Vilja þjóðarátak í landgræðslu

Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.

20_07_2013_9552839673_o.jpg
Auglýsing

Sjö þing­menn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um að fela umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra að sjá til þess að komið verði á fót sam­starfs­vett­vangi sem miði að því að auka þátt­töku almenn­ings í kolefn­is­bind­ingu með land­græðslu og gera þannig þjóð­ar­á­tak í land­græðslu. ­Þing­menn­irn­ir vilja að þessum sam­starfs­vett­vangi verði komið á fyrir lok árs 2020. 

Fáir þjóðir jafn gott tæki­færi til kolefn­is­bind­ingar í gróðri

­Mark­mið ­til­lög­unnar er að auka kolefn­is­bind­ingu, koma í veg fyrir jarð­vegs­rof og græða upp örfoka land með auk­inni þátt­töku almenn­ings í land­græðslu. Í ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i ­segir að jarð­vegur sé mik­il­væg auð­lind enda sé hann und­ir­staða mest­allrar mat­væla­fram­leiðslu heims­ins. 

Jarð­vegseyð­ing sé ein mesta ógn mann­kyns og að eyð­ing gróð­urs og jarð­vegs hafo um langa hríð verið eitt helsta umhverf­is­vanda­málið á Ísland­i. 

Auglýsing

„Flutn­ings­menn leggja því til að farið verði í þjóð­ar­á­tak í land­græðslu enda hafi fáar þjóðir hafa eins góð tæki­færi og Íslend­ingar til að draga úr losun vegna land­notk­unar og efla kolefn­is­bind­ingu í gróðri og jarð­veg­i,“ segir í til­lög­unn­i.   

Þing­menn­irn­ir ­leggja því til að settur verði á fót ­sam­starfs­vett­vang­ur ­stjórn­valda, Land­græðsl­unn­ar, bænda, atvinnu­lífs og almenn­ings til að auka þát­töku almenn­ings í kolefn­is­jöfn­un. Lagt er til að haft verði til fyr­ir­myndar átakið Bændur græða landið en það er sam­starfs­verk­efni bænda og Land­græðsl­unnar sem ­starf­rækt­ hef­ur ver­ið frá árinu 1990 um upp­græðslu heima­landa

Mörg hund­ruð ein­stak­lingar kolefn­is­jafnað sig í ár

Æ fleiri ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki hafa kolefn­is­jafnað við­skipti sín á und­an­förnum miss­er­um. Kolefn­is­jöfn­un ­fellst í því að reikna út hversu mikið ein­stak­l­ing­­ur, fyr­ir­tæki eða stofnun menga mik­ið, til dæmis hversu mikil losun koltví­­­sýr­ings á sér stað við flug eða akst­­ur. Ein­stak­l­ing­­ur­inn, fyr­ir­tækið eða stofn­unin greiðir fyr­ir­tæki eða sjóði fyrir að planta trjám eða end­­ur­heimta vot­­lendi sem í stað­inn bindur sama magn af kolefn­i. 

Tvö fyr­ir­tæki og sjóðir bjóða upp á kolefn­is­jöfn­un á Íslandi, það eru Vot­­lend­is­­sjóður og Kol­við­­ur. Í sumar höfðu 300 ein­stak­l­ingar kolefn­is­­jafnað sig það sem af er ári hjá Kol­viði og 96 ein­stak­l­ingar hjá Vot­­lend­is­­sjóð­i. 

„Þátt­taka atvinnu­lífs­ins í verk­efn­inu gæti falist í því að bjóða upp á kolefn­is­jöfn­un við­skipta með land­græðslu. Þannig yrði þátt­taka almenn­ings tví­þætt, ann­ars vegar með beinni þátt­töku í land­græðslu undir leið­sögn Land­græðsl­unn­ar, hins vegar með­ kolefn­is­jöfn­un við­skipta sinna,“ segir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent