kol­við­­ur. Í sumar höfðu 300 ein­stak­l­ingar kolefn­is­­jafnað sig það sem af er ári hjá Kol­viði og 96 ein­stak­l­ingar hjá Vot­­lend­is­­sjóð­i. 

„Þátt­taka atvinnu­lífs­ins í verk­efn­inu gæti falist í því að bjóða upp á kolefn­is­jöfn­un við­skipta með land­græðslu. Þannig yrði þátt­taka almenn­ings tví­þætt, ann­ars vegar með beinni þátt­töku í land­græðslu undir leið­sögn Land­græðsl­unn­ar, hins vegar með­ kolefn­is­jöfn­un við­skipta sinna,“ segir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent