Vilja þjóðarátak í landgræðslu

Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.

20_07_2013_9552839673_o.jpg
Auglýsing

Sjö þing­menn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um að fela umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra að sjá til þess að komið verði á fót sam­starfs­vett­vangi sem miði að því að auka þátt­töku almenn­ings í kolefn­is­bind­ingu með land­græðslu og gera þannig þjóð­ar­á­tak í land­græðslu. ­Þing­menn­irn­ir vilja að þessum sam­starfs­vett­vangi verði komið á fyrir lok árs 2020. 

Fáir þjóðir jafn gott tæki­færi til kolefn­is­bind­ingar í gróðri

­Mark­mið ­til­lög­unnar er að auka kolefn­is­bind­ingu, koma í veg fyrir jarð­vegs­rof og græða upp örfoka land með auk­inni þátt­töku almenn­ings í land­græðslu. Í ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i ­segir að jarð­vegur sé mik­il­væg auð­lind enda sé hann und­ir­staða mest­allrar mat­væla­fram­leiðslu heims­ins. 

Jarð­vegseyð­ing sé ein mesta ógn mann­kyns og að eyð­ing gróð­urs og jarð­vegs hafo um langa hríð verið eitt helsta umhverf­is­vanda­málið á Ísland­i. 

Auglýsing

„Flutn­ings­menn leggja því til að farið verði í þjóð­ar­á­tak í land­græðslu enda hafi fáar þjóðir hafa eins góð tæki­færi og Íslend­ingar til að draga úr losun vegna land­notk­unar og efla kolefn­is­bind­ingu í gróðri og jarð­veg­i,“ segir í til­lög­unn­i.   

Þing­menn­irn­ir ­leggja því til að settur verði á fót ­sam­starfs­vett­vang­ur ­stjórn­valda, Land­græðsl­unn­ar, bænda, atvinnu­lífs og almenn­ings til að auka þát­töku almenn­ings í kolefn­is­jöfn­un. Lagt er til að haft verði til fyr­ir­myndar átakið Bændur græða landið en það er sam­starfs­verk­efni bænda og Land­græðsl­unnar sem ­starf­rækt­ hef­ur ver­ið frá árinu 1990 um upp­græðslu heima­landa

Mörg hund­ruð ein­stak­lingar kolefn­is­jafnað sig í ár

Æ fleiri ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki hafa kolefn­is­jafnað við­skipti sín á und­an­förnum miss­er­um. Kolefn­is­jöfn­un ­fellst í því að reikna út hversu mikið ein­stak­l­ing­­ur, fyr­ir­tæki eða stofnun menga mik­ið, til dæmis hversu mikil losun koltví­­­sýr­ings á sér stað við flug eða akst­­ur. Ein­stak­l­ing­­ur­inn, fyr­ir­tækið eða stofn­unin greiðir fyr­ir­tæki eða sjóði fyrir að planta trjám eða end­­ur­heimta vot­­lendi sem í stað­inn bindur sama magn af kolefn­i. 

Tvö fyr­ir­tæki og sjóðir bjóða upp á kolefn­is­jöfn­un á Íslandi, það eru Vot­­lend­is­­sjóður og Kol­við­­ur. Í sumar höfðu 300 ein­stak­l­ingar kolefn­is­­jafnað sig það sem af er ári hjá Kol­viði og 96 ein­stak­l­ingar hjá Vot­­lend­is­­sjóð­i. 

„Þátt­taka atvinnu­lífs­ins í verk­efn­inu gæti falist í því að bjóða upp á kolefn­is­jöfn­un við­skipta með land­græðslu. Þannig yrði þátt­taka almenn­ings tví­þætt, ann­ars vegar með beinni þátt­töku í land­græðslu undir leið­sögn Land­græðsl­unn­ar, hins vegar með­ kolefn­is­jöfn­un við­skipta sinna,“ segir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent